Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 4
grein fyrir hvað ég las í raun af mikilli áfergju. Um það leyti sem ég var þrettán ára og kominn í heimavistarskóla var ég t.d. algjörlega fallinn fyrir bókum Iris Murdoch,“ segir Ian og hlær. „Þær voru eins og kynfræðsla fyrir mig – af æsilegra taginu. Enda gat ég varla beðið eftir því að verða fullorðinn á þeim tíma sem ég var að lesa Murdoch,“ bætir hann við brosandi. Bresk skáldsagnagerð var alltof kurteisleg, heft og grá „Það verður þó að segjast eins og er að ég get ekki annað en litið á árið sem ég var í Norwich sem ótrúlega heppni. Ég veit ekki hvað hefði orðið um mig ef ég hefði ekki farið þangað. Það má svo sem vel vera að ég hefði endað sem rit- höfundur hvort eð er, ég veit það ekki, en þarna fékk ég þann stuðning sem ég þurfti. Nám flestra sem stunda skapandi skrif í dag er í mun fastari skorðum, bæði hér og í Bandaríkjunum. Oft þýðir það einfaldlega að maður er einn af fimmtán sem allir eru að skrifa smásögur í sam- keppni hver við annan. Ég slapp alveg við þá tortryggni sem fylgir slíkum aðstæðum, þar sem allir eru að velta því fyrir sér hvað hinum finnist um verkin þeirra og öfugt. Mínir vinir stunduðu að mestu sama nám og ég, fyrir utan að þeir voru ekki að skrifa skáldskap. Ég naut því fullkomins frelsis, sem var ótrúleg heppni,“ segir Ian grafalvarlegur og leggur áherslu á síðasta orðið. Í fyrri verkum þínum sérstaklega, virðist mér koma sterkt fram að þú ert afsprengi sjö- unda áratugarins, eða öllu heldur þeirra spurn- inga sem spurt var á sjöunda áratugnum? „Ja, í mínum huga hófst sjöundi áratugurinn ekki fyrr en eftir að honum lauk, um 1970,“ svarar Ian. „En þá er ég að tala um það sem I AN McEwan hefur verið einn best þekkti rithöfundur Breta um langt skeið. Allt frá því hann gaf út fyrra smásagnasafn sitt í upphafi ferils síns hefur hann hald- ið athygli lesenda, en framan af var hon- um iðulega lýst sem uppreisnarsegg samtímabókmenntanna er stöðugt fann sig knúinn til að fjalla um málefni er komu illa við marga – félagslega einangrun, til- viljanakennt ofbeldi og afbrigðilegt kynlíf. Þetta orðspor byggðist einkum á fyrstu verkum hans þar sem hann kannaði marga þá undar- legu afkima mannlegs sálarlífs er flestum er kunnugt um, en fæstir vilja kannast við. Eftir því sem höfundarverk hans hefur aukist að vöxtum hafa bækur hans orðið aðgengilegri hinum almenna lesanda hvað þetta varðar, þótt Ian McEwan hafi sem betur fer aldrei glatað sínum einstaka hæfileika til að afhjúpa mann- legt eðli ekki síður en óeðli og undirliggjandi óhugnað í samfélagsmyndinni. Ian tók ákaflega heimilislega á móti blaða- manni yfir rjúkandi tekatli í eldhúsinu hjá sér í Oxford þar sem hann býr í gömlu, virðulegu húsi. Hann var hinn rólegasti þrátt fyrir óvenju annasama daga, en auk sinnar hefðbundnu vinnu við ritstörfin hafði hann verið boðaður til að sitja í kviðdómi og því eytt flestöllum stund- um síðustu vikna í réttarsal. Sagðist telja það skyldu sína sem borgara að bregðast við þess- ari kvöð, það væru allt of margir sem vikju sér undan því og skekktu þannig það þversnið af þjóðfélaginu sem kviðdómur ætti að sýna. Þetta viðhorf kemur engum