Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002
Í NÆSTA mánuði kemur út í
Bretlandi ný skáldsaga eftir suð-
ur-afríska rithöfundinn J.M.
Coetzee. Bókin nefnist Youth
(Æska) og gerist í Suður-Afríku
og Lundúnum á sjötta áratugi 20.
aldar. Þar seg-
ir frá náms-
manni sem flýr
heimaland sitt
og bakgrunn í
Suður-Afríku
og heldur til
Lundúna í von
um betri tæki-
færi til að njóta
hæfileika sinna
sem rithöf-
undur en mætir þar fordómum.
J.M. Coetzee ólst upp í Suður-
Afríku og stundaði háskólanám í
enskum bókmenntum og stærð-
fræði í Höfðaborg og Bandaríkj-
unum. Hann á farsælan rithöf-
undarferil að baki og hefur unnið
til fjölda viðurkenninga fyrir
verk sín. Árið 1999 hlaut Coetzee
bresku Booker-verðlaunin fyrir
skáldsöguna Disgrace og varð
þar með fyrsti rithöfundurinn í
sögu verðlaunanna til að hljóta
þau tvisvar, en hann hlaut einnig
Booker-verðlaun árið 1983 fyrir
skáldsöguna The Life & Times of
Michael K.
Barnauppeldi á Manhattan
SKÁLDSAGAN The Nanny Diar-
ies hefur vakið nokkra athygli
vestra, en höfundar hennar,
Emma McLaughlin og Nicola
Kraus, hafa báðar starfað sem
barnfóstrur í ríkari hverfum
Manhattan í New York. Skáld-
söguna, sem skrifuð er í nokkurs
konar dagbókarformi, byggja
höfundarnir á eigin reynslu af
fjölskyldulífi og barnauppeldi í
þessum efstu stigum samfélags-
ins í borginni sem aldrei sefur.
Fylgst er með aðalpersónunni,
barnfóstrunni og háskólastúd-
entnum Nan sem á fullt í fangi
með að sinna starfi sínu við að
passa hinn fjögurra ára gamla
Grayer og fara með hann í allar
þær tómstundir og námskeið sem
móðirin, frú X á Park Avenue,
hefur skipulagt fyrir barnið. Þar
á meðal eru frönskutímar, list-
hlaup á skautum og tengsla-
námskeið fyrir mæður og börn. Í
umsögn um The Nanny Diaries á
bókavef Amazon segir að þar sé
veitt ómótstæðileg innsýn í þann
heim sem bókin lýsir.
Skáldsaga ambáttar
BANDARÍSKI fræðimaðurinn
Henry Louis Gates Jr. hefur rit-
stýrt nýrri útgáfu sögulegrar
dagbókar eftir blökkukonu sem
flúði úr þrældómi í Norður-Kar-
ólínu í Bandaríkjunum á miðri 19.
öld. Forsaga útgáfunnar er nokk-
ur, en handritið að skáldsögunni
fann Gates á uppboði og tók í
kjölfarið að rannsaka hvort um
fölsun gæti verið að ræða. Þeim
rannsóknum er nú lokið og bend-
ir allt til þess að þarna hafi Gates
fundið fyrstu „skáldsöguna“ sem
skrifuð hefur verið af banda-
rískri blökkukonu. Útgáfan heitir
eftir handritinu, þ.e. The Bond-
woman’s Narrative, en undirtitill
handritsins var „by Hannah
Crafts, a Fugitive Slave, Recently
Escaped form North Carolina“
(Saga ambáttar, eftir Hönnuh
Crafts, strokuþræl, nýlega flúinn
frá Norður-Karólínu). Skáldsag-
an er að sögn gagnrýnenda skrif-
uð í rómantískum stíl, og má
greina nokkur tengsl við ýmsar
samtímabókmenntir höfund-
arins. Að útgáfunni hefur Gates
skrifað inngang þar sem lýst er
tildrögum útgáfunnar og mögu-
legum bakgrunni handritsins.
