Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001 11 bókmenntir og anda Íslendinga. Ég hef ekkert á móti þessari hugmynd og get verið frekar sammála henni svo framarlega sem við tölum um íslenskunám á sérfræðisviði, eins og bóka- menntafræði eða sagnfræði. Hins vegar er ég algjörlega ósammála því að nota þessa hug- mynd gegn hverjum einasta útlenska manni sem lærir íslensku til þess að búa hérlendis. Í borgaralegu samfélagi getur innflytjandinn nýtt sér íslenskuna sem tæki til samskipta, en í etnísku samfélagi er „ófullkomin“ íslensku- kunnátta hans notað sem tæki útilokunar, tæki sem kemur í veg fyrir uppbyggjandi samskipti við „innfædda“. Hér liggja ákveðin grundvallarmörk á milli borgaralegs og etnísks samfélags. Í þessu samhengi nota ég tiltölulega nýtt hugtak, þ.e. „íslenska sem annað mál“. Þetta orðalag sést stundum hér og þar og er þá að- allega átt við íslensku sem kennd er börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku. En ég vil frekar skilja þetta nýja hugtak í samhengi við ofangreinda „borgaralega sjálfsmynd þjóðar- innar“. Ég segi einfaldlega; „íslenska sem ann- að mál“ er íslenska sem útlendingar tala. „Ís- lenska sem annað mál“ er tæki til þess að njóta samskipta við íslenskumælendur. Málfræðilega mun slík íslenska líklega vera ófullkomin og skáldlega mun hún ekki koma til greina. Menn- ingarlega mun hana skorta innsýn og skírskot- un til sögu og menningarlífs Íslendinga. „Ís- lenska sem annað mál“ er nefnilega léleg íslenska ef hún er metin á hefðbundinn hátt. Hvað finnst ykkur um slíka íslensku? Mig langar til að rökstyðja þrjú atriði til stuðnings hugmyndinni um „íslensku sem ann- að mál“. Í fyrsta lagi spyr ég einnar spurningar varðandi tungumálakunnáttu og önnur menn- ingaratriði sem eru tengd við tunguna. Mér skilst að flestir Íslendingar tali ensku. Hve margir þeirra eru þá búnir að lesa ljóð eftir Chaucer, Shakespeare eða Whitman og þar með skilja „sál“ Breta eða Bandaríkjamanna? Þegar við notum ensku er okkur sama hvort við séum með slíka þekkingu eða ekki. Af hverju? Af því að við erum vön því að nota ensku sem „annað mál“. Það að við notum ensku eingöngu sem slíkt samskiptatæki dregur á engan hátt úr gildi enskra bókmennta eða þýðingu þeirra fyr- ir enska þjóðarvitund. Ástæða þess að fólk tengir strax íslenskt tungumál við menningu Íslendinga er aðallega sú að Íslendingar eru ekki vanir því að hugsa um íslensku sem „annað mál“. Fyrir Íslendinga er íslenska ekkert ann- að en móðurmál. Fólk þekkir ekki notkun ís- lensku sem annars máls. Þetta þarf að breytast. Í öðru lagi vil ég benda á að jafnvel þótt „ís- lenska sem annað mál“ sé léleg íslenska í sam- anburði við íslensku sem innfætt fólk talar, þá þarf hún ekki að vera slæm. „Íslenska sem ann- að mál“ er ákveðinn farvegur þar sem mismun- andi menningarstraumar mætast og færast hingað til landsins. Með innflytjendum mynd- ast möguleiki á því að kynnast jákvæðum hluta ólíkrar menningar sem auðgar íslenskt þjóð- félag. Í þriðja lagi er „íslenska sem annað mál“ raunverulegt merki um þróun borgaralegrar sjálfsmyndar Íslands. Ef þjóðfélagið viður- kennir framlag og merkingu „íslensku sem annars máls“ þá fáum við