Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 7
skýrir alls ekki þá miklu fjölbreytni sem birtist í
náttúrunni, hvað þá uppruna lífsins og allar þess
stökkbreytingar. Sjálfur taldi Darwin að fjöl-
breytnin ætti sér orsök í breytingum á umhverf-
isskilyrðum. Ný-darwinistar hafa haldið því
fram að tilfallandi ónákvæmni í boðvirkni innan
arfberanna hafi valdið breytingum á gerð
frumna sem síðan hefðu komið fram sem aukin
fjölbreytni innan náttúrunnar.
Í alþjóðlegu læknatímariti, Lancet2) sem birt-
ir almennt viðurkennd læknavísindi, má lesa um
uppruna lífs á jörðinni: „Hugmyndir okkar um
jörðina áður en lífið kom til sögunnar þyrfti að
endurskoða og þá með hliðsjón af því að lífrænt
efni gæti hafa borist hingað utan úr geimnum.“
Um þetta segir Dr. Hoyle : „Að örverur skuli
fyrirfinnast í geimnum og á öðrum hnöttum,
ásamt því að þær geta lifað af ferðalag gegnum
gufuhvolf jarðar, bendir eindregið til þess að
DNA-efðaefni í frumum mannsins geti hafa bor-
ist til jarðar frá geimnum. Með því að viður-
kenna þetta sjónarmið er komist hjá mótsagna-
kenndum fullyrðingum Darwin-kenning-
arinnar.“ Og hann heldur áfram: „Erfðaefni
frumna sem berast lífverum utan úr geimnum
verða ekki nauðsynlega virk þegar í stað, heldur
geta geymst sem eins konar „minnisbanki“ og
bíða þess að verða virk. Þessi hluti frumupró-
grammsins bíður eftir aðstæðum sem leyfa að
þau geti sinnt hlutverki innan lífveranna. Sé
nýtt erfðaefni stöðugt að berast til jarðar má
skýra það að mikill hluti DNA-erfðaefnisins í
hverri jurt eða dýri er samsett úr óvirkum gen-
um, en um 95% af erfðaefni mannsins virðist
óvirkt og ekki þjóna sjáanlegum tilgangi. Sér-
kennileg dæmi eru t.d. erfðaefni sem gagnleg
eru sumum líftegundum, en öðrum ekki, t.d.
ákveðin erfðaefni blóðs sem finna má í sumum
jurtum. Ýmislegt áður óútskýrt verður ljósara í
þessu samhengi, t.d. þegar litir blóma og skor-
dýra eru hinir sömu af þeirri einföldu ástæðu að
sömu genin hafa framleitt sömu litina bæði hjá
jurt og dýri.“
Þeim vísindamönnum fjölgar stöðugt sem
velta fyrir sér þeim miklu vitsmunum og þeirri
nákvæmu hönnun sem birtist í náttúrunni og
allri gerð lífsins. Niðurstaða margra er sú að
ekki geti verið um tilviljunarkennda framvindu
að ræða, heldur þróun stöðugt fjölþættari upp-
lýsinga og samspils milli umhverfis og erfða-
efnis uns sýnilegir vitmunir komi fram í hegðun,
fyrst dýra og síðan manna. Upplýsingaaukning-
in virðist miða að þróun lífsforma og birta skipu-
lag þar sem markmiðið er að fram komi verur
með aukna vitund um sig sjálfar og umhverfi
sitt.
Þróun lífsins virðist þannig birta tilgang í
framvindu sinni. Sé athuguð þróun mannsins og
vitundar hans er auðvelt að sjá að sú þróun-
arsaga hefur oft haft í för með sér þjáningar og
mistök. En sagan sýnir jafnframt að maðurinn
er leitandi vera sem varla er fyrr búin að ná einu
marki en annað takmark tekur við. Mannsvit-
undin leitar skilnings á sjálfri sér og eigin um-
hverfi.
