Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001 Á RHOLT er ef til vill róm- antískasta hús á Húsavík, þegar á allt er litið, segir Karl Kristjánsson í fyrsta bindi Sögu Húsavíkur. Þegar ég ber þessi orð undir íbúa Árholts, Huldu Þórhallsdóttur, brosir hún við. „Ætli það sé ekki það að þetta hús er öðru- vísi en öll önnur. Svo þykir fólki til um þessi litlu herbergi, þegar inn er komið. Alla vega er húsið mikið ljósmyndað og ég hef séð menn við málaratrönur að festa það á blað eða striga. Einu sinni kom ég í búð í Reykjavík með systur minni. Búðarkonan fór þá að segja henni, að hún væri nýkomin úr fríi og hefði far- ið út á land. Meðal annars hefði hún komið við á Húsavík og séð þar algjört draumahús, rautt með hvítum gluggum. Systir mín sagði: „Það er gaman. Það er nefnilega þessi kona við hlið- ina á mér sem á þetta hús.““ Í fyrsta bindi Sögu Húsavíkur, sem Karl Kristjánsson er aðalhöfundur og safnari að, segir að hjónin Anna Vigfúsdóttir og Sigtrygg- ur Sigtryggsson hafi byggt Árholt. Árið 1891, 8. september, fluttust þau í nýja húsið með tvo drengi sína, Þórhall og Vigfús Albert. Húsið var þá að ýmsu leyti enn í smíðum og telur Karl byggingarár þess 1889–1891. Sigtryggur Sigtryggsson hélt dagbækur, sem eru mjög merkar heimildir um veðurfar og viðburði á Húsavík þess tíma. Frumritin eru geymd í Þjóðarbókhlöðu syðra en Hulda á afrit sem gaman var að glugga í. Hulda segist reyndar vilja sjá frumritin í Safnahúsinu á Húsavík. Beiðni um flutning norður var hafnað á sínum tíma, en kannski er nú orðið tímabært að dagbækur Sigtryggs komi heim. Síðustu daga ágústmánaðar 1891 skrifar Sigtryggur í dagbók sína: „26. ágúst: Norðan snjóveður, hvítt ofan í sjó um morguninn og festi öðru hvoru um daginn. Unnið að veggjahleðslu.“ „27. ágúst: Ekkert gjört. Vont snjóveður norðan.“ „28. ágúst: Þurrt en kalt. Unnið að byggingu minni.“ „29. ágúst: Bjart en harða frost. Sama verk unnið.“ 8. og 9. september færir Sigtryggur saman til bókar: „Allgott veður báða dagana. Flutt í hús mitt Árholt 8. þ.m.“ Og 1. janúar 1892 skrifar hann: „Tekin lega húss míns eftir compás í dag. Það horfir þá svona við: – Suður til ¼ vest. Norður til austur, ¼ austur. Þá veit maður það." Þegar Sigtryggur dó 1911 keyptu Jakobína dóttir hans og maður hennar, Klemens Klem- ensson, Árholt og árið eftir byggðu þau við það þverhús með stofu og herbergi. Í Árholti fædd- ust börn þeirra, Sigtryggur og Sigríður. Þegar Jakobína og Klemens fluttu suður 1942 keypti Þórhallur bróðir hennar húsið. Hann bjó aldrei í því, en 6. nóvember 1943 fluttu Hulda, dóttir hans, og Jónas Egilsson í húsið. Þau festu svo kaup á því 1954. Þremur árum síðar byggðu þau fordyri við húsið og síð- ar bílskúr við norðurstafninn og breyttu hlöðu þar í búr og þvottahús undir sama þaki. Börn Huldu og Jónasar eru sex talsins; Eg- ill, Kristbjörg, Baldur, Garðar, Hörður og Hulda Jóna. Báðar systurnar og einn bróðir búa á Húsavík, tveir bræðranna búa í Reykja- vík og einn á Hornafirði. Jónas Egilsson dó 1998 og hefur Hulda búið ein í húsinu síðan. Hulda segir að húsið hafi verið byggt af miklum vanefnum. Þar var moldargólf í fyrstu og segir Hulda, að þegar þau hjón hafi skipt um gólf í stofunni hafi