innflytjendur að njóta okkar eigin íslensku. Ég er ekki að hvetja til þess að tala lélega íslensku, en ég hvet til þess að tala frekar en að þegja. Innflytjendur langar til að tala betri íslensku, en það sem við getum tileinkað okkur er takmarkað. Jafnframt finnst mér mun mikilvægara að hver og einn innflytj- andi, sem getur bjargað sér á íslensku, styrki þekkingu sína á eigin sérsviði t.d. í atvinnulífinu til að geta lagt ríkari skerf til samfélagsins, fremur en að lesa Njálssögu til að bæta þekk- ingu sína á íslenskri menningu. Tillaga mín er að við reynum að þróa hugtak um „íslensku sem annað mál“ á jákvæðan hátt og telja þetta nýja fyrirbæri til hluta menning- ar þjóðarinnar. Raunmynd þessa gæti t.d. verið að útlenskir menn sem tala íslensku hafi um- sjón með útvarps- og sjónvarpsþáttum eða að það sé hluti kennsluáætlunar að hlusta á þá. En fyrst og fremst er nauðsynlegt að ákveðin hug- myndarfræðileg breyting eigi sér stað hjá Ís- lendingum. Ég held að ef „íslenska sem annað mál“ fær almenna viðurkenningu á Íslandi, þá muni lífskjör innflytjenda bætast mikið og þeim reynast auðveldara að verða virkir félagar þjóðfélagsins. Virkari þátttaka innflytjenda í þjóðfélaginu Hugtakið „íslenska sem annað mál“ er hluti af þróun borgaralegrar þjóðarsjálfsmyndar. Það viðurkennir að íslensk tunga verði að vera tungumál og tæki til samskipta, ekki aðeins fyr- ir Íslendinga heldur líka „ó-íslenska“ íbúa Ís- lands. Þessi þróun sýnir okkur að hefðbundin þjóðarmynd, sem er jafnan: Ísland = Íslend- ingar = íslenska sem móðurmál, breytist í ná- inni framtið. Ný þjóðarmynd verður: Ísland = Íslendingar bæði innfæddir og af erlendum uppruna = íslenska sem móðurmál og annað mál. Þessi breyting þjóðarmyndar takmarkar sig ekki við tungumálið, heldur mun breiðast til menningarsvæðisins alls. Þessi breyting er nefnilega þróun til þroskaðrar þjóðar fram yfir etníska þjóð. Ég vil forðast það að valda misskilningi. Ég segi ekki að Íslendingar þurfi að afsala sér menningu sinni. Ég segi ekki að menningar- vernd Íslands sé röng. Þvert á móti finnst mér mjög mikilvægt að halda áfram viðleitni menn- ingarverndar. En þjóðin getur um leið viður- kennt tilvist öðruvísi menningarheima hérlend- is og þar með stækkað sjálfsmynd sína. Menningarvernd Íslendinga á að standa á gagnkvæmri virðingu fyrir mismunandi menn- ingarheimum. Annars mun íslensk menning sjálf skaðast í framtíðinni. Ef skortur er á gagn- kvæmri virðingu til annarra þýðir það að sú menning eigi ekki skilið virðingu fyrir sjálfri sér. Nú langar mig til að skjóta að öðrum atrið- um. Hvað eigum við að gera á þessu þróun- arferli þjóðarinnar? Hvað getum við gert til þess að bæta aðstæður innflytjenda í þjóðfélag- inu, t.d. til að berjast við kynþáttafordóma eða mismunun eftir þjóðerni? Að mínu mati er mik- ilvægasta málið að móta nýja þjóðarvitund sem nær til bæði innfæddra Íslendinga og innflytj- enda. Eins og ofangreint sýnir hefur Ísland verið hingað til mjög einsleit þjóð. Á Íslandi er engin hætta á því að breyting eða vanþroski þjóðarvitundar valdi stríði milli mismunandi etnískra hópa eins og hefur gerst í fyrrverandi Sovétríkjunum eða Júgóslavíu. Þvert á móti getur vanþroski