Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002 og þaðan sigldu þau til Íslands með dótturina Kristínu. Þessi lífsreynsla setti sitt mark á fjölskylduna. Þorvaldur segir í samtalinu við Matthías, að þótt maðurinn megi venjast öllu, þá komi það fram síðar. „Þegar við komum heim til Íslands vorum við bæði mjög nervös og eins og hrokkin upp af standinum. Svo fór hún heim með dóttur okkar, en ég varð eftir og kötturinn Branda …“ Tove segir, að systir hennar hafi átt erfitt með að sætta sig við aðstæðurnar á Íslandi. Astrid fékk flygilinn sinn sendan til Íslands og lék á hann klassísk verk tímunum saman meðan bóndinn málaði. En þrátt fyrir tónlist- ina fann Astrid litla hamingju á Íslandi og Björn Th. Björnsson segir, að hún hafi alltaf verið ákaflega óhamingjusöm hér á landi. Samband þeirra Þorvalds þoldi illa íslenzka ágjöf og þegar stríðinu lauk, vildi Astrid flytja til útlanda aftur. Þau áttu eitt sumar á Helsingjaeyri, en Ísland togaði Þorvald til sín og Astrid fann að framtíðin var ekki þeirra. Það var farið að molna úr sambandinu. Tove Engilberts segir, að Þorvaldur hafi verið far- inn „að venja komur sínar til kollega af gagn- stæða kyninu“. Gunna Sigurjónsdóttir segir í bréfi til Að- alsteins Ingólfssonar, að föður hennar hafi þótt einna vænst um komur Þorvalds Skúla- sonar. „Hjónaband Þorvalds og Astrid Fug- mann konu hans var þá að rakna í sundur og hafði Þorvaldur ósjaldan félagsskap af Nínu Tryggvadóttur sem einnig var sérstakur au- fúsugestur á Laugarnesi.“ Björn Th. Björnsson segir í bókinni um Þorvald Skúlason: „Árið 1948 markaði þau umhvörf í lífi Þorvalds, að þau Astrid slitu samvistum og hvarf hún ásamt Kristínu dótt- ur þeirra heim til Danmerkur. Fullorðin vin- kona þeirra beggja orðaði það svo: „Þau voru eins og tvær veraldir, tveir hnettir. Astrid var alin upp við allt aðrar aðstæður og allt aðrar lífskröfur, en Þorvaldur hlaut að fylgja sinni braut og hafði ekkert „tilovers“ fyrir slíkt.“ Til skipta áttu þau hjón fátt annað en mál- verk Þorvalds, og því tóku þær mæðgur með sér til Danmerkur álitlegt safn af verkum hans, sem hefur þó smáratað hingað heim aft- ur fyrir kaup aðdáenda Þorvalds, ekki sízt Sverris Sigurðssonar.“ Tove Engilberts segir, að systir hennar hafi farið til Danmerkur með Kristínu 1948 og þá verið umtalað að hún fyndi þeim hús- næði með vinnustofu. Það gekk eftir, en Þor- valdur fór hvergi. Astrid tók aftur upp þráð- inn við tannsmíðarnar. Þau sáust aldrei aftur. Kristín sá heldur ekki föður sinn, en þau skrifuðust á þar til Þorvaldur dó 1984. Þau Astrid og Þorvaldur skildu ekki að lög- um og skrifuðust á meðan Þorvaldur lifði. Björn Th. Björnsson segir, að Þorvaldur hafi stundum sent Astrid málverk, sem hún svo gerði sér pening úr. Í endurminningum sínum segir Tove Eng- ilberts m.a., að hún heimsæki alltaf Astrid, „þessa vel gefnu og skemmtilegu systur mína,“ þegar hún komi til Kaupmannahafnar. „Astrid hefur málað mikið og sýndi mér einu sinni herbergi fullt af málverkum. Fyrir skömmu frétti ég að einhver, sem vit hefur á, hefði séð myndir eftir hana og væri áfjáður í að setja upp sýningu á þeim eða bjóða þær til sölu. Hún tekur því fjarri. Segir að Kristín geti gert við þær það sem henni sýnist eftir sinn dag, en þangað til fari þær ekki út af hennar heimili. Það er orðið langt síðan hún hætti að skrifa mér nema á jólum og afmælum, því hún sér orðið mjög illa, en það er alltaf mikill fagn- aðarfundur þegar við hittumst. Hún á enn flygilinn og ég spurði hana eitt sinn hvort hún spilaði ennþá. Hún rétti fram hendurnar: „Heldurðu að ég spili mikið núna, Tove mín – með liðagigt?“ sagði hún raunamædd.