ERLENDAR
BÆKUR
Coetzee
og æskan
J.M. Coetzee
N
ÝLEGA kom fram í helstu
dagblöðum landsins að unga
kynslóðin á Íslandi sé veru-
lega frábrugðin fyrri kyn-
slóðum. Hugsanagangur
hennar er sjálfhverfari og
efnislegri, sjálfstæðari og
alþjóðlegri. Gömlu gildin
um heiðarleika, tryggð, vinnusemi og umhyggju
fyrir þeim sem minna mega sín eru á undanhaldi
hjá unga fólkinu og boðum og bönnum er hagrætt
eftir því hvað hentar hverju sinni. Litið er á jarð-
lífið sem einstakt tækifæri til að hafa það sem best
með sem minnstri fyrirhöfn, efnast fljótt og
ferðast mikið. Og unga kynslóðin er ekki aðeins
öðruvísi þenkjandi en forfeðurnir, hún er einnig
frábrugðin þeim líkamlega. Í ljós hefur komið að
þeir sem erfa munu landið hafa stærri og sterkari
þumalfingur en eldri kynslóðir en það mun stafa af
frækilegri farsímanotkun og tölvuleikjum.
Kynlíf unga fólksins hefur verið til umfjöllunar í
fjölmiðlum undanfarið. Á fjölmiðlabraut í fram-
haldsskóla einum á Reykjavíkursvæðinu var kyn-
hegðun skólasystkinanna könnuð. Svo virðist sem
fólk fari mun fyrr að sofa hjá en áður tíðkaðist.
Flestir stunda kynlíf oft í viku með ýmsum rekkju-
nautum og munnmök, endaþarmssamfarir, kynlíf
á opinberum stöðum og hópkynlíf þykja sjálfsagðir
hlutir. Athyglisvert er að stór hluti stúlknanna
segist fá fullnægingu við samfarir og hefur íslensk-
um piltum og skólabræðrum greinilega farið mikið
fram! En hvað er satt og logið í könnun sem þess-
ari og hvaða tilgangi þjónar hún? Eru þetta nið-
urstöður sem vert er að draga lærdóm af um sam-
félagsþróun og menningarástand?
Ávallt skal hafa hugfast að kannanir geta verið
skoðanamyndandi. Kunnugt er úr kosningabar-
áttu stjórnmálanna að óákveðni meirihlutinn
flykkist gjarnan um það framboð sem betur hefur
samkvæmt skoðanakönnunum. Að birta niðurstöð-
ur kynlífskönnunar í fjölbrautaskóla sem fréttir og
staðreyndir getur verið varhugavert þar sem það
getur gefið ungu fólki skakka mynd af sjálfu sér og
umhverfi sínu. Hópþrýstingur er gríðarlega mikill
og mikilvægur á þessum mótunarárum og erfitt
fyrir einstaklinga að skera sig verulega úr. Það er
ekki víst að allir unglingar finni sjálfa sig í þessum
tölum og finni jafnvel fyrir höfnun og sjálfsfyr-
irlitningu yfir öllu því sem þeir eru að missa af.
Niðurstöður könnunarinnar er hægt að túlka á
ýmsa vegu. Ef öll bekkjarsystkinin iðka enda-
þarmssamfarir eins og að drekka vatn, hví skyldi
ég þá ekki gera það líka? Ef ég hika, vil bíða átekta
og spara fyrstu kynlífsreynsluna þangað til rétta
stundin kemur hlýt ég að vera algjör nörd eða af-
brigðilegur. Einnig mætti túlka niðurstöðurnar
sem svo að menn stundi nú kynlíf eins og tugþraut,
í kapp við tímann og reyni að sigra í sem flestum
greinum. Þá sest óhugur að okkur sem eldri erum,
hvar er ást og gagnkvæm virðing í þessum tölum?
Er hægt að setja ástina upp í súlurit?