þjóðarvitundar valdið aukningu duldra fordóma, ofbeldi gagn- vart íbúum sem eru með öðruvísi útlít en hefð- bundin mynd Íslendinga og áhætta sjálfsmynd- ar fyrir næstu kynslóð innflytjenda. Áhætta sjálfsmyndar innflytjendabarna sést t.d. í Þýskalandi eða Bretlandi. Börn innflytjenda hafna því að tilheyra frum-etnískum hópum sínum og segjast vera bara venjulegir Þjóðverj- ar eða Bretar. Engu að síður telja „frum-íbúar“ þar, þó ekki allir, þau ekki til meðlima sinna. Þannig tapa innflytjendabörn föðurlöndum sín- um og síðan sjálfsmyndum. Þau spyrja; „Hverj- ir erum við? Er þetta ekki okkar land?“ Mér finnst að slík vandamál geti gerst á Íslandi í al- vöru eða þau gerast nú þegar. Þess vegna verður þjóðarvitund að þróast saman með þróun þjóðarinnar. Til að svo megi verða eru a.m.k. tvö atriði talin mikilvæg. Í fyrsta lagi eigum við innflytjendur að taka virkan þátt í þjóðfélaginu með því að tjá skoðun okkar. Stjórnvöld bæði ríkis og sveitafélaga eiga að hvetja til slíks. Innflytjendur eru líka fé- lagar þjóðfélagsins. Nú þegar eru innflytjendur að styðja efnahag þjóðarinnar og halda honum uppi sérstaklega á landsbyggðarsvæðum. Slíkt framlag á að sjást á fleiri sviðum en bara efna- hagssviðinu. Sérstaklega finnst mér nauðsyn- legt að innflytjendur taki frá byrjun þátt í stefnumótun ríkis og sveitafélaga. Innflytjend- ur eru ekki aðeins þiggjendur þjónustu. Þeir geta lagt sitt af mörkum með því að sýna fram á öðruvísi sjónarmið og hugsjón til þjóðfélagsins. Það er stór kostur fyrir þjóðfélagið að fá mis- munandi hugmyndir sem innflytjendur bera með sér til landsins. Í öðru lagi verðum við að forðast að móta stétt á milli innfæddra Íslendinga og innflytj- enda. Mér finnst gott að á Íslandi eru innflytj- endur ekki búnir að móta sérhverfi til að bú- setu. Það er ekki til „Múslímastræti“ eða „Kínverjargata“ eins og oft sést í öðrum lönd- um. Þessi staðreynd hlýtur að nýtast vel fyrir forvarnarstefnu um fordóma. Ef fólk mótar séríbúahverfi fyrir sig, mun reynast erfiðara að hvetja til fjölmenningarlegra samskipta í sam- félaginu. Hins vegar getur fólk af erlendum uppruna verið einangrað ef það á ekki sitt eigið hverfi. En þessi einangrun á að leysast með því að auka samskipti við Íslendinga, ekki með því að móta sérhverfi fyrir sig. Bæði innfæddir Ís- lendingar og fólk af erlendum uppruna eru að búa saman og byggja land saman. Við innflytjendur verðum hins vegar einnig að passa okkur á að búa ekki til eins konar stéttir á meðal innflytjenda, hvorki á milli þeirra sem tala góða íslensku og þeirra sem ekki tala, né á milli þeirra sem hafa búið hér lengi og þeirra sem eru nýkomnir. Fordómar og mismunun eru ekki aðeins til í meirihluta, heldur líka í minnihlutahópum. Lokaorð Innflytjendamál eru samfélagsfræðileg mál og mannleg mál. Þau varða tvær sjálfsmyndir, sjálfsmynd þjóðar sem tekur á móti innflytj- endum og sjálfsmynd hvers einstaks innflytj- anda. Fyrir þjóðina snertir málið þjóðernisvit- und og fyrir innflytjandann snertir það spurninguna; „hver er ég og hverju tilheyri ég?“. Þetta er spurning sem öll trúarbrögð, þ.