Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001 9 Á tímum keisaranna þýddi þetta að margir rússneskir menntamenn voru róttækir vel, ef ekki byltingarsinnaðir. Byltingin var þeirra verk. Á sovéttímanum voru þeir mikilvægir sem þjónar iðnbyltingar og almennrar menntabyltingar en frá þeim var tekið með valdi það hlutverk að gagnrýna valdhafa. Á lokaskeiði þess tímabils endurheimtu þeir frumkvæði í gagnrýnni um- ræðu sem umbótasinnar og andófsmenn. Á dög- um Gorbatsjovs fengu menntamenn málfrelsi og voru spurðir ráða sem aldrei fyrr – engu líkara en gullöld þeirra væri byrjuð! Nú er hlustað á okkur! En málfrelsið tryggði ekki nauðsynlegan efna- hagsbata og það leiddi til þess að menntamenn sem álitsgjafar færðust mjög til hægri. Þeir gáf- ust upp á því að vilja breyta og bæta hið sovéska kerfi og vildu nú afneita því með öllu. Um og upp úr 1990 heyrist það helst frá þeim, að sovétkomm- únisminn sé búinn að vera og um að gera að taka upp vestrænan markaðsbúskap sem allra fyrst. Áratugur grimmra vonbrigða Svo líða tíu ár mikilla vonbrigða. Eiginlega eru allir sammála um að niðurstöður umskiptanna frá sovéskri miðstýringu til markaðskerfis hafi geng- ið þvert á fyrirheit og væntingar. Allir nefna tvennt: framleiðsla hefur í landinu dregist saman um helming og einkavæðing fyrirtækja og auð- linda varð með þeim hætti, að almenningur jafnt sem menntamenn hlutu að líta á hana sem stór- þjófnað. Menntamenn, segir Marlen, hafa ekki aðeins orðið fyrir hefðbundnum vonbrigðum sem tengist ofmati þeirra á sjálfum sér. Þeir hafa orð- ið fyrir meira áfalli en þegar Stalín drap niður alla djarfa og sjálfstæða hugsun. Þeim er sagt að allt sem gert var hafi verið til einskis. Allt fauk með í hruninu: staða stórveldis í heiminum, hugsjónir félagslegs réttlætis – því hvergi vex munur á rík- um og fátækum hraðar en hér í Rússlandi. Líka mórallinn og menningin. Vísindastofnanir hrynja og vísindamenn flýja land. Skólakerfið er á leið að klofna í tvennt: eitt fyrir fátæka, annað fyrir þá sem borga vel. Aldrað leikskáld sem ég heimsótti, Viktor Rozov, tekur í sama streng. Það er búið að rústa þetta land rækilegar en Hitler gat gert, seg- ir hann. Og nú er ráðist að því sem dýrmætast er, að okkar dúkhovnost, virðingu okkar fyrir and- legum verðmætum. Menntamenn og álitsgjafar fara svo hver í sína áttina. Þeir sem hafa komið sér vel fyrir í nýju kerfi (ég þekki að vísu engan slíkan persónulega) hugsa sem svo: það sem er að gerast tengist því að við höfum ekki gengið nógu vel fram í því að laga okkur að Vesturlöndum. Það er til dæmis úr- elt rússneskt viðhorf að menntamenn eigi að vera gagnrýnið afl sem veitir stjórnvöldum aðhald. Við eigum að vera ópólitískir sérfræðingar eins og menntamenn á Vesturlöndum og taka með því móti þátt í að knýja áfram framfarirnar. Aðrir menntamenn, og þeir eru mun fleiri, reyna svo að halda því til streitu að menntamönn- um sé sem fyrr skylt að segja beiskan sannleik- ann. Það sé samfélaginu alltaf nauðsyn að til sé hópur manna sem er óháður pólitískum duttlung- um valdsmanna, einskonar „riddararegla siðferð- is og sannleika“ eins og einn ágætur læknir kemst að orði. Enginn hjálpar okkur En hvaða holl sannindi eiga menntaðir ridd- arar að boða á öld lyga og blekkinga? Svar finna menn gjarna í „rússkaja ídeja“ – eða rússnesk hugsjón, rússnesk hugsun. Án ákveðins skammts af þjóðernishyggju lifum við ekki af, sagði Júra. Gott og vel. En