Enginn mælir því bót að leyna niðurstöðum
skoðanakannana eða banna birtingu þeirra. En
það er ekki sama hvernig upplýsingarnar eru mat-
reiddar og þar kemur gríðarlegt vald fjölmiðlanna
til skjalanna. Er tilgangur fjölmiðils sem gerir sér
mat úr niðurstöðum kynlífskönnunar meðal fram-
haldsskólanema að hneyksla almenning? Eiga nið-
urstöðurnar að hvetja unglinga til sjálfstæðis og
hispursleysis? Eiga þær að vekja til umhugsunar?
Þrýsta á foreldra að upplýsa börn sín um kynlíf?
Vekja athygli á því hvernig heimur versnandi fer
eða hversu frelsið er frábært? Hver verður að
túlka það fyrir sig en ljóðlínur þjóðskáldsins, Ein-
ars Benediktssonar, eru enn í fullu gildi þrátt fyrir
breytt samfélag, aukið upplýsingastreymi og ægi-
vald fjölmiðla: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“
FJÖLMIÐLAR
SJÁLFSMYND Í SÚLURITI
Að birta niðurstöður kynlífs-
könnunar í fjölbrautaskóla sem
fréttir og staðreyndir getur verið
varhugavert þar sem það getur
gefið ungu fólki skakka mynd af
sjálfu sér og umhverfi sínu.
S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R
I„Marokkóskur rithöfundur á því í raun og veruengan valkost, hann verður að taka afstöðu. Þess-
ar skyldur hvíla skiljanlega ekki á norrænum höf-
undum þar sem samfélög þeirra eru mun lengra
komin, hér eru mannréttindi, réttarfar og þjóð-
félagsgerðin ekki knýjandi umfjöllunarefni,“ segir
fransk-marokkóski rithöfundurinn Tahar Ben-
Jelloun í viðtali í Lesbókinni í dag en hann var hér á
landi í vikunni að kynna bók sína Kynþátta-
fordómar, hvað er það pabbi?
IIÍ upphafi viðtalsins kveðst Jelloun skrifa um „of-beldið í lífinu“ en þetta tvennt, ofbeldið í lífinu og
„skylduleysi“ norrænna rithöfunda til að fjalla um
samfélag sitt, getur skapað persónulega togstreitu
þegar gegndarlausu ofbeldi er beitt í öðrum sam-
félögum en þeirra eigin. Hvernig á t.a.m. íslenskur
rithöfundur að fá útrás fyrir hneykslan sína, reiði og
skömm á grimmdarverkum Ísraelsmanna á Palest-
ínumönnum á undanförnum vikum?
IIILaxness og leiklistin er sýning sem opnuð verð-ur í dag í Iðnó en þar hefur verið stillt upp ýmsu
efni er tengist leiksýningum á verkum þjóðskáldsins.
Tilefnið er vitaskuld 100 ára afmæli Halldórs Lax-
ness hinn 23. apríl. Leiksögulegar minjar eru
merkilegt fyrirbæri þar sem þær varðveita mik-
ilvægan hluta menningarsögu okkar en eru um leið
engin raunveruleg heimild um þær leiksýningar
sem þær spruttu úr. Ef taka ætti leiklistina al-
gjörlega á hennar eigin forsendum ætti aldrei að
varðveita neitt úr gömlum leiksýningum. Hugtakið
„gömul leiksýning“ er fullkomin mótsögn í sjálfu sér.
Leiksýning sem var, er einfaldlega ekki lengur, og
leiklistin er þeirrar gerðar að horfa framávið en
ekki um öxl. Þó er sjálfsagt að varðveita allt sem
höndum verður komið yfir og viðkemur hinu list-
ræna starfi í leikhúsinu og þar á leikminjasafn full-
an þegnrétt. Leikmunir, búningar, ljósmyndir, teikn-
ingar, upptökur. Allt eru þetta heimildir um eitthvað
sem var en listin sem fæddist og dó á sama and-
artaki í hvert sinn er leikari sté á svið verður ekki
geymd á safni né endursköpuð í sýningarkassa und-
ir gleri. Þetta er hvort tveggja hin mesta sorg og
stærsta gleði leiklistarinnar og þar til fundin verður
upp aðferð til að varðveita leikara verður leik-
minjasafn aldrei annað en svipur hjá sjón í orðsins
fyllstu merkingu.
