Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002 3 Þ AÐ ENDAR með því að þeir drepa einhvern! var haft eftir kerlingunni uppi á Íslandi þeg- ar fréttirnar utan úr heimi gengu fram af henni í fyrri heimsstyrjöldinni. Að vísu höfum við færst æði langt frá slíkum ályktunum og nær vígvöllum með manndrápum inni í stofu hjá okkur á hverju kvöldi. Vonandi verður ekki sagt að það venjist, þó að vísu sé skjár- inn á milli nokkur tilfinningahlíf þegar setið er í stólnum sínum svo langt frá heimsins vígaslóð. Að minnsta kosti er enn meira lif- andi í huganum og rifjast upp þegar ég 1984 kom í lítið þorp í Ísrael norður undir Líb- anon þar sem sprengju hafði verið komið fyrir undir skólabílnum og nær allir krakk- arnir spengdir í loft upp. Varla er hægt setja sig í þau spor ef slíkt gerðist í íslensku þorpi. Sem ég um helgina forðaði mér frá sjón- varpsskjánum og greip Morgunblaðið, blasti við mynd af hinu kyrra, tæra málverki Fjallamjólk, sem Kjarval málaði 1941, með grein þar sem Bragi Ásgeirsson las í mál- verkið: „Er sem myndin persónugeri sam- anlagða sögu Þingvalla frá þjóðveldisöld fram á daginn er hún var máluð, mitt í ógn- arlegum stríðsátökum úti í heimi. Líkt og andi á skoðandann tímalausa ró og friðhelgi, Ísland þúsund ár. Ekki ósennilegt að lista- maðurinn hafi eitt sumarkvöld verið upp- numinn af sértækri silfraðri sjónspeglun sem við blasti í Flosagjá – og Nikulás- argjám, sem eru mjög djúpar og skyggni í vatni þeirra töfrum líkast. Lifunin skorðast í heilakirnu hans, og með hugann að hinum hrikalegu hernaðarátökum í heimsbyggð- inni hafi hann viljað móta fullkomna and- stæðu þeirra. Kyrja um leið með mál- aragræjum sínum lofsöng til þjóðar yst við eilífðar útsæ.“ Nákvæmlega þannig virkaði mynd Kjarvals um leið og þetta tengdist allt þakklæti yfir þeirri heppni að vera einmitt yst við eilífðar útsæ, sem þessar þjóðir á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafsins gerðu mig svo meðvitaða um. Ég var þá stödd í Damaskus í Sýrlandi vorið 1991 á þeim tíma Íraksstríðsins er Saddam Hussein var af grimmd að hrekja Kúrda handan landamæranna í austri. Morgunblaðið hringdi og spurði hvort ég gæti ekki komist til Tyrklands þangað sem flóttmenn þá streymdu. Sunnan þeirra landamæra Sýrlandsmegin voru tvennar flóttamannabúðir með samskonar fólki á flótta undan Saddam. Með hjálp SÞ fékk ég leyfi til að fara með yfirmanni Flótta- mannahjálparinnar og fulltrúa frá Rauða krossinum, sem í fyrsta skipti voru að fara í þessar flóttamannatjaldbúðir í sandinum við landamærin. Við ókum í 7 tíma yfir eyði- mörkina. Seint um kvöld komum við – hjálparfólkið og ég – þaðan í nálægt arabaþorp í eyði- mörkinni. Þar settumst við fram á gang og fengum okkur í glas, þ.e. þau okkar sem máttu súpa áfengi. Við vorum sex saman. Allt í einu sagði einhver: Ísland? Hvar er það? Hverjir eru ykkar næstu nágrannar, við landamærin? Ég var snögg upp á lagið: Við eigum enga næstu nágranna! Allir ráku upp stór augu og ég bætti við: Svo höfum við 200 mílur á haf út í allar áttir. Og engir ná- grannar þar heldur! Þegar fyrsta undrun fór að hjaðna hrópuðu þau öll upp yfir sig með áherslu: Þið eruð heppin! Sannfæringarkrafturinn