Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001 N ÓTT eina í byrjun árs 1999 dreymdi mig Hall- dór Laxness. Hann rankaði við sér þar sem hann lá úti á víðavangi á þrískiptum jakkafötum, líkt og hann hefði fallið til jarðar. Lítill drengur potaði í munnvik hans. Skáldið opnaði augun og sá að það var niðurkomið í landi Sumar- húsa. Halldór Laxness var staddur í Sjálf- stæðu fólki. Þessi draumur varð kveikjan að Höfundi Íslands sem segir frá dauðum höfundi sem vaknar í eigin skáldsögu. Til að byrja með var þessi höfundur Halldór Laxness og skáldsag- an var Sjálfstætt fólk en síðan fjarlægðist ég þessa hugmynd án þess þó að Halldór hyrfi alfarið úr bókinni. Íslenskir lesendur eiga sjálfsagt eftir að sjá Laxness í sögunni enda enginn annar sem gæti borið titilinn Höf- undur Íslands. Útlendingar, sem fæstir þekkja Halldór, munu vonandi lesa þessa bók eins og hverja aðra skáldsögu um vanda höf- undarins, líf hans, stöðu og dauða.“ Höfundurinn er sannarlega dauður í þess- ari nýjustu skáldsögu Hallgríms Helgasonar, hann dó á hælinu árið 2000, saddur lífdaga – en hann lifir áfram í verki sínu. Drengurinn sem potar í hann fingri er sonur Hrólfs bónda í Heljardal, aðalpersónu í skáldsögu sem höf- undurinn sendi frá sér árið 1959 og hlaut ágæta dóma, gagnrýnandinn sagði að með Hrólfi hefði íslenska bóndanum verið reistur sá bautasteinn sem myndi standa um ókomna tíð: „Hrólfur er íslenski bóndinn alveg á sama hátt og höfundurinn sjálfur verður frá og með þessari sögu án nokkurs vafa að teljast vera íslenski höfundurinn,“ sagði þar. Höfundurinn er nokkra stund að átta sig á sjálfum sér í þessu nýja en kunnuglega um- hverfi. Persónurnar Hrólfur, sem höfund- urinn hafði fengið hugmyndina að á veit- ingastað í New York, og gamla konan, sem er bara kölluð Manneskjan, stúlkan Eivís og strákurinn Grímur, sem vakti hann til þess- arar sögu, standa þarna ljóslifandi fyrir framan hann en sjálfur er hann eins og óljós hugmynd aftan úr öldum. Smátt og smátt raðast þó myndin saman af höfundinum sem rifjar upp langa ævi um leið og hann reynir að semja sig að söguþræðinum í bók sinni um Hrólf. Fljótlega fara mörkin milli lífs hans og skáldsögu að mást burt. Gagnrýnandinn Friðþjófur, sem Morgunn, blað íhaldsmanna, hefur innan sinna vébanda, hverfur til dæmis ekki úr lífi höfundarins þótt textinn hafi gleypt hann með húð og hári; gagnrýnandinn er hluti af þessum texta, rétt eins og lesend- urnir sem koma á söguslóðir í Heljardal að leita höfundarins, sjá hann reyndar ekki en gera sér sínar hugmyndir um hann. Úr verð- ur afar forvitnilegt samtal milli persóna í heimi bókarinnar. Og þetta samtal getur haldið áfram hér og raunar ekki heldur ljóst hvort það er veru- leiki eða skáldskapur. „Nei, það er rétt,“ segir Hallgrímur. „Í sögunni er þröstur, sem er menntaðri en aðr- ir farfuglar, og syngur um dauða höfund- arins.“ – Menntaðri! Þú segir að hann sé eins og silungur með gleraugu! „Gagnrýnandinn er fiskur í vatni höfund- arins, eins og segir í sögunni.“ – Það er þakkarvert að þú líkir honum ekki við rollu. En hér ertu sem sé kominn inn á Morgunblaðið að eiga samtal við persónu úr bókinni þinni; hvernig finnst þér að vakna í eigin skáldsögu? „Þú segir nokkuð. Þar sem Morgunblaðið er fyrirferðarmikið í sögunni er þetta fyrir mig eins og að ganga inn í orð í bókinni og í því orði situr þú og skrifar. Hér tekur per- sónan viðtal við höfundinn. Svei mér þá. Mér er strax farið að líða eins og ég sé dauður.