Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002 ÞÓRÐUR Magnússon er staðartónskáld í Skálholti um helgina, og verða verk eftir hann flutt á tónleikum bæði í dag og á morgun. Dagskrá helgarinnar hefst kl. 14 með er- indi í Skálholtsskóla. Að þessu sinni fjallar dr. Gavin Lucas fornleifafræðingur um nýja fundi í fornleifauppgreftrinum í Skál- holti í sumar. Georg Philipp Telemann er tónskáld fyrri tónleika dagsins, sem hefjast kl. 15, en flytjendur á þeim eru Marta Halldórs- dóttir sópran, Camilla Söderberg blokk- flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir barokkfiðluleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari. Verk staðartónskáldsins, Þórðar Magn- ússonar, hljóma svo á seinni tónleikum dagsins, kl. 17. Þetta eru þrjú ný verk, en tvö þeirra heyrast í fyrsta sinn á þessum tónleikum. Flytjendur eru Eþos-kvartett- inn, skipaður Auði Hafsteinsdóttur og Gretu Guðnadóttur fiðluleikurum, Guð- mundi Kristmundssyni lágfiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, en þeim til fulltingis í einu verka Þórðar verð- ur Marta Halldórsdóttir sópran. Þessi efnisskrá verður endurtekin á tón- leikum á morgun kl. 15. Kl. 16.40 hefst orgelstund, en í messu kl. 17.00 á morgun verða fluttir þættir úr tón- verkum helgarinnar, og Marta syngur stól- vers úr fornu handriti. Verk Þórðar eru tveir strengjakvartett- ar og verk fyrir strengjakvartett og sópr- anrödd. „Þetta er frumflutningur beggja strengjakvartettanna, sá númer eitt er reyndar orðinn nokkuð gamall, saminn 1996, en þann númer tvö var ég bara að klára fyrir viku. Þriðja verkið heitir Ó, Jesú, eðalblómi en ég samdi það fyrir tveimur árum, en þá fyrir fjórar raddir, eða kór. Nú er ég búinn að skrifa það út fyrir strengjakvartett og eina rödd. Ég held að þessi verk séu frekar ólík, eitt þeirra samið út frá sálmalaginu Ó Jesú eð- alblómi. Það eru tilbrigði kringum sálminn. Tónefniviðurinn er því ekkert rosalega framúrstefnulegur og takmarkast af sálmalaginu. Kvartettarnir eru tvær til- raunir í kvartettasmíð. Í þeim fyrri langaði mig til að búa til verk í einum samstæðum þætti. Innan hans eru þó skýr kaflaskipti, en það er púls sem ég held gjörsamlega gegnumgangandi í verkinu sem fólk finnur fyrir jafnvel þótt það sé hægt. Í seinni kvartettinum, sem ég var að ljúka við að semja, eru hins vegar meiri kaflaskipti og fleiri stílbrigði, þar sem kaflarnir eru mjög ólíkir.“ Þórður hefur dvalið með tónlist- arfólkinu í Skálholti alla vikuna og segir það mjög spennandi að heyra verkin lifna við. En það er ekkert mikið verið að breyta eftirá, eða hvað? „Ég er búinn að bæta við einni nótu, að öðru leyti leyfi ég tempói og slíku að ráða sér. Einn kaflinn í Ó, Jesú eðalblómi er töluvert hraðari en ég hafði ímyndað mér, en ég vona að það verði hægt að laga það til.“ Að vanda er veitingasala í Skálholtsskóla milli tónleika og barnagæsla, og tekið skal fram að ókeypis er á alla Sumartónleika í Skálholti. Þrjú verk eftir Þórð Magnússon staðartónskáld flutt á tónleikum í Skálholti um helgina Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þórður Magnússon tónskáld. EINNI NÓTU BÆTT VIÐ MAGNÚS Sigurðarson myndlistar-maður hefur látið hafa eftir sér aðviðfangsefni innsetningar sinnarSogið í Galleríi Hlemmi liggi á svið- um næringarfræðinnar og svokallaðrar papp- írs-ákefðar. Hvað hann á við með því, er spurn- ingin sem óhjákvæmilega leitar á blaða- manninn þegar hann rennir að galleríinu við Hlemmtorg. Engu að síður er honum ómögu- legt annað en að brosa þegar skrítna hugtakið pappírs-ákefð er annars vegar. Sérlega fyrir þann sem vinnur við blaðaútgáfu. Það kemur líka heim og saman þegar litið er inn á sýn- inguna – þar eru stórir staflar af rennblautum Morgunblöðum, sem agnarlitlar plöntur vaxa uppúr. Innsetninguna hefur Magnús sett fram á þann hátt, að stafla hundruðum Morgunblaða með lúpínufræjum á milli í þrjá stafla og setja upp úðunarkerfi á veggi salarins, sem viðheldur raka í blaðastöflunum og nærir þannig fræin. Einnig hefur Magnús sett fræ í gangstéttina fyrir utan og úðunarkerfi á húsið utanvert, svo óhjákvæmilegt er að vökna nokkuð þegar geng- ið er inn á sýninguna. Gestir fá svo ítarefni titl- að Applied physiology ásamt sýningarskrá í hendur þegar komið er á sýninguna. Næringarfræðilegt samhengi Næringarfræði og pappírs-ákefð er efst í huga blaðamanns, sem innir Magnús hið