Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001 7 Við óttumst að maðurinn á bakvið verkið sé húmanisti, baneitraður og meinleysislegur, að leitin að honum sé húmanískur verknaður sem ætlað sé að koma á beintengdri og þráðlausri vinalínu milli hans og lesandans. Við ætlum ekk- ert að hringja í vinalínuna, við þurftum ekki á ást og huggun að halda, og við erum dauðhrædd um að það slái saman línum og við lendum á lostalínu. Þú ert kominn í samband við manninn á bakvið verkið. Veljið einn fyrir húmanisma, tvo fyrir húmanisma, þrjá fyrir húmanisma. Sama hvað maður velur, alltaf er einhver að þusa eitthvað um sammannleg og tímalaus gildi og stynja frygðarlega þess á milli. Maðurinn er aðeins felling í tungumálinu, sagði Foucault. Einhverntíma tekur eitthvað annað við af hon- um. Við ályktum að engin ástæða sé fyrir því að á bakvið verkið sé maður en ekki nashyrningur eða sagnorð. Eða hugtak, já. Póstkort Nietzsches til Strindbergs í þann mund er hann hverfur á vit brjálseminnar og lýsir sig í senn Krist og Díonýsos er samkvæmt Foucault ekki verk sem sættir sturlun og skynsemi. Á því andartaki hætti verk að vera möguleiki. Sturlun Nietzsches fól í sér, segir Foucault, hrun hugsunar hans og það var sturl- unin sem opnaði þeirri hugsun heim nútímans. Það sem útilokaði hana færir hana nær okkur. En þar sem er sturlun er ekkert verk, sturlun útilokar verk. Þetta segir Foucault í riti sínu um brjálsemi og siðmenningu. Maðurinn á bakvið verkið, og ég á við kenn- ingar Nietzsches, er settur saman úr manninum sem hann varð eftir að öllum verkum lauk, sett- ur saman úr tíu ára sturlun, úr þögn. Ekki vegna þess að sturlunin sé rökrétt niðurstaða hugmynda hans heldur vegna þess að hún skil- yrðir allan okkar lestur á þeim, hvort sem hún er handahófskennd, hvort sem hún er tilviljun eða ekki. Við krefjumst þess að hafa frumlag í yrðingunni frægu: ég hugsa, þess vegna er ég. Ef Nietzsche hefur tekið „ég“ framan af henni erum við sátt við „það“ í staðinn, það hugsar. „Hugsast“ getur ekki hugsast. Við beitum yrð- ingunni öfugt til að komast að hinu sjálfgefna frumlagi: eitthvað er, þessvegna hlýtur einhver að hafa hugsað það. Maðurinn á bakvið verkið, góðan dag. Hann svarar alltaf þegar maður (ég, kona, það) tekur upp tólið og hringir. Það sem ég vil er sjálf- virkur símsvari sem segir „það er enginn not- andi með þetta símanúmer“. Hypjaðu þig af lín- unni, Manuel Murguía, þetta er einkasamtal. Mín og textans. „Að skapa umræðu“ Færeyskur fræðimaður vitnar í grein sinni um gagnrýni í nokkur fleyg ummæli: „Má gagn- rýnandi ekki segja skoðun sína á eggjaköku án þess að vera beðinn að verpa eggi?“ „Að spyrja rithöfund um álit sitt á gagnrýnendum er einsog að spyrja ljósastaur um skoðun sína á hundum.“ Merkilegt hvað þetta virðist nátengt dýraríkinu, hænur og hundar; hestamennska hefur líka ver- ið nefnd. Gagnrýni eða menningarrýni á stórum skala, það að skapa umræðu, gengur útfrá forsendum Grettis Ásmundssonar: einn gegn ofureflinu, að synda útí Drangey. Svarta hetjan gegn hvít- kalkaða liðinu. Fyrst heyrum við hófadyn og sjáum glitta í hest (stóran alvöru hest) og síðan heyrum við kunnuglega ýlfurkennda tónlist, en nei, það er ekki vælið í einsteinungi Stanleys Kubricks, sem Kristján B. Jónasson nefndi í grein sinni um hugtök bókmenntagagnrýninnar í TMm fyrir þremur árum. Nú heyrist tónlist spagettívestrans og á sjónarsviðið kemur ríð- andi einmana riddari sem skeytir hvorki um skömm né heiður, vindillinn lafandi úr munnviki hans en djúpt í brjóstinu réttlætiskennd sem aldrei er flíkað. Það eru allir í eins manns út- lagastjórn úr