sem þekkja til verka hans á óvart, því þegar á heildina er litið eiga þau það einmitt öll sameiginlegt að fjalla um glímu einstaklingsins við umhverfi sitt þar sem hann er oftar en ekki leiksoppur óvæntra ytri aðstæðna. Á meðan teið var að bruggast setti Ian bolla á borðið og rifjaði upp fyrstu alvarlegu þreifingar sínar sem rithöfundar. Hann segir listrænan uppruna sinn markast af árinu 1970 er hann lauk prófi í enskum bókmenntum frá háskól- anum í Sussex og fór að huga að möguleikum á framhaldsnámi. „Ég sá að háskólinn í East Anglia bauð MA-nám í samtíma- og saman- burðarbókmenntum, og bauð jafnframt upp á vísi að námi í skapandi skrifum. Þó ekki hafi farið mikið fyrir því var það nóg til þess að vekja áhuga minn. Ég var þegar farinn að skrifa svolítið, þó ég hafi ekki haft neinn alvar- legan metnað á því sviði þá, heldur bara svona óljósan áhuga.“ Ian brosir og segir að þegar hann sótti um hafi þó verið búið að aflýsa námskeiðinu þar sem enginn annar hafði sýnt því áhuga. „Það var því í rauninni sett aftur inn sérstaklega fyr- ir mig. Ég tók þátt í allri þeirri akademísku vinnu sem ætlast var til af mér í náminu, en not- aði einnig árið til að einbeita mér að því að skrifa smásögur. Bæði Malcolm Bradbury og Angus Wilson unnu að uppbyggingu þessarar námsbrautar svo ég var einn um að njóta leið- sagnar þeirra beggja allan veturinn.“ Fullkomið frelsi til að skrifa um það sem mér sýndist Malcolm Bradbury sagði mér einu sinni að hann hefði ekki þurft að kenna þér neitt og kennslustundirnar hefðu þar að auki verið í bakherbergjum kránna í Norwich. Er eitthvað til í þessu? „Já,“ svarar hann hlæjandi, „og sem betur fer verð ég að segja. Það hefði ekki hentað mér að stunda þetta með nokkrum öðrum hætti. Það var ekki um neina eiginlega kennslu að ræða. Ég skrifaði sögu, lét Malcolm hafa hana og svo hittumst við yfir henni í hálftíma eða svo, stundum á kránni, stundum í háskólanum – eins og í einkatímum. Hann fór yfir söguna og kom yfirleitt með óskaplega uppörvandi at- hugasemdir er vörðuðu heildina, en sagði sjaldnast nokkuð afgerandi. Fólk spyr mig oft hvað Malcolm Bradbury hafi í raun kennt mér. Ég held að það mikilvægasta sem hann gerði hafi hreinlega verið að hvetja mig áfram. Hann veitti einnig mikilvægt aðhald, bað mig kannski að skila annarri sögu fyrir lok mánaðarins. Ég fékk því sterka tilfinningu fyrir raunverulegum markmiðum – varð að halda áfram, setjast nið- ur og skrifa þessar sögur. Mér fannst ég njóta fullkomins frelsis til að skrifa um það sem mér sýndist. Það sama átti við um Angus, hann var hvetjandi og gerði kröfu til þess að sjá ný verk verða til. Á þessu eina ári skrifaði ég því um þrjátíu smásögur, megnið af því sem birtist í fyrstu bókinni minni, First Love, Last Rites (Fyrstu ástir, náðarmeðul, 1975). Og í lok ársins var ég nokkuð viss um að þetta var það sem ég vildi taka mér fyrir hendur. Með mér hafði vaknað sterk vitund fyrir ritstörfum.