Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001 3 L ANGAMMA mín spilaði á gítar. Í litla rauða húsinu þeirra Mörtu Maríu og Indriða Ein- arssonar, sem fram undir ald- arlok stóð enn við Tjörnina, var allt fullt af músíkölskum krökkum. Átta systkini syngj- andi margraddað og afinn Pét- ur Guðjohnsen organisti. Það þurfti að hafa fyrir tónlistinni. Hún streymdi ekki út úr boxi á borðinu, eða fylgdi manni hvert fótmál inni og úti eins og í dag. Ef einhver vildi hlusta á tónlist varð hann að skapa hana eða vera þar sem aðrir spiluðu og sungu. Þá kom sér vel að langamma átti gítarinn, því á hann gat hún ekki aðeins spilað undir sönginn, heldur var gítarinn það hljóðfæri sem heimstónverkin hljómuðu á. Að hugsa sér að þessi mikla músíkmanneskja, þessi kona sem elskaði tónlist, skyldi að- eins einu sinni allt sitt líf fá að heyra fullskipaða hljómsveit flytja tónverk! Sennilega þegar hún heimsótti Láru dóttur sína í Kaupmannahöfn. Hennar tónlistarþorsta varð að slökkva með að spila sinfónísk tónverk útsett fyrir gítar. Mig tekur sárt að hugsa til þess. Og kannski er hollt að muna, hvað stutt er síðan tónlist var fágæti á Íslandi. Menn tala um sýndarveruleika eins og framandi og heldur neikvætt fyrirbæri. Nokkuð sem beri í sér firringu og sé sál- inni skaðlegt. En hvað er það annað en sýndarveruleiki, að aka austur Mosfells- heiði um miðja nótt hlustandi á Vínarfíl- harmóníuna – og ef manni leiðist það, má með einu handtaki skipta yfir á Sál- ina hans Jóns míns, eða bara Hauk Morthens. Í einni minna uppáhalds- kvikmynda, Blazing Saddles, ríða sher- iffinn og cowboyinn um eyðimörkina við hljómfall dæmigerðs kúrekalags, sem reynist koma frá kjólklæddri hljómsveit í laut. Þeir hafa fattað þetta með sýnd- arveruleikann. Hvað haldið þið að lang- ömmu hefði fundist um að geta hlustað á hundrað manna hljómsveit spila Brahms niðrí þvottahúsi? Nú er tónlistin alls staðar og af öllu tagi, – nótt sem nýtan dag. Í verkfalli tónlistarkennara hef ég átt orðastað við fólk sem finnst lítið til þessa vanda koma, því tónlistarmenntun sé munaður. Þeir, sem vilja leyfa sér þennan munað, verða einfaldlega að greiða fyrir hann. En bíðum við: Er tónlist munaður í dag? Er hún list hinna fáu útvöldu? Er nokk- ur staður í okkar samfélagi heyrenda sem tónlist nær ekki til? Hvernig yrði að hafa enga tónlist, þótt ekki væri nema í einn dag? Enga tónlist neins staðar. Ég bið lesandann að fara í huganum gegn- um daginn sinn. Morgunútvarpið? Engin tónlist milli viðtala, frétta, veðurs o.s.frv., – bara talað mál, sem fljótlega verður ansi gráleitt því það vantar fjöl- breytileikann: tal,-tal,-tal. Aumingja út- varpsfólkið þarf að finna efni í allan þennan tíma, sem teygist langur og grimmur áfram, áfram, því í dag er eng- in tónlist í útvarpinu – allan liðlangan daginn! Sumir fara í leikfimi á leið til vinnu: hvernig gengur að fá stóran hóp til að hreyfa sig í takt og fyllast eldmóði án uppörvandi tónlistar? Engin tónlist á vinnustað, í bílum, í verslunum, enginn morgunsöngur í skólunum, hvergi tónlist á bílaverkstæðum eða trésmiðjum og prjónastofum, útfarir og brúðkaup án tónlistar – sálmar lesnir. Enginn dans, þögn á veitingastöðum, enginn píanisti þar. Engin tónlist hjá gamla fólkinu, engin tónlist í sjónvarpinu, ekki heldur um borð í fiskiskipunum, engin tónlist í heyrnartólum fiskvinnslukvennanna. Ég held að þetta yrði undarlegur og erfiður dagur og allir þeirri stund fegnastir þeg- ar eðlilegt ástand kæmist aftur á. Tón- listin er nefnilega alls staðar! Því er nú þannig varið með tónlistina, að hún verður ekki hrist fram úr erm- inni. Menn þurfa að læra og æfa sig. Þeim, sem ekki trúir því, ráðlegg ég að ná sér í saxófón og prófa. Til þess að við hin fáum notið, verða einhverjir að ná þeirri færni, oft með löngu námi, að á þá sé hlustandi. En þá má spyrja: Þurfum við, dvergþjóðin, að halda uppi þessari starfsemi hér á landi? Það er nóg til af góðu tónlistarfólki erlendis, þar sem samfélögin eru stærri og hafa betur efni á að halda því uppi. Af hverju flytjum við ekki bara inn tónlist? Við gerum það hvort sem er í ríkum mæli. Meðan ég skrifa þetta er ég að hlusta á Álfadans eftir Skúla Halldórsson í út- varpinu. Létt og leikandi píanóverk, af- dráttarlaust