“ Höfundurinn sem fórnarlamb Höfundarhugtakið hefur verið fyrirferð- armikið í bókmenntaumræðu síðustu ára- tuga. Franski fræðimaðurinn Roland Barth- es hélt því fram í frægri grein árið 1968 að höfundurinn væri dauður. Barthes átti í gróf- um dráttum við að höfundurinn skipti ekki höfuðmáli í merkingarmyndun verks, merk- ingin yrði ekki síður til í höfði lesandans eftir að hödundurinn hefði skilið við verk sitt. Michel Foucault, landi Barthes, benti á það ári síðar að bókmenntirnar ættu greinilega erfitt með að sætta sig við hinn svokallaða dauða höfundarins þrátt fyrir að opinber út- för hans hefði farið fram. Lesendur héldu í hann dauðahaldi enda virtist textinn einungis eitt og eitt merkingarlaust orð á stangli ef hans nyti ekki við. Á bak við þá tilfinningu lægi enda tvöhundruð ára túlkunarhefð þar sem öll skáldverk hefðu verið lesin sem eins konar vitnisburður um ævi höfunda þeirra. Skáldsaga Hallgríms kemur eins og í beinu framhaldi af þessari umræðu Frakkanna og sýnir að þótt höfundurinn sé opinberlega dauður þá rangli hann enn um í verkum sín- um eins og hver annar uppvakningur. Var það kannski ætlunin að rannsaka þetta sam- band milli höfundar, verks hans og lesenda? Er sagan afbygging á fyrirbærinu höfundur? „Ætlunin var að kafa inn í hugmyndina um höfundinn og þá eru auðvitað hæg heimatök- in. Ég nota mikið af minni eigin rithöfund- arreynslu í þessari bók. Hér getur fólk séð hvernig höfundurinn vinnur,“ segir Hall- grímur. „Ég lýsi því til dæmis hvernig höf- undurinn í sögunni, sem heitir Einar Jóhann Grímsson, fær hugmyndina að hinum og þessum persónum sínum; hann situr á kaffi- húsi í París og drengur á næsta borði dinglar löppunum til og frá og þar með kemur per- sóna litla stráksins til hans með nafni og öllu, persóna sem hann síðan situr á tali við í ís- lenskum afdal. Þá var ég einnig spenntur fyr- ir því að sýna hvernig höfundurinn setur raunverulega atburði og einstaklinga inn í sögu sína og getur þannig átt á hættu að fórna sambandi sínu við þessa einstaklinga. Móðir barnsmóður Einars Jóhanns er til dæmis ógurlega nísk gömul kerling. Einar Jóhann hafði heyrt að henni hefði meira að segja tekist að láta jarðarför móður sinnar koma út með hagnaði. Þetta fannst honum snjöll setning til að setja inn í skáldsögu, sem hann og gerði; hann notaði hana í karakt- erlýsingu á nánasarlegri kerlingu í sveitinni. En þar með fórnaði hann sambandi sínu við ömmu dóttur sinnar. Kerlingin talaði ekki við hann eftir að bókin kom út. Höfundurinn stendur á milli raunveruleika og skáldskapar og verður stundum fórn- arlamb eigin hugmynda. Stundum gerir hann þessa hluti óafvitandi og skilur ekki fyrr en eftir á hvað hann hefur gert eða gert af sér. Sjálfur hef ég gert mig sekan um að særa fólk úti í bæ með því að nota það í skáldskap. Þá reynir maður oft að leiðrétta mistök sín á síðustu stundu en tekst það yfirleitt ekki, og alltaf verður maður jafn leiður yfir því. Stundum er eins og hugmyndirnar séu sterk- ari en maður sjálfur. Ég fæ enn í magann þegar ég sé sumar fyrirmyndirnar að per- sónum í bókinni Þetta er allt að koma. Ég fæ dúndrandi móral og spyr mig: „Hvernig gat ég eiginlega gert þetta?“ Og ég var til dæmis ekki viss um hvernig þú myndir taka því að vera fugl úti í móa í þessari sögu. En ég gat ekki breytt því vegna þess að það passaði bara of vel. Annaðhvort er maður rithöf- undur eða ekki.“ – Á endanum vaknar höfundurinn upp í eigin verki, kannski við vondan draum. „Já, og þá fær hann aldeilis að kenna á því. Þá rennur upp stund hefndarinnar.