Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002 NÝ skáldsaga er væntanleg í enskri þýðingu frá japönsku skáldkonunni Banana Yoshi- moto en bókin nefnist Goodbye Tsugumi (Vertu sæl Tsugumi). Yoshimoto vakti gríðarlega at- hygli með skáld- sögu sinni Eld- húsi sem komst á metsölulista í heimalandi hennar og víð- ar. Nokkrum árum síðar sendi hún frá sér skáldsöguna N.P. sem einnig vakti athygli en þótti öllu hófstilltari í tjáningu sinni. Goodbye Tsugumi segir frá Maríu sem er einkadóttir ógiftrar konu. María hefur al- ist upp við sjávarströndina með frænku sinni Tsugumi sem er öryrki en býr yfir miklum per- sónutöfrum, er dekruð og stundum grimm. Faðir Maríu flytur hana og móður hennar til Tokyo og stofnar fjölskyldu með þeim. Þar kemst María í snertingu við fjörlegt háskóla- líf og þarf að takast á við nýjar kröfur. Tsugumi býður Maríu að dvelja hjá sér yfir sum- artímann til að kveðja sjáv- arþorpið. Ferðin verður ör- lagarík. Tsugumi finnur ástina og María uppgötvar mikilvægi þess að eiga fjölskyldu og heimili. Hún þarf einnig að glíma við innri styrk Tsugumis og þá staðreynd að hún muni sennilega missa þennan vin sinn. Myndavél Vermeers Listfræðingar hafa velt því fyrir sér lengi hvort hollenski sautjándu aldar málarinn Jo- hannes Vermeer hafi notað camera obscura, forvera ljós- myndavélarinnar, við að mála mjög svo realískar myndir sín- ar. Í nýrri bók, Vermeer’s Camera (Myndavél Vermeers), færir enski fræðimaðurinn Philip Steadman sannfærandi rök fyrir því að listamaðurinn hafi notast við þessa tækni er hann málaði myndir á borð við Útsýni yfir Delftborg og Kennslustund í tónlist sem hafa þótt vera ótrúlega nákvæm endurspeglun á fyrirmynd- unum. Í umsögn á heimasíðu Amazon stendur að bókin sé að hluta söguleg nálgun, að hluta vísindaleg en hún sé þó fyrst og fremst ákaflega spennandi saga. Steadman heldur því fram að Vermeer hafi notað vélina til þess að varpa fyr- irmyndinni á vegg. Hann hafi síðan sett pappír á vegginn og málað ofan í myndina sem vélin varpaði á hann. Listin að ferðast The Art of Travel (Listin að ferðast) nefnist nýútkomin bók eftir breska heimspekinginn Alain de Botton en hann er höf- undur metsölubókarinnar The Consolations of Philosophy (2000). Í The Art of Travel fjallar de Botton um ýmsar góðar og miður góðar hliðar þess að ferðast, allt frá lífinu á flugvellinum, glímunni við mí- níbarina til tilfinninga á borð við eftirvæntingu og forvitni. Rýnt er í verk ýmissa lista- manna, hugsuða og rithöfunda sem hafa tjáð sig um þessa vin- sælu iðju og reynt er að svara spurningunum hvers vegna við viljum stunda hana og hvernig við getum fengið meira út úr henni en við oftast gerum. ERLENDAR BÆKUR Ný bók frá Yoshimoto Banana Yoshimoto IFyrr á þessu ári kom út í Bandaríkjunum bókum fyrstu eiginkonu T.S. Eliot, Vivienne, en löngum hefur hvílt nokkur dul yfir samskiptum þeirra og þá sérstaklega endalokum hjónabands- ins sem einkum hafa verið skýrð með meintri geð- veiki Vivienne. Bókin er eftir Carole Seymour- Jones og nefnist Painted Shadow en í undirtitli segir að hún fjalli um ævi Vivienne, fyrstu eig- inkonu T.S. Eliots, og sannleikann um áhrif hennar á snillinginn sem löngum hafi verið þag- að um. II Seymour-Jones heldur því fram að sagnfræð-ingar hafi ávallt litið fram hjá áhrifum Vivi- enne á skáldið, það hafi jafnvel ríkt þegjandi samkomulag um að útiloka hana og dæma hana geðveika. Hefur þessu verið harðlega mótmælt í nýlegum ritdómi um bókina í The New York Tim- es Book Review eftir William H. Pritchard sem bendir til dæmis á að nýleg ævisaga Eliots eftir Lyndall Gordon geri Vivienne góð skil og fjalli sérstaklega um áhrif hennar á skáldskap Eliots. III Hjónaband Eliots og Vivienne varði árin1915 til 1933 en þá yfirgaf hann hana eftir að hafa snúið heim úr árs dvöl í Bandaríkj- unum. Í bók Seymour-Jones eru árin eftir skiln- aðinn, sem aldrei var gengið frá formlega, rakin ýtarlega en þá reyndi Vivienne að ná sambandi við Eliot aftur