Þróun í mannlegri skynjun
Spurningin er sú hvort tegundin maður sé
einstök lífvera sem ekki eigi sér neinn sinn líka
annars staðar í alheimi? Eða hvort við erum að-
eins ein lífvera af mörgum sem byggja hnetti
hinna ýmsu sólkerfa alheims? Kannske eru
svörin við þessum spurningum nærtækari en
marga grunar.
Það verður að teljast eðlileg víðsýni að reikna
með vitsmunalífi víðar í alheimi, en hins vegar
óskhyggja að ímynda sér að mannveran sé ein-
stakt fyrirbæri í alheimi. Jafnvel þó að lífefna-
gerð mannsins og menning hans væri sérstök,
eru yfirgnæfandi líkur á því að vitsmunalíf sé að
finna annars staðar og þá jafnvel af ólíkum
gerðum!
Þekktur bandarískur læknir og vísindamað-
ur, Dr. Shafica Karagulla3) fékkst í mörg ár við
að rannsaka óvenjulega hæfileika mannsins og
skrifaði bókina Breakthrough to Creativity
(Nýjar víddir í skynjun mannsins). Þar segir í
formála bókarinnar: „Tuttugasta öldin hefur
verið nefnd öld framfara. Með hjálp vísinda hef-
ur mönnum tekist að kljúfa atómið, rjúfa hljóð-
múrinn, sigrast á þyngdaraflinu og komast út í
geiminn. Öll þessi vísindaafrek hafa grundvall-
ast á skilningarvitunum og þeirri tækni sem
maðurinn hefur beitt til að víkka svið þeirra. Í
dag stendur maðurinn við endimörk heims
skilningarvita sinna og skynjar æ betur hve
skammt skynheimurinn nær. Maðurinn stendur
nú andspænis þeirri staðreynd að til eru hlutir
og veruleiki sem skynfæri hans geta enn ekki
greint. Eðli lífsins er að laga sig að kringum-
stæðum og nú reynir á aðlögunarhæfni manns-
ins í nýrri ljósorkuveröld þar sem efnið birtist
sem orka á hreyfingu og honum er nauðsynlegt
að skilja þetta nýja umhverfi sitt betur. Nú þeg-
ar eru skilningarvitin hjá hópi fólks tekin að
þroskast fram yfir venjuleg takmörk og eru til
nægar sannanir fyrir því. Maðurinn er lífvera í
stöðugri þróun. Það væri rökrétt að álykta að
eitt skref á þróunarferli hans væri að þroska
með sér fleiri skyn- og skilningarvit til viðbótar
þeim sem fyrir eru. Við mennirnir erum að
byrja að kanna nýjar veraldir í hinum ytri heimi
og það er ekki ósennilegt að við séum einnig á
leiðinni inn í ókunnan heim innra með okkur
sjálfum.“
Þessi orð Dr. Karagulla eru sögð að loknum
áratuga rannsóknum á fólki með óvenjulega
hæfileika, svo sem fjarskyggni, skyggnihæfi-
leika og hæfileika til að lækna með snertingu.
Samspil hins „ytra“ og hins
„innra“ í því sem við skynjum
Fróðlegt er að kynnast ýmsum viðhorfum
þeirra vísindamanna sem fengist hafa við að
rannsaka öreindasviðið. Kjarneðlisfræðingur-
inn David Bohm4) er einn þeirra sem hafa haft
mikil áhrif og hugmyndir hans um alheiminn
sem heilmynd, „hologram“, hafa umbylt við-
horfum margra. Í bók sinni Wholeness and the
Implicate Order, lætur hann í ljós þá skoðun að
lögmál skammtasviðsins séu vísbending um að
tilveran sé margvíð heild sem við skynjum að-
eins örlítið brot af. Bohm má telja einn af helstu
brautryðjendum varðandi skilning á þeim
ókunnuglega veruleika sem blasir við eðlisfræð-
ingum þegar þeir beina sjónum að öreindasvið-
inu. Þar beinist athyglin líka að sjálfri skynj-
uninni, að því hvern þátt hin skapandi vitund
hefur í skynjun okkar á umheiminum. Vitund,
efni og orka verður ekki aðskilið við skynræna
upplifun.
