Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 8
T AHAR Ben Jelloun segist vera bæði rithöfundur og borgari og honum beri því skylda til að taka afstöðu til þess samfélags sem hann tilheyrir í skrifum sínum. Í skáldverkum sín- um hefur hann fjallað um „ofbeldið í lífinu,“ eins og hann tekur til orða. Hann hefur meðal annars fjallað um fordóma gagnvart innflytjendum í Frakk- landi – sjálfur er hann einn af fjórum milljónum norður-afrískra innflytjenda í Frakklandi – og misrétti sem konur hafa þurft að sæta í heima- landi hans, Marokkó. Þekktastar skáldsagna hans, sem allar eru ritaðar á frönsku, eru Sand- barnið (L’enfant de sable, 1985) og eins konar framhald hennar, Heilög nótt (La nuit sacrée, 1987), en fyrir hana hlaut Ben Jelloun hin virtu Goncourt-verðlaun, fyrstur arabískra höfunda. Í fyrrnefndu bókinni er sögð saga af stúlku sem var dulbúin sem drengur til þess að faðir hennar ætti rétt á arfi en til þess þurfa menn að eiga syni í Marokkó. Í síðarnefndu bókinni segir stúlkan, sem nú er orðin gömul kona, frá þessari reynslu sinni. Í nýjustu skáldsögu sinni, Blindandi skort- ur á birtu (Cette aveuglante absence de lumière, 2001), fjallar Ben Jelloun um skelfilega atburði í sögu þjóðar sinnar þegar uppreisnarmönnum úr marokkóska hernum var refsað fyrir valdarán- stilraun með því að láta þá veslast upp í neð- anjarðardýflissum í eyðimörk Marokkó. Ben Jelloun hefur einnig ritað greinar í Le Mond og fleiri blöð þar sem hann hefur meðal annars hald- ið uppi gagnrýni á innflytjendastefnu Frakka og nú síðast fjallað um ástandið í Ísrael og Palestínu en það gerði hann einnig að umtalsefni í fyr- irlestri í hátíðarsal Háskóla Íslands í vikunni. Umtöluðustu bækur Ben Jelloun um þessar mundir eru hins vegar tvær samtalsbækur við dætur hans, Kynþáttafordómar, hvað er það pabbi? (Le racisme expliqué à ma fille, 1998), sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar, og Islam útskýrt fyrir börnum (Isl- am expliqué aux enfants, 2002). Í þessum bókum nálgast Ben Jelloun viðfangsefnið með allt öðrum hætti en í skáldverkum sínum og greinum en, eins og Friðrik Rafnsson bendir á í eftirmála þýðingar sinnar, er markmiðið enn að „byggja brýr skilnings milli fólks og menningarheima, en jafnframt … að rífa niður múra misskilnings og haturs.“ Rithöfundurinn er vitni Ben Jelloun kemur það ekki á óvart að blaða- maður vilji forvitnast um skýra afstöðu hans til hlutverks rithöfunda, í velmegunar- og friðsemd- arlandi á borð við Ísland líti rithöfundar skilj- anlega allt öðrum augum á skrif sín. „Ég kem frá landi sem á við mörg vandamál að stríða, ekki bara efnahagsleg heldur og misrétti af ýmsu tagi. Í Marokkó er beinlínis gerð krafa um að rithöfundar fjalli um þessi mál og taki skýra afstöðu. Rithöfundar eru alls staðar borg- arar en marokkóskur rithöfundur myndi aldrei komast upp með að telja sig hafinn yfir sam- félagið og þau mál sem þar eru efst á baugi hverju sinni. Almenningur gerir kröfur um að hann taki þátt. Skýringin á þessari mikilvægu stöðu rithöfunda og menntamanna í Marokkó er sú að einungis um 40% þjóðarinnar eru læs og skrifandi. Þetta er að breytast mjög hratt en fólkið þarfnast