hvað meina menn? Tilbrigðin við rússneska þjóðrækni eða þjóðrembu eru mörg. Mér sýnist og heyrist að margir hugsi á þessum nótum hér: Á dögum Gorbatsjovs mistókst að gera ræki- legar umbætur á sovétskipulaginu og það hrundi. Síðan mistókst að koma á þolanlegum kapítal- isma á vestræna vísu. Það var líka barnaskapur hjá okkur að ætla að Vesturlönd ætluðu að hjálpa okkur með ráðum og dáð. „Enginn hjálpar okk- ur“ sögðu skólafélagar mínir, sem flestir höfðu starfað við að kenna útlendingum rússnesku. Enda vill enginn að Rússland verði í alvöru keppi- nautur vestrænna framleiðslurisa á alþjóðlegum mörkuðum. Það samrýmist best vestrænum hagsmunum, segir stjórnmálafræðingurinn Kaglaritskij, að í Rússlandi sé vanþróaður „jað- arkapítalismi“ sem sér Vesturlöndum fyrir hrá- efnum. Ýmsir rýna í liðna sögu og álykta sem svo að Vesturlönd hafi alltaf viljað lima Rússland sundur í mörg smáríki. Þeir halda með tilbrigðum áfram með þá hugsun Dostojevskijs og fleiri menningarvita 19. aldar að Vesturlönd reyni með kaupsýslugræðgi og menningarhroka að baka sem mestan skaða hinu síðasta stórveldi réttrar kristni, Rússlandi. Eitthvað svipað sé að gerast enn í dag. En fyrst hvorki sovétkommúnismi né vestræn markaðshyggja dugar á hverju eiga Rússar þá að byggja? Svar: á því sem við getum verið stolt af sem þjóð. Á bókmenntum okkar, tónlist, leiklist. Mín ættjörð er rússnesk menning segir skóla- bróðir minn Tsjúdakov. Aðrir bæta við: við þurf- um að byggja á þjóðareinkennum okkar og trúar- hefðum. Á hinni miklu sögu okkar sem skapaði stórt og voldugt ríki. Allt þetta þurfum við til að rétta úr kútnum, halda höfði gagnvart umheim- inum, koma í veg fyrir að rússneska ríkið klofni í enn smærri parta. Leitin að þjóðarsálinni Hver eru hin rússnesku þjóðareinkenni sem ætlað er mikið hlutverk í þessu pólitíska dæmi? Nóbelsskáldið Solzhenytsin hefur reynt að skilgreina hinn rússneska mann. Hann segir Rússann hafa góða hæfileika til samúðar og sjálfsafneitunar, hann sé fús til að dæma sjálfan sig hart og iðrast misgjörða. Hann hafi sterka trúarþörf, þolgæði, lítinn áhuga á efnalegum gæðum, sýni andlegt örlæti og látleysi í fram- komu. Að dómi skáldsins eru þetta hinir góðu kostir Rússa. Aftur á móti sé Rússinn of sáttfús við grimm örlög og beiti fyrir sig forlagahyggju sem afsökun fyrir því að hafast ekki að. Við Rúss- ar erum skorpumenn, menn snarpra átaka, en við fylgjum illa eftir. Okkur skortir sjálfsaga eins og einatt kemur fram í miklum drykkjuskap. Við höfum heldur ekki nóg sjálfstraust, eins og fram kemur í oftrú okkar á miklum leiðtogum. En þeg- ar þolinmæðin góða brestur þá gerist það með miklum ofstopa og endar í æðisgenginni og grimmri uppreisn. Solzhenytsin telur að bæði bændaánauðin gamla, stjórn kommúnista og auð- hyggjuspilling síðustu ára hafi lamað það sem gott var í rússnesku mannlífi og séu nú síðustu forvöð að spyrna við fótum „ef við viljum halda áfram að vera Rússar“. Undir slíkar vangaveltur taka margir og bera gjarna Rússa saman við Vesturlandamenn um leið. Vesturlandamenn eru einstaklingshyggju- fólk en við Rússar erum söfnuður, við hugsum út frá nauðsyn samstöðunnar. Veturlönd dýrka efn- isleg gæði, þau eru neysluóð – en við viljum kveða græðgina í kútinn, við setjum öllu ofar andleg verðmæti, menningarleg og trúarleg. Okkar kristindómur er sannari og betri en sá vestræni, ekki síst kaþólskan, sem er spillt af valdhyggju. Við erum stórþjóð en við