“ Varstu kannski alinn upp við bóklestur? „Ég las mikið, en bjó samt alls ekki við bók- menntalegt umhverfi. Báðir foreldrar mínir luku skólagöngu sinni fjórtán ára, pabbi minn var hermaður og mamma stundaði ýmiskonar störf áður en hún giftist, en það voru fyrst og fremst láglaunastörf. Hún vann m.a. í stórversl- un og sem vinnukona í stóru húsi. Faðir minn var frá fátækasta hluta Glasgow og gekk í her- inn sautján ára gamall vegna atvinnuleysisins sem þá ríkti. En þau báru bæði mikla virðingu fyrir menntun eins og svo margir gera sem ekki hafa notið hennar sjálfir, svo á heildina litið voru þau hvetjandi og meðvituð um nauðsyn þess að mennta sig. Ég get því ekki kvartað yfir því að hafa skort tækifæri. Ég var líka heppinn að því leyti að á eft- irstríðsárunum í Bretlandi var gert mikið átak í menntunarmálum, svo mörg börn á borð við mig sjálfan, frá lægri miðstéttar og verka- mannaheimilum, fengu tækifæri til framhalds- menntunar. Háskólanám stóð foreldrum mín- um hins vegar aldrei til boða. Ég las mjög mikið og um tíu ára aldur var það orðið mér lífsnauðsyn. Hvorugt foreldra minna las bækur sem börn, svo ég las t.d. aldrei sígildar barnabókmenntir – mér var aldrei sagt frá þeim. Þegar ég var átján ára og fór í háskóla fékk ég þó innsýn inn í bernsku þeirra sem urðu vinir mínir og jafnframt hvaða bækur þeir lásu. Ég hafði aldrei heyrt minnsta á sígildar bækur enskrar æsku, svo sem Gulleyjuna og bækur Tolkiens og Arhurs Ransomes. Tilviljun ein réð því hvað ég las fyrir ellefu ára aldurinn. Það er ekki fyrr en nýverið sem ég fór að gera mér maður tengir þessum áratug; frelsið til tján- ingar, þá rannsókn sem varð á menningarleg- um gildum o.s.frv. Það sem ég var að lesa á þeim tíma sem ég var í Norwich var þó vissu- lega afrakstur mikillar vitundarvakningar um kynhneigð og þekkingu á því sviði, sem og af- rakstur afgerandi tilfinningar um að hvað sem er geti verið viðfangsefni bókmenntanna. Flest- ir höfundanna sem ég var að lesa voru banda- rískir og það var mikil uppgötvun fyrir mig að lesa Roth og Bellow, Updike, William Borr- oughs og Norman Mailer. Bækur á borð við Portnoy’s Complaint, The Armies of the Night og fyrstu Rabbit bækurnar voru auðvitað af- sprengi þessara tíma. Það er því óhætt að segja að í víðum skilningi hafi listrænar frumraunir mínar átt rætur sínar að rekja til ákveðinnar óþolinmæði gagnvart breskri skáldsagnagerð þessa tímabils, sem mér virtist alltof kurteisleg, ótrúlega heft, frekar grá og jafnframt takmörk- uð hvað formið varðar. Í henni mátti finna ein- hvers konar „lítið England“ sem vakti með mér eirðarleysi – að hluta til vegna þess að ég kann- aðist ekki við það efra millistéttarlíf sem þar var lýst. Ég lærði af fólki á borð við Roth og Borr- oughs að maður hafði um margar aðrar leiðir að velja. Smásögurnar mínar voru því mjög op- inskáar um kynferðismál, og þrátt fyrir að ég hafi ekki viljað viðurkenna það í mörg ár, þá voru þær, já, skrifaðar til að sjokkera fólk svo- lítið,“ viðurkennir Ian með óræðu brosi. „Þær áttu einnig mun meira sameiginlegt með þeim leik sem Borges og Roth léku með formið. Að því leyti var ég vissulega afsprengi sjöunda áratugarins, en fram að þeim tíma sem ég kom til Norwich hafði ég alltaf verið óskap- lega samviskusamur og hefðbundinn námsmað- ur. Árið í Norwich breytti talsverðu hvað per- sónulegan þroska minn varðaði og ég kastaði af mér margs konar klöfum. Upphaf ritferils míns og víðari sjóndeildarhringur í persónulegu lífi féllu saman.