Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001 13
LINCOLN Center í New York
hýsir þessa dagana tveggja vikna
hátíð tileinkaða verkum leikrita-
skáldsins Harolds Pinters sem
sjálfur tekur að sér hlutverk í
einu verkanna við góðar und-
irtektir gagnrýnanda dagblaðsins
New York Times. Pinter, sem
leikur ríkisstarfsmanninn Nicolas
í verkinu „One for the Road“,
hæfir verki sínu fullkomlega að
mati gagnrýnandans sem segir
illskuna sjálfa stíga á svið í Lin-
coln Center silkimjúka og snyrti-
lega. „Sú óljósa ógn sem jafnan
hefur einkennt verk Harolds Pint-
ers hefur loks fengið mannlegan
svip og andlitið er Pinters sjálfs.“
„One for the Road“ var fyrst
sett á svið 1984 og segir frá Nicol-
as sem hefur þann starfa að yf-
irheyra pólitíska fanga á milli
þess sem þeir eru pyntaðir. Fjöldi
áhorfenda gekk út af sýningum
er verkið var fyrst sett á svið sök-
um þess hve grimmilegt viðfangs-
efnið er, en Pinter sjálfur kveðst
hafa skrifað verkið fullur reiði
gagnvart þeim pyntingum er póli-
tískir fangar gjarnan sæta. Meðal
annarra verka Pinters er sýnd
verða á hátíðinni er „Kind of
Alaska,“ sem ekki ómerkari leik-
konur en Judi Dench og Dianne
West hafa leikið í.
Ævintýralegur
listaverkaþjófnaður
VERK eftir Rembrandt, tvær
sjaldgæfar teikningar Albrechts
Dürers, ásamt níu öðrum lista-
verkum eru þessa dagana til sýnis
hjá uppboðshúsinu Sotheby’s í
New York áður en verkunum
verður skilað heim til Þýskalands
eftir ævintýralegan þjófnað sem
hófst um miðja síðustu öld. Verk-
in sem voru geymd af nasistum í
þýskum kastala á árum síðari
heimsstyrjaldarinnar var stolið af
sovéskum hermönnum sem færðu
leyniþjónustu KGB verkin, sem
síðan var á ný stolið ásamt 180
öðrum verkum úr listasafni í
Azerbaijan og komu loks í leit-
irnar í eigu fyrrum súmó-
glímukappa frá Japan sem reyndi
að selja þau til að eiga fyrir
nýrnaaðgerð.
Þessi ævintýralega saga sem
vel gæti hafa komið frá drauma-
verksmiðjunni Hollywood fær á
næstunni giftusamlegan endi er
verkunum, sem metin eru á einar
15 milljónir dollara eða um 1,5
milljarða króna, verður skilað til
listasafnsins í Bremen í Þýska-
landi. Er þeirra verðmætast talið
Baðhús Dürers, nektarstúdía frá
árunum 1494-96 sem metin er á
einn milljarð króna, en auk þess
eru meðal verkanna Sitjandi guð-
móðir með barnið eftir Dürer,
blekteikning Rembrands Stand-
andi kona með uppreistar hend-
ur, verk eftir hollenska meist-
arann Jacob van Ruisdael og
franska listamanninn Jean-
François Millet.
Yfirgripsmikil
sýning á verkum
Halsman
Í NATIONAL Portrait Gallery í
London stendur nú yfir sýning á
verkum ljósmyndarans Philippes
Halsmans, sem telst í hópi þekkt-
ari ljósmyndara 20. aldarinnar.
Jafn ítarleg sýning á verkum
Halsmans hefur aldrei sett upp í
Evrópu áður, en ljósmyndarinn
myndaði á ferli sínum mörg
þekktustu andlit síns tíma, m.a.
Grace Kelly, Marilyn Monroe, Al-
bert Einstein, Marcel Duchamp
og jafnvel hertogann og hertoga-
ynjuna af Windsor sem fengust til
að hoppa fyrir ljósmyndarann líkt
og fjölmargar aðrar fyrirsætur
hans.
Pinter á svið
í eigin verki
ERLENT
Í GÆR var opnuð sýning á útskornum tré-
styttum grænlenska listamannsins Johannes
Kreutzmann „Ujuaannaat“ í Sjóminjasafninu í
Hafnarfirði. Kreutzmann var uppi á árunum
1862–1940 og bera myndir hans því sterklega
vitni hvernig lifnaðarhættir voru á Grænlandi
undir lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar hvað
varðar klæðaburð, atvinnuhætti og almennan
lifnað. Þær eru málaðar í skærum litum og
fyrirmyndirnar eru Grænlendingar, menn,
konur og börn.
