Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 13 BRESKA ríkisstjórnin hefur selt fornmuni að verðmæti um 1,3 milljarðar punda, eða um 170 milljarða íslenskra króna, frá því Verkamannaflokkurinn komst til valda fyrir fimm ár- um. En eftir stjórnarskiptin var ákveðið að allar eignir rík- isins skyldu skráðar og þær sem ekki væru notaðar seldar. Sá galli virðist hins vegar á þessu fyrirkomulagi, að sögn breska dagblaðsins Daily Tele- graph, að fornmunir falla auð- veldlega í þennan flokk. Sala á fornmunum í eigu ríkisins hef- ur víða vakið áhyggjur og á síðasta ári var m.a. sú ákvörð- un fjármálaráðuneytisins að ætla að selja á uppboði 17. ald- ar silfurmuni í þess eigu for- dæmd af mörgum. Munirnir eru metnir á um 15 milljónir króna, en um var að ræða gripi sem voru mikilvægur hluti breskrar sögu. Rík- isstjórnin hætti þó við söluna á síðustu stundu og viðurkenndi að ekki hefði verið leitað upp- lýsinga um mikilvægi þeirra jafnvíða og skyldi. Einungis þeir forngripir sem falla í flokkinn „ríkisarfleifð“ eru undanþegnir slíkri sölu, sem og þeir fornmunir sem metnir eru á yfir eina milljón punda. Stofnanir og ráðuneyti eru síðan jafnvel hvött enn frekar til að losa sig við slíka gripi með reglugerð sem sekt- ar þær stofnanir sem kjósa að halda slíkum munum eftir í sinni eigu. „Þeir munir sem ekki eru skilgreindir sem rík- isarfleifð eru í mikilli hættu,“ segir Christopher English, framkvæmdastjóri Silfursjóðs- ins, sem hefur miklar áhyggjur af þessari þróun og ekki hvað síst þar sem ákvörðun um söl- una er oftar en ekki tekin af starfsfólki stofnanna án ráð- gjafar sérfræðinga. Póstmódernísk list í Astrup Fearnley SÝNING á póstmódernískum verkum í eigu Astrup Fearnl- ey-safnsins í Noregi var opnuð í byrjun júlímánaðar, en safnið lýtur stjórn Gunnars Kvarans list- fræðings. Sýningin nefnist „Realitets- fantasier“, sem útleggja má sem Raunveru- leikadraum- sýnir, og er á henni að finna m.a. ný verk í eigu safns- ins sem ekki hafa verið sýnd áður. Meðal þeirra eru verk eftir listamenn á borð við Jeff Koons, Andy Warhol, Felix Gonzales-Torres, Nan Goldin og Bruce Nauman. Auk þess má á sýningunni einnig sjá verk eftir Damien Hirst, Rach- el Whiteread, Gerhard Richter og Sigmar Polke og hefur þeim verið fundinn staður í ný- uppgerðum sýningarsölum safnsins. Sala fornmuna vekur áhyggjur ERLENT Fornmunasalan vekur áhyggjur. Raunveru- leikadraumsýnir í Astrup Fearnley- safninu.DYR/Portal nefnist sýning með myndverk-um Kate Leonard frá Colorado og Val-gerðar Hauksdóttur sem opnuð verður íListasafni ASÍ við Freyjugötu í dag kl. 14. Myndlistarmennirnir unnu að gerð sýningar- innar bæði í Colorado og á Íslandi og fjallar hún um myndræna túlkun þeirra á náttúru og menn- ingu þessara landsvæða. Listamennirnir settu sér engar fyrirfram ákveðnar takmarkanir né þemu við gerð myndanna heldur létu umhverfið og eigið innsæi ráða ferðinni. Á sýningunni gefur að líta verk unnin í ólíka miðla, ljósmyndir, stálætingar og verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin er styrkt af Colorado College og verður hún jafn- framt sýnd í Coburn Gallery, Colorado Springs, haustið 2003. Kate Leonard er deildarstjóri myndlistardeild- ar og stjórnandi grafíknáms við Colorado College. Hún lauk BA-gráðu í myndlist frá Grinnel College og MFA-gráðu frá University of Nebraska, Lin- coln, 1994. Verk Kate Leonard hafa verið sýnd víða í Bandaríkjunum og á alþjóðlegum vettvangi. Hún hefur unnið til fjölda viðurkenninga, m.a. frá 14th National Drawing and Print Competitive Exhibition við College of Notre Dame í Maryland og Colorado College MacArthur Award sem efni- legur ungur kennari ásamt ferðastyrkjum til Ís- lands til áframhaldandi þróunar á verkum sínum hér á landi. Verk hennar eru í opinberum söfnum og einkasöfnum, þar á meðal New York City Publ- ic Library Print Collection. Valgerður Hauksdóttir hefur unnið sem mynd- listarmaður og kennt myndlist síðastliðin 20 ár. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, kl. 14–18 og stendur til 28. júlí. Aðgangseyrir er ókeypis. Verk eftir Valgerði Hauksdóttur og Kate Leonard á sýningunni Dyr/Portal. Myndræn túlkun á náttúru Colorado og Íslands ÖRN Þorsteinsson myndhöggvari opn-ar sýningu í Lónkoti í Skagafirði ídag. Ber hún heitið Steinar úr sjó, enhöggmyndirnar á sýningunni eru unnar úr grágrýti sem tekið er úr sjónum í Lón- koti. „Í þessari fjöru við Lónkot er mjög gott efni, grágrýti, og eru verkin sem nú eru sýnd allt að eitt tonn að þyngd,“ segir Örn. „Ég hef í raun verið að leita að svona efni í nokkurn tíma, og lagði af stað með svipaða hugmynd fyrir rúmum tveimur árum. Þá var ég að vinna úti á Stokks- nesi við Hornafjörð hjá góðu fólki og vann þá í gabbró, sem er algengt efni þar. Blessað gabbró- ið bíður betri tíma. Nú er ég hins vegar kominn með efni sem ég get notað og úr því er til orðin þessi sýning, Steinar úr sjó.“ Sýning Arnar er útisýning, og hefur hann dregið efnið úr fjörunni upp í sýningarsvæðið sjálft, sem er stór malar- hringur umkringdur grasi gróinni mön, sem stendur í Lónkoti. „Þetta sýningarsvæði er mjög hentugt fyrir þessi verk og ég er sáttur við þessa umgjörð,“ segir Örn. Hann segir aðstöðuna í Lónkoti vera mjög hentuga fyrir myndlistarmann sem vinnur í stein og að hann sé afar þakklátur fólkinu þar fyrir að veita sér hana. „Ég er kominn með mikið af efni til úrvinnslu. Það eru tugir steina sem liggja þarna í fjörunni, margir á vörubrettum, svo ég hef getað gengið á milli og unnið í verkin eftir veðri og vindum,“ segir Örn, en verkin vinnur hann öll á staðnum og mun halda þeirri vinnu áfram í sumar og fram eftir hausti. „Þessari vinnu fylgir oft á tíðum gríðarlegur rykmökkur. Ég vinn með öflugar sagir og slípirokka, og svo notar maður auðvitað hamarinn og meitilinn, sem eru grunnverkfæri margra myndhöggvara.“ Hann segir að þessi verk sín beri vísun til sjáv- arins. „Þetta eru einhvers konar sögur af skepn- um og fólki, sem tengjast sjónum á einhvern hátt. Í verkum mínum hef ég oftast fengist við við- fangsefni, sem eru á mörkum raunveruleika og ímyndunar. Eða að þegar rýnt er í hlutinn, þá umbreytist hann yfir í eitthvað allt annað.“ Örn hefur notað margskonar efni í myndverk sín gegn um tíðina, til dæmis tré, brons og ál. „En að vinna í svona náttúruefni og á staðnum, finnst mér alveg einstakt. Á þessum stað er eins og maður vinni undir hraðbraut fugla, það er svo mikið fuglalíf hérna. Umhverfið hefur auðvitað gífurlega mikil áhrif á mann við listsköpunina.“ Örn stundaði nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og Listaháskólann í Stokkhólmi á árun- um 1966-1972. Verk hans eru í eigu helstu lista- safna landsins, auk margra fyrirtækja og opin- berra aðila. Opnun sýningarinnar Steinar úr sjó verður í Lónkoti í dag kl. 15 og stendur sýningin opin til ágústloka. Sögur steina úr sjó Morgunblaðið/Björn Björnsson Örn Þorsteinsson opnar höggmyndasýningu í Lónkoti í Skagafirði í dag. Í TILEFNI af ald- arafmæli Halldórs Laxness verður mál- þing tileinkað verkum og lífi skáldsins hald- ið í University Coll- ege í London 14. september nk. Mál- þinginu hefur verið gefið heitið „The Sil- ent Music of the Clouds: 100 Years with Halldór Lax- ness“, eða Hin þögla tónlist skýjanna: 100 ár með Halldóri Lax- ness. Það er deild skand- inavískra fræða við háskólann sem stendur fyr- ir þinginu í samvinnu við íslenska sendiráðið í London og með aðstoð styrkja frá Sjóði Egils Skallagrímssonar. Fræðimenn, útgefendur og þýðendur verka skáldsins frá jafnt Bretlandi sem Íslandi munu fjalla um verk Laxness og ævi, en þingið verður sett með tölu Þorsteins Pálssonar, sendiherra Íslands í Bretlandi. Meðal þeirra sem þar munu flytja tölu eru Halldór Guðmundsson frá Eddu – miðlun og útgáfu, Ástráður Eysteinsson pró- fessor í bókmenntum við Háskóla Íslands, Svanhildur Óskarsdóttir fræðimaður við Árna- stofnun og sjónvarpsmaðurinn og þýðandinn Magnús Magnússon. Málþing um Laxness í London Halldór Laxness

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.