einmenningskjördæmi, bræðing- ur úr Gretti og Eastwood. Ég fíla mig vel á hest- baki, á gæðingi sem liggur vel og kippir sér ekki upp við það þótt ég plaffi niður leirdúfur við eyr- að á honum. Þó minni ég sennilega meira á Sig- urð smala en Gretti Eastwood. Ef til vill er hugmyndin um samsæri einhver sú ásæknasta á okkar tímum og þótt hún sé ekki ný af nálinni er líkt og hún hafi tekið stakka- skiptum um miðbik 20. aldar. Sá sterki óttast ekki lengur sameiningarkraft hinna veiku. Franco lýsti því yfir að spænska þjóðin stjórnaði sér sjálf, hann þyrfti ekki svo mikið sem bauna- byssu til að halda henni í skefjum, óttinn nægði. Spænski einræðisherrann var afslappaður. Hin fólin, Hitler og Stalín, önduðu aldrei rólega en samsærishugmynd þeirra var af klassískum toga (og á rökum reist): keisarinn andspænis síplottandi undirtyllum. Klassíska samsæris- hugmyndin er ekki svo spræk lengur, það er ekki lengur miðjan sem óttast samsæri útjaðr- anna, útjaðrarnir óttast samsæri miðjunnar. Þetta tengist því að við þykjumst ekki lengur svo viss um hvar miðjan sé eða hvort hún sé yf- irleitt til. Það er fró í samsærishugmyndinni, ef ekki nautn að tefla saman hulduherjum í höfð- inu á okkur. Íslensk menning hringsnýst einsog tívolí- græja með litlum plasthestum sem við tyllum okkur á og sem einnig fara upp og niður. Eftir því sem nær dregur miðju, því hægar förum við, því minni er ferðin, nær og nær miðju, en í miðj- unni er samkvæmt þeirri stærðfræði hægt að hugsa sér stað þar sem ríkir eilíf kyrrstaða. Af hestbakinu er spurt: hvað eigum við að setja í þessa miðju sem aldrei verður náð? Ekki Guð og ekki manninn, það er búið að jaðra, aðra og afmiðja báða. Skræk röddin í Sigurði smala stingur uppá „Umræðunni“. Helgi umræðunnar er afurð fjölmiðla. „Umræðan“ er í miðjunni, „að skapa umræðu“ er æðst allra gilda, mest og best alls gildisleysis því umræðan á aldrei að geta af sér neina niðurstöðu. Guð forði okkur frá slíku. Leitin að gralnum er nefnilega feluleikur sem umfram allt forðast markmið sitt. Ef ein- hver rekst á gralinn í þessum leik er honum eins gott að halda sér saman um leið og hann gengur framhjá því annars er leikurinn búinn. Við bara snúumst, hvert á sínum plasthesti, í hringekj- unni, hring eftir hring í kringum hina helgu um- ræðu og því fer fjarri að við þurfum að fara yfir einhverjar ár. Hinn stóri gagnrýnandi, menningargreind- andinn, einmana riddarinn, ætlar sér ekki leng- ur að láta pakkið kenna á því og feykja burt lognmollunni þessa lands; hann ætlar að skapa umræðu. Sú sköpun og gleðin sem fylgir henni hafa leyst ýmislegt af hólmi: rithöfundur, heim- spekingur, gagnrýnandi, bókmenntafræðingur og dagskrárgerðarmaður á fjölmiðli skapa ekki verk heldur umræðu. Það má sjá freudíska hugsun á öllum sviðum þjóðfélagsins: ef talað er um eitthvað þá hverfur það. Kynslóðirnar á undan, þær sem ólust upp í víðáttu sveitanna, höfðu gerólíka lífspólitík: að tala um eitthvað var að láta það birtast, að koma auga á vandann hélst í hendur við að skapa hann. Íslenskur póstmódernismi varð ekki til fyrr en með greinaflokki Kristjáns Kristjánssonar um hann í Lesbók Morgunblaðsins. Það hafði jú verið ymprað á honum áður en ekki í þeim til- gangi að láta hann hverfa. Hann hvarf ekki held- ur birtist, flykktist að úr öllum skúmaskotum. Greinaflokkur Kristjáns skapaði umræðu um vandann og renndi einnig stoðum undir vand- ann sem hann greinir. Aldamótakynslóðin hafði á réttu að standa … Og nú væri hægt að nýta smæðina öðruvísi en sem afsökun fyrir hverju sem er: til að skapa þjóðlegan póstmódernisma, sörfa á dýptarlausu yfirborðinu