á m. kristni, reyna að svara og flestar etnískar goðsagnir reyna að útskýra. Með þessari spurningu þróaðist mannkynið hingað til, og svo er líka á Íslandi. Þetta er stóra spurningin um hvar við leggjum undirstöðu til- veru okkar. Höfundur er stjórnmálafræðingur og prestur innflytjenda. Hvað er einræktun? SVAR: Með einræktun (klónun) er átt við fjölg- un frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökk- breytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkams- frumum. Einnig er talað um einræktun gena þegar þau hafa verið einangruð og flutt á gena- ferjum inn í frumur þar sem fjöldi eintaka af þeim er framleiddur. Árið 1997 komst einræktun kindarinnar Dolly í heimsfréttirnar. Breski vísindamað- urinn Ian Wilmut og samstarfsmenn hans við Roslin-stofnunina í Skotlandi fjarlægðu kjarna úr eggfrumum kindar og settu í staðinn tvílitna kjarna úr líkamsfrumum kindar af öðru kyni. Ein tilraun af 277 heppnaðist og Dolly þrosk- aðist eðlilega. Síðan hefur tekist að einrækta mýs, nautgripi, geitur og svín. Í þessum til- raunum hafa þó þegar best lætur aðeins örfá prósent fósturvísa lifað til fæðingar og algengt er að fædd afkvæmi hafi ekki þroskast eðlilega. Ekki er ástæða til að ætla að betur gengi með tilraunir til að einrækta menn. Meðal þeirra sem varað hafa eindregið við slíkum til- raunum eru Iain Wilmut og samstarfsmaður hans Rudolf Jaenisch. Það má vitanlega hugsa sér ýmiss konar til- raunir til að einrækta menn. Til dæmis mætti hugsa sér að haga tilraun þannig að kona ætti barn „með sjálfri sér“. Þá þyrfti að taka kjarna úr eggfrumu konunnar og flytja inn í aðra egg- frumu hennar. Þannig fengist tvílitna okfruma sem síðan væri gefið tækifæri til að verða að fóstri. Hún hefði fengið allt erfðaefni sitt frá móður en væri samt erfðafræðilega ólík henni vegna uppstokkunar erfðaefnisins við myndun eggfrumnanna. Einnig væri hægt að taka tvílitna kjarna úr líkamsfrumu konu og flytja inn í kjarnasvipta eggfrumu hennar. Þá væri um beina einræktun konunnar að ræða. Loks væri hægt að flytja inn kjarna úr öðrum einstaklingi, konu eða karl- manni, skyldum eða óskyldum, lífs eða liðnum. Þá væri kjarnagjafinn einræktaður en egggjaf- inn mundi þó leggja til þann litla en mikilvæga hluta erfðaefnisins sem fyrirfinnst í hvatberum umfrymisins. En þessar vangaveltur ætti að taka með miklum fyrirvara. Eins og fyrr sagði benda rannsóknir á einræktun dýra til þess að slíkar tilraunir heppnist sjaldnast til fulls. Þetta kem- ur erfðafræðingum ekki alveg á óvart. Vitað er að starfsemi gena er stjórnað með marg- víslegum hætti, meðal annars með sérstökum „merkingum“ sem geta verið ólíkar eftir því hvort genið kom frá föður eða móður. Erfðaefni sem tekið er úr líkamsfrumu er því í raun ekki jafngilt því erfðaefni sem var í okfrumunni við upphaf einstaklingsins. Menn eiga enn flest ólært um alla þá stjórn- un á genastarfsemi sem fram fer á leiðinni frá okfrumu til fullþroskaðs einstaklings. Jafn- framt skortir þekkingu til að skilgreina ná- kvæmlega hvaða áhætta felst í einrækt- unartilraunum. Til viðbótar við þessar alvarlegu líffræðilegu efasemdir um einræktun koma siðfræðilegar efasemdir, sem einnig hljóta að vera þungar á vogarskálunum þegar fjallað er um einræktun á mönnum. Heimildir Wilmut, I., K.Campbell og C.Tudge, 2000. The Second Creation. London: Headline Book Publishing. Jaenisch, R., og I. Wilmut, 2001. „Don’t clone humans!