Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002 Á HRIF Halldórs Laxness á aðra listamenn hafa þótt mikil og þegar komið var að máli við mig og ég beð- in um að halda eilitla tölu lét Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri Vöku-Helga- fells, jafnvel að því liggja að þau hefðu verið banvæn. „Sumir halda því fram að hann hafi drepið heila kynslóð ís- lenskra rithöfunda,“ sagði hann. Ljótt er ef satt reynist, hugsaði ég með mér. Gæti þetta fólk hafa sálast úr hlátri, fundist stirðnað með Kristnihaldið í kjöltunni? Gat þetta verið rétt? Reyndar fannst mér eins og gengið væri að því vísu að ég hefði orðið fyrir ógurlegum áhrifum af verkum Halldórs. Ég færi bara ekki í gúmmístígvél án þess að finnast Salkan gjósa upp í mér og gæti ekki heyrt minnst á sumarbústaðarferð upp í Biskupstungur án þess að tauta út undan mér eitthvað eins og: „Berðu mig ekki meira núna Magnús minn, – þú grætur þá þeim mun meira þegar þú vaknar.“ Nei, persónur Halldórs hafa ekki snert mig neitt sérlega. Alveg satt! Það hefur Halldór sjálfur og lífshlaup hans hins vegar gert, jafnvel þótt hann hafi fæðst nær 70 árum á undan mér. Fyrstu bókina eftir Halldór las ég í maí 1986 rétt áður en ég varð 16 ára. Fyrir valinu varð Barn náttúrunnar. Þetta veit ég því sama vor hóf ég að færa til bókar allt sem ég las. Líklega hef ég haft gaman af Barni nátt- úrunnar því um leið og ég hafði lokið henni las ég Sjálfstætt fólk. Næsta ár sést að ég hef torgað Atómstöðinni, Heimsljósi og Vef- aranum mikla frá Kasmír. 1988 urðu Íslands- klukkan, Sjöstafakverið og Kristnihald undir jökli fyrir valinu. Um vorið það ár bauð ég bókaforlagi nokkru fáeinar vísur eftir mig til útgáfu. Mér fannst alveg ófært að ég gæfi ekki út fyrstu bókina á meðan ég var enn 17 ára. Eins og Halldór. Bókaútgefandinn var kurteisari en kviðlingarnir áttu skilið. Hann sagði að þeir væru ekki hæfir til útgáfu en ég mætti alveg koma aftur seinna. Þetta fannst mér fallega sagt, ekki það að ég hafi þekkst boðið. Áður en ljóðin mín urðu bókarhæf greip almættið líka inn í, útgefandinn dó. Segir ekki meira af honum hér. 1989 las ég Daga hjá munkum og Brekku- kotsannál. Áhugi minn á Dögum hjá munkum var engin tilviljun því sama sumar fór ég í dóminíkanskt klaustur sem stendur mitt í víðfeðmum sólblómaökrum í Suður-Frakk- landi. Ég komst reyndar aldrei inn í klaustrið og gerði engar tilraunir í þá áttina. Þess í stað skúraði ég eins og herforingi gistiheim- ilið sem nunnurnar ráku. Ástæðan fyrir því að mig, 19 ára gamla stúlkuna sem að auki var lútersk, langaði að dvelja heilt sumar á meðal nunna var auðvitað sú að Halldór hafði verið í klaustri. Þarna hafði ég þegar ákveðið að ég ætlaði að verða rithöfundur þegar ég yrði stór og fyrst klausturdvöl hafði virkað fyrir Halldór gat hún varla skaðað feril minn. Ég skrifaði reyndar engan skáldskap í klaustrinu. Þess í stað dundaði ég mér við það að skrifa grein um dvöl mína. Hún birtist í Lesbók Morgunblaðsins og hét – „Dagar hjá nunnum“. Aðeins einu sinni man ég eftir að munkur hafi skotið upp kollinum á gisti- heimilinu. Hann hengdi hvíta kuflinn sinn upp frammi á gangi og ég man hvað mig langaði rosalega til að eiga ljósmynd af mér í þessum búningi svo ég gæti litið út eins og Halldór framan á bókinni Dagar hjá munk- um. Sem betur fer fór ég ekki þess á leit við manninn að hann lánaði mér kuflinn sinn. Það hefði getað reynst flókið að útskýra þann áhuga. Smám saman eltist það þó af mér að reyna að lifa halldórsku lífi. Í bókinni Nærmynd af Nóbelsskáldi er að finna frásagnir fjölskyldu og vina Halldórs af honum. Þar segir rithöfundurinn Elías Mar: „Hann var okkur fyrirmynd sem við fórum þó ekki eftir; til þess var hann of ólíkur okk- ur.