Mannfræðingurinn Birte Hagen hefur séð
um að skapa sýninguna, sem hefur ferðast um
Finnland, Noreg og Færeyjar og endar nú á
Íslandi. „Kreutzmann bjó alla sína ævi í litlu
þorpi á vesturströnd Grænlands,“ segir Hag-
en. „Hann yfirgaf aldrei þann stað, nema til að
fara á veiðar. Hann þótti mjög góður veiði-
maður og átti snemma sinn eigin bát.“
Talið er að Kreutzmann hafi byrjað að skera
út myndir í tré þegar hann gerði brúður handa
börnum sínum, en hann átti níu börn. „Seinna
komst hann að því að margir útlendingar, sér-
staklega Danir, höfðu áhuga á að eignast slík-
ar styttur. Þegar hann eltist og gat ekki leng-
ur stundað veiðar gerði hann þetta að
lifibrauði sínu,“ útskýrir Hagen. Myndir
Kreutzmann vöktu áhuga víðsvegar um Evr-
ópu og voru sýndar á sýningum í Róm og Par-
ís og víðar. „Margar myndirnar sem eru hér á
sýningunni voru pantaðar sérstaklega frá
dönsku yfirstéttarfólki,“ heldur Hagen áfram
og bendir á grænlenska konu sem réttir fram
hendurnar. „Þessi hélt til dæmis á bakka með
nafnspjöldum.“
Fyrirmyndir í raunverulegu fólki
Hagen telur að flestar stytturnar eigi sér
fyrirmyndir í nágrönnum og vinum Kreutz-
mann í bænum. „Hann gerði einnig myndir af
þeim sem hann þekkti þegar hann var ungur
maður og jafnvel barn,“ útskýrir hún. „Þess
vegna er erfitt að segja til um hver þau voru.
En það er greinilegt að þetta eru ólíkar fyr-
irmyndir, því svipbrigðin í andlitunum eru svo
litrík og greinilegur persónuleiki í hverjum og
einum.“
Að sögn Hagen voru engir aðrir að gera
slíkar myndir sem Kreutzmann gerði. „En það
var rík listhefð í bænum þar sem hann bjó.
Margir grænlenskir listamenn koma frá þessu
sama þorpi og hann er frá, jafnvel eiga margir
listamenn nútímans rætur að rekja þangað,“
segir hún. „Faðir hans var nokkuð frægur fyr-
ir vatnslitamyndir sem hann gerði af Græn-
landi.“
Margar stytturnar eru í einkaeign í Dan-
mörku og sá Hagen um að safna þeim á sýn-
inguna. „Ég hef fengist mikið við grænlenska
list af ýmsum toga. Þegar ég sá verk Kreutz-
mann fannst mér þau strax áhugaverð. Þau
segja svo mikið um hvernig lífið var í litlum
bæjum í Grænlandi á hans tíma.“
Skyggnst inn í
grænlenska fortíð
Morgunblaðið/Jim Smart
Sum verkin á sýningunni lýsa vel lifnaðarháttum á Grænlandi fyrir rúmum hundrað árum.
Verk Johannesar Kreutzmann á sýningu í
Sjóminjasafninu í Hafnarfirði.
Í GALLERÍ Wolfgang Gmyrek sem stendur við
Myllugötuna, móts við Listaakademíuna í Düssel-
dorf, hafa undanfarið verið til sýnis myndir akva-
rellumálarans Bernd Koberlings sem er Íslend-
ingum ekki alls ókunnur, en frá því 1977 hefur
hann hluta úr ári málað fíngerðar akvarellur sínar
í uppgerðu eyðibýli; Stakkahlíð í Loðmundarfirði.
Uppátæki listamannsins að bjarga þessum bæ frá
hruni og gera að bækistöð sinni varð til þess að
hleypa nýju lífi í sveit sem næstum allir voru bún-
ir að gleyma og hefur dregið að sér forvitið fólk og
ferðalanga. Tilgangur þessarar sýningar var þó
ekki eingöngu að sýna afrekstur áhrifa Loðmund-
arfjarðar á Koberling heldur engu síður til að
kynna útkomu bókarinnar „Das Blueshorn“, sem
málarinn vann í samstarfi við hið hægláta íslenska
skáld, Gyrði Elíasson. Er þetta þriðja bókin í röð
sem Bernd Koberling hefur unnið með íslenskum
rithöfundum og gefnar eru út af bókaútgáfunni
Kleinheinrich í München. Fyrri bækurnar tvær
vann listamaðurinn, þá fyrstu með Snorra Hjart-
arsyni og þá síðari með Baldri Óskarssyni. Í nýju
bókinni „Blúshorninu“ er að finna smásögur eftir
Gyrði sem kallast á við akvarellur Þjóðverjans.
Er þarna um eftirtektarvert framtak að ræða á
kynningu íslenskra samtímabókmennta í Þýska-
landi.
Í lok sýningarinnar, 13. júlí síðastliðinn, efndi
galleríið í samstarfi við hið virta bókmenntatíma-
rit „Die Horen“, en það var upphaflega stofnað af
ekki minni manni en sjálfum Friedrich Schiller
(1795), til upplestrarkvölds. Þar var lesið úr lestr-
arbókinni „Wortlaut Island“, sem Franz Gíslason,
Sigurður A. Magnússon og Wolfgang Schiffer
settu saman á sínum tíma. Johann P. Tammen,
ritstjóri „Die Horen“, og Wolfgang Schiffer sem
er Íslendingum góðkunnur orðinn fyrir störf sín
og þjónustu í formi kynningar og útbreiðslu ís-
lenskrar bókmenntamenningar í Þýskalandi (var
m.a. heiðraður með fálkaorðunni 1991) lásu upp
úr bókinni. Lesin voru ljóð og prósar eftir Lindu
Vilhjálmsdóttur, Einar Má Guðmundsson, Gyrði
Elíasson, Sjón og Kristínu Ómarsdóttur, svo
nokkrir séu nefndir. Framlagið allt var til fyr-
irmyndar og minnir á hversu mikill áhugi er með-
al Þjóðverja á íslenskum bókmenntum.
Áhrif Loð-
mundar-
fjarðar og
Blúshornið
Ljósmynd/Ilma Reissner
Talið frá vinstri: Wolfgang Schiffer, Bernd Koberling, Wolfgang Gmyrek og Johann P. Tammen.