Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Page 7
sem kom þeim yfir sundið til Englands. Segir þetta meira en margt um þá manneklu sem þýzka herstjórnin sá fram á í Frakklandi. Þess má geta að samskonar aðferðum var beitt af hálfu bandamanna til þess að telja þýzku leyni- þjónustunni trú um að til stæði að gera innrás í Noreg jafnhliða innrás í Frakkland. Styrkur Þjóðverja í lofti á því svæði sem inn- rásarinnar var að vænta var nánast enginn þegar hún skall á. Tveimur dögum fyrir inn- rásina ákvað þýzka herstjórnin að flytja 124 af 160 nothæfum orrustuflugvélum í Frakklandi frá strandsvæðum landsins. Varð þetta til þess að flugvarnir Þjóðverja við strendur Vestur- Evrópu voru orðnar að engu. Fyrsta dag inn- rásarinnar gerðu einungis tvær þýzkar orr- ustuflugvélar árás á innrásarflota banda- manna, en ekki tókst að kalla flugsveitirnar aftur til strandhéraðanna í tæka tíð þar sem yfirstjórn Luftwaffe (þýzka flughersins) í Frakklandi var ekki fyllilega ljóst hvert flug- vélarnar hefðu verið sendar. Ekki var þó nóg með að hersveitum Þjóð- verja hefði verið mjög ábótavant þegar innrás bandamanna var loks gerð heldur var svo einn- ig með alla yfirherstjórn þýzka hersins á Normandísvæðinu. 6. júní, sama dag og inn- rásin hófst, stóð til að haldin yrði allsherjaræf- ing hjá þýzka hernum á Normandísvæðinu og átti hún að fara fram í Rennes á Bretagne- skaganum, sem er í mikilli fjarlægð frá þeim stöðum þar sem innrásin átti sér stað stuttu síðar. Varð þetta til þess að langflestir yfir- foringjar Þjóðverja á Normandísvæðinu voru í órafjarlægð frá höfuðstöðvum sínum þegar innrásin var gerð. Ekki var þó þar með öll sag- an sögð. Rommel marskálkur hafði daginn áð- ur haldið heim til Þýzkalands til fjölskyldu sinnar, sannfærður um að innrásar væri ekki að vænta næstu daga. Normandí og „Schwarze Kapelle“ Margir af æðstu yfirmönnum þýzka hersins voru einnig meira eða minna viðriðnir samsær- ishóp sem nefndi sig Schwarze Kapelle (svarta hljómsveitin) og stóð síðar að tilræðinu við Hitler 20. júlí 1944. Sama var að segja um vest- urvígstöðvarnar í heild og raunar allar víg- stöðvar Þjóðverja. Erwin Rommel marskálkur hafði gengið til liðs við samsærishópinn snemma á árinu 1944. Hann leit svo á að stefna þyrfti að því að af- stýra blóðbaði því sem myndi fylgja innrás á vesturvígstöðvunum og reyna að semja frið við Bretland og Bandaríkin eftir að Hitler væri úr sögunni. Þá væri hægt að snúa sér alfarið að Rússum og þá hugsanlega með aðstoð Breta og Bandaríkjamanna. Ef þeir hins vegar neit- uðu að semja frið við Þjóðverja skyldi hann veita þeim mesta blóðbað sem mögulegt væri. Fyrir í samsærishópnum af herforingjum á vesturvígstöðvunum voru hershöfðingjar eins og t.d. Heinrich von Stülpnagel, hernámsstjóri í Frakklandi, Alexander von Falkenhausen, hernámsstjóri Belgíu, og Hans Speidel, for- maður herráðs Rommels. Samsærishópur þessi stefndi að því í stuttu máli að koma Hitler frá völdum, draga hann fyrir rétt og aflífa. Síðan átti að semja frið við vesturveldin, draga allan þýzka herinn á vest- urvígstöðvunum inn fyrir landamæri Þýzka- lands og halda áfram stríðinu við Rússa. Ýmsir af meðlimum Schwarze Kapelle höfðu unnið að samsæri gegn Hitler síðan fyrir stríð, s.s. Ludwig Beck hershöfðingi, sem hafði þeg- ar árið 1938 sagt að koma yrði Hitler tafarlaust frá völdum. Samsærishópurinn hafði gert fjölda tilrauna til að vega Foringjann sem allar höfðu mistekizt. Hópurinn hafði smám saman stækkað eftir því sem leið á styrjöldina og þeg- ar komið var fram á árið 1944 gerðu forspakk- ar samsærismanna sér ljóst að nú færu að verða síðustu möguleikar á að koma Hitler frá ef Þýzkaland ætti að geta haft eitthvað