eigum betra með að setja okkur í spor smáþjóða sem hjá okkur búa en til dæmis Amríkanar. Þeir drápu sína indjána en við tókum smáþjóðir Síbiríu að okkur og fengum þeim sess í okkar rússnesku þjóðafjölskyldu. Eðl- isfræðingurinn Kúrdjúmov sagði á heimspek- ingafundi: Það getur orðið hlutverk Rússlands í samfélagi þjóðanna að vinna gegn því að allir verði eins, gegn því að bæði Rússar og aðrar þjóð- ir lendi í einhverri allsherjarkvörn sem gerir alla að annarsflokks Amríkönum. Þessir straumar eru mjög sterkir. Og margir sem hrífast með flaumnum bæta við: rússnesk þjóðernishyggja verður ekki umflúin, og þá er skynsamlegast að beina orku hennar í siðaðan farveg. Rozov gamli leikskáld talar mjög í þessa veru. Og það er ekki nema von að svo sé mælt. Vegna þess að eins og í öðrum plássum getur þjóðernishyggja í Rússlandi tekið á sig háskaleg- ar myndir. Það er eðlilegt að menn segi: Við Rússar erum öðruvísi en „hinir“ – og gott ef menn bæta við: reynum þá að standa okkur sem slíkir! En það er lakara ef menn segja: við erum betri en aðrir, því þá eru aðrir okkur lakari í siðferði og menningu. Það er skynsamlegt að reyna að átta sig á ólíkum hagsmunum Rússlands og Vetur- landa fyrr og síðar. En það er ískyggilegt þegar t.d. einn af höfuðbiskupum rússnesku kirkjunnar, Ioann mítrópólít, heldur því fram að þegar á nítjándu öld hafi óvinir Krists sett það á dagskrá að tortíma Rússlandi, en með því á hann við dul- arfullt samsæri frímúrara og gyðinga (og kannski marxista líka!). Og eitt er að hafa réttmætar áhyggjur af því að barnsfæðingum fer mjög fækkandi í Rússlandi um leið og versnandi heilsu- far leiðir til þess að meðalaldur stórlækkar og Rússum fækkar um miljón manns á ári. En annað er að kenna hér um samsæri erlendra afla um að útrýma Rússum sem þjóð, hér sé um að ræða „þjóðarmorð með aðstoð markaðsaflanna“. Sem betur fer þekki ég sjálfur aðeins þjóð- ræknisfólk en öngva þjóðrembumenn. Ég heyri líka raddir sem vara við ýmsum háska þjóðern- isofstækis. Sumir taka meira að segja undir við rithöfundinn Vojnovitsj sem segir: það er engin sérstök rússnesk leið til, nema þá hin sovéska sem hefur siglt í strand. Aðrir segja (t.d. Kagla- ritskij): menn fjasa um þjóðlega samstöðu til að fá fátæklingana til að sætta sig við nýjar og nýjar fórnir og gleyma því hve grátt hinir nýríku Rúss- ar hafa leikið landa sína. Nokkuð til í því. Engu að síður er eins og flest vötn falli til einhverskonar þjóðernishyggju. Kommúnistar, kirkjan, menn Pútíns Tökum til dæmis Kommúnistaflokkinn. Eftir fall Sovétríkjanna mátti búast við því að upp risi hreyfing sem reyndi að halda lífi í því skásta í sósíalískum hugmyndum. Það hefur ekki gerst. Kommúnistaflokkur Rússlands hefur að vísu ver- ið stærsti flokkur á þingi og eini alvöru stjórn- málaflokkurinn að því er varðar skipulag og með- limafjölda. Innan hans gætir ýmissa strauma, en víst er að forystumenn hans hafa gefið stétta- hyggju upp á bátinn fyrir þjóðernishyggju. Þeir tala mest um að styrkja ríkið og efla þjóðlega borgarastétt gegn erlendum stórfyrirtækjum. Kommúnistar hafa verið í stjórnarandstöðu en oft varið stjórnir bæði Jeltsins og Pútíns á þingi – þeir eru einskonar óánægjuflokkur innan kerf- isins, segir sá óháði vinstrisinni Kaglaritskíj. Ég gef þeim falleinkunn alveg eins og hægraliðinu, segir Marlen. Kommúnistaflokkurinn hefur líka tekið rúss- nesku réttrúnaðarkirkjuna í sátt. Formaður Kommúnistaflokksins í