Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001 5
Ö
LLUM sem þekktu
Magnús Ásgeirsson
bar saman um að
andstæðurnar í fari
hans hefðu verið
bæði áberandi og ör-
lagaríkar. Þeim sem
athuga verk hans
verður ljóst að þær mótuðu líka verkefna-
val hans og vinnubrögð og eru þess vegna
lykill skilnings bæði á manninum sjálfum
og verkum hans. Þessar andstæður voru
fleiri og samband þeirra flóknara en rakið
verði í örstuttu máli, en til einföldunar get-
um við gripið til algengra orða og sagt sem
svo að í megindráttum hafi þær verið tvær:
Magnús hafi í senn verið maður dagsins og
maður næturinnar.
Þess vegna er Síðkveld til vitnis um
draumlyndan fagurkera sem innst inni þrá-
ir ekkert heitar en að fá að lifa ótruflaður
fyrir listina í rökkurværð fílabeinsturnsins
og lofsyngur jafnvel blekkingu og tálvonir
af eigingirni síns innsta eðlis í von um
framlengingu næturvímunnar. Samt gerir
hann það með slæmri samvisku. Efinn og
þunglyndið ásækja hann og hin eilífa
Hamlet-spurning er honum ofarlega í
huga, því að hann var ekki andvana fæddur
prins sem aldrei kynntist öðru en mót-
sagnaleysi móðurkviðarins. Hann veit að
úti blása kaldir vindar og þar er háð stríð
og barátta sem lætur hann ekki í friði,
krefst af honum afstöðu og kallar hann eft-
ir það nauðugan viljugan til liðveislu, enda
voru þeir tímar sem Magnús Ásgeirsson
lifði tímar mikillar og sögulegrar baráttu,
sigra og ósigra innanlands og utan. Hann
gat haft brennandi áhuga á því öllu, eins og
sést af þýðingum hans bæði í bundnu og
óbundnu máli, ritstjórn hans og stjórn-
málaáhuga, ástríðu hans að fylgjast með og
löngun hans til að hafa áhrif þegar honum
bauð svo við að horfa. Samt var pólitískur
áhugi hans áreiðanlega ekki fyrst og
fremst fræðilegur, en hann sótti næringu
sína í tilfinningalíf Magnúsar og storma-
söm átök í tímanum og nærðist af heitu
geði hans. Þó ætla ég að löngunin til að lifa
í heimi skáldskapar og fagurfræði og fara
einförum hafi verið miklu samgrónari eðli
hans og sálarlífi en hinn þjóðfélagslegi
áhugi, og það getur varla verið annað sem
vinir hans frá æskuárum áttu við þegar
þeir sögðu að vettvangur dagsins hefði
aldrei orðið honum eiginlegt athafnasvæði
og að honum hefði hundleiðst þegar þeir
voru að reyna að draga hann á dansleiki
eða aðrar samkomur þar sem vænta mátti
fjölmennis. Það gat í hæsta lagi orðið hon-
um stundargleði, en fullnægði ekki til
lengdar hans innstu þrá, þeirri raunveru-
legu æviástríðu sem var skáldskapurinn.
Það var eitt með öðru lýsandi fyrir and-
stæðurnar í fari Magnúsar að hann var að
mörgu leyti eindreginn varðveislumaður
hefðar og íhaldssamari í fagurfræðilegri af-
stöðu sinni og skáldskaparviðhorfum en
þjóðfélagsleg róttækni hans gat bent til.
Hann þýddi margt ljóða frá 19. öld og það-
an af eldri kveðskap, en samt var hann einn
af áhrifavöldunum í þróun og endurnýjun
íslenskrar ljóðlistar á 20. öld og kynnti ís-
lenskum lesendum og yngri skáldum fyrst-
ur ýmissa merka samtímahöfunda og verk
sem voru boðberar nýs tíma í formi og
hugsun, opnaði gluggann fyrir ferskum
vindum.