til að semja um við vesturveldin. Samsærishug- myndir hópsins voru því í fullum gangi það ár- ið. Þótt ljóst sé að þeir herforingjar Þjóðverja á vesturvígstöðvunum sem voru aðilar að sam- særinu hafi litið svo á að sigur í Normandí væri forsenda þess að hægt yrði að semja frið við vesturveldin þegar Hitler væri frá og þar af leiðandi unnið alfarið að því að reyna að tryggja að svo yrði er ennfremur ljóst að mikill hluti orku þeirra og athygli hlýtur að hafa farið í skipulagningu vegna tilræða og ekki sízt að koma í veg fyrir að leyniþjónustur nazista- stjórnarinnar kæmust á snoðir um samsær- ishópinn og aðild viðkomandi einstaklinga að honum. Því má vel ætla að eina ástæðuna fyrir óförum Þjóðverja í Normandí sé að rekja til Schwarze Kapelle. Leyniþjónustan Hlutur leyniþjónustu bæði bandamanna og Þjóðverja var stór í aðdragandanum að innrás- inni í Normandí. Þó stóðu Þjóðverjar mun lak- ar að vígi í þeim málum þrátt fyrir að hafa á að skipa góðri tækni og færum mönnum. Stafaði þetta af þeirri rosalegu innri samkeppni sem einkenndi alla uppbyggingu nasistaríkisins og því ekki sízt leyniþjónustugeirann. Í raun voru til staðar a.m.k. þrjár leyniþjón- ustur innan Hitlers-Þýzkalands; Gestapo, sem var þó fyrst og fremst leynilögregla og heyrði beint undir Heinrich Himmler; Sicherheitsdi- enst (SD), leyniþjónusta Schutzstaffel (SS) sem var stýrt af Walther Schellenberg SS- hershöfðingja; og Abwehr, leyniþjónusta hers- ins sem var stýrt af Wilhelm Canaris flotafor- ingja (Canaris var einnig einn af aðalfor- sprökkum Schwarze Kapelle). Canaris flotaforingi og Abwehr áttu víða óvini innan SS og nasistaflokksins. Tveir þeir helztu voru Walther Schellenberg, yfirmaður SD, og Joac- him von Ribbentrop, utanríkisráðherra Hit- lers-Þýzkalands, sem báðir vildu ná völdum yf- ir Abwehr og koma Canaris frá. Hlutur Abwehr hafði farið minnkandi eftir því sem leið á stríðið, ekki sízt vegna þeirra Schellen- berg og von Ribbentrop, og að lokum var Can- aris sagt upp störfum í febrúar 1944 og Himm- ler gerður að yfirmanni stofnunarinnar. Eitt afbrigði leyniþjónustu í þriðja ríkinu var Fremde Heere West (FHW) sem var stýrt af Alexis von Roenne, ofursta og barón. FHW hafði það verkefni að útvega Hitler upplýs- ingar um herstyrk andstæðinganna svo að hann gæti ákveðið hvernig ráðstafa skyldi her- sveitum Þýzkalands. Óbeint heyrðu því allir njósnarar Þýzkalands undir von Roenne of- ursta. Hlutur FHW í leyniþjónustuflóru Hitl- ers er raunar lýsandi dæmi um þá fáránlegu samkeppni sem ríkti innan hennar. Áður en upplýsingar von Roenne komust til Hitlers fóru þær í gegnum SD, en FHW hafði einmitt staðið í mikilli samkeppni við þá stofnun um það hvor stofnunin væri hæfari til að meta fyr- irætlanir bandamanna. Af þessum sökum skáru starfsmenn SD tölur von Roenne niður um helming í hvert skipti sem þær bárust. Þegar von Roenne komst að þessu kom hann með krók á móti bragði og áætlaði styrk bandamanna ætíð helmingi meiri en skýrslur njósnaranna kváðu á um. Þetta þýddi að eftir niðurskurð SD fékk Hitler að lokum réttar upplýsingar frá von Roenne. En þá ákvað SD upp úr þurru að hætta niðurskurðinum sem aftur þýddi að Hitler fékk margfaldar tölur á við raunveruleikann. Þetta reyndist banda- mönnum síðan mjög í hag. En þrátt fyrir óvini sína í röðum nasista var leyniþjónusta hersins sá hluti leyniþjónustu- nets Þjóðverja sem hafði að mjög miklu leyti með njósnir um fyrirliggjandi innrás banda- manna í Frakkland að gera. Hafði Abwehr komið sér upp neti njósnara í Englandi, Bandaríkjunum og víðar sem gáfu reglulega skýrslu um innrásarundirbúning bandamanna. Gallinn við þetta net var þó sá að stór hluti þess var ekki til í alvörunni og sá