Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001
SATT að segjavar kveikjanað þessu mjögeinföld. Mig
langaði að gefa út
bækur en hafði engan
pening til þess. Ég
þekkti marga fína
höfunda sem áttu óút-
gefið efni og fannst
ég hreinlega verða að
finna leið til þess að
safna fé til útgáfunn-
ar.“ Þannig lýsir Axel
Dielmann aðdragand-
anum að stofnun Axel
Dielmann Verlag,
bókaútgáfunnar sem
hann á og rekur í
Frankfurt með þrjá fasta starfs-
menn. Útgáfan gefur út nokkrar
ólíkar ritraðir, en sú sem vakið
hefur hvað mesta athygli er röðin
Etikett sem kostuð er af fyrirtækj-
um.
„Ég byrjaði í útgáfubransanum á
níunda áratugnum og gaf þá út
bókmenntatímaritið Schritte. Hug-
myndin með því var að dreifa ljóð-
um til lesenda, ekki einungis í hill-
ur bókabúða, auk þess sem mér
fannst forleggjarar í Þýskalandi
vera nær hættir að gefa út ljóð.“
Ritið var í stóru broti og hékk á
priki þannig að hægt var að fletta
því en ekki taka það með sér. Því
var dreift á kaffihús, alls þúsund
kaffihús um land allt, og Dielmann
segist áætla að um fimm lesendur
hafi séð hvert eintak á hverjum
virkum degi. „Það þýðir að á þrem-
ur mánuðum náði ritið til 300 þús-
und lesenda, sem er ekki svo lítið.
Vegna þessarar útbreiðslu var auð-
velt að fá auglýsingar í Schritte,
stórir kúnnar hjá mér voru Honda,
Þýska póstþjónustan og fleiri stór-
fyrirtæki.“
Lestarmiði
prýðir bókakápu
Í kjölfarið tók Dielmann að velta
fyrir sér að fá einkafyrirtæki til
þess að styrkja útgáfu bóka. „Ég
hugsaði: hvað myndu kostunaraðil-
arnir vilja fá í staðinn? Auglýsingu.
Og hver er „verðmætasti“ hluti
bókarinnar, hvað er það sem mað-
ur sér fyrst? Kápan og titillinn.
Þannig var hugmyndin fædd, ég
ákvað að viðkomandi fyrirtæki
fengi hlutdeild í kápunni,“ útskýrir
Dielmann.
„Fyrsta bókin í röðinni, skáld-
saga, gerðist að dálitlum hluta í
lest milli Frankfurt og Parísar og
hana styrktu Þýsku járnbrautirn-
ar. Á kápunni var mynd af lest-
armiða og það varð strax ljóst að
áætlunin gekk upp. Bókin gekk vel
í bóksala og seldist ágætlega.
Þýsku járnbrautirnar styrktu út-
gáfuna á tvennan hátt, þeir lögðu
fram fé til prentunarinnar og létu
svo lesa upp úr bókinni á
ákveðnum lestarleiðum.“
Dielmann segir það hafa skipt
miklu máli að hefja ritröðina á svo
stóru og traustu fyrirtæki sem
Þýsku járnbrautunum. „Það var
gott að nota þá til kynningar á
verkefninu þegar við heimsóttum
önnur fyrirtæki. Búsáhaldafram-
leiðandinn Alessi sagð-
ist til dæmis hafa litið
til framlags Þýsku
járnbrautanna, þegar
hann ákvað að kosta
útgáfu ljóðabókarinnar
Ablauf der Dinge eftir
Thomas Schwab.“ Tit-
ill þeirrar bókar gæti
útlagst Rás hlutanna,
en Alessi framleiðir
einmitt „hluti“ sem
nýtast í daglegu lífi.
Sú tenging nægði til
þess að samningar
næðust.
Og til enn frekari
skýringar má nefna að
titill skáldsögunnar
Rent a Friend eftir Susanne
Bartsch, varð til þess að Loft-
house’s, framleiðandi hálstaflnanna
Fisherman’s Friend, styrkti útgáf-
una gegn mynd af hinum vel
þekkta lakkríspoka á kápunni.
„Rétt er að taka fram að ég vel
ævinlega fyrst bækur til útgáfu,
áður en ég leita að kostunaraðilum.
Ég fæ aldrei höfund til þess að
skrifa bók sem fellur að stefnu eða
framleiðslu ákveðins fyrirtækis.