einmitt núna og biðja djúpan raun- veruleikann að doka aðeins. Póstmódernismi merkir nánast hvað sem er. Ekki er hægt að biðja um hann, fara fram á hann, krefjast hans á svipaðan hátt og menningarrýnendur þarsíð- ustu aldar kröfðust raunsæis. Menningarrýn- andinn stóri er ekki lengur við lýði og póstmód- ernisminn er aðeins frasi. Í rauninni er ekkert hægt að gera við hugtakið annað en að gangast við því með stolti sé það borið uppá mann. Sem fagurfræði er póstmódernismi ekki til og sem ástand er hann liðinn hjá áður en hann birtist. Það er semsé býsna snúið að vera gagnrýnandi þegar ríkjandi stefna er ekki til. Ekki er heldur hægt að vera á móti henni því risavaxni for- skriftarmenningarrýnandinn lenti í þeim ósköp- um einhversstaðar á leið sinni frá 19. öldinni að hesturinn hans sprakk. „Ef svo má að orði komast“ Fólk skýtur þessu inní mál sitt, ef svo má að orði komast, sem merkingarleysu, einsog hik- orði, en samt í alveg ákveðnum tilgangi: þeim að láta líta svo út að það sé að hugsa um það sem það er að segja. Orðasambandið er lykillinn að tungutaki íhyglinnar, þess fræðilega, vangavelt- unnar andspænis tilfinningahlöðnu tungutaki. Að segja „ef svo má að orði komast“ er að taka afstöðu í meira og minna ímynduðu andstæðu- kerfi þar sem annarsvegar er fólk sem gýs, sem úðar tilfinningum sínum yfir orðin og inní þau og hinsvegar fólk sem kemst aldrei almennilega að orðunum, sem upplifir alltaf bilið milli sín og orðanna, er aldrei almennilega visst um hvort brúin milli sín og orðsins sé mannheld eða yf- irleitt lögleg smíð eftir leyfilegri teikningu. Á milli einstaklingsins íhugula og orðsins er hyl- dýpi sem hann óttast sífellt að falla niður í og að fall hans verði mikið og í afstæðum skilningi endalaust því enginn merkingarbotn er undir þessum línudansi. Orðatiltækið hreinsar gagnrýnandann af ill- um grun á milli þess sem hann gefur frá sér neyðaróp. Þessi bók er snilldarverk, ef svo má að orði komast. Viðtökur aldamótajólabóka- flóðsins (orðmyndun á íslensku eru engin tak- mörk sett!) þóttu einkennast af því að gagn- rýnin væri of jákvæð, enginn munur á gagnrýninni í upprunalegri útgáfu og þegar bú- ið var að taka hana úr samhengi fyrir auglýs- ingar. Gífuryrðin gjaldfalla þegar þau fara sam- an í hóp. Þjóðin sem kanóníseringunni er ætlað að skapa kaupir ekki svo mikla snilld, og hvern- ig á það að fá staðist að míníþjóð á ballarhafi buni látlaust út meistaraverkum meðan veröld- in fæst við ekkert sérstakt? En ég veit það ekki, undan kórnum verður ekki komist. Einhver verður að kyrja þennan söng. Skiptir engu þótt einni rödd pólýfóníunnar sé ætlað að ljá verkinu andblæ vísindalegs hlutleysis, ef svo má að orði komast. Afhverju ætti ekki að mega svo að orði kom- ast? Eða öllu heldur: hvernig má að orði komast og hvernig ekki? Og hver stýrir því kerfi öllu? Auðvitað er einhverskonar miðstjórn notaleg hugmynd að ylja sér við, miðstjórn sem sífellt bannar eitthvað, sprengir upp brýr til orða, meinar um aðgang. Maður er hetjulegur í að seilast til orða sem ekki má að komast, í þeirri trú að það þurfi að kortleggja sífellt ný svæði mannsandans ef ske kynni að sá ágæti kastali gralsins lenti þar inni. Alltbúið-hugsunin sækir stíft á okkur fræðahetjur sem nú erum teknar að reskjast, fljótaskrift afstæðisfræðanna tekin að afmást og rykfalla í huganum og ummyndast í fornminjar um leið og skírist í minninu skín- andi bikar sem við eitt sinn laumuðumst niður í kolakjallara til að blása rykið af. Og þessi bikar er orðinn að gulltryggingu brúarinnar yfir í orð- in og þarf ekki nema að stappa fætinum til mála- mynda í fornfálega