í þessari upp- hrópun var ekki skrýtinn. Þau voru öll frá löndum, sem í aldir hafa átt í erjum og átök- um við nágrannalöndin um landamæri og landsvæði. Framkvæmdastjóri Flótta- mannahjálparinnar kom t.d. frá Malasíu og flótamannabúðum bátafólksins frá Viet Nam, mannfræðingur frá Afganistan tók sér öðru hverju ársfrí til sjálfboðavinnu og sá nú um matvæladreifinguna í búðunum, Rauða kross-stúlkan, sem komin var til að skrá flóttafólkið og hugsanlega tengiliði þess, var sýrlensk, einn var frá Suður- Afríku og annar frá Líbanon – og svo ég. Einhver hafði orð á að þarna væru fulltrúar úr öllum heimshornum og ég áttaði mig á því að í augum hinna var ég ofur eðlilega ekki aðeins fulltrúi allrar Evrópu, heldur líka Norður-Ameríku, gott ef ekki Ástralíu líka. Þetta var mikil upplifun og ég kunni svo sannarlega við þessar aðstæður að meta hvílíkir lukkunnar pamfílar við hlytum að vera. Þessi einstaka aðstaða okkar Íslendinga í heiminum vakti ekki minni furðu og aðdáun í Beirút þremur árum síðar. Ég var á Kýpur og notaði tækifærið til að skreppa yfir til Líbanon, en þar sem ég gat ekki fengið vegabréfsáritun fyrr en okkar ágæti gamli ræðismaður Íslands í Líbanon tók ábyrgð á mér, vissi hann af mér og bauð mér í hádeg- isverð hjá Rótaryklúbbi Beirútborgar. Á fínu hóteli var stór salur þéttsetinn körlum, enda eru Rótaryfélagar yfirleitt frammá- menn á hverjum stað. Ég var sett við borð forsetans ásamt fyrirlesara dagsins, Róta- rymanni frá Sviss. Átti mér einskis ills von þegar fundarstjórinn sessunautur minn sagði: Ég ætla að biðja þig um að ávarpa samkunduna áður en ég gef ræðumanni orð- ið. Geturðu gert það á frönsku? Þá skilja all- ir! Í ofboði var ég byrjuð að færast undan: Að vísu get ég talað frönsku, en ég hefi bara ekkert að segja… þegar hann hafði kynnt mig. Þá greip ég til þessarar svolítið ýktu sögu um land mitt, sem ég var búin að læra að alltaf greip athyglina á þessum slóðum. Herrar mínir, ég veit ekki hvort þið vitið hvar Ísland er. Það er eyja langt norður í Atlantshafi. Einn landi ykkar spurði mig hverjir væru okkar næstu nágrannar… Og svo sagði ég þeim frá svarinu sem sá hafði fengið í sýrlenska þorpinu í eyðimörkinni. Og þar sem vel var hlustað bætti ég við, að á þessari eyju þarna norður í höfum hefðu Ís- lendingar búið í þúsund ár. Og aldrei haft neinn her eða borið vopn síðan landnáms- mennirnir nýkomnir á víkingaöld voru um sinn að berjast sín í milli. Þetta þótti greini- lega merkileg þjóð. Þegar ræðismaðurinn okkar kom hingað á konsúlamót árið eftir sagði hann mér að ekki hefði síðan liðið sá fundur hjá Rotary- klúbbnum í Beirút að einhver hefði ekki komið og spurt hvort þetta væri virkilega satt, að þarna væri þjóð sem ekki hefði neinn her eða bæri vopn, og hefði ekki í þús- und ár átt í landamæraerjum við nágranna. Auðvitað sagði ég ekki við þessa heið- ursmenn í útlöndum – sem ég bæti gjarnan við á heimaslóðum – að við værum áreið- anlega ekkert síður árásargjörn en aðrir í heiminum ef við hefðum tækifæri til. Þegar ég kom heim frá Sýrlandi um árið var viðtal við togaraskipstjóra í útvarpsfréttum. Ein- hverjar erjur höfðu orðið við Norðmenn norður í Smugu og hann