þess að einhver tali máli þess og skrifi um vonir þess og þjáningar. Marokkóskur rithöfundur á því í raun og veru engan valkost, hann verður að taka afstöðu. Þessar skyldur hvíla skiljanlega ekki á norrænum höfundum þar sem samfélög þeirra eru mun lengra komin, hér eru mannréttindi, réttarfar og þjóðfélagsgerðin ekki knýjandi umfjöllunarefni. Sennilega hafa samfélagsmál verið meira í brennideplinum þeg- ar þið voruð nýlenda Dana en nú þurfa bók- menntirnar að kljást við annars konar vanda og annars konar umfjöllunarefni. Á hverju ári dvel ég um tíma í Marokkó. Ég er þekkt andlit þar og fólk hikar ekki við að gefa sig á tal við mig úti á götu og reifa vandamál sín og annarra og biðja mig um að fjalla um þau í bókum mínum. Ég býst ekki við að það hendi íslenska rithöfunda oft. Ég hef ekki trú á að bókmenntir geti leyst stór þjóðfélagsleg vandamál en þær verða að leggja lóð sitt á vogarskálarnar í þeirri von að eitthvað breytist. Balzac hélt því fram að rithöfundar ættu að leita að veikum blettum í samfélaginu, þeir ættu að leitast við að skrá allar hliðar þess og kannski er það nærri lagi. Það er að minnsta kosti ljóst að sá höfundur sem skrifar eingöngu um sjálfan sig nær ekki til neins.“ En er bókin hugsanlega of veikur miðill til að hægt sé að halda úti virkri samfélagsgagnrýni í henni, hefur hún hugsanlega glatað mikilvægi sínu í samkeppni við sjónvarpið og Netið? „Ég hef ekki áhyggjur af stöðu bókarinnar. Bækur skila sér inn í umræðuna með einum eða öðrum hætti og hafa þannig áhrif. Ég kann best við þá skilgreiningu á rithöfundi að hann sé vitni en vitni eru athugendur sem geta haft áhrif með framburði sínum.“ Enginn fæðist með kynþáttafordóma Í bók sinni um kynþáttafordóma segir Jelloun að baráttan gegn þeim hefjist með því að fást við tungumálið. Fordómarnir birtast ætíð fyrst í tungumálinu, í orðum okkar, svívirðingum og klisjum sem er viðhaldið í málinu, segir Ben Jelloun. Sagt er að gyðingar séu nískir, það sé vond lykt af svertingjum, að arabar séu letihaug- ar o.s.frv. Til þess að koma í veg fyrir að börn til- einki sér þessar hugmyndir þurfum við því að huga að því hvernig við notum tungumálið. Hann segir til dæmis að við ættum að hætta að nota orðið kynþáttur. „Það er mjög hæpið að tala um kynþætti því mennirnir eru svo líkir, það væri þá allt eins hægt að tala um sex milljarða kynþátta, að hver einstaklingur væri sérstakur kynþáttur. Réttast er að líta á hvern mann sem einstakling, hvernig sem hann er á litinn og hvernig svo sem hann hugsar. Mannkynið greinir sig síðan frá öðrum dýrategundum sem við gætum frekar kallað kyn- þætti.“ En er þetta ekki vonlítil barátta? Við þekkjum það úr eigin samtíma að upplýsing kemur ekki í veg fyrir kynþáttafordóma og því er ekki alltaf hægt að kenna heimskunni um eins og iðulega er gert. Þarf hugsanlega að heyja þessa baráttu með einhverjum öðrum hætti? „Okkur hefur þokað áleiðis þótt ástandið sé sannarlega ekki gott. Í flestum löndum eru til að mynda viðurlög við því að orða hugsanir op- inberlega sem geta verið meiðandi fyrir fólk af öðrum kynþætti. Ég tel að við getum náð meiri árangri með því að uppfræða börnin og þess vegna skrifa ég þessa bók. Ég segi í henni að enginn fæðist með kynþáttafordóma, þetta er lærð hegðun. Ef við myndum ekki segja neitt værum við búin að gefast upp fyrir þessari til- hneigingu sem birtist einmitt nú um þessar mundir með mjög skýrum hætti í valdníðslu Ísr- aelsmanna gagnvart Palestínumönnum sem byggist beinlínis á hatri og fordómum.