Smolensk er um leið stjórnarmaður í Bræðralagi rétttrúaðra. Hann segir sem svo: Kirkjan og kommúnistar þarfnast hvort annars. Kirkjan þarf bandamenn eins og okkur til að fylgja eftir sínum siðgæðishugmynd- um í praktískri pólitík. Og „við“ – sem hann kallar ekki kommúnista heldur „rússneska ættjarðar- vini“, við þurfum á kristninni að halda sem and- legri undirstöðu okkar pólitíska starfs. Með öðr- um orðum: Í Smolenskhéraði er kirkjan komin í staðinn fyrir Karl Marx. Það liggur svo í augum uppi að rússneska kirkjan er sjálf mjög þjóðern- issinnuð. Hún hefur alltaf talið að hennar krist- indómur væri betri og sannari en annarra kirkju- deilda og er t.d. svo reið tilraunum kaþólskra fyrr og síðar til að seilast til áhrifa þar eystra að patrí- arkinn í Moskvu er eini kirkjuhöfðinginn í heim- inum sem neitar að bjóða páfanum í heimsókn. Kirkjan telur Rússland í raun „Síðasta virki“ réttrar trúar, svo vitnað sé í heiti nýlegs greina- safns eftir guðfræðinga sem ég fæ mér í bóksölu hinnar miklu Kirkju Krists Frelsara sem nýlega var endurreist. Í sjálfum herbúðum valdsins, til dæmis í flokknum Eining sem stofnaður var í kringum forsetaframboð Pútíns, er líka mjög greinileg þróun til þjóðernishyggju. Í þeim herbúðum er mikið talað um heilbrigt þjóðarstolt og nauðsyn þess að efla rússneska ríkið með styrkri stjórn. Þessi þróun stafar sumpart af óánægju ráðandi afla með viðskiptatengslin við Vesturlönd og svo með stækkun Nató til austurs, illa meðferð Nató á frændum og trúbræðrum í Serbíu og einhliða áform Bandaríkjanna um ný vopnakerfi. En um leið eru margir í nýju valdakerfi sem hafa verið að græða óguðlega mikið á einkavæðingarævintýr- um síðustu ára eins og neyddir til að sýna ein- hvern rússneskan lit. Og reyna með því að þvo af sér ásakanir um að þeir séu ekkert annað en maf- íósar og handbendi erlendra auðhringa og hafi leynt og ljóst skaðað hagsmuni Rússlands. Þjóðernishyggjan tengist svo við persónu Pút- íns. Ég veit ekki um síðstu athuganir á vinsæld- um hans, en þær voru furðu miklar fyrir nokkrum mánuðum. Ólíklegasta fólk vildi tengja við hann vonir sínar. Það er kannski ekki nema eðlilegt. Forseti Rússlands hefur mikið vald, þingið er máttlítið og mjög spillt að auki. Og sjálfur er Pút- ín „nokkurnveginn í lagi“ eins og menn segja – fegnir að vera lausir við vandræðalegar uppá- komur og mikla spillingu sem þreifst í kringum Jeltsin. Að auki er söguleg hefð fyrir sterkri mið- stýringu í landinu. Eða eins og mannréttinda- frömuðurinn Kovaljov segir: hvort sem við Rúss- ar erum í andófi eða þjónum valdhöfum, þá gerum við ráð fyrir því að valdhafar eigi eða geti gert allt. Með öðrum orðum: ef Pútín gerir það ekki þá hver? En þeir eru líka til sem vara við því að Rússar geri sig eina ferðina enn alltof háða von- inni um sterkan leiðtoga sem „stjórni með harðri hendi“ og kunni að kippa öllu í lag. Pútín mun ekki rísa undir öllum vonum, enda falla þær ekki allar í sama farveg. Enn sem fyrr er framtíð Rússlands „skrifuð með gaffli á vatnið“ eins og einn gamall vinur minn kemst stundum að orði. Höfundur er rithöfundur. opar skekja kreppta hnefa að húsi MacDonalds á Krasnaja presnja. smerkjum en á bak við rís stór og spánnýr minn- Rússar við þá tíma í sögu sinni sem þeim finnst og þjóðin sigrar Hitler í heimsstyrjöldinni síðari. Rússland á leið inn í framtíðina (teikning úr Nezavisimaja gazeta).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.