Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 6
E ÐLISFRÆÐIN er sú vísinda- grein sem leitast við að skilja eðli og gerð orku, efnis og tímarým- is. Frá því að stjörnufræðing- arnir Tycho Brahe, Brúnó, Kóp- ernikus og Galileo uppgötvuðu að jörðin var ekki miðdepill al- heims, heldur pláneta í einu sól- kerfi af mörgum, hafa menn haldið áfram leit- inni að auknum skilningi á eðli heimsins. Með hjálp sífellt öflugri stjörnusjónauka hafa stjarneðlisfræðingar nútímans kannað gerð stórheims, sólkerfa og vetrarbrauta og reynt að gera sér grein fyrir stærð, gerð og eðli alheims- ins. Talið er að alheimurinn hafi orðið til fyrir um 15 billjónum ára, en hvað stærðina varðar eru skiptar skoðanir. Sumir telja að enn séu engin endimörk sjáanleg og alheimurinn sé í stöðugri útþenslu. Aðrir telja hins vegar að þótt alheimurinn þenjist út þá virki alheimslegt að- dráttarafl þar á móti og dragi úr útþenslunni að sama skapi. Smáheimurinn – microcosmos – hefur ekki síður verið rannsóknarefni eðlisfræðinga sem með hjálp rannsóknartækja geta gert sér grein fyrir þeim lögmálum sem ríkja á öreindasviðinu. Ein fyrsta spurningin sem vaknar þegar rætt er um tilurð lífsins er hvort lífið hafi í upphafi kviknað á jörðinni og þá hvernig það hafi gerst. Lengi var talið að lífið hafi myndast úr hræri- graut ólífrænnna frumefna, vatni, koldíoxíði, köfnunarefni og einföld efnasambönd hafi síðan myndað fyrstu lífefnin, amínósýrur og síðan flóknari sambönd próteina, efnahvata og fjölg- unarsameindir, forvera RNS og DNS kjarna- sýranna. Hinn þekkti stjarneðlisfræðingur, Sir Fred Hoyle1) hefur tekið þetta efni til umfjöllunar í bók sinni, The Intelligent Universe (Hinn vit- ræni alheimur).Vandinn á þessari skýringu er sá, að hans mati, að hér birtist svo samræmt ferli amínósýra, prótína og enzíma að hann og margir fleiri telja útilokað að tilviljanabundin þróun hafi getað áorkað uppbyggingu lífefn- anna. Hoyle bendir á að í líkama mannsins eru tvö hundruð þúsund gerðir próteina, öll samsett úr fleiri eða færri af 20 amínósýrum, og um 2.000 tegundir efnahvata stýra samtengingum þeirra. Uppbygging enzíma og próteina er svo nákvæmt ferli að engu má skeika. Hefðu amínósýrurnar, erfðaefnin, enzímin og próteinin sem mynda frumur og síðan fjölfrum- unga, orðið til af tilviljun einni saman, væru lík- urnar á þeim möguleika svo fjarlægar að nánast útilokað væri. Það hefur verið reiknað með lík- indareikningi að líkurnar gegn tilviljun yrðu 1/1 + 40 blaðsíður af núllum aftanvið...! Nákvæm og rétt samsetning t.d. enzíma hefði varla getað myndast á tilviljunarkenndan hátt þannig að skapast hefðu þau nákvæmu hlutföll sem til þurfti. Vísindamenn hafa lengi leitað vitneskju um hvort svipuð eða sömu lífefni eða frumefna- blöndur og hér eru sé að finna á öðrum hnöttum okkar sólkerfis og annarra sólkerfa. Það má rannsaka með litrófsmælingum og fundist hafa ýmis merki þess að svipuð efni fyrirfinnist ann- ars staðar, þó að vísu hafi enn ekki verið hægt að sanna að þau efnasambönd hafi sömu sam- setningu og á jörðinni. Menn sjá þó einnig þann möguleika að líf geti skapast við annars konar skilyrði en við þekkjum og velta fyrir