“ Í forminu fólst tilraun til að fanga athygli lesandans Þú segir fyrstu sögurnar mótaðar að nokkru leyti af löngun til að sjokkera fólk, enda fjallar þú um allt mögulegt sem ekki mátti segja upp- hátt og tæpast hugsa um heldur, svo sem kyn- hneigð, ofbeldi, sifjaspell, öfuguggahátt og jafn- vel ofbeldi. Eru þetta ef til vill þættir í þínum skáldskap sem þú hefur horfið frá í seinni tíð? „Ég held að ég hafi frekar bætt við fleiri þátt- um en horfið frá því sem ég notaði áður,“ segir Ian eftir nokkra umhugsun. „Í upphafi voru skrif mín mörkuð af sterkri löngun til að helga mig formi smásögunnar. Það setti sögunum ákveðnar skorður og gerði þær ef til vill dálítið ógnvekjandi. Í forminu fólst líklega tilraun til að fanga athygli lesandans og nota alla þá klæki sem ég kunni til þess að tæla lesandann til að taka sér stöðu nálægt einhverju sem var í raun- inni afskaplega ógeðfellt. Margir sögumanna minna voru í raun skáldlegar brellur sem ég notaði í tilraun til þess að ýta lesandanum út á ystu brún. Sögumaður sem t.d. misþyrmir og drepur litla stúlku, er í rauninni að reyna að ná samúð lesandans. Ég hafði mikinn áhuga á óþægilegum aðstæðum af þessu tagi.“ Þarna má skynja þá einhvern skyldleika við Nabokov, eins og t.d. í Lólítu? „Ég myndi nú ekki vilja ganga svo langt að bera mig saman við hann,“ segir Ian af dæmi- gerðri breskri hógværð og brosir lítillega. En ég má segja það? „Já, þú getur sagt það,“ svarar hann að bragði og hlær. „En þetta eru, að mínu mati, þeir hlutir sem ég fann mig knúinn til að skrifa um í mörg ár – ég myndi telja The Cement Garden (Steinsteypugarðinn, 1978) og The Comfort of Strangers (Vinarþel ókunnugra, 1981) með þessu tímabili – til þess að geta síðan hafist handa við að draga þessa sömu drætti á nokkuð stærri myndflöt, ef svo má að orði kom- ast. Og jafnvel The Innocent (Hinn hrekklausi, 1990)? Ian hikar aðeins en segir það síðan tæpast hægt. „Að vísu voru margir sem komust í upp- nám yfir þessum sex eða sjö blaðsíðum þar sem aðalsöguhetjan er að hluta lík í sundur, en ef ég hefði sleppt þessum blaðsíðum þá var sú bók – sem var líka sú lengsta sem ég hafði skrifað fram að þeim tíma – vel innan ramma sögulegra skáldsagna. Hún fjallar um eitt þessara afdrifa- ríku augnablika sögunnar, þ.e.a.s. þá tíma er breska heimsveldið leystist upp og bandaríska heimsveldið tók við, og hvaða ástæður gætu hafa legið að baki þeim umskiptum. Auk þess SÖMU DRÆTTIR Á Ian McEwan á að baki athyglisverðan rithöfundarferil; fyrst sem hinn ungi, róttæki rannsakandi ofbeldis, fé- lagslegrar einangrunar og afbrigðilegs kynlífs, síðar sem þrautreyndur túlkandi mannlegs eðlis eins og það brýst fram í persónulegri glímu einstaklingsins á sviði sögunnar. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR hitti Ian á heimili hans í Oxford og ræddi við hann um þróun skáldskapar hans og sögulega þýðingu ákveðinna augnablika á tíðaranda samtímans. Ian McEwan hefur í rúman aldarfjórðung verið einn eftirtektarverðasti rithöfundur í Bretlandi. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002 EFE

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.