“ Þær mæðgur Kristín og Astrid búa saman í Kaupmannahöfn. Tove og Sigurjón Björn Th. Björnsson segir, að sjaldnast hafi það þótt fréttnæmt í Höfn, „þótt piltur og stúlka á Akademíinu léti pússa sig; nokkrar bjórkollur í vinahópi og snafs með þegar bezt lét, það var sem oftast allt og sumt er að ver- öldinni snéri. En hér voru dálitlir gullfuglar á ferð sem blöðin kunnu að meta, – hann marg- faldur verðlaunahafi, og hafði þar til skömmu áður hlotið styrk Emmu Bærentzen ( Emma Bærentzens Legat ), hún útlærður tréskeri og nú nýsæmd árlegum verðlaunum Akadem- ísins fyrir beztu ástundun í námi.“ Fólkið, sem um er rætt, eru Sigurjón Ólafsson og Tove Thomason, sem giftust 18. maí 1934. Foreldrar Tove voru Rolf Thomasen og Agnes Rossina. Tove Engilberts segir, að hún hafi kunnað ákaflega vel við nöfnu sína. „Faðir hennar var ríkur vindlaframleiðandi og Tove var alin upp í guðsótta og góðum siðum.“ Kvöld brúðkaupsdagsins leið ekki jafnlygnt hjá og dagurinn. Brúðhjónin buðu Jóni Eng- ilberts og Tove og Þorvaldi Skúlasyni til sín um kvöldið. Tove segir svo frá: „Þegar líða tók á kvöld- ið fór vínið að svífa á Íslendingana sem létu nú samkvæmissiði lönd og leið. Þorvaldur, sem var ákaflega dagfarsprúður maður, og Sigurjón fóru að metast um hvor væri sterk- ari og fóru í sjómann. Brúðurin var furðu lostin, en þetta var bara byrjunin. Þorvaldur rak augun í vindlakassa og stakk handfylli af vindlum í vasa sinn. Hefur eflaust talið það óhætt þar sem vindlaverksmiðja væri í fjöl- skyldu gestgjafans. Sigurjón ærðist og sló Þorvald niður. Ein brúðargjöfin, dýrmætur postulínsvasi, féll um koll og rúllaði eftir gólf- inu. Brúðurin fór að hágráta og ég fór með hana inn í svefnherbergi og hlúði að henni meðan Jón, sem alltaf forðaðist áflog eins og heitan eldinn af hræðslu við að brjóta gler- augun, fékk vini sína með sér á krá í nágrenn- inu. Þar lægði öldurnar og sættir náðust.“ Sigurjón og Tove fluttu til Íslands að stríðslokum og fengu „aflagt apótek brezka hersins í Laugarnesi til ídvalar“. Sigurjón kom með fyrsta skipi frá Danmörku haustið 1945 og í desember komu þær mæðgur Tove og Gunna. Þau hjón ætluðu ekki að vera á Ís- landi nema í eitt ár til að sjá hvernig myndi ganga. Tove var ekki tilbúin til að snúa baki við heimalandi, fjölskyldu og frama. Gunna Jacobsen segir í bréfi til Aðalsteins Ingólfssonar: „ Móðir mín var með hugann við Danmörku og fékk stundum mikla heimþrá. Henni fannst íslensk veðrátta erfið við að etja, sérstaklega tært og svalt loftið.“ En Ísland hélt. Þau fóru reyndar til Dan- merkur annað hvert ár og dvöldu þar sum- arlangt, en Tove komst upp á lagið með land- ið tæra og svala. „Henni leið vel í Laugarnesi og fannst gott að vinna þar, og þegar íslensk- ir listamenn fóru að kynnast henni og vingast við hana, fannst henni sem hún væri komin á rétta hillu,“ segir Gunna í framangreindu bréfi. Í Laugarnesinu fór Tove að dæmi Sig- urjóns og lagði til atlögu við grágrýtið með meitil í hendi. Björn Th. Björnsson segir, að hún hafi unnið „hvert prýðisverkið af öðru, og svo sem vígð til nýs þjóðernis af grágrýtinu, tók hún nú þátt í samsýningum íslenzkra listamanna heima og heiman.