Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002 11 Hverjir hönnuðu nótnaskrift upphaflega og hvernig hefur hún breyst síðan? Svar: Vitað er að Forn-Grikkir skráðu nótnaheiti með bókstöfum og almennt er talið að innan kirkjunnar hafi fyrstu tilraunir til að skrásetja tónlist hafist á 6. öld. Margs konar tilraunastarfsemi átti sér stað áður en það kerfi sem þekkist í dag mótaðist, en grunn- urinn að því kom fram innan kirkjunnar á 9. öld. Ekki hefur enn fundist þjóðflokkur sem á sér enga tónlistarhefð og almennt er talið að tónlist, sem og aðrar listir, hafi fylgt mann- kyninu frá árdögum þess. Tónlist hafði því verið iðkuð alllengi áður en hún var færð í letur og ekki hefur nema hluti tónlistar heimsins verið skráður, en það er aðallega vestræn klassísk tónlist. Stærstur hluti tónlistar frá öðrum menningarsvæðum er varð- veittur í munnlegri geymd og lærist frá manni til manns eða frá kynslóð til kynslóðar. Á fyrstu öldum kirkj- unnar var þessi sami háttur hafður á og tónlistin barst á milli manna í lifandi tónlist- arflutningi. Þetta gildir að nokkru leyti enn því að megnið af popp- og tölvu- tónlist nútímans er ekki skráð á nótur, heldur er hún varðveitt í hljóðritunum. Þess vegna má segja að hljóðritanir hafi að hluta yf- irtekið varðveisluhlutverk nótnaskriftar. Til að koma tónlist áleiðis þarf nótnaskrift að uppfylla tvö meginskilyrði, það er að til- greina tónhæð og lengd nótnanna. Að auki bætast við ýmis tákn sem gefa til kynna styrkleika, mismunandi áherslur, hraða og hugblæ, svo að nokkuð sé nefnt. Nótnaskrift- arkerfi sem fullnægir þessum skilyrðum var margar aldir í mótun. Þörf fyrir að skrá tónlist vaknaði hjá kirkj- unnar mönnum þegar einraddaður kirkju- söngur varð flóknari og farið var að breiða hann út til fjarlægra staða. Þess vegna er tal- ið að þegar á 6. öld hafi tákn, sem áttu að gefa til kynna hvernig tónlistin skyldi hljóma, ver- ið sett inn í tíða- og messusöngtextana. Þessi tákn hafa væntanlega aðeins gefið vísbend- ingar um nótnaheiti og stefnu laglína. Á 9. öld kom fram vísir að kerfi sem síðar varð að fimm strengja nótnakerfinu með mis- munandi lyklum sem notast er við í dag. Þetta kerfi studdist upphaflega við tvær lín- ur, sem sýndu nóturnar ć og f (mið-c og f þar fyrir neðan). Línan sem táknaði ć var gul eða græn en línan sem sýndi f var rauð. Það er næstum óhjákvæmilegt að mönnum hafi smám saman hugkvæmst að bæta við línum eftir því sem tónsvið tónlistarinnar víkkaði og fjölröddun varð algengari. Meðal þeirra sem komu að þróun þessa kerfis var Guido frá Arezzo (um 990–1050). Sú nótnamynd sem var við lýði á þessum tíma voru svokallaðar naumur, en þær sýna tónhæð stakra tóna eða hópa tveggja eða fleiri tóna. Þetta kerfi gefur ekki lengd nótn- anna til kynna. Það var ekki fyrr en á dögum Leonins, sem starfaði við Notre Dame- kirkjuna í París upp úr miðri 12. öld, að takt- tegundir voru skráðar. Leonin þróaði kerfi 6 ryþmískra hátta. Þeir voru allir í 6⁄8 takti og gáfu til kynna hljóðfall viðkomandi lags. Hug- myndina mun Leonin hafa fengið úr riti Ágústínusar kirkjuföður De Musica eða Um tónlistina. Mæld nótnaskrift, það er sú aðferð að sköpulag hverrar nótu gefi lengd hennar til kynna, kom til sögunnar á 13. öld. Fyrstu nótnagildin voru longur og brevur (langar og stuttar nótur). Franco frá Köln er talinn upphafs- maður þessa kerfis. Það hélt áfram að þróast og alls kom- ust átta nótnagildi í notkun. Meðal nótnagilda sem bætt- ust við voru semibrevur, minimur, semiminimur og fusur, eða fyrirrennarar