“ — En þú hefur ekki haft alla þessa hug- myndasögu og -fræði sem er á bak við höf- undarhugtakið í huga við samningu sög- unnar, hugmyndina um frumleikann og snilligáfuna og eignarréttinn? „Allt hefur þetta verið dregið í efa, en sannleikurinn er nú sá að sjálfur trúi ég enn á þetta allt saman. Við getum þá sagt að ég sé hefðbundinn höfundur. Ég er ekki á móti neinu nema því sem telur sig geta kastað 2000 árum af hefð út um gluggann. Árið 1984 sagðist ég vera „Póst-módernisti“ og lagði þá einföldustu merkingu í orðið, merkingu sem nú er ef til vill glötuð: Póst-módernisminn var fyrir mér frelsun frá módernismanum sem ég hef af einhverjum ástæðum hatað frá blautu barnsbeini. Þess vegna læt ég höfund- inn í bókinni vera hálfgerðan nítjánduald- armann, hefðbundinn hatursmann módern- ismans og framúrstefnunnar, og bókin er þá einskonar brú á milli okkar tveggja. Undir hana rann tuttugasta öldin með alla sína dellu. Einar J. Grímsson er mjög gagnrýndur af framúrstefnumönnum fyrir að vera natúral- ískur og klassískur, draugurinn af Dickens. Hann á þetta sameiginlegt með Halldóri Lax- ness sem var klassískur og natúralískur þangað til á sjöunda áratugnum þegar hann varð fyrir áhrifum af absúrdisma og módern- isma og tapaði sér sem höfundur.“ – Leggurðu einhverja dýpri merkingu í það að höfundurinn er dauður í sögunni? „Það getur verið. Þetta er í senn póstmód- ernísk og póstmortem skáldsaga. Höfund- urinn er dauður og skáldsagan er dauð. Bók- in mín lýsir lífi þeirra eftir dauðann. Þau hokra þarna saman í eilífðinni eins og önug eldri hjón sem fyrir löngu eru orðin leið hvort á öðru. Allar þessar pælingar verða sjálfsagt skemmtilegt verkefni fyrir bókmenntafræð- inga framtíðarinnar. Við höfundarnir stönd- um í miðjum hylnum að fanga hugmyndirnar en gerum okkur kannski ekki fulla grein fyrir merkingu þeirra í víðara samhengi. Ég veit ekki hvort höfundurinn er dauður en hinn dauði höfundur hefur hinsvegar aldr- ei verið jafn lifandi og nú. Við lifum á tímum hinna dauðu höfunda. Aldrei fyrr hefur hungrið í ævisögur þeirra verið jafn sterkt og iðnaðurinn í kringum minningu þeirra vex dag frá degi. Á mörgum sjónvarpsrásum má sjá heimildarþætti um líf þeirra þar sem farið er inn á heimili þeirra, undir gamla skrif- borðið þeirra og út á barinn þeirra, og á eftir tromma tuttugu þreyttir sólbrunnir túristar sem aldrei hafa lesið bók eftir Hemingway en vilja endilega fá að sjá klósettið sem hann meig í. Og jú jú, sjálfsagt líður mönnum bet- ur að fá að pissa í skál sem merkt er „Hér meig Hemingway“. Þá hafa þeir lagt sitt í sagnabrunn eilífðarinnar. Enginn les lengur ljóð Einars Ben en allir vilja vita allt um hjónaböndin hans og fjár- málabraskið. Meintir beinleggir Jónasar fá langtum meiri útsendingartíma en ljóðin hans. Nú eru 30 ár síðan síðasti lesandinn opnaði bók eftir Kristmann Guðmundsson en samt eru blöð og sjónvarp full af þáttum um ævi hans. Kannski er niðurstaðan þessi: Þó skáldskapurinn sé löngu dauður hefur höf- undurinn verið náðaður um sinn. Einnig þetta vildi ég taka inn í söguna og endir hennar er rökrétt afleiðing af hinum nýja og ört vaxandi menningartúrisma hér á landi sem annars staðar.“ Nóbelskáldið Jón Karl Helgason hélt því fram í riti sínu, Hetjan og höfundurinn (1998), að höfund- urinn hafi verið aðalpersónan í íslenskri menningarsögu á tuttugustu öld. Fræðimenn hættu að lesa Íslendinga sögur sem sagn- fræðilegar heimildir um lífið í landinu við upphaf byggðar og tóku að einbeita sér að höfundum þeirra; Íslendinga sögurnar urðu að skáldskap eftir mikla höfunda frá gullöld íslenskrar menningar. Lengi vel fór mest öll orka íslenskra bókmenntafræðinga í að finna nöfn á hina óþekktu höfunda sagnanna en þessi áhersla á höfundinn birtist víðar í ís- lenskri menningu á tuttugustu öld; frjálsræð- ishetjurnar frá þjóðveldisöld höfðu verið fyr- irmyndirnar