Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrita- sýning opin þri.–fös. kl. 14–16. Til 15.5. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Verk Svavars Guðnasonar. Til 9. september. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. október. Galleri@hlemmur.is: Guðrún Vera Hjartardóttir. Til 9.september. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Albert Mertz. Til 30. september. Gallerí Smíðar og skart: Hjörtur Hjartarson. Til 13. september. Gallerí Sævars Karls: Arngunnur Ýr. Til 15.september. Hafnarborg: Bjarni Sigurbjörnsson. Kaffistofa: Andri Egilitis. Til 24. sept- ember. Hallgrímskirkja: Detel Aurand. Til 26. október. i8, Klapparstíg 33: Max Cole og Thomas Ruppel. Til 15. september. Íslensk grafík: Steinþrykk frá Fær- eyjum. Til 9. september. Listasafn Akureyrar: Per Kirkeby. Hekla Dögg Jónsdóttir. Til 16. sept- ember. Listasafn ASÍ: Félagar úr Meistara Jakob. Til 23. september. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Naumhyggja. Til 14. okt. Verk úr eigu safnsins. Þor- valdur Skúlason, Magnús Tómasson. Til 7. október. Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Erró. Til 6.1. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð og nýsköpun. Til 30. september. Listhús Ófeigs: Torfi Jónsson. Til 19. september. Man: Tati Herrara. Til 8. september. Norræna húsið: Nærvera listar. Til 23. september. Ljósmyndir Hendriks Relve. Til 23. september. Nýlistasafnið: Sjálfbær þróun. Til 7. október. ReykjavíkurAkademían: Sjónþing Bjarna H. Þórarinssonar. Til 1. októ- ber. Safnahús Borgarfjarðar: Ljósmyndir hjónanna á Indriðastöðum. Til 5. októ- ber. Skaftfell, Seyðisfirði: Haustsýning Skaftfells. Til 18. nóv. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31. des- ember. Slunkaríki, Ísafirði: Hlíf Ásgrímsdótt- ir. Til 16. september. Stöðlakot: Hrefna Lárusdóttir. Til 16. september. Þjóðarbókhlaða: Erla Þórarinsdóttir. Til 5. október. Stefnumót við íslenska sagnahefð. Brúður Sigríðar Kjaran. Til 15. september. Þjóðmenningarhúsið: Skjöl frá þjóð- fundinum. Til 15. október. Landafund- ir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Kirkjuhvolur, Garðabæ: Christiane Oelze sópran og Rudolf Jansen píanó. Ljóðalög eftir Franz Schubert, Felix Mendelsohn-Bartholdy og Robert Schumann. Kl. 17. Fríkirkjan í Reykjavík Norðurljós: Musica Antiqua; Camilla Söderberg, Hildigunnur Halldórsdótt- ir, Sigurður Halldórsson, Guðrún Ósk- arsdóttir. Verk eftir Telemann. Kl. 17. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigning- unni, 14. september. Með fulla vasa af grjóti, 13. september. Borgarleikhúsið: Með vífið í lúkunum, 8. og 9. september. Píkusögur, 8. og 14. september. Öndvegiskonur, 14. september. Vesturport: Diskópakk, 8. september. Hafnarfjarðarleikhúsið: Englabörn, frums. fös. 14. september. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, menning/ listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynd- sendir: 569 1222. Netfang: menning@mbl.is. N Æ S T U V I K U MENNING LISTIREngar blekkingar íraunverulegu rými Skúlptúr hins vegar, sama hversu ab- strakt í forminu, er algerlega laus við þess háttar vandamál þar sem hann er settur fram í raunverulegu rými og því fylgja eng- ar blekkingar. Þessi afstaða var í samræmi við leit þeirra að sögulausri myndlist og leiddi síðan af sér að gerð verkanna varð sýnilegri og aðferðin við framkvæmd þeirra varð að mikilvægum þætti. Aðferðin sjálf er enn eitt leiðarstefið í mínimalískri myndlist og hafði hún gífurleg áhrif á aðrar lista- stefnur í kjölfarið þar sem raunveruleika- krafan varð að aðalatriði. Efnisnotkunin sjálf er einnig mikilvæg, en til að losna undan sögulegum tengingum er notkun iðnaðarefna einkennandi og útilokar hún alls ekki fagurfræðilega upplifun á lit- um, formum og hlutföllum eins og nærri má geta. Tæknilega