heilnótna, hálfnótna, fjórða- partsnótna og svo fram- vegis. Þetta eru þær nótur sem flestir hafa séð myndir af í handritum; tíglar og ferningar í ýmsum stærð- um, með eða án nótnahálsa. Um 1600 var nótnaskrift- in orðin nokkurn veginn eins og hún er í dag. Á dög- um Bachs (1685–1750) var þetta kerfi orðið mjög þróað. Þó vantaði eitt upp á enn því að engar leiðbeiningar voru um styrkleika, áherslumerki eða annað sem gef- ur til kynna hugblæ flutningsins. Slík tákn þróuðust aðallega eftir 1750. Jafnframt hinu hefðbundna nótnakerfi hafa önnur þróast til hliðar, Hið svokallaða solfa kerfi (do, re, mí, fa, so, la, tí, do) er sennilega þekktast hér á landi. Það er upprunnið hjá Guido frá Arezzo. Á 15. og 16. öld var sér- stakt kerfi við lýði fyrir lútur, hljómborðs- hljóðfæri, gítara og fleiri hljóðfæri; það kall- aðist tablatúr. Nú á dögum hafa jazzleikarar sérstakan hátt á að auðkenna hljóma með bókstöfum og tölustöfum. Á barokktímanum tíðkaðist tölusettur bassi þar sem bassalínan var skrifuð niður en tölustafir gáfu til kynna hvernig ætti að hljómsetja hana. Á 20. öld voru alls konar tilraunir í gangi til að koma til móts við nýja strauma í tónlist. Á tímabili var meðal annars reynt að túlka tón- verk á myndrænan hátt. Flytjandinn átti síð- an að styðjast við myndina til að koma tón- verkinu til skila. Það gefur auga leið að slík nótnaskrift er ekki mjög nákvæm og smáat- riði í takti og tónhæð skipta ekki máli í tón- verki sem notar þannig nótnaskrift. Einnig var reynt að sýna tónhæð á hefðbundinn hátt en gefa lengd nótna til kynna með láréttum strikum og tímapunktum. Hreina og klára raf- og tölvutónlist er yfirleitt ekki reynt að skrá sérstaklega á pappír, enda ekki þörf á því þar sem enginn er flytjandinn. Nótna- skriftarforrit hafa líka komið til sögu en þau hafa ekki breytt kerfinu sem slíku. Flestar tilraunir til að umbylta núverandi nótnaskrift hafa ekki verið langlífar, enda þjónar þetta kerfi flestri vestrænni tónlist vel enn í dag. Ástæðan er væntanlega sú að kerf- ið er byggt á reynslu kynslóðanna og hefur því farið í gegnum sömu þróun og tónlistin sjálf. Karólína Eiríksdóttir tónskáld. Á meðal þeirra fjölmörgu spurninga sem Vísindavef- urinn hefur svarað að undanförnu má nefna: Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egilssögu sem til er, hvað nota geim- farar til þess að skrifa með í geimnum, er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða útum allt, hvað hét hestur Alexanders mikla og er eins sílíkon í brjóstunum á Pamelu Anderson og í tölvukubbunum mínum? Til að koma tónlist áleiðis þarf nótnaskrift að uppfylla tvö meg- inskilyrði, það er að tilgreina tón- hæð og lengd nótnanna. HVERJIR BJUGGU TIL NÓTNASKRIFT? VÍSINDI byggingu norðan við stöpulinn og lokið við uppgröft á Þorláksbúð. Grafið var í „beina- kjallara“ og uppgrefti haldið áfram í undir- ganginum. Voru og grafnar leitarholur hér og þar, aðallega norðan við kirkjustæðið. Þá var umhverfi staðarins snyrt, veggjasteinar í Þor- láksbúð voru réttir og grasþökur lagðar í gólf- ið, Skólavarðan var löguð sem og Þorlákssæti. Árið 1958 var lokið rannsókn á undirganginum og eldra byggingarstig hans kannað. Var hann síðan endurbyggður. Þá var einnig ýtt ofan af bæjarhólnum og hann sléttaður. Veggjarbrot- um og bæjarleifum frá 19. og 20. öld var ýtt burtu og suður af hólnum en Kristján Eldjárn taldi sýnt að enn væru miklar mannvistarleifar í jörðu sunnan og suðvestan við kirkjuna og kirkjugarðinn. Rannsóknirnar í Skálholti vöktu mikla at- hygli á sínum tíma og var reglulega