Enda fjalla bækurnar heldur alls
ekki um fyrirtækin, það eru bara
einhver abstrakt tengsl eða tilvilj-
anir sem ráða því hver styrkir út-
gáfuna. Fyrsta bókin fjallar til
dæmis alls ekki um lestir. Meg-
inhluti hennar gerist í París, en
lestarferðin í upphafi sögu dugði til
þess að Þýsku járnbrautirnar vildu
vera með.“
Lífseig auglýsing
Þegar eru komnar út 35 bækur í
Etikett-ritröðinni og að þeim
standa 24 styrktaraðilar; iðnaðar-
fyrirtæki, bankar, þjónustufyrir-
tæki og heildsölur svo nokkur séu
nefnd.
„Fyrirtækið greiðir eins mikið
og það hefur tök á. Það skiptir
ekki máli hvort við biðjum þau um
200 eða 2000 þúsund krónur, aðal-
atriðið er að ná forsvarsmönnum
fyrirtækjanna á okkar band og
finna hvort bókin fellur að þeirra
smekk.“
Dielmann bendir á að yfirleitt sé
erfiðara að eiga við stórfyrirtæki
og samsteypur, þar kosti hver mín-
úta markaðsdeildarinnar svo mikið.
„Forsvarsmenn þeirra segja stund-
um sjálfkrafa nei, því þeir skynja
hættuna á því að umsýslan kring-
um verkið verði dýrari en sjálft
framlagið. Það þarf til dæmis ein-
hver að lesa bókina og í það fara
kannski tveir heilir vinnudagar. Og
það þykir ekki snjöll kaupsýsla á
sumum bæjum.“
Hann bætir því við að í raun sé
markmið útgáfufyrirtækis hið
sama og allra annarra fyrirtækja.
Að reyna að láta vöru sína ná til
sem flestra. „Að þessu leyti fer
vinna okkar vel saman. Ég er í
sannleika satt að selja þeim aug-
lýsingu á mjög sanngjörnu verði,
hún nær til svo margra og endist
lengi.“
Ef Dielmann fær í hendurnar
gott handrit en dettur ekki í hug
neitt fyrirtæki sem kostað geti
prentunina, er ekki þar með sagt
að hann sendi handritið til föð-
urhúsa. „Ef þetta er bók sem pass-
ar ekki í kostunarritröðina, þá gef
ég hana einfaldlega út óstuddur.
Etikett-ritröðin er einungis einn
angi af starfsemi forlagsins –
reyndar sá angi sem halar inn fé
fyrir annars konar útgáfustarf-
semi. Ég gef til dæmis út hand-
saumaðar smábækur með klassísk-
um textum og óþekktum eftir
þekkta höfunda,“ segir hann og
nefnir til sögunnar síðasta viðtalið
sem tekið var við Federico Fellini
og ritgerð um fagurfræði eftir
Victor Hugo sem aldrei hefur kom-
ið út í Frakklandi. „Svo gef ég út í
annarri ritröð metnaðarfull verk
eftir núlifandi höfunda, innbundin í
harðspjöld. Þeirra á meðal eru
þýðingar, en ég er að byrja að
fikra mig inn á þá braut.“
Sjálfstæðið er ómetanlegt
Allar þrjár ritraðirnar hafa kom-
ið út frá upphafi, en Dielmann Ver-
lag hóf störf árið 1992. „Af þeim
tólf útgáfufyrirtækjum sem stofn-
uð voru það ár í Þýskalandi hafa
öll farið á hausinn eða gefist upp,
nema Dielmann-Verlag,“ segir
Dielmann og örlar á dálitlu stolti í
svipnum. Hann segir lánið liggja í
því að yfirbygging sé lítil og að út-
gáfan hafi ekki þanið sig út á góð-
æristímum eins og mörg hinna for-
laganna. „Starfsmennirnir eru
aðeins þrír og þegar minna er að
gera dreg ég saman seglin, sendi
þá í verkefni á eigin vegum, í nám
eða annað. Þegar vel gengur ræð
ég hins vegar verktaka til viðbótar
við okkur fjóra. Stærri forlög neyð-
ast til þess að halda allri vélinni
gangandi, hvernig sem árar, en ég
get leyft mér þennan sveigjanleika.
Og ég hef lært af dæmum í kring-
um mig að um leið og fyrirtæki
verður það stórt að stjórnandinn
missir yfirsýn, er voðinn vís.