var ómyrkur í máli. Hvað viltu að við gerum, sendum varðskip? spurði fréttamaður. Já, bara skjóta á helvít- in! var svarið. Og ég sá að líklega væri tölu- vert til í ummælum, sem höfð voru eftir Árna Friðrikssyni, fiskifræðingi, endur fyrir löngu: Guði sé lof að Íslendingar eru ekki nema 200 þúsund en ekki nokkrar milljónir. Því þá vildi ég hvorki vera Færeyingur né Grænlendingur! Líklega eru ekki mörg sjálfstæðu ríkin í heiminum sem aldrei hafa þurft að beita vopnum á nágranna eða bera vopn. Og gera ekki enn. Ég hefi ekki rekist á þau. Kunnum við yfirleitt nokkuð að meta þessa einstöku aðstöðu okkar í veröldinni? Hlýtur ekki a.m.k. að vera umræðunnar virði hvort og hvernig við hyggjumst halda henni? Mér heyrist hálfvegis harðar raddir uppi um að við ættum að blanda okkur í slaginn. LUKKUNNAR PAMFÍLAR! RABB E L Í N P Á L M A D Ó T T I R ÓLÍNA ANDRÉSDÓTTIR BROT Allir kunna að brosa, þó augun felli tár, allir reyna að græða sín blæðandi sár, alltaf birtist gleðin þó eitthvað sé að, allir þekkja ástina, undarlegt er það. Maðurinn er steyptur úr misjöfnum málm, maðurinn á skylt við hinn blaktandi hálm. Maðurinn er knörr, sem klýfur öldufjöll, kraftur, sem rís hátt eins og gnæfandi fjöll. Maðurinn er vetur með myrkur og tóm, maðurinn er sumar með geisla og blóm, maðurinn er ljósbrigði, mikil og tvenn, maðurinn er tími og eilífð í senn. Ólína Andrésdóttir (1858–1935) gaf út Ljóðmæli árið 1924 ásamt tví- burasystur sinni Herdísi og er þetta ljóð prentað þar. Skálholt verður í sumar vettvangur umfangsmestu fornleifarannsókna sem ráðist hefur verið í hér á landi, segir Orri Vésteinsson í grein þar sem hann fjallar um verkefnið og rifjar upp eldri fornleifarannsóknir á staðnum. Ian McEwan er einn af fremstu rithöfundum Bretlands um þessar mundir. Nýjasta skáldsaga hans Atonement kom út á síðasta ári og hefur hlotið mikla athygli. Fríða Björk Ingv- arsdóttir ræðir við McEwan. Rúss- nesk myndlist Í listasafni Akureyrar verður opnuð sýning á rússneskri myndlist í dag kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina „Skipulögð hamingja: Rúss- nesk myndlist 1914–1956“ en hún er sér- staklega unnin í samvinnu við Fagurlista- safnið í Arkhangelsk sem er eitt af stærstu listasöfnum Rússlands. Af þessu tilefni birtir Lesbók grein eftir Zoju Kúletsjovu, yfir- mann nútímalistadeildarinnar við Listasafn- ið í Arkhangelsk, en sýningin fjallar um gríð- arlegt átakatímabil í sögu Rússlands. Tahar Ben Jelloun er einn af virtustu rithöfundum í hinum frönskumælandi heimi um þessar mundir en hann var hér á landi í vikunni að kynna umtalaða bók sína, Kynþáttafordómar, hvað er það pabbi?, sem nýlega kom út í ís- lenskri þýðingu. Þröstur Helgason ræddi við Ben Jelloun um umfjöllunarefni bók- arinnar og nýlega heimsviðburði sem tengj- ast því. Einnig er smásaga hans Sá grunaði birt en hún er frá árinu 1991. FORSÍÐUMYNDIN er verk Rebekku Ránar Samper á sýningu hennar í Galleríi Sævars Karls. Sýningin heitir Curriculum vitae og stendur til 24. apríl. Hendurnar á mynd- inni á Hallgrímur Helgason rithöfundur. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 4 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.