greint frá framvindu þeirra í fjölmiðlum. Í ávarpi sínu í bókinni um Skálholtsrannsóknir segir Sigur- björn Einarsson biskup fæsta hafa vænst þess að „fréttir frá Skálholti yrðu girnilegri fróð- leikur í blöðum og útvarpi en flest annað á því misseri“. Þessar rannsóknir leiddu í ljós merkilegar heimildir um eldri kirkjur á staðn- um, undirganginn og allnokkra legstaði. Segja má að fundur steinþróar Páls Jónssonar hafi jafnframt verið fornleifafundur aldarinnar. Yngri rannsóknir Á árunum 1984–1986 gerði Þjóðminjasafn Íslands nokkrar minniháttar athuganir í Skál- holti að ósk Skálholtsnefndar. Var helsta markmið rannsóknanna að athuga hve áreið- anlegur uppdrátturinn af staðnum frá 1784 væri og kanna ystu mörk minjastaðarins. Árið 1985 var reynt að finna smiðjuna sem merkt er á uppdráttinn, vestur frá bænum á móts við Kyndluhól. Virtist móta fyrir henni á yfirborði. Talsvert fannst af smíðagjalli, og fram komu hleðsluleifar af tröðum, en smiðjan sjálf fannst ekki. Á seinni hluta 20. aldar hefur Hörður Ágústsson manna mest sinnt rannsóknum á sögu Skálholts. Hann vann við úrvinnslu Skál- holtsrannsókna 1954–58 og sá um frágang þeirra til útgáfu. Hann hefur safnað heimildum um staðinn, tekið túlkun á gerð kirknanna til rækilegrar endurskoðunar, sett fram tilgátur um útlit þeirra og smíð og samið vandaðar skrár um áhöld og skrúða frá Skálholti. Hafa rannsóknir Harðar á heimildum um húsakost stólsins m.a. leitt í ljós að húsaskipan hefur í megindráttum verið hin sama frá miðri 16. öld og til loka 18. aldar. Um húsaskipun í Skálholti fyrir 16. öld er næsta lítið vitað þótt finna megi vísbendingar um að heildarskipulag staðarins hafi ekki breyst mikið. Þegar undirgangurinn milli kirkju og bæjarhúsa var grafinn upp komu í ljós tvö byggingarstig, hið yngra er talið frá 1650–1785, en hið eldra var í notkun fram frá 17. öld, en óljóst er hversu miklu eldra það er. Um undirgöngin er hins vegar getið þegar Órækja Snorrrason sótti að Gissuri Þorvalds- syni í Skálholti 1242 og er freistandi að ætla að þau hafi ávallt verið á sama stað. Þótt ekki sé í lýsingunni af bardaganum í Skálholti getið ná- kvæmlega um húsaskipan á staðnum er ekkert í henni sem bendir til að skipulag staðarbygg- inga hafi verið öðruvísi þá en á seinni öldum. Árið 1999 hófst nýr kafli í rannsóknum á Skálholti en þá gerði Timothy Horsley frá Há- skólanum í Bradford viðnámsmælingar í Skál- holti. Niðurstöður þeirra gefa mjög skýra mynd af þeim mannvirkjaleifum sem er að finna undir sverði suðvestan við kirkjuna. Þar er nú slétt grasflöt en undir henni eru greini- lega leifar bæjarins sem féll í jarðskjálftanum 1784 og undir þeim má vænta enn eldri leifa. Það eru þessi mannvirki sem nú er fyrirhugað að grafa fram í Skálholti. Skálholt 2002–2007 – nýjar fornleifarannsóknir Árið 2001 stofnaði Alþingi kristnihátíðarsjóð og hefur hann m.a. veitt fé til nýrra fornleifa- rannsókna í Skálholti. Áformað er að hefja þar umfangsmikinn uppgröft sumarið 2002 og gera áætlanir ráð fyrir að grafið verði til 2007 hið skemmsta, en víst er að mun lengri tíma mun þurfa til að kanna allar fornleifar í Skálholti til fullnustu. Verkefnið er samstarfsverkefni Skálholts- staðar, Fornleifastofnunar Íslands, Þjóðminja- safns Íslands, Háskólans í Árósum, Háskólans í Stirling og Háskólans í Bradford. Verkefn- isstjórn skipa Orri Vésteinsson, Mjöll Snæs- dóttir og Gavin Lucas, fornleifafræðingar hjá Fornleifastofnun. Í Skálholti stóð lítið þorp húsa af ýmsum stærðum og gerðum og þau gegndu ýmsum hlutverkum. Skálholt hefur