sér til- gátum um annars konar lífsform, til dæmis á grundvelli kísils í stað kolefnis. Vitneskjan um að sömu frumefni sé að finna innan annarra stjarnkerfa hefur leitt hugann að þvi hvort lífið hafi í upphafi ekki kviknað á jörðinni, heldur borist með halastjörnum og loftsteinum, en til jarðar berast um 50 tonn af geimryki árlega (Hoyle), allt frá örögnum til stærri korna á stærð við títuprjónshaus, sem geta flotið gegn- um gufuhvolfið án þess að brenna upp. Í þessu ryki er að finna sum þeirra efnasambanda sem nauðsynleg eru til að skapa líf. Einnig í loft- steinabrotum hafa komið fram ummerki um líf. Nefna má nýlega uppgötvun þar sem menjar um líf fundust á loftsteini frá plánetunni Mars. Bárust erfðaefnin til jarðar utan úr geimnum? Margir vísindamenn hafa á síðari tímum gert sér grein fyrir að þróunarkenning Darwins út- „Margbreytni tilverunnar ásamt þeim grun að við séum þátttakendur í al- heimslegu sköpunarferli vek- ur vonir um að fyrr eða síðar munum við hitta fyrir fram- andi menningarheima.“ E F T I R E S T H E R VA G N S D Ó T T U R 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002 En svo má heldur ekki gleyma því að tilviljanir færa okkur ekki einungis ógæfu, þær verða líka til þess að maður hittir ástina í lífi sínu af því maður ákveður að fara í partý í staðinn fyrir að vera heima og þvo á sér hárið.“ Þurftum ekki að horfast í augu við persónuleg svik eins og Frakkar Ef við lítum til þess hvernig áhugi á sagn- fræði virðist vera að aukast í breskri skáld- sagnagerð, telur þú mega rekja hann til þess að við höfum náð ákveðinni fjarlægð frá stríðinu og fólk er að uppgötva að rætur þess liggja þar? Ian segir það áreiðanlega eiga við um sína kynslóð, en tæpast yngra fólk. „Mín kynslóð barðist ekki í stríðinu en ólst upp í skugga þess. Við fundum fyrir því að líf okkar breyttist vegna þess, án þess þó að við værum beinir þátttakendur í því. Við erum því líklega til að horfa í þessa átt – jafnvel þó hildarleikurinn hafi átt sér stað áður en við fæddumst. En ég held líka að Bretar hafi alltaf haft áhuga á sögu sinni og sagnfræðilegum skáldskap. Sú til- hneiging er mjög sterk í okkur, kannski vegna þess að í okkar menningu er mikil samfella í sagnfræðilegum skilningi. Jafnvel þótt breyt- ingar í samfélaginu séu miklar er ákveðið ástand til staðar sem hægt er að rekja eins og rauðan þráð í gegnum söguna. Annar þáttur í þessum áhuga tengist ákveðinni óvissu um hlutverk Bretlands eftir að heimsveldið leið undir lok en það var ákaflega þýðingarmikið málefni fyrir næstu kynslóð á undan minni. Fólki fannst það hafa glatað heimsveldinu og velti því fyrir sér hvort við ættum þá meiri sam- leið með Bandaríkjunum en áður, eða hvort við ættum að samsama okkur sterkri Evrópu. Þó fólk nú til dags sé ef til vill ekki að velta þessu mikið fyrir sér, þá voru þessi spursmál stór hluti af tilvistarkreppu eldri Breta sem reyndu að finna leiðir til að aðlagast þeirri staðreynd að Bretar voru ekki lengur stórveldi. Menn leituðu inn á við og aftur til fortíðarinnar að svörum,“ segir Ian og hefur greinilega velt þessu töluvert fyrir sér. „Annað er tengist seinni heimsstyrjöldinni er sú