“ Óttast að 11. september hafi ekki verið endir heldur upphaf Í áðurnefndum fyrirlestri í hátíðarsal Háskóla Íslands sagði Ben Jelloun að átökin milli Ísr- aelsmanna og Palestínumanna væru ekki árekst- UM OFBELDIÐ Í LÍF Tahar Ben Jelloun er einn virtasti rithöfundur hins franska málheims um þessar mundir en hann er marokkóskur múslimi að uppruna. Ben Jelloun var hér á landi í vikunni að kynna bók sína Kynþáttafordómar, hvað er það pabbi? sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi stuttlega við hann um bókina, ástandið í Ísrael og Palestínu sem hann segir til komið vegna haturs og fordóma og breytt viðhorf til Bandaríkjamanna eftir atburðina 11. september. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002 ÉG HEITI Mohamed Munnchaib. Ég er gluggaþvottamaður.Ég er ekki pólskur, heldur marokkóskur. Undanfariðhafa sumir kallað mig Moha, aðrir sem eru sniðugri hafakallað mig Munn. Þeir hlæja, en ég veit ekki hvers vegna. Þeir eru að gantast með nafnið mitt. Ég vissi ekki að það gæti verið fyndið. Ég er meðalmaður á hæð, dökkur yfirlitum, mjög dökkur, með skegg og hrokkið hár. Hvert sem ég fer læt ég æv- inlega fara eins lítið fyrir mér og kostur er. Ég er arabískur, fá- tækur arabi, og ég er ekki heima hjá mér. Þar að auki er ég alveg dæmigerður arabi. Ég er sífellt að lenda í eftirliti við innganginn og útganginn í jarðlestinni. Það er ævinlega bent á mig í mannmergðinni. Það er eins og menn siti fyrir mér hvert sem ég fer. Ég er orðinn svo vanur þessu að stundum bendi ég lögreglunni sjálfur á að leita á mér. Ég segi við löggurnar: „Hérna er ég!“ Sumar löggurnar brosa, aðrar gefa mér merki um að hypja mig. Ég er orðinn þessi dæmigerði maður sem alltaf er leitað á. Því miður finna þeir aldrei neitt saknæmt á mér og það fer í taugarnar á þeim. Þeir verða ergilegir vegna þess að þeir hafa ekkert upp úr krafsinu. Mér finnst það leiðinlegt þeirra vegna. Ég fer nú samt ekki að vera með sprengju eða byssu á mér bara til að gera þeim til geðs! Svo að þegar þeir fara heim til sín í lok dagsins geti þeir sagt: „Loksins gómuðum við eitthvað! Helvítið á honum, hann ætlaði að koma sprengju fyrir í stórmarkaðnum, og svo ætlaði hann að pranga eiturlyfjum inn á börnin okkar þegar þau væru á leiðinni úr menntaskólanum!“ Nei, ég get ekki leikið þeirra leik. Ég veld þeim vonbrigðum. Ég hef ekkert gaman af því. En þótt ég sé saklaus, hafi hreina samvisku, fyllist ég stundum efasemdum. Ég efast um sjálfan mig, fjölskyldu mína, vini mína, skilríkin mín. Ég stilli mér upp fyrir framan spegilinn og leita á sjálfum mér áður en ég fer að heiman. Því miður finn ég ekki neitt! Bara gamla jarðlestarmiða, vasaklút, nokkra smápeninga. Ég fer með höndina í gegnum þykkt hárið á mér, eins og þeir gera, en finn hvorki hníf né plötu af eiturlyfjum. Samt er ég áhyggjufullur. Ég geng um