Þess vegna batt Magnús ævilanga
tryggð við verk Goethes og þýddi ljóð eftir
Heine, Shelley, Púskín, Southey og Tenny-
son, Baudelaire, Runeberg, Welhaven og
Tegnér, Snoilsky og Rydberg. En jafn-
framt varð hann fyrstur til að kynna lönd-
um sínum skáldskap af allt öðru tagi og af
ýmsum tungum, ekki síst frá Bandaríkj-
unum og Svíþjóð – ljóð t.d. eftir Masters,
Sandburg, Ljungdal, Lundkvist, Aud-
en,Werfel og Kästner. Vegna samspils
skáldskapargáfu sinnar, ólíkra áhugamála
og andstæðna í skapferli þýðir Magnús
jöfnum höndum rómantísk kvæði og
raunsæisskáldskap, klassík og nútímaljóð,
ljóð frá tíma symbólisma og nýrómantíkur
sitt hvorum megin við aldamót, ballöður og
kvæði af epískum toga, expressjónísk
kvæði, melankólska lýrik og kímnikvæði,
sem Fröding er ágætur fulltrúi fyrir, söng-
hæf gamankvæði eins og í Glaumbæjar-
grallaranum og þjóðfélagslegan og ljóð-
rænan skáldskap millistríðsáranna og
styrjaldaráranna síðari. Þess vegna má oft
ekki á milli sjá hvort hann túlkar betur efni
og anda baráttukvæða jafnólíkra skálda og
Överlands og Nordahls Griegs frá þeim
tíma eða ljóðræn kvæði Hjalmars Gull-
bergs, mótuð af klassísku viðhorfi hans og
menntun, en jafnframt sprottin af djúpri
íhygli og sterkri samtíðarskynjun og mörk-
uð anda tímans í hugsun og stíl, málnotkun
og vali yrkisefna. Vegna skynjunar sterkra
andstæðna lét Magnúsi líka vel að þýða
ljóð sem báru þær í sér með einhverjum
hætti, eða voru tvíbotna og buðu upp á
fleiri en eina túlkunarleið, eins og bylting-
arkvæði Bloks.
En einu má ekki gleyma í allri þeirri fjöl-
breytni og fjölhæfni sem af andstæðunum
spratt. Þegar þjóðfélagsáhugi Magnúsar
verður til þess að hann þýðir t.d. jafn-
augljóst áróðurskvæði og Sálm til jarðar-
innar eftir Rudolf Nilsen er það ekki til-
gangurinn sem helgar meðalið af því að
kvæðið sé innlegg í baráttuna (þau eru allt-
af legíó), heldur skarpskyggni og skap þýð-
andans sem velur þetta kvæði af því að
hann finnur að það ber í sér svo mikinn
hita, kraft og skáldskapargildi af hálfu höf-
undar síns og er maður til að koma hvoru
tveggja til skila í þýðingunni.
Ljóðalesendur geta bæði fundið í þýð-
ingum Magnúsar hve sárt það er þegar
brumhnappar bresta og orka nýrri sköpun
og hvernig vindar þyrla haustsins hinstu
blöðum. Þar geta menn leitað ljóðrænnar
hvíldar og logandi stríðs, jafnvel í sömu
andrá. En þótt ég hafi viljað minna hér á
hve miklu ráðríkar andstæður í eðli hans
og skapgerð skiptu um líf hans, verk og
vinnubrögð hefðu þær aldrei nægt honum
til afreka einar sér – hefðu þvert á móti
getað lamað hann. Við bættust allir hæfi-
leikar hans, skerpa og skáldgáfa, eindreg-
inn skáldskaparvilji og mikil afköst á til-
tölulega skömmum ferli og næsta einstæð
orðvísi og málskynjun sem dugði honum til
að setja sitt persónulega stílmark á allt
sem hann gerði.