“, Science 291:2552. Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði. Hvað þýðir máltækið „Sjaldan er gíll fyrir sólu nema úlfur á eftir renni“? Er hér um yfirfærða merk- ingu að ræða? SVAR: Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginn- ingar, segir svo frá úlfakreppu sólar: Þá mælti Gangleri: „Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn.“ Þá svarar Hárr: „Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg á hon nema renna undan.“ Þá mælti Gangleri: „Hverr er sá, er henni gerir þann ómaka“ Hárr segir: „Þat eru tveir úlfar, ok heitir sá, er eftir henni ferr, Skoll [Sköll]. Hann hræðist hon, ok hann mun taka hana. En sá heit- ir Hati Hróðvitnisson, er fyrir henni hleypr, ok vill hann taka tunglit, ok svá mun verða.“ Þarna er að finna elstu vísun í íslensku um hjásólir eða aukasólir en til gamans má geta þess að í grískri goðafræði er einnig sagt frá því að úlfar leitist við að gleypa sólina. Í fornu máli og í síðari alda máli eru þess mörg dæmi að menn þóttust geta séð fyrir ókomna atburði af teiknum á himni. Elstu dæmi um málsháttinn „Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni“ er að finna í Málsháttasafni Guðmundar Jónssonar (Kaup- mannahöfn 1830) og Þjóðsögum Jóns Árnason- ar. Í síðari heimildinni er skýringin á þessu fyr- irbrigði mjög rækileg: Hjásólir eða aukasólir, það eru ljósdílar í kringum sólina, eru ekki sjaldsénar á Suður- landi. Ef tvær hjásólir sjást í einu sín hvorumeg- in sólarinnar, önnur á undan sól, en hin á eftir, er það kallað að „sólin sé í úlfakreppu“ eða að „það fari bæði á undan og eftir sól“ og er hvort tveggja orðatiltækið dregið af úlfunum Sköll sem átti að gleypa sólina og Hata sem átti að taka tunglið. Stundum er þetta kallað gílaferð og hjásólin sem fer á undan sól gíll. Hann þykir ills viti með veður ef ekki fer einnig á eftir sólu, en sú hjásól er enn kölluð úlfur og er þaðan dreginn talshátturinn: „Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni.“ (Ný útgáfa (1954), bls. 655) Elstu dæmi um nafnorðið gíll ‘aukasól, ljós- blettur sem sést stundum rétt vestan við sól’ eru frá síðari hluta 18. aldar og breytingin frá fara/ renna eftir einhverjum í fara/renna á eftir ein- hverjum er naumast miklu eldri. Nútímamynd málsháttarins er því tiltölulega ung en minnið er fornt. Af sama meiði eru orðasamböndin ‘að vera í úlfakreppu’, ‘lenda í úlfakreppu’ og ýmis afbrigði af sama toga með vísun til þess er einhver er mjög aðþrengdur, oft þar sem eitthvað tvennt togast á. Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslensku fyrir erlenda stúdenta. HVAÐ ER EINRÆKTUN? Í vikunni sem er að líða fjallaði vísindavefurinn meðal annars um hvað genasamsæta er, um sjálfstæðisbaráttu Suður-Ameríku, um geymsluþol matvæla, hversu heitt er á Merkúríusi, og hver uppruni orðsins gler er. Í Málstofu Vís- indavefjarins bættist við grein Þorsteins Vilhjálmssonar „Orkumenning og orkusaga“ en þar fjallar Þorsteinn um hugmyndasögu orkumála. VÍSINDI Reuters Dollý, fyrsta einræktaða dýrið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.