Hvers vegna skynjum við á þann hátt sem við
gerum? Sérhver mannvera er samsafn upplýs-
inga, þar sem blandast saman viðhorf og
reynsla innan þess forms sem við erum gerð í.
Skynjanir okkar eru bundnar lögmálum forms
og ljóss, en við erum virk innan sömu heildar og
hið skynjaða. Lífvera með aðra gerð skynfæra
og heila myndi skynja á annan hátt sömu orku
og við skynjum. Umhverfi okkar – „hið ytra“ –
það sem við skynjum, er orka á mismunandi
tíðni og ytri form að mestu birting hlutfalla sem
eru innbyggð í okkur sjálf.
Hvað segir kjarneðlisfræðingurinn David
Bohm um skynjunina?
„Heili mannsins býr á stærðfræðilegan hátt
til hlutlægan veruleika með því að túlka tíðni
sem er bundin annarri vídd eða dýpra tilveru-
sviði utan tíma og rúms. Heilinn er hólógram,
hluti af hólógrafiskum veruleika.“
Strengjafræðin – aukin innsýn í innri
gerð efnis, orku og tímarýmis
Margir hafa ritað um skammtakenninguna
og þau áhrif sem hún hefur haft á viðhorf vís-
indanna. Einn þeirra er Dr. Paul Davies5), pró-
fessor í náttúruvísindum við háskólann í Adel-
aide í Ástralíu. Hann hefur skrifað fjölda bóka
um eðlisfræði, náttúruvísindi og heimspeki.
Í bók hans, Superforce, kemur fram að
margra ára tilraunir til að finna sífellt smærri
og smærri orku- og efniseindir hafa leitt inn á
nýjar og óvæntar brautir. Smám saman hefur
orðið ljóst að tengsl öreinda virðast skýrari sem
stærðfræðileg hlutföll fremur en að óuppgötv-
aðar séu fleiri gerðir öreinda. Niðurstaðan sýn-
ist sú að öll efna- og orkusambönd á hvaða sviði
sem er komi fram sem stærðfræðihlutföll. Það
sé líkast því, segir Dr. Davies, að öll efna- og
orkusambönd sem fyrirfinnist séu hönnuð með
það að markmiði að halda orkuhlutföllunum í
jafnvægi.
Hér er komið út fyrir mörk skammtasviðsins
og hefur þessu verið gefið nafnið strengjafræði.
Rætt er um ofurstrengi, sem samstæður innan
samhverfuhlutfalla þar sem öll tilveran birtist
sem mismunandi stærðarhlutföll. Vísindamenn
sem fást við þessi fræði, segir Davies, setja fram
þá tilgátu að í slíkum jafnvægishlutföllum birt-
ist algildir ofurvitsmunir (superintelligence)
sem standi að baki og handan alls sem er. Innan
heildarinnar sé jafnframt gert ráð fyrir mann-
legum vitsmunum. Stærðfræðin sé þannig að
sýna að að baki hinum merkilegu stærðfræði-
hlutföllum alheims séu að verki skapandi vits-
munir. Strengjaeðlisfræðingar hafa byrjað að
nota kenningar um holografiska almynd og tek-
ið mið af þeim í stærðfræði þar sem hver eining
felur í sér alla gerð heildarinnar, öreindir, orku,
efni, tímarými og þyngdarafl.