verið stærsta bú á Íslandi og hafa þar verið glæsilegri hús en á öðrum stöðum á landinu. Á Íslandi hafa bæj- arrústir verið grafnar upp á nokkrum stöðum, en óvíða er mögulegt að rannsaka með grefti húsakynni af jafnfjölbreyttu tagi og í Skálholti. Að auki eru þar minjar frá öllum öldum Ís- landssögunnar. Að frátöldum stóru kirkju- byggingunum í Skálholti voru þar á miðöldum veglegar byggingar til að hýsa biskupa, fjöl- skyldu þeirra og sveina, staðarpresta, skóla- sveina, skólameistara og aðra embættismenn kirkjunnar auk fjölda þjónustufólks og gesta. Þá var mikill fjöldi bygginga fyrir hina fjöl- breyttu starfsemi: skólahús og skrifstofur auk fjölda af skemmum, búrum, smiðjum, skepnu- húsum og öðrum útihúsum sem tengdust hin- um umfangsmikla búrekstri biskupanna. Í Skálholti gefst fágætt tækifæri til að bera kennsl á og skoða óvenjulegar húsaminjar á borð við vefarahús, sýruklefa og bókakames. Ljóst er að hin miklu umsvif sem voru í Skál- holti um sjö alda skeið hafa skilið eftir sig meira af rusli – ösku, matarleifum, ónýtum og týndum gripum og öðrum úrgangi – en finna má á nokkrum öðrum stað á Íslandi. Mjög þýð- ingarmikið er að allt bendir til að varðveisla líf- rænna leifa (þ.e. beina, viðar, leðurs, ullar o.s.fr.v.) sé mjög góð í Skálholti, en það þýðir að margfalt fleiri gripir munu koma úr jörð en þar sem aðeins steinar og málmar varðveitast. Varðveisla lífrænna leifa gefur einnig færi á fjölbreytilegum rannsóknum á jurta- og dýra- leifum, sem geta varpað ljósi á mataræði, ræktun og umhverfisbreytingar svo fátt eitt sé nefnt. Með öðrum orðum er Skálholt fjársjóður þekkingar, ekki aðeins um biskupsstólinn sjálfan heldur um þjóðarsöguna í heild. Skál- holt var miðstöð íslensks þjóðlífs í sjö aldir og þær minjar sem þar eru faldar í jörðu eru spegill þess samfélags. Nýjum rannsóknum í Skálholti er því ekki aðeins ætlað að svara spurningum um sögu staðarins heldur að varpa ljósi á sögu Íslands frá 11. öld til um 1800 frá sjónarhóli fornleifafræðinnar. Fornleifauppgröfturinn í Skálholti verður sá umfangsmesti sem ráðist hefur verið í á Ís- landi fram til þessa. Markmiðið er að grafa upp allt bæjarstæðið og fá með því heildarmynd af þróun staðarins en með því verður einnig aflað nýrra gagna um sögu Íslands og samskipti Ís- lendinga við umheiminn. Fornleifarannsókn í Skálholti mun afla nýrra upplýsinga um vöxt kirkjulegra stofnana í öndverðu, efnahag bisk- upanna á mismunandi tímum, rekstur og skipulag íslensks stórbýlis, lífsstíl íslenskrar yfirstéttar og innflutning á erlendum varningi svo nokkur aðalatriði séu nefnd. Umfangsmikill fornleifauppgröftur á ríkum stað eins og í Skálholti gefur einnig möguleika á að ná margföldunaráhrifum af rannsóknun- um. Í þeim verður lögð áhersla á þróun og beit- ingu nýrra aðferða í uppgraftartækni og við greiningu sýna og gripa. Miklar framfarir hafa orðið á þeim sviðum undanfarna áratugi og miðast samstarf við fornleifavísindadeildir há- skólanna í Bradford og Stirling að því ryðja nýjar leiðir í beitingu raunvísindalegra aðferða við að endurgera fortíðina. Hið mikla umfang rannsóknanna í Skálholti gefur ekki aðeins svigrúm til að þróa nýjar aðferðir heldur gefst þar möguleiki á að þjálfa nýjar kynslóðir ís- lenskra fornleifafræðinga. Ný þekking, nýjar aðferðir og nýr kraftur verða afurðir fornleifa- rannsókna í Skálholti og er engan veginn of- mælt að þær geti orðið fræðilegur grundvöllur að íslenskri fornleifafræði 21. aldarinnar. Höfundur er fornleifafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.