Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 15
KONUMYND 1934–36 M ÁLVERK Finns Jóns- sonar, Konumynd, telst ekki eitt af lykilverkum hans, afhjúpar engin kaflaskil á löngum list- ferli. Engu að síður hermir hún athugulum skoðanda eitt og annað um hátt hans að nálgast viðfangsefni sín og hvað á döfinni var á námsárum hans í Þýska- landi. Var margt fleira en Finnur er þekktastur fyrir í þröngum hópi, og rekja má til Sturm- hreyfingarinnar, sem hinn nafntogaði Herw- arth Walden var í fyrirsvari fyrir. Ýmislegt annað á döfinni í kringum hann, sem þrengt hefur sér fram sem aldrei fyrr á undanförnum áratugum, eftir að hafa verið utangarðs um langt skeið. Orðið að þoka fyrir óhlutbundnum viðhorfum, sem voru lengi á oddinum eftir heimsstyrjöldina síðari. Gerði framsækna mál- ara ónæma fyrir núlistum fortíðar, herhrópið var; í listum liggur engin leið til baka. En sam- hliða síðmódernismanum þ.e. postmódernism- anum, hefur það merkilega gerst að mörg gildi sem fyrrum var valtað yfir, eru í sviðsljósinu á ný og meðal þeirra er þýskur expressjónismi, Der Blaue Reiter í München og Die Brücke í Dresden, þó einkum hliðargeiri hans, Neue Sachlickeit (ný efnistök). Meðal litríkra fulltúa nýrra efnistaka má nefna Max Beckmann, Al- exander Kanolt, Ludwig Meidner, Frans Nagel og Cristian Schad, ásamt þeim Otto Dix og George Grosz, sem voru þeirra róttækastir í þjóðfélagsraunsæi sínu. Sumir voru í raun allt- af í sviðsljósinu þótt einsýnum og uppblásnum áhangendum hins óhlutlæga myndheims þætti það í meira lagi fáránlegt. Sjálfur varð ég lítið var við þá árin mín í Þýskalandi í lok sjötta ára- tugarins, nema á söfnum. Vendipunkturinn kom með sýningunni París-Berlín á Pompidou- listamiðstöðinni á áttunda áratugnum, sem var ein í röð nokkurra risastórra samanburðarsýn- inga, og hafði afdrifaríkar aleiðingar. Var sem hulu væri svift frá andliti franskra gagnrýn- enda, er þeir litu nú framsækna franska og þýska list hlið við hlið og gátu loks fordómalítið lagt mat á þróunina. Hernaðarátök fortíð- arinnar langt að baki og hatrið að mestu grafið, hlutlægni vék nú fyrir ættjarðarhroka og van- mati á þýskri myndlist. Þarnæst kom Vín- arskólinn, sem sló öll fyrri aðsóknarmet í París, og nú urðu vísir að kyngja því að sitthvað bita- stætt hafði gerst í evrópskri myndlist á öldinni utan borgarmarka Parísar og landamæra Frakklands. Þetta viðurkenndu nú jafnvel hörðustu fræðikenningafauskar í franskri list- rýnastétt, og eitt má slá föstu, að þessar stór- sýningar kynntu sem aldrei fyrr undir viðhorfs- breytingar og uppstokkanir gilda í þessari fyrrum háborg og Mekka listanna. Einkum með fráhvarfi frá viðteknum og algildum sann- indum um eðli samtímalista, nú opnuðust ýms- ar harðlokaðar dyr á gátt... Ýmsir hafa ósjaldan harmað, að Finnur Jónsson skyldi ekki halda áfram formrænum tilraunum sínum á Dresden-tímabilinu, í stað þess að snúa baki við þeim til hags fyrir hlut- vakinn myndheim er heim kom. Að einu leyti hafa þeir rétt fyrir sér, því hann hefði allt eins getað haldið þeim ótrauður og markvisst áfram við hlið hins, því enginn er skyldur til að gang- ast undir dagskipanir harðlínumanna úti í heimi. Fyrrum svikarar við réttrúnaðinn, eins og til að mynda Francis Picabia og Jean Hélion, hafa löngu verið endurreistir, því hér skiptir meginmáli, að vera samkvæmur eðli sínu og sannfæringu. Sumum þannig jafnt eðlilegt að vera með þreifingar til margra átta og öðrum að halda sig við eitt grunnstef allt lífið. Þrátt fyrir að málverkið, Konumynd, láti ekki mikið yfir sér, er rétt og slétt andlitsmynd af einhverri konu eða ímynd konu, vakti hún upp allar þessar og fleiri hugrenningar. Einnig á blindu mína og ónæmi fyrir stórum hluta þýskrar listar á afmörkuðu tímaskeiði, sér í lagi Neue Sachlickeit, sem nú er mér ráðgáta, en hér var ég í álögum franskra viðhorfa eins og Norðurlandabúar hafa lengstum melt þau og meðtekið. Málverkið, sem er málað löngu eftir að listamaðurinn var alkominn heim frá Dresden, býr hvorutveggja yfir sjálfsprottnu úthverfu innsæi og sértækum efnistökum í anda Neue Sachlickeit, en einkenni þeirra voru meðal annars mikil notkun jarðlita, auk þess að leitað var í næsta nágrenni að myndefni. Áhrif- in virðast ekki sótt til neins einstaks lista- manns, heldur hughrifa frá stílbrögðunum. Fram kemur að listamaðurinn er ekki tengdur þýskum vettvangi, heldur langt fjarri honum. Frekar að skynja megi einhverja einangrun í útfærslunni eins og fleiri málverkum frá þessu tímabili, en í þessu tilviki er hún mýkri og óþvingaðri ásamt því að litablæbrigðin eru not- uð sem hluti myndbyggingarinnar, skorða and- litið fastar við grunnflötinn. Það þarf þannig ekki svipmikil átök á mynd- fleti til að fæða af sér miklar vangaveltur og hugrenningar og í fljótu bragði hefði ég álitið flest önnur myndverk á sýningunni betur fallin til krufningar en einmitt þetta málverk. En myndlestur er sem betur fer engin afmörkuð skjalfest vísindi, sem fara skal eftir frekar en listiðkun, öllu heldur mikið og opið svið. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Konumynd, olía á léreft. Gjöf Finns Jónssonar og Guðrúnar Elíasdóttur til Listasafns Íslands.  Lesið í málverk III B r a g i Á s g e i r s s o n Finnur Jónsson (1892–1993) Samið í tilefni af sýningunni Huglæg tjáning – máttur list- arinnar í Listasafni Íslands, þriðji lestur af fjórum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrit. þri.– fös. 14–16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Ólöf Nordal. Til 28.4. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Þorsteinn Helgason. Arsineh Houspian. Til 21.4. Gallerí Reykjavík: Árni Bartels og Dom- inick Gray. Til 17.4. Gallerí Skuggi: Breski listahópurinn Crash. Til 14.4. Gallerí Sævars Karls: Rebekka Rán Samper. Til 24.4. Gerðarsafn: Guðrún Einarsdóttir, Ína Sal- óme Hallgrímsdóttur og Brynhildur Þor- geirsdóttir. Til 21.4. Hafnarborg: Hjörtur Hjartarson. Til 14.4. Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni Bald- vinsson. Til 20.5. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Ólafur Þórðarson arkitekt og hönnuður. Til 12.5. i8, Klapparstíg 33: Hörður Ágústsson. Sara María Skúladóttir. Til 5.5. Listasafn Akureyrar: Rússnesk myndlist 1914–1956. Til 26.5. Listasafn ASÍ: Vilhjámur Þorbergur Bergsson. Til 21.4. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Finnbogi Pétursson. Úr eigu safnsins. Til 14.4. Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Breiðholt. Kínversk samtímalist. Til 5.5. Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir: Jó- hannes S. Kjarval. Til 31.5. Þorbjörg Páls- dóttir og Ásmundur Ásmundsson mynd- höggvarar. Til 5.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kynlegir kvistir. Til 5.5. Listhús Ófeigs: Sigurður Þórir. Til 24.4. Mokkakaffi: Benedikt S. Lafleur. Til 27.4. Norræna húsið: Finnsk list. Til 26.4. Nýlistasafnið: Eygló Harðardóttir og Mar- grét H. Blöndal. Til 14.4. Þjóðarbókhlaða: Verk Halldórs Laxness. Til 31. des. TÓNLIST Laugardagur Borgarleikhúsið: Ferðalög: Poulenc- hópurinn. Kl. 15.15. Háteigskirkja: Kvennakór Hornafjarðar. Kl. 17. Listasafn Íslands: Gunnhildur Halla Guð- mundsdóttir sellóleikari. Kl. 18. Salurinn: Tónleikar til styrktar park- insonsjúkum. Kl. 20. Sunnudagur Háskólabíó: Söngveisla að norðan. Sigrún Hjálmtýsdóttir. Kl. 16. Langholtskirkja: Graduale nobili. Kl. 16. Listasafn Íslands: Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Kl. 20.30. Ýmir: John Lill píanóleikari. Kl. 16. Mánudagur Salurinn: Hlöðver Sigurðsson tenórsöngv- ari og Antonía Hevesi píanóleikari. Kl. 20. Ýmir: Vox feminae. Kl. 21. Þriðjudagur Salurinn: Raftónlist eftir Ríkharð H. Frið- riksson. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Strompleikurinn, sun., fim. Anna Karenina, fös. Jón Oddur og Jón Bjarni, lau., sun. Með fulla vasa af grjóti, lau. Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, fös. Veislan, frums. fim. Borgarleikhúsið: Kryddlegin hjörtu, sun. Boðorðin 9, lau. Með vífið í lúkunum, fös. And Björk of Course, lau. Fyrst er að fæð- ast, fim., fös. Gesturinn, lau., fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta, sun. Vesturport: Lykill um hálsinn, sun., fös. Möguleikhúsið: Prumpuhóllinn, lau., sun. Leikfélag Akureyrar: Gullbrúðkaup, lau. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U TÓNLISTARSKÓLI Hafnarfjarðar og Tón- skóli Sigursveins sameinast á óperutónleikum í Langholtskirkju í dag kl. 17 og á sama tíma í Hásölum í Hafnarfirði á morgun, sunnudag. Kammersveitir skólanna og einsöngvarar munu flytja atriði úr óperum eftir Mozart, Gluck, Haydn, Donizetti og Händel. Einsöngvarar eru Hildigunnur Halldórs- dóttir, sópran, og Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, en bæði eru að ljúka purtfararprófi frá skól- unum. Hljómsveitina skipa 50 hljóðfæraleikarar og hljómsveitarstjórar eru Szymon Kuran og Ol- iver Kentish. Szymon Kuran leggur línurnar á æfingu fyrir óperutónleikana. Nemar sameinast á óperutónleikum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.