Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002 SUNDHÖLL, SEYÐISFJÖRÐUR, 1997: Hönnuð af Guðjóni Samúelssyni seint á þriðja áratugnum. Hér erum við komin aftur til ársins 1997, seint á sólríku sumarsíðdegi. Nokkr- ir, ef til vill innfæddir Seyðfirðingar, njóta þess að bregða sér í hlýtt vatnið. Ágæti þessarar laugar er að mestu enn fyrir hendi innandyra, en hefur lotið í lægra haldi utandyra. (Til þess að fá hugmynd um hvernig byggingin var upprunalega að utan má ímynda sér aðeins hógværari útgáfu af Sundhöll Reykjavíkur.) Einhvern tíma var byggingin klædd í bárað ál til að hressa upp á útlit hennar. En mannvirkið sjálft grotnar niður þar undir. (Það grotnar niður á meðan þú ert að lesa þetta.) Við innganginn eru dældir áranna skráðar í þunnan málminn: högg og spörk. Ef til vill eru þau vísbending um gremju og reiði yfir niðurníðslu fallegrar byggingar. Þetta er annar hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir ljós- mynd, 1997, og texta, 2002, Roni Horn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.