staðreynd að þar sem aldrei var ráðist inn í Bretland og það því ekki hernumið, fengum við aldrei tækifæri til að láta á okkur reyna með sama hætti og þær þjóðir sem voru hernumdar. Frakkar kjósa t.d. helst að leiða stríðið hjá sér, sem kemur ekki á óvart. Það sama má segja um Þjóðverja, Pólverja og Rússa, þar sem kuldinn, hungursneyðin og eyðileggingin var yfirgengi- leg. Við misstum að vísu um 250 þúsund manns, en hinn almenni borgari upplifði samt sem áður ekki eyðileggingu á borð við þá sem fólk reyndi í Póllandi, Þýskalandi og Sovétríkjunum. Við þurftum heldur ekki að horfast í augu við per- sónuleg svik eins og Frakkar. Það má því halda því fram að við tvinnum stríðið af ánægju inn í þjóðlegan sagnaarf okkar – við vorum góðir og spiluðum vel úr okkar – eða þannig er sögu- þráðurinn í það minnsta settur fram. Við vorum ekki samverkamenn hinna vondu og tókum ekki þátt í málamiðlunum, svo þessi sögulegi farvegur er ákaflega þægilegur til umfjöllunar fyrir okkur.“ Goðsagnir um sigur í ótrúlegum hörmungum Ian bendir á að hann sé eiginlega meira en þægilegur því að auki leynast þar ákveðnar goðsagnir til að kanna, svo sem í tengslum við atburðina í Dunkirk. „Í augum Breta snerust atburðirnir í Dunkirk ekki um ótrúlegan hern- aðarlegan ósigur, heldur um sigur í ótrúlegum hörmungum er fólst í því að koma hernum burt af ströndinni,“ segir hann. „Það þurfti að koma öllum þessum fjölda [um 340.000 manns] yfir sundið og öll tiltæk fley og smákænur voru nýtt. Það andrúmsloft sem ríkti í Dunkirk, vilj- inn til að standa saman á álagsstundu, er auð- vitað tákn um stórkostlegan sigur. En það má þó ekki gleyma þeirri veigamiklu staðreynd að þetta var hræðilegt afhroð í hernaðarlegum skilningi og 60.000 menn létu lífið, eða álíka margir og þeir Bandaríkjamenn er féllu í Víet- namstríðinu. En það sem gerir þjóðlegar goð- sögur á borð við þessa svo aðlaðandi í skáldskap er að maður getur litið til baka og virt þær fyrir sér á nýjum forsendum og jafnvel hætt að segja frá áður en bátarnir koma mönnunum til bjarg- ar.“ Ian segist einnig halda að þetta snúist að ein- hverju leyti um ákveðið sögulegt augnablik sem átti stað áður en Bandaríkjamenn hófu þátt- töku sína í stríðinu og áður en Þjóðverjar réð- ust inn í Sovétríkin, þegar Bretland var síðasta vígi frjálslynds lýðræðis í Evrópu. „Það hetju- lega augnablik er þungamiðja þessa þjóðlega söguþráðar og ákaflega kraftmikið, því við stóð- um í rauninni einir. Ekkert annað land var ósnortið. Löndin voru ýmist hlutlaus, eins og t.d. Spánn og Írland, nú eða þá að þau höfðu tapað. Þetta augnablik var því örlagaríkt í öll- um skilningi. Mín kynslóð ólst upp við afleiðingar stríðsins, þ.e.a.s. skiptingu Evrópu, járntjaldið og kalda stríðið. Nú þegar þeim kafla er lokið, eða frá og með 1989, höfum við varla enn getað skoðað það ástand af glöggskyggni. Enda vitum við tæpast hvert við stefnum eða hvað er að gerast í heim- inum. Það er eins og allt sem fólk trúði á til skamms tíma og birtist í ólíkum pólitískum straumum hafi hreinlega gufað upp. Hvern hefði órað fyrir því að bandaríski herinn myndi berjast fyrir réttindum kvenna í Afganistan,“ segir Ian og brosir