fullkomin útfærsla verk- anna var einnig í samræmi við efnisnotk- unina og því hugsuð sem ábending um að verkið sé mikilvægara handverki lista- mannsins. Liti og ljós notuðu mínimalistarnir á sama hátt, þar sem þau element voru notuð sem tilbúið efni án hlaðinnar merkingar í sjálfu sér, enda litrófið oftast runnið frá iðnaðar- framleiðslu líkt og annað. Fagurfræði mín- imalískrar listar er samtvinnuð þessum þátt- um, en hugmyndafræðin hinsvegar dregur dám af því að einföld samsetning hlutanna og skýr framsetning gefi tilefni til sterkrar upplifunar á litum, formum, rými og efnum. Því minna, ef svo má segja, jafngildi meiru í þeim skilningi að form og efni útiloki allar vísanir í aðrar áttir en að verkinu sjálfu. Það verður þannig meira í sínu knappa formi.“ SÚM andsvar við abstraktlistinni SÚM-hópurinn markaði þáttaskil í ís- lenskri myndlist á sjöunda áratugnum og var andsvar við abstraktlistinni. Magnús Tómasson var einn af frumkvöðlum hópsins. Hann sótti efnivið í verk sín í nánasta um- hverfi sitt, jafnt í efnislegum sem inntaks- legum skilningi. List Magnúsar má skilja pólitískum skilningi, stundum bregður fyrir trúarlegu ívafi, en hún byggir einnig á ákveðinni frásögn og ber með sér ríka kímni. Listasafn Íslands á 26 verk eftir Magnús og verða fimmtán þeirra á sýningunni. Stærstur hluti verkanna er frá árunum 1968 til 1972 þegar SÚM var í mestum blóma og mikið um tilraunastarfsemi. Þó verk Magnúsar hafa tekið ýmsum breytingum síðan er óhætt að fullyrða að á þessum árum hafi orðið til hugmyndaheimur sem hefur fylgt honum alla tíð. Ekki er þar með sagt að sýningin gefi fullnægjandi mynd af ferli listamannsins enda ekki mark- miðið. Sýningin gefur hins vegar færi á að skyggnast aðeins inn í heim listamannsins og kynnast honum út frá gefnum forsend- um. Abstraktlistin andsvar við landslagsmálverkinu Á sjöunda áratugnum var Þorvaldur Skúlason (1906-1984) í forystu abstraktlistar á Íslandi. Hann hafnaði ríkjandi landslags- hefð og túlkaði manneskjuna og nánasta um- hverfi hennar með nýjum formrænum efn- istökum. Verk hans frá þessum tíma túlka þá sann- færingu hans að listamaðurinn eigi aðeins að nota „hið hreina mál myndlistarinnar“, án þess að tengja það ytri veruleika. Árið 1967 urðu önnur mikilvæg kaflaskipti í list Þor- valds og það sem eftir lifði starfsævinnar tvinnaði hann saman abstrakt myndmál og margbreytilega umskrift á náttúrunni. Í grein í sýningarskrá segir Ólafur Kvar- an um Þorvald og framgang hans og stöðu í íslenskri myndlist á fjórða áratug síðustu aldar: „Hann tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem þá kveður sér hljóðs; listamanna eins og Jóns Engilberts, Gunnlaugs Scheving, Snorra Arinbjarnar og Jóhanns Briem. Formgerðin í verkum þessara listamanna er um margt frábrugðin innbyrðis og áherslur ólíkar. Samt sem áður er hægt að tala um sterka viðleitni til huglægrar túlkunar sem felst meðal annars í einföldun og samþjöpp- un myndefnisins. Í íslensku samhengi hafði það í för með sér endalok hinnar klassísku raunsæju túlk- unar þar sem málverkið var fyrst og fremst endurbygging sjónrænnar og tilfinninga- legrar reynslu.“ Verk Magnúsar Tómassonar og Þorvaldar Skúlasonar verða sýnd í safninu til 7. októ- ber. Sýningin á verkum naumhyggjulista- mannanna stendur aftur á móti til 14. októ- ber. N ORÐURLJÓS heitir ár- leg tónlistarhátíð tón- listarhópsins Musica Antiqua sem nú er haldin í sjöunda sinn. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar að þessu sinni verða í Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, laugardag, kl. 17:00. Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir Georg Philipp Telemann, eitt afkastamesta tón- skáld barrokktímans. Flytjendur á tónleikunum eru Camilla Söderberg blokkflautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Guðrún Óskarsdóttir semballeikari og Sigurður Hall- dórsson sellóleikari. Verkin sem þau leika eru tríósónötur í a og d - moll fyrir altblokkflautu, fiðlu og fylgirödd, fantasía í g-moll fyrir sembal, sónatína í c-moll fyrir altblokkflautu og fylgirödd, fantasía í G- dúr fyrir fiðlu, umskrifuð fyrir 5 strengja selló og sónata í f-dúr fyrir fiðlu og fylgirödd. Hélt tónleika fyrir almenning Telemann gegndi stóru hlutverki í tónlistar- lífi þýska barrokktímans. Hann var ekki ein- göngu tónskáld heldur einnig ágætur hljóðfæra- leikari og lék bæði á fiðlu, blokkflautu og orgel. Telemann starfaði meðal annars í Leipzig, Frankfurt og Hamborg og blés nýju lífi í tónlist- arlíf þessara borga með skipulagningu á opin- berum tónleikum, en áður hafði það að mestu farið fram við hirðir og í kirkjum landsins. Cam- illa Söderberg blokkflautuleikari og skipuleggj- andi Norðurljósahátíðarinnar segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að bjóða upp á heila tónleika tileinkaða Telemann: „Við vorum að spila saman í gegnum ýmis verk til að velja á tónleikana, þegar við komumst að því hvað Tele- mann er í raun frábært tónskáld; hvað margt fallegt er til eftir hann og verkin fjölbreytt. Þess vegna ákváðum við að hafa bara verk eftir hann; bæði einleiks- og samleiksverk.“ Næstu tónleikar á Norðurljósahátíðinni verða 13. október í Hafnarborg. „Það er stórt verkefni,“ segir Camilla. „Við fáum hingað franskan danskennara, sérfræðing í renaiss- ance dönsum, og hún mun verða með námskeið fyrir nemendur listaskólanna hér, Tónlistar- skólans í Reykjavík, Listdansskólans og leiklist- ardeild Listaháskólans. Afrakstur þessara nám- skeiða verður samtvinnaður tónleikunum, þannig að það verður bæði sungið og leikið, og dansað með. Þetta verða stórir tónleikar; söng- hópur, blokkflautur, fiðla, gamba, lúta og fleira.“ Framtíð hátíðarinnar óviss Camilla Söderberg segir að þetta sé í síðasta sinn sem hún skipuleggi hátíð af þessu tagi. „Þetta er synd. Ég hef ennþá ekki fundið neinn sem getur hugsað sér að taka að sér þá vinnu sem felst í því að skipuleggja þetta. Þetta er mikil vinna, sem ég hef verið að vinna kauplaust, og nú er svo komið að ég verð að minnka við mig þannig vinnu. Það eru bara ekki svo margir hér sem hægt er að leita til, til að drífa þetta áfram. Svo eru það líka talsverðar fjárhagsáhyggjur sem fylgja þessu, sem mér finnst erfitt að taka á sjálfa mig ár eftir ár. Við vitum sjaldnast fyr- irfram hvernig þetta gengur upp fjárhagslega, og það er erfitt að vita ekki hvort maður getur greitt tónlistarfólkinu þau laun sem því ber. Vonandi finnst þó einhver sem vill halda áfram að kynna gamla tónlist hér.“ Camilla segir að Musica Antiqua njóti árlega svolítils styrks frá Reykjavíkurborg, en auk þess hafi þau í ár feng- ið styrki frá Seðlabankanum og Félagi íslenskra hljómlistarmanna. „Við höfum bara fengið styrki frá þessum þremur stöðum núna. Við höf- um ekkert heyrt frá Menntamálaráðuneytinu; kannski á eitthvað eftir að koma, ég veit það ekki. Það eru miklar bréfaskriftir í kringum þetta og það getur verið erfitt; og auðvitað eru allir að sækja um styrki og ljóst að það fá þá ekki allir. Þetta er það leiðinlega bak við tón- leikahald, að þurfa alltaf að vera að biðja um peninga. Það þarf að fá einhverja aðra í það en tónlistarmennina sjálfa.“ Þriðju og síðustu tónleikar Norðurljósahátíð- arinnar verða í lok október, en þá flytja Marta Guðrún Halldórsdóttir og Snorri Örn Snorra- son tónlist frá klassíska tímanum og eldri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Halldórsson, Hildigunnur Halldórsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Camilla Söderberg leika á fyrstu tónleikum Norðurljósahátíðar í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 17. „TELEMANN ER FRÁBÆRT TÓNSKÁLD“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.