gengin skán verið þar undir. Reyndar sé mesta furða miðað við upp- hafið, hversu vel húsið hafi staðizt tímans tönn. Viðbyggingarnar eru smekklega gerðar í sam- ræmi við húsið, segir í Sögu Húsavíkur. Þeir voru margir, segir Hulda, sem spurðu afa hennar, meðan húsið var í byggingu, hvort það væri til sölu. En hann gaf það aldrei falt. Það gerir Hulda ekki heldur. Ég spyr, hvort hún hafi fengið einhver tilboð í húsið. „Tilboð, ég veit nú ekki,“ segir hún dræmt. „Það sagði einn maður við mig: Ef þú selur húsið, þá lætur þú mig vita. Ég hef nú aldrei gert honum orð út af því.“ Hulda og Jónas fluttu inn í Árholt á brúð- kaupsdaginn, 6. nóvember 1943. Á gullbrúð- kaupsdeginum, 6. nóvember 1993, orti Jónas til konu sinnar: Aldurinn er orðinn hár, öldin hálf að baki. Við höfum lifað öll þau ár, undir sama þaki. „Þegar við fluttum inn var ein kolavél í eld- húsinu og kolaofn í stofunni,“ segir Hulda. „Rafmagnseldavél fékk ég fyrst 1948. Við höfum endurnýjað veggfóður, lagað gólf og teppalagt, en húsaskipun er óbreytt frá því sem var.“ Samkvæmt mælingum nútímans er íbúðar- plássið í Árholti upp á 99,9 fermetra og bíl- skúrinn 38, 9 fermetrar. Úr fordyrinu er gengið inn í forstofu, þaðan sem dyr eru í baðherbergi, eldhús og stofu. Hulda tekur mér vara við að reka ekki höfuðið í. Stofan er 3x3,10 m og þar er óbreyttur horn- skápur, sem Björn Björnsson snikkari smíðaði í húsið nýtt. Úr stofunni má ganga áfram inn í hliðarherbergi, sem er 3x1,3 m, og í þverhúsið, sem skiptist í stofu, 5,5x3 m, og herbergi, sem er 3,5x3 m. Á eldhúsgólfinu er hleri yfir kjallaraopi en kjallarinn var grafinn árið 1950 þegar miðstöð var sett í húsið. Úr eldhúsi er stigi upp á loft, þar sem eru tvö herbergi og framloft og er loftið aðeins yfir gamla húsinu. Úr eldhúsinu er svo innangengt í búr og áfram í þvottahús, þaðan sem komast má inn í bílskúrinn. Karl Kristjánsson slær botninn í frásögn sína af Árholti með þessum orðum: „Hús þetta, sem eigendur ganga um með mikilli snyrti- mennsku og prýði, hefur við sig töfra frumleik- ans. Það er talandi tákn þess, hvernig hagnýta má gamlar byggingar á virðulegan hátt og njóta þeirra nýtískulega.“ Það eru ró og friður í andrúmi Árholts. Hús- ið heldur fasi sínu fullkomlega, þótt þröskuldar hafi mismunað sér til og enginn dyrastafur sé lengur öðrum jafnhár eða beinn. Ég spyr Huldu hvort það hafi aldrei flögrað að henni að flytja í annað húsnæði. Hún lítur til UNDIR SAMA ÞAKI Neðst í skrúðgarðinum á Húsavík, sunnan Búðarár, stendur fagurrautt hús með hvítum gluggum. Þetta er annað elzta íbúðarhús á staðnum, það hefur alla tíð verið í eigu sömu ættar og í dag eru 110 ár síðan frumbyggjarnir fluttu inn. FREYSTEINN JÓHANNSSON leit inn í Árholt. Mynd úr Sögu Húsavíkur Jakobína Sigtryggsdóttir og Klemens Klemensson keyptu Árholt 1911 og bjuggu þar til 1942. Jónas Egilsson og Hulda Þórhallsdóttir fluttu inn í Árholt 6. nóv- ember 1943 og keyptu húsið 1954. Myndir úr Sögu Húsavíkur Sigtryggur Sigtryggsson og Anna Vigfúsdóttir fluttu inn í Árholt 8. september 1891. Árholt 1947, þverhúsið er komið við suðurstafninn. Ljósmynd/Hörður Jónasson Árholt Ljósmynd/Hörður Jónasson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.