hluti sem hafði einhverja samsvörun við raunveruleik- ann var hópur gagnnjósnara sem aftur þýddi að Þjóðverjar fengu allt annað en réttar upp- lýsingar um innrásarundirbúninginn. Allar skýrslur „njósnara“ Þjóðverja í Englandi lýstu herstyrk bandamanna sem miklu meiri en raunin var. Þó stóð ein blekking bandamanna upp úr en það var að þeim tókst að sannfæra þýzku yfirherstjórnina um að aðalþungi yfir- vofandi innrásar yrði á Pas-de-Calais-svæðinu, enda staðsettu Þjóðverjar þar bæði öflugustu hersveitir sínar og komu upp öflugustu vörn- unum sem síðan komu að engu gagni. Þrátt fyrir mistök þýzku leyniþjónustunnar í að meta herstyrk og fyrirætlanir banda- manna tókst henni þó eitt sem hefði getað skipt sköpum. Hellmuth Meyer, ofursta og yf- irmanni upplýsingadeildar hersins, tókst 5. júní að ná og þýða leyniskeyti frá bandamönn- um til frönsku andspyrnuhreyfingarinnar um að innrás bandamanna hæfist innan tveggja sólarhringa. Þessar upplýsingar skiluðu sér þó í engu fyrir Þjóðverja, ekki sízt vegna þeirrar einörðu sannfæringar þýzku herstjórnarinnar að innrásar gæti ekki verið að vænta á næst- unni. Þá skoðun sína byggði hún síðan á því slæma veðri sem var fyrstu dagana í júní. Óveðrið sem var fyrirliggjandi að yrði fyrstu daga júnímánaðar hafði einmitt framar öðru slævandi áhrif á Þjóðverja í aðdraganda inn- rásarinnar. Veðurstofa Luftwaffe í París hafði tilkynnt að ekki þyrfti að vænta neinnar inn- rásar á næstunni. Menn á þeim bæ efuðust um að nokkur flugvél bandamanna yrði hreyfð í þessu veðurútliti. Hermönnum í loftvarnar- byrgjum Þjóðverja var hreinlega gefið frí frá störfum vegna þessa. Raunar var veðurathug- un Þjóðverja mjög ábótavant. Veðurathugun- arstöðvar þeirra á Grænlandi og Kanada höfðu verið eyðilagðar og verðurathugunarskip þeirra verið flæmd burt af Atlantshafinu. Enn- fremur gekk þeim erfiðlega að senda út flug- vélar til veðurathugana. Vegna þessa yfirsást Þjóðverjum það rof sem varð í óveðrinu 6. júní og bandamenn nýttu sér til innrásarinnar. Aukinheldur til að gera Þjóðverjum enn erf- iðara fyrir höfðu ratsjárstöðvar þeirra á vest- urströnd Evrópu verið eyðilagðar. En yfir- stjórn þýzka hersins var engu að síður sannfærð um að hægt yrði að hvíla herinn á vetsurvígstöðvunum yfir þessa óveðursdaga og þar með talinn flugherinn. Öllu könnunar- flugi Luftwaffe var einfaldlega aflýst þessa daga. Yfirforingjar Þjóðverja voru þess ein- faldlega fullvissir að innrás yrði ekki reynd í slíkri veðráttu. Endalokin á þessum þætti heimsstyrjaldar- innar síðari eru síðan væntanlega flestum ljós. Innrásin heppnaðist vonum framar og Þjóð- verjar voru það sem eftir var styrjaldarinnar svo að segja á stöðugu undanhaldi á öllum víg- stöðvum uns styrjöldinni í Evrópu lauk með uppgjöf Þjóðverja í byrjun maímánaðar 1945. Heimildir: Breuer, William B.: Hoodwinking Hitler: The Norm andy Deception. Westport, CT. 1993. Ryan, Cornelius: Lengstur dagur. Reykjavík. 1959. Steinmetz, Eigil: Tilræði og pólitísk morð. Reykjavík. 1969. Thompson, R. W.: D-Day: Spearhead of Invasion. New York. 1968. Trevor-Roper, H. R.: Síðustu dagar Hitlers. Reykjavík. 1972. Weinberg, Gerhard L.: A World at Arms: A Global History of World War II. Cambridge. 1994. Weinberg, Gerhard L.: Germany, Hitler and World War II: Essays in Modern German and World History. New York. 1996. Innrásarstaðir bandamanna. Svarta örin sýnir hvar öflugustu hersveitir og varnarvirki Þjóðverja voru hins vegar staðsett. Höfundur er nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Skriðdrekavarnir Þjóðverja á Ermasundsströnd Frakklands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. MARS 2002 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.