Með hliðsjón af þeirri heildarmynd verður
ýmislegt skiljanlegra á sviði dulsálfræðinnar
(parapsychology) sem áður veittist erfiðara að
skýra. Þar má t.d. nefna fjarskyggni, og hlut-
skyggni, þar sem persóna getur skynjað aftur
eða fram í tímann. Með hliðsjón af holografiskri
gerð heilans, sem Stanford-háskólaprófessor-
inn Karl Pribram6) setti fram tilgátu um
snemma á 7. áratugnum má sjá að á sama hátt
og hver hluti holograms felur í sér heildarmynd-
ina, þá er heilinn fær um að greina og muna
hluti eða atburði, fjarlæga í tíma og rúmi, en
tengir þá saman samkvæmt eðli hologramsins
þannig að t.d. langtímaminni geymist víðs vegar
í heilanum.
Fyrir nokkru kom hingað til lands eðlisfræð-
ingurinn Leonard Susskind7), prófessor við
Stanford-háskóla í Bandaríkjunum, en hann er
einn þeirra sem hefur notað hugmyndir
Pribrams og David Bohms í rannsóknum sín-
um. Við Susskind birtist viðtal í Morgunblaðinu
þar sem hann segir: „Eðlisfræðingurinn Steph-
en Hawking hefur notað aðferðir strengjafræð-
innar til að skilgreina eðli svarthola og hefur
komist að nýstárlegri niðurstöðu. Eins og flestir
vita hefur lengi verið talið að svartholin í geimn-
um séu eins konar ofurinnsog sem soga allt að
sér og skili því ekki aftur, jafnvel ljós eigi ekki
afturkvæmt hafi það lent í svartholi. Hawking
velti því fyrir sér hvað yrði um upplýsingar og
orku sem hyrfu inn í svarthol og komst að þeirri
niðurstöðu að allt, sem hyrfi þannig hlyti að
skila sér aftur í formi geislunar, en samkvæmt
skammtakenningunni varðveitist öll orka í ein-
hverju formi. Þetta minnir óneitanlega á holog-
ram Bohms þar sem sérhver öreind geymir
upplýsingar um heild, hvort sem er í tíma eða
rúmi, einnig almynd eða hologrami Bohms þar
sem sérhver öreind geymir ótakmarkaðar upp-
lýsingar um heildina.“
Kurt Gödel8), hinn þekkti stærðfræðingur,
telur að stærðfræðilegar stærðir og hlutföll séu
alls ekki óraunverulegri en t.d. öreindir eru fyr-
ir eðlisfræðingum og bendir á að stærðfræðileg-
ar stærðir séu innbyggðar í gerð heimsins og
hlutlægar á sinn hátt.
Stærðfræðingurinn og eðlisfræðingurinn Dr.
Brian Greene9), prófessor við Columbia-háskól-
ann í Bandaríkjunum, fjallar í bók sinni, The
Elegant Universe, um þróun strengjafræðanna
og nýjustu viðhorfin á því sviði. Hann segir:
„Við höfum séð bregða fyrir heimsmynd þar
sem alheimurinn grundvallast í upplýsingaör-
heimi handan Planck-stærðarinnar, sem er af
stærðargráðu 10 í mínus 33. veldi cm. Margt
bendir til að þar sé handan tíma og rúms upp-
lýsingasvið sem birtist í strengjum. Þar að auki
telja sumir að alheimur okkar sé lítil froðubóla á
yfirborði gífurlegs heimshafs samsíða alheima.
Þessar hugmyndir benda til þess að við stönd-
um á þröskuldi mikilla breytinga á skilningi
okkar á tilverunni.“ Álíka stærðarbil er milli
mannslíkamans og rafeindar og frá rafeind nið-
ur í 10 í mínus 33. veldi cm örheims Plancks.
Er hægt að ná sambandi við
vitsmunaverur á öðrum hnöttum?