fyrsta eftir samhenginu. „Þessi svokallaða pappírs- ákefð hefur fylgt mér lengi. Ég hef alltaf rifið dagblöð, þuklað á pappírnum og gert svo ein- hverja hluti úr rifrildunum,“ segir hann og bendir á gamla svart/hvíta ljósmynd á veggnum í forsal gallerísins. Þar sjást turnar úr dagblöð- um á eldhúsborði foreldra hans. „Á tímabili varð þuklið og ástundunin að einskonar turnum eins og þessum. Ég hef rifið, þuklað og brotið dagblöð frá því að ég var barn. Faðir minn og ég gerðum með okkur samkomulag um hvaða síður ég fengi í Morgunblaðinu, því ég mátti ekki taka fréttatengdar greinar og Lesbókina. Hinsvegar fékk ég úthlutað minningargreinum og fasteignablaðinu,“ segir Magnús. Hann seg- ir sýninguna nú vera einskonar áframhald af þessari ákefð í dagblaðapappír. „Nú geri ég hlutina stærri og nota blaðið sjálft í stað valinna síðna,“ segir Magnús. Næringarfræðina segir hann liggja í fræinu og ástandi pappírsmassans. „En auðvitað snýst það mest um næringarfræði listarinnar,“ segir hann og vísar í tilvitnun, sem hann setur fram í sýningarskrá: „Sonur sæll, löngun kálfsins í spenann er mikil en löngun kýrinnar til að næra hann er enn meiri.“ Magnús segist finna í setn- ingunni allegoríska vísbendingu um stöðu lista- mannsins í samfélaginu og það næringarfræði- lega samhengi sem þar fer fram. „Samfélagið verður að næra listamanninn og listamaðurinn gefur eitthvað til baka. Það er þetta ferli, sem er eiginlega sýningin,“ segir Magnús. Að sjúga eða vera soginn Má setja þetta þannig upp að samfélagið sé í hlutverki kýrinnar sem nærir listamanninn sem er þá kálfurinn? „Ja, til- vitnunin felur í sér að það er hin móðurlega um- hyggja en jafnframt tilgangur kýrinnar að kálf- urinn sjúgi spenann. Samkvæmt þessu er þörf kýrinnar meiri og sterkari við gjöfina, en kálfs- ins við það að sjúga. En það má alveg snúa þessu við, listamaðurinn getur allt eins verið í hlutverki kýrinnar. Þannig kemur líka fram þetta hringferli samfélags og listar, sem má líka finna í dagblaðastöflunum. Spurningin er bara hver þurfi meira á hinum að halda,“ segir hann. „Þetta eru hugleiðingar um það að gefa og þiggja, en ég vil heldur nota hugtökin að sjúga eða vera soginn. Fræið sýgur næringu sína úr blaðastaflanum, en það sem stendur í blöðunum skiptir fræið engu máli. Það vex vegna þess að í pappírnum finnur það skjól og næringu. Þetta er kannski allegorísk táknmynd um samfélagið, fjölmiðlana og listina, að jafnvel í grópum gangstéttarinnar finnur listamaður- inn hjá sér þrá til að skapa eitthvað – þrátt fyrir að ástandið sé ekki gott og áhugi og skilningur á samtímamyndlist sé ekki mikill um þessar mundir.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús tekur fyrir stöðu myndlistarmanna í samfélaginu í verkum sínum. Fyrir einu og hálfu ári hélt hann aðra sýningu í Galleríi Hlemmi. Var þá salurinn fylltur af salti, ásamt þremur iðnaðarviftum og lokað fyrir áhorfandann með plexigleri. Þannig varð til einskonar snjóstormur inni í salnum, en sýningin bar titlinn Stormur. „Sú sýning fjallaði að vissu leyti um stöðu listamannsins á hjara veraldar,“ segir Magnús. „Ég vil gjarnan að finna megi augljósa listpólitíska eða exís- tensíalíska hlið í verkum mínum, þó að auðvitað sé alltaf kostur að lesa megi margt útúr þeim. Að maður geti haldið áfram að finna nýjar hlið- ar á sama listaverkinu.“ Hann segir innsetn- ingar hafa verið sína aðferð. „Og svo „konsept“ innan gæsalappa. Það verður að vera þannig, mín list er ekki konsept-list í þeim skilningi.“ Magnús er menntaður á Íslandi og lauk MA- gráðu í myndlist í Bandaríkjunum árið 1997. Hann segir pappírs-ákefðina hafa fylgt sér þangað. En ekki hafði hann Morgunblaðið til að vinna með þar úti? „Jújú, ég fékk Mogga. Önn- ur blöð ganga ekki. Ég þarf mjúkan dagblaða- pappír og hann finnst ekki í þarlendum dag- blöðum, né erlendum yfirleitt. Pappírinn í New York Times er til dæmis handónýtur,“ segir Magnús. Sýningin Sogið stendur til 21. júlí. Hún er op- in fimmtudag til sunnudags, kl. 14–18. HRINGRÁS NÆRING- ARINNAR Næringarfræði og pappírs-ákefð? Magnús Sigurð- arson sýnir þessa dagana í Galleríi Hlemmi, þar sem INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR blotnaði rækilega. Morgunblaðið/Arnaldur Magnús Sigurðarson vætir hliðar eins Morgunblaðsstaflans á sýningunni Sogið. ingamaria@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.