“ (Akureyri 2000, bls. 205) Þarna gæti Elías eflaust verið að tala fyrir hönd flestra íslenskra listamanna, hvort sem þeir eru skáld, poppsöngkonur eða tölvuleikjahönnuðir. Hann var jú fyrsti ís- lenski listamaðurinn sem sló almennilega í gegn í útlöndum. Sé frægð mæld í því hvort rútur stoppi við heimili viðkomandi svo út- lendingar geti lagst á gluggana á Björgvin Halldórs- son meira að segja enn svolítið í land. Í Nærmynd af Nóbel- skáldi verður fólki aðallega tíðrætt um tvö atriði í fari skáldsins. Það fyrra er álit þess á áfeng- isdrykkju. Þar er vitnað í Magnús Ás- geirsson sem á að hafa sagt: „Það er svo und- arlegt að maðurinn skuli vera Íslendingur, að Ísland skuli hafa eignast svona mann, sem er skáld án þess að vera fyllibytta.“ (bls. 220–221) Halldóri fannst barasvo miklu skemmti-legra að kaupa sérjakkaföt úr enskum tvídefnum en brennivín. Í greininni „Íslenskur þjóðarguð“ sem birtist í greinasafninu Af menníngarástandi kallar hann brennivínsdýrkunina hinn sat- anska stimpil sem þrældóm- urinn markaði á íslenkan þjóð- arsvip og fullyrðir að þjóðin trúi heitar og einlægar á brennivín en guð almáttugan. Síðar segir hann: „Fullur maður er ljót sjón. Það spillir fegurðarsmekk barnanna að horfa á svo ljóta sjón.“ (Reykjavík 1986, bls. 31) Ekki amaleg rök til að gerast bindind- ismaður. Hver vill vera ljótur? Fleiri en einn verða til að vitna um hvað Halldóri leiddist mikið félagsskapur drukkins fólks. Á Íslandi jaðrar það við mannhatur. Við hvern ætlar maður þá að tala? En maðurinn var greini- lega svo skemmtilegur að kollegarnir lögðu það á sig að vera edrú í návist hans. Sveinn Einarsson er einn þeirra sem fengnir eru til að segja frá kynnum sínum af Halldóri í fyrr- nefndri bók, Nærmynd af Nóbelskáldi. Þar rifjar hann upp þegar þeir hittust eitt sinn í Kaupmannahöfn á meðan vinnan við leik- gerðina á Kristnihaldi undir jökli stóð yfir. Þegar þeir voru búnir að fá nóg bauð Sveinn Halldóri í Konunglega leikhúsið þar sem þeir sáu leikrit um hernámsárin í Danmörku. Þótti þeim báðum lítið til koma. Frásögnin fjallar um það að eftir sýninguna hafi Halldór dregið Svein yfir götuna að litlum veitinga- stað. „Og Halldór Laxness, þessi staki reglu- maður, sem sannarlega var ekki gefinn fyrir vín, – nú var svo að honum ekið, eftir þessa dauflegu leikhússetu, að það dugði ekkert minna en að fá sér einn lítinn snafs.“ (bls. 235) Þetta finnst Sveini saga til næsta bæjar! Maðurinn vildi fá snafs eftir leikhúsferð. Er það tilviljun að það er bar í kjallara Þjóðleik- hússins? Eins og menn hafi ekki fyrir löngu séð að fólk þráði fátt eins heitt og að getað drukkið frá sér allt vit eftir að hafa séð leik- sýningar Ólafs Hauks. Stundum er þó erfitt að henda reiður á sambúð Hall- dórs við áfengi því í einum kaflanum er hann stakur reglumaður en í öðrum segir fyrrverandi tengdasonur hans, Jón Gunnar Ottósson: „Halldór drakk áfengi á hverjum degi. Hann fékk sér staup með vissum réttum, eins og saltkjöti og öðru feit- meti, sem er evrópsk venja, til að melta bet- ur fituna. Þá lagði hann mikið upp úr því að hafa bjór með matnum.“ (bls. 283) Jón Gunnar segist hafa orðið að hafa allar klær úti til að útvega Halldóri bjór sem þá var, eins og flestir muna, sjaldséður mun- aður. Frásagnir lýsa auðvitað þeim best semsegja þær, ekki þeim sem sagt er frá.Og það er meira hvað fólk hefur gam-an af að segja frá Halldóri. Ég kynnt- ist konu á elliheimili þar sem ég vann sem unglingur. Skammtímaminnið var alveg horf- ið en hún mundi vel æskuárin og ferminguna. Halldór var eitt fermingarsystkina hennar. Hann vildi aldrei leika sér við hina krakkana. Einu sinni buðu þau honum að vera með í strik og sto. Hann krosslagði armana á brjósti sér og sagði þóttafullur: „Hef ekki lyst.