í baráttunni um sjálfstæðið en þegar það var fengið þurfti að sýna fram á að Íslendingar ættu sér menningarlega samtíð og í henni gegndu fræðimenn, listamenn og skáld lykilhlutverki, eins og Jón Karl bendir á. Í þessum hópi var einn maður mest áber- andi, nóbelskáldið Halldór Laxness, höf- undur tuttugustu aldarinnar á Íslandi, höf- undur Íslands. Halldór Laxness er sannarlega fyr- irmyndin að höfundinum í skáldsögu Hall- gríms. „Halldór Laxness var aðalhöfundur Ís- lands og sagan gerir ráð fyrir að höfundurinn í henni hafi verið mesti höfundur Íslands á tuttugustu öld,“ segir Hallgrímur. „Sagan sem hann vaknar í er líka eins konar endur- ómur af Sjálfstæðu fólki. Þetta flæktist tals- vert fyrir mér í byrjun. Ég var að stæla stíl Halldórs en síðan reyndi ég og varð að skrifa mig frá honum. Það er þó vonandi einhver tónn sem minnir á Halldór í bókinni. Og ým- islegt í ævi Einars Jóhanns verður lesendum kunnuglegt, þó persóna hans og fjölskylda sé talsvert langt frá nóbelskáldinu. Bókin gengur líklega næst Kiljan í för höf- undarins til Moskvu og inn í völundarhús kommúnismans. Þar nýti ég raunverulega at- burði og ýki þá duglega til þess að gera sög- una dramatískari en um leið almennari sem dæmisögu um skáldið sem gengur fyrir rang- an kóng. Þetta voru algeng örlög tuttugustu aldar höfundarins, að verja rangan málstað. Hamsun gekk erinda Hitlers og Laxness er- inda Stalíns. Ólíkt Norðmönnum höfum við Íslendingar hinsvegar þagað vel og lengi um þessi afglöp okkar stórskálds og aðeins örfáir menn viljað ræða þau af viti. Gerska ævintýr- ið er dapurleg lesning en kaflinn um Veru Hertsch í Skáldatíma hlýtur þó að teljast vera einn svartasti kaflinn í bókmenntasögu okkar. Ég nýtti mér hann og tvinnaði saman við örlög danska þingmannsins Arne Munch Petersens sem var eitt af fáum norrænum fórnarlömbum Stalíns.“ – Talandi um stíl Halldórs þá leikur þú þér svolítið með lífsspekifrasana hans sem nú eru farnir að fylla hverja tilvitnanabókina á fætur annarri og mynda kannski eins konar skáld- sögu Íslands. „Það var sérkennileg reynsla að skrifa þessa bók, því á meðan ég skrifaði hana stóð ég í raun ofan á annarri bók. Mér fannst þetta lyfta mér upp í nýja vídd, gefa manni leyfi til þess að fara inn á bönnuð svæði. Þessir lífsspekifrasar eru dæmi um það. Ein- ar Jóhann er örugglega höfundur sem skrif- aði helling af svona frösum um lífið og til- veruna. Ég hef hinsvegar látið það vera hingað til. Tónninn í bókinni verður því stundum nokkuð biblíulegur og ólíkur þeim sem finna má í fyrri bókum mínum. Ég held nú bara að það hafi stækkað mig sem höfund að glíma við þetta.“ – Þú skopstælir þessa frasa stundum. „Já, til dæmis þegar Einar Jóhann kíkir út- um gluggann og horfir á sofandi dráttarvél um nótt og sér að hana dreymir sjálfa sig ný- málaða á landbúnaðarsýningu á erlendri grundu, þá segir hann: „Dáið er allt án drauma.“ Oftast er þetta nú samt sprottið af hreinni aðdáun.“ – Fannst þér þú vera í annarlegri stöðu við að skrifa þessa sögu? „Það er ákveðin tvöfeldni í henni en ég er „TEK MÉR LAXNESS- LEYFI“ Höfundur Íslands nefnist ný skáldsaga eftir Hallgrím Helgason sem kemur út á mánudaginn. Í samtali við ÞRÖST HELGASON segir hann kveikju sögunnar vera draum sinn um að Halldór Laxness vaknaði í Sjálfstæðu fólki. Bókin segir frá látnum höfundi sem vaknar í eigin verki og ber sá höfundur vissulega mörg einkenni nóbelskáldsins. Höfundurinn rifjar upp ævi sína sem spannar bróðurhluta tuttugustu aldarinnar og reynir að semja sig að sögunni sem hann er lentur í, persónum hennar og lesendum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.