“ Samsýning þeirra hjóna í Listamannaskál- anum í maí 1946 er talin brjóta blað í íslenskri nútímalist og þau voru í þeim hópi, sem stóð fyrir fyrstu septembersýningunum. Tove kenndi við Handíða- og myndlistarskólann. Eitt verka Tove varð fórnarlamb þeirrar römmu forstokkunar, sem höggmyndalistin dró reip við á þeim dögum, eins og Björn Th. Björnsson orðar það. Hann rekur söguna þannig: „Í tilefni af vígzlu Þjóðleikhússins, 1950, efndi Bandalag íslenzkra listamanna til hátíð- ar, er fól meðal annars í sér allmikla mynd- listarsýningu í húsakynnum Þjóðminjasafns- ins nýja. Tove átti þar grágrýtismynd, 105 sm háa, er sýnir pilt og stúlku halda hvort um annað, samein og rósöm í hamingju sinni. Við opnun sýningarinnar, að fjölmenni viðstöddu, tilkynnti Lúðvig Guðmundsson, skólastjóri, að hann færði Þjóðleikhúsinu verkið að gjöf, en hann hafði fest sér það áður. Var gjöfin kurteislega þegin og myndinni komið fyrir í aðalfordyri leikhússins. Þótt húsakynnin væru að vísu ekki ákjósanleg fyrir högg- myndaverk, varð myndin þeim samt til menn- ingarauka og gestum til yndis. En svo gerist það, þegjandi og hljóðalaust, að myndin er færð inn í lokaðan gang innar úr fordyrinu, þar sem enginn átti leið um, og sett þar niður eins og hvert annað geymslugóss. Að sjálf- sögðu vildi gefandinn ekki þessari aðferð una og taldi hana gerða jafnt listakonunni sem sjálfum sér til vansæmdar. Risu af þessu all- miklar úfar í blöðum, og endaði sú rimma á þann furðulega hátt, að Þjóðleikhúsið skilaði myndinni aftur! Fól Lúðvig Guðmundsson hana þá Listaverkanefnd Reykjavíkur til ráð- stöfunar, og endaði svo hennar flakk, að hún var sett niður í Tjarnargarðinum, milli Skot- hússvegar og Bjarkargötu.“ Í september 1949 kom 18 ára prestsdóttir frá Fjóni, Inga Birgitta Spur til Íslands og hóf Sigurjón að kenna henni til myndmót- unar. Um veturinn þróaðist með þeim ást- arsamband, en Birgitta fór með sumri heim til Danmerkur til náms í höggmyndalist. Sumarið 1952 fullvann Sigurjón nokkrar standmyndir undir steypu í vinnustofu aka- demísins í Kaupmannahöfn og aðstoðaði Birg- itta Spur hann við verkið. Í júní ól Tove Sigurjóni dótturina Anette og komu mæðgurnar allar til Hafnar síðsumars. Fjölskyldan fór svo heim til Íslands um haustið. Vorið eftir eignaðist Birgitta son þeirra Sigurjóns, Ólaf. Í framhaldi af því slitu Sigurjón og Tove samvistir og hún flutti með dæturnar til Kaupmannahafnar. Lögskilnað fengu þau í október 1955. Í Danmörku gat Tove sér vax- andi orðstír sem listamaður. „Ekki hefur hún þó slitið þau bönd sem tengja hana Íslandi,“ segir Björn Th Björnsson í Íslenzkri mynd- list, „því enn er grágrýtið íslenzka, sem hún færðist fyrst í fang á Laugarnesinu forðum, kjörefni hennar. Og enn laðar hún fram úr þessum kalda steini þann ljúfleika og þá mannlegu hlýju sem er henni sjálfri í blóð runnin.“ Tove Engilberts segist hafa hitt nöfnu sína löngu síðar í Kaupmannahöfn. „Hún sagðist alltaf meta Sigurjón mikils en vera allshugar fegin að hafa farið frá Íslandi.“ Tove Ólafsson andaðist 5. desember 1992. Hún varð fyrst kvenna og myndhöggvara til félagsskapar í sýningahópnum Kameraterne. Birgitta og Sigurjón Birgitta Spur og Sigurjón Ólafsson voru gefin saman í Kaupmannahöfn í janúar 1956 og Sigurjón bað leigjanda sinn í Laugarnesi að rýma braggann, því hann væri á heimleið með fjölskylduna. Í lok maí 1956 kom Sigurjón svo alkominn heim með Birgittu og tvö börn þeirra.Við tóku fábrotin húsakynni og slæmur fjárhagur. Í samtali við Kristínu Marju Baldursdóttur segir Birgitta Spur m.a.: „„Já, það var nú ekki tekið út með sældinni að vera gift framúrstefnulistamanni. Ég sagði það líka oft hér áður, við lifum fuglalífi! Maður reyndi að halda í sér lífi með ein- hverju kroppi,“ bætir hún við annars hugar. „Þegar Sigurjón seldi mynd þá þorði ég aldrei að kaupa neitt, ég var svo hrædd um að Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þorvaldur Skúlason, 1953. Myndin er fengin úr bókinni Eins manns kona – minningar Tove Engilberts. Júnídagur 1930. Astrid Fugmann með Fredrik föður sínum og systur Ragnhild.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.