Hins vegar á ég fullt í fangi með
að halda í mína fáu, góðu starfs-
menn, því stór forlög sem fylgst
hafa með okkur eru dugleg við að
reyna að krækja í þá með gylliboð-
um um hærri laun. Og við það er
erfitt að ráða.“
Við smæðina eru sem sagt kostir
og gallar. Auk fjárskortsins nefnir
Dielmann afskiptaleysið sem helsta
ókost. „Minni forlög njóta ekki
mikillar athygli, til dæmis þegar
upplestrar eru skipulagðir, vefsíð-
ur settar upp eða bækur gagn-
rýndar í fjölmiðlum. Ég er ánægð-
ur með að vera sjálfstæður, en
vildi samt fá að vera meira „með“,“
segir hann og dæsir dálítið. Svo
brosir hann og hristir höfuðið.
En þótt líf hinnar litlu útgáfu sé
ekki alltaf dans á rósum, borgar
hún sig nú samt. „Já, sjálfstæðið er
ómetanlegt. Ég gef bara út þær
bækur sem mér finnst að eigi það
skilið. Öðrum reglum fylgi ég ekki
og veit satt að segja ekki eftir
hverju bókaútgefendur almennt
fara. Þetta er bara leið sem ég hef
þróað fyrir mig og mitt forlag. Og
ef peningurinn er ekki til, þá finn-
um við einfaldlega leiðir til fjár-
mögnunar. Þetta mætti auðvitað
tortryggni fyrst – að blanda mark-
aðssetningu fyrirtækja í útgáfu
gæðabókmennta – en fljótlega sá
fólk að þetta er ein af þeim leiðum
sem fær er til þess að fá meira
fjármagn í bransann. Ég varð aldr-
ei fyrir verulegu aðkasti fyrir að
reyna þessa óhefðbundnu leið,“
áréttar Dielmann. „Þrátt fyrir allt
það snobb sem oft vill fylgja list-
heiminum, voru það í raun bara
örfáir sem gerðu grín að hugmynd-
inni um kostun bókmennta í upp-
hafi. Og ég hef ekki heyrt frá þeim
lengi.“
BÆKUR MEÐ VERÐ-
MÆTAR KÁPUR
Axel Dielmann er bókaútgefandi sem nýtir
sér markaðinn út í æsar. Hann fær fyrir-
tæki til þess að kosta útgáfu bóka sinna
gegn því að merki þeirra prýði bókakáp-
urnar. SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR
spurði forleggjarann út í þetta sérstæða
samkrull ritlistar og auglýsinga.
sith@mbl.is
Ljósmynd/Martin Civín
Axel Dielmann
bókaútgefandi.
NÝLEGA tryggði þýski útgáfuris-
inn Bertelsmann sér kiljuréttinn á
tveimur skáldsögum Einars Kára-
sonar og Einars Más Guðmunds-
sonar, Kvikasilfri og Fótsporum á
himnum. Áður hafði Réttindastofa
Eddu – miðlunar og útgáfu samið
við hið virta bókaforlag Hanser
um að gefa bækurnar út á þýsku í
innbundnu formi og komu þær á
markað á vegum þess fyrr í haust.
Hanser gefur m.a. út verk eftir
Umberto Eco, Kurt Vonnegut,
Milan Kundera og Michael Onda-
atje.
„Kiljudeild Bertelsmann-sam-
steypunnar, btb, tryggir gríðar-
lega útbreiðslu á bókunum á þýska
málsvæðinu en þess má geta að
bæði Englar alheimsins og Eyja-
bækur Einars Kárasonar hafa áð-
ur komið út í kilju hjá henni. Um
er að ræða mjög góða samninga
sem treysta stöðu höfundanna á
þýska markaðnum,“ segir Pétur
Már Ólafsson hjá Réttindastofu
Eddu miðlunar – og útgáfu.
Um síðustu helgi lauk upplestr-
arferð Einars Más og Einars
Kárasonar um Þýskaland í boði
Hanser-forlagsins. Þeir komu
fram meðal annars fram í Münch-
en, Essen, Berlín, Köln og Brem-
en. Þetta er í annað sinn sem
Hanser stendur fyrir slíkri upp-
lestrarferð hjá þeim félögum.
Einar KárasonEinar Már Guðmundsson
EINAR MÁR OG
EINAR KÁRASON Í
KILJU Í ÞÝSKALANDI