í hálfkæringi, „á sama tíma og kvenþingmönnum er bannað að gefa barni brjóst í breska þinginu og breskir femínistar fara kröfugöngur til að mótmæla stríðinu,“ heldur hann áfram og hlær. „Straumarnir núna eru þannig að hugtök eins og „hægri“ og „vinstri“ segja manni ekki mikið. Það er mjög erfitt að sjá fyrir hvort við eigum eftir að snúa okkur aftur að umræðum um mál sem virtust svo áríðandi fyrir skömmu síðan, svo sem Kyoto samkomulagið og and- staða Bandaríkjamanna við það. Í því ástandi sem nú ríkir í heiminum er það mál ekki lengur forsíðufrétt, þrátt fyrir að vera kannski sá við- burður er mótar heiminn mest næstu tuttugu árin.“ Sá enga framtíð í tilraunastarfsemi Talið berst aftur að síðustu skáldsögu Ians, Atonement, sem er stærsta skáldverk hans bæði hvað efnivið, byggingu og sögulega vísun áhrærir, auk þess að njóta ótrúlegra vinsælda. Blaðamanni lék forvitni á að heyra hvar hann myndi staðsetja sig í skáldsagnaheiminum um þessar mundir. „Ég veit hreint ekki hvar ég á að staðsetja mig, finnst það vera í verkahring annarra. En að sjálfsögðu tala ég við vini mína um hvað ég og aðrir eru að gera, mér finnst það áhugavert. Martin Amis var hérna hjá mér um helgina með fjölskyldu sinni og við veltum því fyrir okkur hvað við ættum sameiginlegt, eða hvernig við gætum skilgreint muninn á okkur sem höfund- um, en þrátt fyrir þær samræður get ég ekki sett fingurinn á það. Það sama á við um mig og Salman Rushdie eða Julian Barnes, við erum allir mjög ólíkir sem höfundar, en erum samt alltaf settir saman í eina kippu. Ég held að það sem við eigum sameiginlegt sé hreinlega bara það að við fæddumst allir seint á fimmta ára- tugnum.“ Þið komuð þó auðvitað allir fram á sjónar- sviðið í byrjun níunda áratugarins sem ákaflega sterkir og nýstárlegir höfundar, eftir frekar átakalítið tímabil í breskri skáldsagnagerð. Það sérstaka andrúmsloft sem ríkti í kringum ykk- ur er þó ekki til staðar í dag, jafnvel þó mikið sé að gerast á meðal yngri höfunda og ýmislegt nýstárlegt á ferðinni. Það má velta því fyrir sér hvað gerðist í upphafi áttunda áratugarins og af hverju kynslóðin sem kom í kjölfarið hafi ekki náð sams konar skriði. Hafa þær kannski ekk- ert til að berjast fyrir – eða er þetta spurning um fjölmenningu og tvístrun? „Ja, ég held að þú hafi í raun hitt naglann á höfuðið í spurningunni sjálfri. En það eru svo margir að skrifa í Bretlandi í dag, að það tekur hverja einustu rödd sem tjáir sig langan tíma að fá hljómgrunn. Það er því erfitt að spá fyrir um hverjir meðal ungu kynslóðarinnar eiga eftir að njóta virðingar eftir 10–15 ár. Þegar ég gaf út mína fyrstu bók um miðjan áttunda áratuginn þá vissi ég ekki af neinum nema Martin Amis sem var í svipaðri aðstöðu. Það langaði ekki nokkurn ungan mann til að gefa út skáldverk hjá gamaldags útgefanda á borð við Cape. Ég átti vini sem vildu verða ljóðskáld, leikskáld eða jafnvel blaðamenn, en það var eins og það fælist afturhvarf í því að vilja skrifa skáldsögu. Skáld- sagan heyrði fortíðinni til – fólk var að búa til bækur sem hægt var að borða, eða bækur með götum í, eða jafnvel bækur með lausum blöðum sem lesandinn gat raðað að eigin