tortrygginn. Því meir sem ég efast um sjálfan mig, því meir taka löggurnar eftir mér og stöðva mig til að skoða skilríkin mín. Auðvitað er allt í lagi hjá mér. Ég varð að plasta skilríkin mín, annars var hætta á að þau færu í tætlur vegna þess hve mikið þau voru handfjötluð. Athugið að ég er ekki veikur, ég er einfaldlega hinn kjörni sakborningur. Ég hef allt á móti mér. Ég er svartur í lok vinnudags. Rúðurnar í byggingum í París eru hryllilega drullugar. Það er eins og ég sé að koma upp úr kolanámu. Stakkurinn minn er skít- ugur. Ég er allur tekinn í framan og þreytulegur til augnanna. Auk þess gerir skeggið sem ég hef verið með árum saman vegna leti það að verkum að ég lít út eins og það sem þeir kalla „ísl- amskur bókstafstrúarmaður“. Ég hef oft verið spurður þessarar spurningar: „Ertu bókstafstrúarmaður?“ eins og það sé kynþátt- ur eða þjóðerni. Ég svara þeim: „Áttu við hvort ég sé múslimi? Já, ég er múslimi, en mér finnst gott að fá mér vínglas í góðra vina hópi af og til, ég borða hins vegar ekki svínakjöt og ég fer sjaldan til moskunnar. Ég held upp á Ramadan. Það er heilagt. Jafnvel þau börn mín sem eru orðin nægilega stálpuð til að fasta gera það. Það er skylda, þannig eru trúarbrögð okkar og það gerir engum neitt. Ég biðst ekki fyrir daglega, en ég held upp á Ram- adan. Ég hafði aldrei heyrt orðið „bókstafstrúarmaður“ fyrr en ég kom til Frakklands. Ég held að ég hafi heyrt það í fyrsta skipti í sjónvarpinu.“ Er ég grunsamlegur vegna þess að ég er múslimi, eða er það vegna þess að ég er ekki nógu myndarlegur? Þeir segja að við séum með skegg til að skjóta þeim skelk í bringu. Lít ég út fyrir að skjóta einhverjum skelk í bringu? Kannski það já! Það er einkennilegt, en því meira sem ég passa mig, því meira sem ég snyrti mig, því meiri athygli vek ég hjá löggunum. Þær segja: „Það er eitthvað gruggugt við hann þennan!“ Hvernig er sá maður sem ekkert er gruggugt við? Er það maður sem er ljós á hörund og vel til fara? Hvernig eiga augun á manni að vera á litinn til að ekkert sé gruggugt við hann? Frá því vinir mínir fóru að kalla mig Munn hef ég verið í eilífum vandræðum. Um daginn sagði lög- reglumaður við mig: „Ertu kannski hermaður Saddams?“ Ég sagði honum að við Saddam ættum ekkert sameiginlegt nema yf- irskeggið. Við hlógum en ég hélt áfam að hugsa ég um þetta. Skömmu síðar skall stríðið á. Þá hafði ég fyllstu ástæðu til að ótt- ast um hag minn. Ég fór inn í stríðið eins og maður fer inn á kaffi- hús. Ég var lentur þangað óvart og án þess að gera mér grein fyr- ir því. Rétt eins og margir aðrir hélt ég að stríðið yrði háð í sjónvarpinu. Mér skjátlaðist. Því stríðið átti eftir að ná alla leið til vinnustaða okkar. Þennan tiltekna dag átti ég að vera í hópi sem sér um að þrífa gluggana á Montparnasseturninum. Það hafði staðið til heillengi. Við vorum tveir frá Norður-Afríku og tveir Evrópubúar, Portúgali og Frakki. Verkstjórinn sagði við okkur alsírska félaga minn: „Nei, ekki að þessu sinni, þið verðið hér, það þarf að þrífa hér, klósettin til dæmis.“ Ég varð steinhissa, ekki SÁ GRUNAÐI SMÁSAGA E F T I R TA H A R B E N J E L L O U N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.