en traust hlaðna bygginguna með „ef svo má að orði komast“. Þegar við taut- um þetta erum við ekki að kortleggja eitt eða neitt í tungumálinu; við umvefjum okkur fræði- legri ábúð og virðuleika og fetum slóðir sem við vitum að eru leyfilegar, hugsum kunnuglegar hugsanir; þetta er slaufa aftan við klisjuna, ef svo má að orði komast. Einsog alltaf stöndum við á enda tímans, telj- um okkur trú um að nú megi allt en þreifum þó fyrir okkur eftir mörkunum. Við stærum okkur af þessu, að nú sé allt leyfilegt, nú megi segja allt og ekkert sé bannað. En augljóslega má ekki allt: það má ekki hvetja til kynþáttaof- sókna, raunar má heldur ekki tala vel um tób- akstegundir opinberlega. Og þó finnst manni að allt þetta megi, sé það aðeins gert á góðri íslensku. Að hvetja til ras- isma á vondri íslensku gengur ekki. Okkur er gert að eyrnamerkja orðin með gæsalöppum séu þau af erlendu bergi brotin, einsog frétta- stofur sem þurfa að taka það fram að afbrota- maðurinn hafi ekki verið Íslendingur. Gæsa- lappirnar tildra sér upp hróðugar um orðið og segja: sjáið þetta orð, það er útlenskt og þar af leiðandi sjálfkrafa tortryggilegt. Þær segja: „árásarmaðurinn var af erlendu bergi brotinn“. Málfarsráðunautar á fjölmiðlum standa ekki fyrir hreinsunum gæsalappanna heldur er hver og einn sem fæddur með ofurlitla hreintungu- stefnulöggu í kollinum. Það er búið að skella tungumálinu í lás. Mér er til efs að greinahöfundar dagblaða kæmust upp með róttæka sérvisku í stafsetningu á borð við þá sem Halldór Laxness hafði. Nú skal varðveita tunguna í formalíni. Hlutirnir eru sjálfkrafa vond íslenska ef svipað orðfæri er til á ensku og hefur lekið innum glufurnar á formalínskrukkunni. Ekki má heldur leggja til að verði breytt á þennan eða hinn veginn í grundvallaratriðum. Jón Leifs stakk uppá aft- urhvarfi til fornra hátta: Ekki komu, heldur kómu, ekki voru, heldur vóru, ekki hátt-ur, heldur háttr. Þetta var möguleg hugsun og birtingarhæf í Skírni á fimmta áratugnum. Ekki langt síðan. Nú/þá: formalínskrukkan er lokuð og læst. Sjáiði tunguna okkar, stærum við okkur við út- lendinga; hún hefur ekkert breyst í árþúsund. Sjáiði hvað hún er stíf og fín og forneskjuleg í krukkunni! Ef þið ættuð nú svona tungu, tungu sem er stök og ein, henni fylgja engar tennur og þessvegna bítur hún ekki neinn. Já, við skulum hrópa úr okkur allt vit og þykjast hlutlæg, hvetja til reykinga og rasisma, svo framarlega sem við veinum á góðri íslensku. Niðurlag um bókmenntagagnrýni: Stattu á fætur, Galahad! Að skrifa gagnrýni er að láta vísa sér til sætis. Það eru ekki stjórnendur fjölmiðla og jafnvel ekki hefðin sem vísar til sætis heldur tungu- málið; formgerð gagnrýninnar segir: sestu, sittu kyrr, nei, ekki standa á fætur, sestu. Sætið er ekki bara dómarasæti, það er hættulegt – Siege Perilous. Eru nú tveir kostir og hvorgi góður. Annarsvegar að þrjóskast við að standa, þusa um eitthvað sem ekki kemur Dómnum beinlínis við, menninguna yfirleitt, ást, sturlun, nætur- gala og frumspeki. Að ganga um gólf og tala, listin sem Þórbergur Þórðarson skóp. Hinn kosturinn er að setjast og kveða upp dóma í hefðbundnum stíl en vekja jafnframt athygli á að sætið sé í raun óþægilegt, undir því séu að- eins þrír fætur og gormar uppúr setunni meiði. Ég er bara mennskur Galahad, segir maður og fær sér sæti. En nú er veislan búin, Galahad. Við skulum koma. Komdu nú. Láttu ekki svona. Sérðu ekki að allir eru farnir, enginn situr við borðið og dansgólfið er autt? Galahad. Er þér illt? Af- hverju veinarðu svona? Vertu ekki að þessu. Hvern heldurðu að þú heillir uppúr skónum? Ég veit að þetta var stórkostleg veisla, alveg bar- asta prýðileg, en nú er hún búin og næsta veisla rétt að byrja. Stattu að minnsta kosti upp og gakktu um gólf og talaðu við sjálfan þig. Segðu eitthvað, Galahad. Galahad! Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi bókmenntagagnrýnandi. FRÆÐI íslenskra miðaldamannahafa átt mjög í vök að verjast áundanförnum áratugum ogmargra leiða hefur verið leitað til þess að rýra gildi þeirra. Skrifaðar hafa verið flóknar ritgerðir um þá auð- skildu staðreynd að menn fóru að skrifa um landnám. Beinast liggur fyrir að hvatinn var fróðleiksþrá ein og löngun til að gera staðreyndir að eign komandi kynslóða alveg með sama hætti og gerðist hjá sagnamönnum 19. aldar hér á landi, Gísla Konráðssyni og Brynjúlfi Jónssyni frá Minnanúpi, svo ég taki dæmi. Mikið þarf þó til þess að vera lás fyrir öllu viti. Þetta er sama hvötin og knúið hefur mig „til fróðleiks og skrifta“ allt frá því er ég, unglingur að aldri, sat við hné sagnafólks undir Eyjafjöllum. Þá lærði ég langlokur, ævaforna þulu um bæi undir Eyjafjöll- um og pápiska bæn sem Sigurbjörg mín á Syðstu-Grund hafði oft yfir. Hún hefur 31 hendingu. Fyrir kemur að ég flyt hana af munni fram yfir safngest- um í Skógakirkju og gleðst yfir því að geta geymt í kolli mér fjársjóð lífsvisku frá æsku til elli. Frásagnir færðust milli kynslóða hjá námgjörnu og minnugu fólki. Moðhaus- ar voru ekki einkennandi fyrir fyrri kynslóðir. Gamla fólkið sem ég ólst upp með undir Eyjafjöllum kenndi mér margt um sagnvísi og sagngeymd. Hjá því náðu arfsagnir til 17. og 18. aldar. Elstu Eyfellingar sem ég man voru fæddir um 1850. Nú, 150 árum seinna, man ég enn glöggt það sem þeir kenndu mér úr fræðum fyrri tíma og veit að engu skeikar frá réttu minni. Ég færi fram það sem Sigurður Árnason frá Hænuvík (f. 1877) greinir um sagnalist móður sinnar í ævisögu sinni „Með straumnum“ sem út kom í Reykjavík 1950: „Ég lærði sögur henn- ar alveg orðréttar því hún sagði þær ávallt með sömu orðunum. Og það voru þær sögur sem ég gat lengi fram eftir ævinni sagt á viðunandi hátt. Og þetta, að hún sagði hverja sögu ætíð með sömu orðunum, styrkti mig síðar í þeirri trú að okkar fornu sögur hafi frá upphafi þannig sagðar verið og þess vegna geymst nokkurn veginn óbrjál- aðar mann fram af manni þar til loka að þær voru færðar í letur.“ Sigurður segir um móður sína að hann hafi drukkið „orðin af vörum hennar eins og sætt, áfengt vín“. Margir fræðimenn hafa rengt frá- sögn Hauks Erlendssonar lögmanns um þátt Ara fróða og Kolskeggs hins vitra í samantekt Landnámu. Hlutur Kolskeggs er þar þó alveg augljós. Beint liggur fyrir að Haukur hefði ekki skrifað þetta út í bláinn, hann hefur haft fyrir sér skráða heimild, sennilega í Styrmisbók. Menntakonan Guðrún Ása Gríms- dóttir heldur þeirri skoðun fram að al- þekktur formáli (eða eftirmáli) í Þórð- arbók Landnámu um tildrög ritunar hennar sé saminn af séra Þórði Jóns- syni í Hítardal undir áhrifum frá Arn- grími lærða sem stóð í ströngu við að andmæla illmælum útlendra manna um Íslendinga. Ég hlýddi á hana segja það hinn 18. janúar 1996 að enginn vandi hefði verið fyrir séra Þórð að fyrna rit- hátt sinn, svo kunnugur hefði hann ver- ið miðaldaritum þjóðarinnar. Þetta væri þá fölsun vitandi vits, en formálinn er með einna fornlegustu málfari íslenskra höfunda. Aðrir apa svo eftir í fræðum og heitir að gína við hverri flugu. Getgátur sem ekki er hægt að sanna eru oftast einskis virði. Skógum, 19. október 2001. ORÐ Í BELG Höfundur er safnvörður Byggðasafnsins í Skógum. E F T I R Þ Ó R Ð T Ó M A S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.