íslenskt, sem leiðir hugann að tunglbjartri vetrarnótt þar sem dimmar hæðir lykja um ísi lagða tjörn. Og þar dansa álfar, álfkonur sloppnar úr barnsnauð með aðstoð húsfreyju, huldu- menn á sauðskinnsskóm. Okkar álfar, sem við þekkjum úr þjóðsögunum og ævintýrum. Íslensk vetrarnótt, hrein og tær og fersk eins og ískalt vatn. Næsta lag er svo Smaladrengurinn: Út um græna grundu, gakktu hjörðin mín … þetta kann hvert mannsbarn og óðar sé ég lagðprúðar ærnar og smaladreng eft- ir Halldór Pétursson gætandi þeirra í grænni hlíð, ég sé bæinn lengra undan og ána liðast eftir dalbotninum, flugur suða, puntstrá kitla og lóan kveður fal- legasta moll í heimi. Íslenskt sumar, – lagið ber með sér ilminn af því. Orða- laust sviptir tónlistin manni milli heima, kallar ekki bara fram myndir heldur endurminningar með öllu: sjón, heyrn, ilman, smekk og tilfinningu. Endurminn- ingar um eitthvað sem aldrei hefur gerst og er meira stemning en atburður. Eitt- hvert al-yndislegasta lag sem ég veit er Sofnar lóa – sem ber í sér kyrrð ís- lenskrar vornætur, gyllta birtu og dala- læðu, – við þekkjum hana öll: hún er sú nóttlausa voraldar veröld sem Stephan G. saknaði. Með fyrstu tónum þessa lags er hún komin til manns, hvar og hvenær sem er. Hvers vegna kallar íslensk tónlist fram íslenskan veruleika? Hvað er það við hana, sem við finnum að kemur héð- an? Brennið þið vitar kallar fram ómæl- isauðnir myrkra stranda og beljandi haf- ið, bráðan lífsháska og hrikalegan einmanaleika við okkar strendur, – ekki þær spönsku. Hver þjóð verður að skapa sína sjálfsmynd, og henni er best lýst í þeim listaverkum sem þjóðin býr til. Eins og við getum ekki hætt að skrifa ís- lenskar bókmenntir og bara flutt inn bækur þó nóg sé til af þeim, getum við heldur ekki hætt að semja og flytja tón- list á Íslandi. ÞÖGN RABB G U Ð R Ú N P É T U R S D Ó T T I R gudrunpe@hi.is HALLDÓR LAXNESS ÚR ÚNGLINGNUM Í SKÓGINUM Eia ég er skógurinn skógurinn sjálfur: Morgunskógurinn drifinn dögg demantalandið; ég er miðdegisskógurinn, málþrastaharpan; kvakandi kvöldskógurinn, rökkurviðurinn reifður hvítum þokum; grænklæddur gaukmánuður guðlausra jarðdrauma, himneskur losti heiðinnar moldar. Og skepnan öll drekkur sig drukkna undir mínum laufum. Ég er hundraðlitur haustskógarsinfónninn og sjá, blöð mín falla, þau falla til jarðar og deya troðin stígvélum fuglarans. Og haukarnir setjast á hvítar greinar. Og hundar galdramannsins snuðra í fölnuðum laufhaddi mínum. Þá þótti mér ég fara að gráta og þá vaknaði ég. Halldór Laxness (1902–1998) orti Únglinginn í skóginum á þriðja áratugnum undir áhrifum af súrrealisma. Ljóðið er tekið upp úr Kvæðakveri (1930). Höfundur Íslands heitir ný skáldsaga Hallgríms Helgasonar sem kemur út á mánudaginn. Kveikja sög- unnar er draumur Hallgríms um að Halldór Laxness vaknaði upp í Sjálfstæðu fólki. Þröstur Helgason ræddi við Hallgrím um söguna sem er í fullri lengd eins og hann tekur sjálfur til orða. Íslenskur en ekki Íslendingur nefnist grein Toshiki Toma í greinaflokkn- um Ísland – Útland. Í greininni fjallar Tosh- iki um íslensku sem annað mál og segir: „Tillaga mín er að við reynum að þróa hug- tak um „íslensku sem annað mál“ á jákvæð- an hátt og telja þetta nýja fyrirbæri til hluta menningar þjóðarinnar.“ nefnist grein eftir Árna Bergmann en hann heimsótti nýlega Moskvu þar sem hann var ungur við nám. Árni spurði gamla vini og kunningja um ástandið og þeir svöruðu: „Spillingin er gífurleg. Glundroðinn af- skaplegur. Menningin í molum. Lög og rétt- ur nafnið tómt. Enginn hjálpar okkur, öðru nær. En samt lifum við. Kannski höfum við orðið fyrir svo mörgum og djúpum von- brigðum að vonin blíð hljóti að bíða okkar við næstu vegamót?“ Við Rússar erum öðruvísi Bókmenntagagnrýni er áfram til umræðu í seinni grein Her- manns Stefánssonar um sjö hugtök bók- menntagagnrýni. Fjögur síðustu hugtökin sem hann fjallar um í orðabók ríkjandi við- horfa eru „smýgur undan þröngum skil- greiningum“, „maðurinn á bak við verkið“, „að skapa umræðu“ og „ef svo má að orði komast“. FORSÍÐUMYNDIN Er tekin í Reykjanesi í liðinni viku. Ljósmyndari Ragnar Axelsson. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 6 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.