IFáir norrænir höfundar hafa sett mark sitt meðjafn afgerandi hætti á samfélag sitt og Halldór
Laxness gerði. Varla er hægt að hugsa sér hvernig ís-
lenskt samfélag hefði þróast ef hann hefði ekki komið
fram og sjálfsvitund þjóðarinnar væri vafalaust allt
önnur. Laxness situr í öndvegi þeirra rithöfunda
sem mótað hafa samfélag sitt með list sinni og und-
irstrikar þá augljósu staðreynd að listirnar eru sú
undirstaða sem samfélög byggja menningu sína á.
Hvernig ljóð skyldu ísraelsk skáld yrkja í dag?
Hvernig leikrit skrifa palestínskir rithöfundar?
Hvernig stendur myndlistin í Ísrael? Eða tónlistin?
Skapar ofbeldi í samfélaginu einhverja marktæka
list? Öllu líklegra er að listsköpun leggist í dvala
þegar heilt samfélag er ofurselt grimmd ofsækjand-
ans. Hversu mikla list sköpuðu gyðingar á tímum
helfararinnar? Eða Þjóðverjar undir járnhæl nas-
ista?
NEÐANMÁLS
ÞÓTT vorhátíðin sé enn höfð í
miklum heiðri á meðal Kínverja er
hún á ýmsan hátt ein tákngerving
þeirrar margbrotnu spennu sem
fer óðum vaxandi í kínversku
þjóðfélagi á milli hins forna og
hins nýja. Þessi spenna samsvarar
að nokkru spennunni á milli hefð-
bundinnar fjölskylduhyggju og
vaxandi einstaklingshyggju. Hin
síðarnefnda er að mestu innflutt
afurð frá Vesturlöndum og hefur
því helst náð að festa rætur í stór-
borgum á borð við Beijing,
Shanghai og Guangzhou (Kant-
on). Nokkuð er um að fulltrúar
yngri kynslóðarinnar líta á það
sem „leiðindakvöð“ að „þurfa að
lúta vilja foreldra sinna“ og snúa
heim fyrir vorhátíðina. Á hinum
enda hefðarkvarðans kvarta
menn yfir því að með aukinni vel-
ferð sé hátíðin í óða önn að glata
merkingu sinni. Þeir segja að áð-
ur fyrr hafi hún verið tími ósvik-
innar gleði og spennu þegar
gervöll fjölskyldan sameinaðist og
gerði sér raunverulegan dagamun
með því að gæða sér á fjölbreytt-
ari réttum en hinum hversdags-
legu hrísgrjónum og núðlum, en
að hana skorti nú samlíkinguna við
eymdarlegan hversdagsleikann.
Geir Sigurðsson
Kistan
www.kistan.is
Andlega hliðin og
brúðkaupin
Þegar brúðkaup er í vændum er
ýmislegt sem þarf að ákveða. Und-
anfarið hefur verið mikil umfjöllun
um brúðkaup í ýmsum fjölmiðlum
og alltaf er gaman að sjá hvað
hægt er að gera til að gera um-
gjörð þessa dags sem glæsilegasta.
Það er þó ekki það sem mestu máli
skiptir og mikilvægt er að gleyma
sér ekki í hinum ytri þáttum – því
það þarf líka að passa upp á að
maður sé andlega tilbúinn til að
stíga þetta mikilvæga skref. Sá sem
ekki er þess fullviss þennan dag að
hann sé að stíga gæfuspor í lífi
sínu getur ekki notið fallegrar um-
gjörðar, hann finnur efasemdir og
tómleikatilfinningu í hjarta sínu.
Þannig á það einmitt ekki að vera
á þessum stóra og bjarta degi þeg-
ar tveir einstaklingar innsigla ást
sína fyrir Guði og mönnum.
Sigríður Hulda
Femin
www.femin.is
VORHÁTÍÐ
Í KÍNA
Morgunblaðið/Ómar
Talað um tíðarandann.