“ Tíminn hafði haft þau áhrif að þetta sat mun betur í konunni en hvað eða yfirhöfuð hvort hún hafði borðað í hádeginu. Þetta voru áhrif Halldórs ef marka má það sem fjölskylda hans og vinir hafa mesta unun af að tíunda um hann. Annars vegar viðhorf hans til drykkjuskapar en það síðara útlit hans. Hvað hann var alltaf fínn í tauinu, mað- urinn. Alltaf í jakkafötum úr enskum tvídefn- um. Til er skemmtileg myndasería eftir Rún- ar Gunnarsson af Halldóri sem tekin var á Fálkagötunni. Þar situr Halldór í stólnum Eggið sem hannaður var af Dananum Arne Jakobssen. Mjúkar línur stólbaksins teygja sig eins og vængir út úr herða- blöðum Halldórs, hann enda kominn á flug, er að tala. Svona líka kasúal í tvídfötunum sínum. Þennan stól hafa þau Auður eflaust fengið vin sinn, bar- þjóninn á Gullfossi, til að senda heim frá Danmörku. „Innréttingar báru vott um danska hönnun og danska heimilismenningu,“ (bls. 142) er haft eftir einni stúlknanna sem unnu á Gljúfrasteini í bókinni Nærmynd af Nóbels- skáldi. Halldóri fannst mikilvægt að hafa fal- leg húsgögn í kring- um sig. Í greininni „Íslensk alþýðumenn- ing“ sem birtist í safn- inu Af menníngar- ástandi kemur fram að hann hefur gert sér ferð á það sem hann kallar Par- ísarsýningu og skoðað þar pólsk sveitahúsgögn sem féllu honum bara nokkuð vel í geð. Dönsk nútímahúsgögn hafa þó frekar orðið fyrir valinu þegar hann stofnaði eigið heimili. Halldór og Arne Jakobsen voru jafn- aldrar því í ár halda Danir upp á ald- arafmæli Arne með tveimur veglegum yf- irlitssýningum. Samanber húsbúnaðarblöð nútímans dreymir alla um að eiga Egg eða Maur eða einhverja aðra gersemi eftir Arne. Tvídefnið hefur líka farið hamförum und- anfarin misseri á tískusýningunum, t.d. hjá Karli Lagerfeld sem hannar fyrir Chanel. Þetta gæti ekki verið smartari mynd. Halldór gerir sig eitthvað svo vel. Eins og blóm í eggi. Í bókinni Lífsmyndir skálds (Reykjavík 1992) getur að líta fjölda mynda. Halldór er flottur á hverri einustu. Jafnvel þótt hann fari í hvíta sokka við svörtu jakkafötin á gamlárskvöld 1957, nokkuð sem skríbentar Vogue myndu kalla „faux pas“ eða „feilspor“. Eins og Pétur Gunnarsson benti á í Lesbók- inni fyrir stuttu hefði Halldóri heldur aldrei dottið í hug að láta taka af sér myndir hálf- berrössuðum að gera Müllersæfingar. Hall- dór var nefnilega stílisti áður en nokkrum öðrum hafði hugkvæmst að slík stétt ætti eft- ir að verða til. Og þá er ekki átt við stílista í merkingunni maður sem hefur góðan ritstíl, um það leikur auðvitað enginn vafi hvað Hall- dór varðar, heldur stílista í merkingunni manneskja sem setur upp myndatökur og tískusýningar. Stétt sem er að verða mik- ilvægari en flest annað þegar kemur að sölu tímarita, gerð auglýsinga og uppsetningu verslana. Halldór hafði langa æfingu í að stíl- isera sjálfan sig, maðurinn reyndi jú hvað hann gat að líkjast Byron í klæðaburði þegar hann var undir tvítugu og gekk þá líka með rúðugler í gleraugnaumgjörðunum sínum til að sýnast gáfulegri. Þegar Halldór og Óskar Halldórssonstilla sér upp á Ráðhústorginu vorið1920 er engin leið að sjá hvor þeirraer útgerðarmaður og hvor er 18 ára blankheitabersi. Hattur Óskars ef til vill svo- lítið fínni en samt … Halldór skartar göngu- staf. 1–1. Og vorið 1926, þegar Halldór er 24 ára gamall og kemur heim frá Sikiley með hand- ritið að Vefaranum mikla frá Kasmír í far- angrinum, er eins og hann sjái fyrir aðra tísku. Hann ber nákvæmlega eins gleraugu og sjálfur galdradrengurinn Harry Potter. Það sem Halldóri liggur á hjarta á þessum HALLDÓR OG EGGIÐ Halldór í egginu. „Reyndar fannst mér eins og gengið væri að því vísu að ég hefði orðið fyrir ógurlegum áhrifum af verkum Halldórs. Ég færi bara ekki í gúmmístígvél án þess að finnast Salkan gjósa upp í mér og gæti ekki heyrt minnst á sumarbústaðarferð upp í Biskupstungur án þess að tauta út undan mér eitthvað eins og: „Berðu mig ekki meira núna Magnús minn, – þú grætur þá þeim mun meira þegar þú vaknar.““ E F T I R G E R Ð I K R I S T N Ý J U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.