Margbreytni tilverunnar ásamt þeim grun að
við séum þátttakendur í alheimslegu sköpunar-
ferli vekur vonir um að fyrr eða síðar munum
við hitta fyrir framandi menningarheima. Enn
eru þetta ólíklegar hugmyndir vegna fjarlægða
milli stjarna því jafnvel þó að hægt væri að
ferðast á ljóshraða myndi ferð til reikistjörnu í
nokkurra ljósára fjarlægð taka mannsævir að
jarðartíma. Ef við gerum ráð fyrir að einhvers
staðar sé að finna hátækniverur sem geta
ferðast milli stjarnkerfa nálægt ljóshraða væri
óvíst að slík menning myndi eyða tíma sínum í
slík ferðalög. Líklegra væri að slík menning
myndi heldur nota háþróaða leitar- og upplýs-
ingatækni til að leita uppi aðrar vitsmunaverur í
alheimi. Nái mannkynið sambandi við aðra
menningu einhvers staðar í alheimi, gæti það
opnað augu okkar fyrir því að mannkyn jarðar
tilheyrir einni stórri fjölskyldu og á tilveru sína
undir því að lifa friðvænlega saman. Eitthvað í
þessa veru voru viðhorf Carls Sagan10), þekkts
vísindamanns, sem var mikill áhugamaður um
könnun á lífi í alheimi. En hann var fullviss um
að fyrr eða síðar tækist mönnum að þróa tækni
sem myndi sigrast á fjarlægðartakmörkunum,
þá líklegast með handanljóshraða eða milli-
víddasamskiptum.
Hafa utanjarðarverur þegar
haft samband við jarðarbúa?
Þekktur geðlæknir við Harvard-háskóla, Dr.
John E. Mack, hefur gefið út tvær bækur sem
fjalla um kynni hans af fólki sem telur sig hafa
komist í samband við utanjarðarverur. Dr.
Mack lýsir vantrú sinni og efasemdum í upphafi
og lét síðan fólkið gangast undir margs konar
sálfræðipróf. Að loknum viðtölum og prófunum
komst hann að þeirri niðurstöðu að reynsla
þessa fólks var því afar raunveruleg og breytti
oft viðhorfi einstaklinga varanlega.
Niðurstaða Dr. Mack er sú að mannkynið
standi frammi fyrir því að ókunnir vitsmunir
séu að hafa áhrif á jarðarbúa og vekja þá til vit-
undar um kreppu vistkerfa jarðar og um ástand
og eðli allífsins. Margt af þessu fólki hefur öðl-
ast ýmsa hæfileika í kjölfar þessarar reynslu,
svo sem næmari skynjun, fjarskyggni- og for-
spárhæfileika og stundum skyndilega þekkingu
og vitneskju sem þeir áður báru ekkert skyn-
bragð á. Með rannsóknum sínum og bókum hafa
John E. Mack og fleiri gerst brautryðjendur á
nýju sviði rannsókna þar sem markmiðið er
aukinn skilningur á eðli mannsins og tengslum
mannkynsins við líf í alheimi.
Heimildir
1) Sir Fred Hoyle: The Intelligent Universe, 1983
2) Dr. David Bohm: Wholeness and the Implicate Order,
1981
3) Dr. Paul Davies: Superforce, 1984, The Cosmic
Blueprint, 1989, About Time, 1999
4) Michael Talbot: The Holographic Universe, 1991
5) Dr. John Mack: Abduction, 1994, Passport to the
Cosmos, 1999
6) Dr. Carl Sagan: The Pale Blue Dot, 1995
7) Dr. Shafica Karagulla: Breakthrough to Creativity
, 1.útg. ’67, ísl. útg.’76
8) Grein í Morgunblaðinu 26. sept. ’99: Svarthol,
strengir og sannleikskorn
9) Grein í tímaritinu The Lancet, 355. tbl., 4. mars 2000
10) Dr. Brian Greene: The Elegant Universe, 1999
LÍF Á JÖRÐU – TILVILJ-
UN EÐA TILGANGUR
Reuters
„Vísindamenn hafa lengi leitað vitneskju um hvort svipuð eða sömu lífefni eða frumefnablöndur
og hér eru sé að finna á öðrum hnöttum okkar sólkerfis og annarra sólkerfa.“
Höfundur er kennari á Akureyri.
lifeforce.est@simnet.is
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002 7