árangurslaust og var á endanum lögð inn á geðveikrahæli af bróður sínum árið 1938. Eliot undirritaði aldrei nein skjöl sem sam- þykktu innlögn Vivienne en hann hafði heldur aldrei samband við hana aftur. Vivienne lést árið 1947 á hælinu, árið áður en Eliot hlaut Nób- elinn. IV Seymour-Jones heldur því fram að það séekki hægt að kenna Vivienne alfarið um hvernig fór fyrir hjónabandi þeirra Eliots. Ver hún talsverðu púðri í að finna skýringar á storma- sömu sambandi þeirra í fari Eliots og bendir með- al annars á að ráðríki móður hans í æsku hafi haft slæm áhrif á hann og gert hann erfiðan í sambúð. Prichard telur rök hennar hins vegar langsótt og bendir á að Eliot hafi ætíð verið í góðu sambandi við móður sína eins og ráða megi af fjölmörgum ástúðlegum bréfum hans til hennar. V Seymour-Jones telur sig einnig finna rök fyrirþví að Eliot hafi verið kynkaldur með Viv- ienne og vitnar í sálfræðing þess efnis að ekki sé ólíklegt að hann hafi bælt með sér kynferðislegar langanir til karlmanna. Pritchard telur rök henn- ar ákaflega haldlítil og segir raunar bókina illa skrifaða í flesta staði. Telur hann líklegt að aldrei verði komist til botns í því hvernig samband þeirra Eliots og Vivienne var í raun og lít- ilmótlegt sé að leita að sökudólgum í þeim efnum. VI Bók Seymour-Jones, sem er 698 blaðsíður,er sennilega einna helst sönnun þess að einkalíf skálda og listamanna vekur ekki síður deilur og áhuga en verk þeirra – og kannski miklu frekar. NEÐANMÁLS A LLTAF er hann Clinton for- setalegri en Bush, hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég sat yfir sjónvarpsfrétt- unum í vikunni og fylgdist með George W. Bush ræða um hertar aðgerðir gegn bókhaldssvikum stórfyrir- tækja. Bush minnti meira á forstjóra olíu- fyrirtækis, þarna sem hann stóð í ræðustól, en forseta voldugasta ríkis veraldar. Í kjölfarið fór ég að hugsa um „forsetaleikann“ og þá merki- legu staðreynd að Bill Clinton kemur ennþá – eftir allt sem á undan er gengið – svo vel fyrir í fjölmiðlum að maður saknar þess að sjá hann þar í hlutverki valdsmannsins. Ég ályktaði að forsetaleiki ætti lítið skylt við raunverulega frammistöðu forseta í embætti; hann er fremur sá persónuleiki sem byggist smám saman upp af einstökum myndbrotum í sjónvarpi, frétta- ljósmyndum og setningum sem hafðar eru eftir viðkomandi einstaklingi í dagblöðum og út- varpi. Í framhaldi af þessum vangaveltum rifjaðist upp fyrir mér brot úr skáldsögunni Ódauðleik- anum eftir Milan Kundera þar sem því er lýst þegar François Mitterrand var kosinn forseti Frakklands árið 1981. Fjöldi fólks hafði safnast saman fyrir framan Panþeonhofið í París og fylgdist með forsetanum ganga upp breiðar tröppur hofsins og hverfa inn um dyrnar. Þar inni, segir í skáldsögunni, var hann „í þungum þönkum og aleinn ef frá er talin ein kvik- myndatökuvél, hópur tökumanna og nokkrar milljónir Frakka sem sátu undir Níundu symfóníu Beethovens og einblíndu á sjónvarps- skjáinn heima hjá sér.“ Á yfirborðinu var er- indi Mitterrands að leggja þrjár rósir á grafir þriggja einstaklinga sem hann hafði valið úr hópi þeirra sextíu og fjögurra mikilmenna úr sögu franska lýðveldisins sem hvíla í hofinu. Raunverulegt erindi hans, eins og Kundera túlkar það, var hins vegar að eiga stefnumót við ódauðleikann; „dauðinn og ódauðleikinn mynda par óaðskiljanlegra elskenda, andlit hins lifandi rennur saman við andlit hins dauða og því verður hann ódauðlegur í lifanda lífi“. Um það leyti sem ég las þennan kafla fyrst stóðu forsetakosningar í Bandaríkjunum fyrir dyrum og Clinton var meðal frambjóðenda. Í sjónvarpsauglýsingum sem mærðu ágæti hans birtist aftur og aftur svarthvítt myndskeið sem sýndi unglinginn Clinton standa í hópi jafn- aldra sinna og taka í höndina á John F. Kenn- edy, þáverandi Bandaríkjaforseta. Þetta var samskonar mynd og Kundera hafði séð af Mitt- errand. Í samhengi kosningabaráttunnar var þetta mynd af því þegar óþekktur bandarískur unglingur snerti ódauðleikann – andlit hins lif- andi rann saman við andlit hins dauða. Kundera gerir greinarmun á tvenns konar ódauðleika, litla ódauðleikanum sem felst í minningu þeirra sem þekktu viðkomandi ein- stakling persónulega og stóra ódauðleikanum sem felst í minningu þeirra sem ekki þekktu hann. Kundera ræðir einnig um það sem hann kallar hlálega ódauðleikann en hann felst í því að vera þekktur af endemum, píslarvottur sein- heppni eða niðurlægingar. Fáum árum eftir að bandarískir sjónvarps- áhorfendur höfðu horft á svarthvíta myndskeið- ið með þeim Kennedy og Clinton var hliðstætt myndskeið í lit sýnt aftur og aftur í sjónvarpi. Enn kom Clinton við sögu en var nú kominn í spor hins ódauðlega forseta. Í hlutverki ung- lingsins var ung kona. Hún stóð í hópi aðdá- enda forsetans með alpahúfu á höfði; ekki man ég hvort hún hafi kysst hann, faðmað eða látið nægja að veifa til hans. Veigameiri snerting hennar við ódauðleikann í bakherbergi Hvíta hússins var ekki fest á filmu en henni var lýst í smáatriðum við yfirheyrslur og sú lýsing birt í flestum fjölmiðlum veraldarinnar. Í því sam- hengi virtist þetta síðara myndskeið af ung- lingnum og forsetanum vera mynd af því hvernig stóri ódauðleikinn getur breyst í hlá- lega ódauðleikann, eins og hendi sé veifað. En forsetaleikinn lætur ekki að sér hæða. Alltaf er hann Clinton forsetalegri en Bush, hugsa ég enn með sjálfum mér. Getur verið hann hafi gengið hlálega ódauðleikanum úr greipum? FJÖLMIÐLAR AÐ SNERTA ÓDAUÐLEIKANN Bush minnti meira á forstjóra olíufyrirtækis, þarna sem hann stóð í ræðustól, en forseta vold- ugasta ríkis veraldar. J Ó N K A R L H E L G A S O N VIÐ erum stödd í miðju allsherj- arhruni allra innilokunarstaða: Fangelsa, sjúkrahúsa, verksmiðja, skóla, fjölskyldunnar. Fjölskyldan er „innrétting“ sem er í kreppu eins og allar aðrar innréttingar, þær sem tilheyra menntun, starfi og svo framvegis. Viðeigandi ráðherrar eru sífellt að kynna endurbætur sem allar eiga að vera nauðsyn- legar. Endurbætur í menntakerfinu, endurbætur í iðnaði, á sjúkra- húsum, hernum, fangelsum þótt all- ir viti að þessar stofnanir hafi að mestu runnið sitt skeið á enda. Nú þarf aðeins að líkna þeim í dauða- stríði þeirra, sjá til þess að fólk hafi nóg fyrir stafni þar til nýju öfl- in sem nú knýja dyra taka við. Stýringarsamfélög eru að taka við af ögunarsamfélögum. „Stýring“ er nafnið sem Burroughs stakk upp á yfir nýja skrímslið sem Foucault tel- ur nálgast hratt. Paul Virilio er líka sífellt að greina síkvikar myndir óheftrar stýringar sem taka við af gömlu ögrunarformunum er starfa innan líftíma lokaðra kerfa. Hér er ekki um að ræða undraverðar af- urðir lyfjaiðnaðarins, kjarnorkuvís- indi eða erfðaverkfræði þótt þessir þættir gegni vissulega hlutverki í nýja ferlinu. Þetta er ekki spurning um hvort gamla kerfið sé harð- neskjulegra eða þolanlegra en það nýja því að í þeim báðum ríkja átök milli þess sem frelsar okkur og þess sem kúgar. Kreppa sjúkra- húsanna sem innilokunarstaða gat til dæmis af sér nýtt frelsi í formi sálgæslustöðva, dagspítala og heimaþjónustu en ýtir um leið und- ir stýringartækni á borð við harð- neskjulegustu innilokun. Við ættum ekki að lifa milli vonar og ótta heldur leita nýrra vopna. Gilles Deleuze Ritið Hnattrænt réttlæti Hvað hefði gerst ef þeir sem sigruðu Hitler í síðari heimsstyrj- öldinni hefðu gripið tækifærið sem þeir boðuðu árið 1945 og leitast við að skapa heim „án ótta og ör- birgðar“, heim réttlætis? Og hvernig hefði það verið eftir árið 1989 ef sigurvegarar kalda stríðs- ins hefðu gripið tækifærið og fetað sig áfram veginn í átt til hnattræns réttlætis sem var nú orðið brýnna en nokkru sinni áður? En þetta stóð ekki einu sinni til og síðan notfærði Bush sér 11. september sem átyllu til að endurnýja grýlu kalda stríðsins og laga hana að breyttum aðstæðum. Ernst Tugendhat Kistan www.visir.is/kistan Morgunblaðið/Ómar „Þetta er kalt verk og karlmannlegt.“ STÝRING

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.