vild. Ég hafði engan tíma fyrir slíka tilraunastarfsemi, mér fannst þetta allt voðalega skemmtilegar til- raunir, en sá samt enga framtíð í þeim. Fannst í rauninni eins og Joyce hefði hefði leitt okkur inn í botninn á þeirri blindgötu með Finnegan’s Wake,“ segir Ian og brosir. Höfundar verða að koma sér upp hillu „Það sem við þurftum á að halda á áttunda áratugnum voru lýsingar á tíðarandanum, sem m.a. krafðist ákveðinna formeiginleika er þró- aðir voru á 19. öldinni – auk nýrri áhrifa. Það er óskaplega mikið af skáldskap í boði í dag sem virðist vera skrifaður án mikillar kunnáttusemi, hvað þá tilfinningar fyrir hefðinni. Þegar ég sit að spjalli við Martin, Julian eða Salman um rit- smíðar, þá er deginum ljósara að við erum enn að lesa Shakespeare, við höfum allir lesið mikið af ljóðum og öllum finnst okkur skilgreiningar á höfundarverki skipta máli. Við erum hluti af þeirri hefð, höfum alltaf verið það og þessi við- horf eru hluti af lífi okkar. Ég hef ekki á tilfinn- ingunni að það eigi við um marga þeirra sem til- heyra yngri kynslóðinni í Bretlandi í dag, það er eins og verk þeirra séu skrifuð af blaða- mönnum sem taka sér launalaust leyfi í 6 mán- uði til að skrifa bók um það hvort afturendinn á þeim sé of stór. Slíkur skáldskapur á sér ein- ungis vísun í samtímann, sýnir engan metnað og virðist hræðilega þröngsýnn. Virðist í raun einungis skrifaðar fyrir fólk sem er alveg eins og höfundurinn sjálfur og hrærist í sömu klík- um.“ Hvað þá með þá höfunda sem risið hafa úr röðum ýmissa minnihlutahópa í Bretlandi, höf- unda á borð við Zadie Smith? „Ofangreint á ekki við hana. Höfundur á borð við Zadie Smith er líklega ein bjartast vonin í Bretlandi í dag. Hún lagði stund á bókmenntir í Cambridge, en það vill svo til að ég hef heyrt hana lesa og það fyrsta sem mér datt í hug er ég las White Teeth er að þrátt fyrir hversu verkið er ríkulega litað af fjölmenningarlegum áhrif- um, þá eru áhrifin frá 18. aldar skemmtiskáld- sögum alveg augljós. Ég er ekki viss um að hún hefði getað skrifað þessa bók án þess að þekkja Fielding. Ég er viss um að henni er full alvara og að hún á framtíð fyrir sér. En það tekur langan tíma að verða rithöfundur, jafnvel þótt fólk skrifi eina bók sem allir tala um og gerir mann frægan, þá getur hún gleymst jafnharð- an. Það sem skiptir máli er hvort eitthvað bita- stætt og öðruvísi fylgir í kjölfarið. Höfundar verða að koma sér upp hillu og það tekur langan tíma.“ Ian segir að ef litið sé á þá höfunda sem komu fram á sjónarsviðið á áttunda áratugnum sem hóp, þá eigi þeir það jú sameiginlegt að hafa stundað blaðamennsku. „Hinir reyndar meira en ég. En samt sem áður þá spruttum við fyrst og fremst upp úr jarðvegi breskra bókmennta. Nú virðast hins vegar svo margir höfundar hefja feril sinn í blöðum eða öðrum fjölmiðlum án þeirra tengsla. Kannski má líkja þessu ástandi við sextándu öldina, þegar enginn var maður meðal manna nema hann hefði skrifað sonnettu,“ segir Ian og slær á létta strengi. „Ef maður horfir á samtímann í því ljósi þá verða að sjálfsögðu allir sem hafa gert það gott í bíó- myndum, sjónvarpi eða með dagblaðadálki að skrifa skáldsögu til að sanna sig. Svona rétt eins og maður gerir eitthvað annað – bakar köku til dæmis.