Andstæður magna hver aðra og fléttast
saman með ýmsu móti. Þegar neistar á
milli pólanna myndast oft skilyrði skáld-
skapar. Maðurinn getur brunnið upp í log-
anum, en ljóðin lifa og bera í sér neistann.
ANDSTÆÐUR
STUTT HUGLEIÐING Á ALDARAFMÆLI
MAGNÚSAR ÁSGEIRSSONAR
E F T I R H J Ö RT PÁ L S S O N
Höfundur er bókmenntafræðingur, skáld og þýð-
andi og dvelur nú í Kaupmannahöfn þar sem
hann vinnur að riti um Magnús Ásgeirsson, ævi
hans og verk.
Ef þú átt ró, er aðrir æðrazt hafa
og uppnám sitt og vanda kenna þér,
ef traust þín sjálfs er vaxið allra vafa,
og veiztu þó, að hann á rétt á sér,
ef kanntu í biðraun þoli þínu að halda
og þreyta án lygi tafl við grannans róg,
og láta ei heiftúð hatur endurgjalda,
en hafa lágt um dyggð og speki þó, –
Ef draumum ann þitt hjarta og hönd þín dáðum
ef hugsun fleygri verðugt mark þú átt,
ef sigri og hrakför, blekkingunum báðum,
Þú brugðizt getur við á sama hátt,
ef sannleik þínum veiztu snápa snúa
í snörur flóna, en bugast ekki af því,
og lítur höll þíns lífs í rústamúga,
en lotnu baki hleður grunn á ný, –
Ef treystist þú að hætta öllu í einu,
sem ævilangt þér vannst, í hæpið spil,
og tapa – og byrja á ný með ekki neinu
og nefna ei skaðann sem hann væri ei til,
ef færðu knúið hug og hönd til dáða,
er hafa bæði þegar lifað sig,
og þú átt framar yfir engu að ráða,
nema aðeins vilja, er býður: Stattu þig! –
Ef höfðingi ertu í miðjum múgsins flokki
og málstað lýðsins trúr í konungsfylgd,
ef hóf sér kunna andúð þín og þokki,
og þó ertu ávallt heill í fæð og vild,
ef hverri stund, er flughröð frá þér líður,
að fullu svarar genginn spölur þinn,
er jörðin þín og það, sem lífið býður,
og þá ertu orðinn maður, sonur minn!
EF ...
RUDYARD KIPLING
Magnús Ásgeirsson þýddi.
FUNERAL
BLUES
Úr The Ascent of F6
(frumsýnt 26ta febrúar 1937)
WYSTAN HUGH AUDEN
(1907–1973)
Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos, and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.
Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Tie crepe bands round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.
He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love could last forever: I was wrong.
The stars are not wanted now: put out every one,
Pack up the moon and dismantle the sun,
Pour away the ocean and sweep up the woods;
For nothing now can ever come to any good.
JARÐAR-
FARARBLÚS
Þorsteinn Gylfason þýddi í minningu
Magnúsar Ásgeirssonar (1901–1955)
VIÐ LAG EFTIR BENJAMIN BRITTEN
(1913–1976)
Stoppi hver klukka! Klippið símavír!
Og kastið beini’ í seppa. Hann er hávært dýr.
Píanó þagni! Deyfðan trumbudyn!
Sjá, hér er kistan. Syrgið látinn vin!
Lát flugvélar emja yfir landi og sjó,
skrifa’ á loftin skýjastöfum að hann dó.
Klæð hvítar dúfur svörtu af harmi eftir hann,
svarta hanzka látið á hvern lögreglumann.
Norður, suður, austur, vestur var hann mér,
mín vinnuvika, sunnudagur hver,
mín nótt, minn dagur með líf, með leik.
Ég leit á ást sem væri hún eilíf. Ég óð reyk.
Já hver þarf nú stjörnur? Lát myrkvast himins hjól,
pakkið saman tungli, hlutið sundur sól.
Sturtið niður sjónum, og sópið trjám burt.
Um svona hluti verður aldrei framar spurt.