“ Áður féllu rithöfundar ekki í kramið eins og þeir gera í dag „En í fullri alvöru, þá held ég að til þess að afla sér varanlegrar virðingar þá verði rithöf- undar að helga sig viðfangsefninu og rithöfund- arlífinu á því sem næst „James-ískan“ [Henry James] máta. Og ég held að eitt af því sem gref- ur undan þeirri þróun núna sé hve auðveldlega rithöfundar öðlast almenna frægð. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, en það hefði verið óhugsandi áður fyrr. Þá var útilokað að rithöfundar væru í slúðurdálkum blaðanna – það hefði aldrei gerst. Á áttunda áratugnum var t.d. bara litið á rithöfunda sem gamaldags prumphænsn, í flauelsjakkafötum með leður- bótum á olnbogunum eða sem kvenréttinda- konur er greiddu hárið á sér aftur í virðulegan hnút. Rithöfundar féllu ekki í kramið sem fal- legt, gáfað og ungt fólk eins og þeir gera í dag. Ég held að þetta hafi ekki farið að breytast að ráði fyrr en farið var að sýna frá afhendingu Booker-verðlaunanna í sjónvarpinu. En þar var skáldsagnahöfundum blandað í hóp vinsæls fólks af lægri aðalsstigum og annarra þekktra andlita úr slúðurdálkunum. Reyndar er mín skoðun sú að þetta geri rithöfundum sem er full alvara erfiðara fyrir að koma sér á framfæri.“ Heldur þú þá að Booker-verðlaunin hafi eflt bókmenntaheiminn í Bretlandi? „Þau hafa vissulega haft áhrif, en þau eru samt tvíeggjuð. Verðlaunin hafa dregið fleiri lesendur, bókabúðir og meira fjármagn inn í bókmenntaheiminn, en þessi árlega athöfn er að mínu mati frekar vægðarlaus – og mér leyf- ist að segja þetta núna þegar ég hef sjálfur unn- ið til verðlaunanna. Einhver verður að vinna, sem verður til þess að allir aðrir verða að bíða lægri hlut. Það væri líklega betra fyrir bók- menntaheiminn ef til væru fleiri verðlaun með raunverulegt vægi. Bookerinn hefur farið úr böndunum og sem dæmi um það má nefna Ber- yl Bainbridge, sem nú situr undir því að geta ekki unnið verðlaunin. Miklu nær væri að fjalla um hana sem rithöfund sem á ákaflega farsæl- an feril að baki og ótrúlega yfirgripsmikið höf- undarverk. Orðspori hennar núna má líkja við brúðarmey sem aldrei grípur vöndinn, þótt hún verðskuldi ekkert nema virðingu. Það er því óhætt að segja að Bookerinn sé um margt ákaf- lega beiskur kaleikur,“ segir Ian McEwan, sem sjálfur hefur hlotið nokkrar tilnefningar og unnið verðlaunin einu sinni. Það er komið að lokum þessarar samveru- stundar okkar í eldhúsinu hans í Oxford og af samtalinu er orðið ljóst að með elju, listrænu áræði og stöðugri endurskoðun á forsendum sínum, hefur Ian tekist að „koma sér upp hillu“ eins og hann orðar það – hillu er endurspeglar ekki einungis hans eigin þroska sem lista- manns, heldur jafnframt hugmyndafræðilegar hræringar þeirra tíma sem hann hefur lifað. Hægt og rólega hefur hann horfið frá hlutverki sínu sem hin óþekka og uppreisnargjarna rödd breskra bókmennta og nú er svo komið að hann er fremur álitinn samnefnari fyrir þá mannúð sem mannkynið þarf að tileinka sér til þess að geta tekist á við sínar eigin ógnvænlegu hvatir. fbi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.