Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 2002 5 ónæði. Ég stillti mig inn á hans persónu, eða reyndi það að minnsta kosti. Svo kom ým- islegt fyrir, sem ég gat varla þolað, og þá ætl- aði ég stundum að flytja burtu, en það varð aldrei af því. En þótt Svavar væri stundum mikið út á við, þá var hann heima hjá sér á næturnar. Hann hefur kannski verið svona vanafastur.“ Steinunn: Og þá er spurningin, hvað kona listamannsins uppskar fyrir erfiði sitt. „Ekkert. Maður fer bara heim og heldur áfram að búa til mat og kaffi. Margir lista- menn eru miklir egóistar og hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig. Þeir voru svona þessir strákar. Þeir hugsuðu mest um sjálfa sig. En mér fannst þetta allt sjálfsagt. Mér fannst að- alatriðið að manninum liði sæmilega og að hann gæti unnið, að það væri friður á heim- ilinu og ekki óánægja. Annars gætu vinirnir sjálfsagt sagt betur frá því hvernig ég var, því þeir hafa nú heyrt mig halda skammarræð- urnar. En auðvitað eru ýmsar hliðar á málunum. Ég man þegar Svavar seldi fyrstu myndirnar sínar, þá keypti hann handa mér voðalega fal- leg stígvél. Það var svo gaman að því þegar hann var að færa mér þessa gjöf. Hann fór mjög varfærnislega að því og þá minnti hann mikið á föður sinn.“ Árin án Svavars telja. Þótt sumir dagar séu öðrum lengri, leyfir Ásta sér ekki annað en lifa sínu lífi ótrauð. Hún hefur lagt því til bók- bandslærdóm og fylgist grannt með því sem gerist í lífi og listum. „Ég er nú reyndar orðin löt við að standa upp á endann innan um fólk á listasýningum. Mér finnst betra að hafa stól við hendina og setjast á hann, þegar andinn kemur yfir mig!“ Matthías Johannessen lauk kveðju til Svav- ars sjötugs með þessum orðum: „En þá skulum við ekki heldur gleyma því, að Svavar Guðnason á ómetanlegan bakhjarl í veraldarvolkinu; sína góðu Ástu. Hún er ímynd kærleikans í lífi hans; langlynd, góð- viljuð og hreykir sér ekki; breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Hefur um- borið Svavar Guðnason öll þessi ár. „Þær eru svona þessar kerlingar,“ hefur Svavar sagt í samtali. En sá, sem á sína góðu Ástu, þarf ekki annað skjól fyrir ágjöf og úfnum sjó. Enginn veit það betur en sjálfur hann.“ Tove og Jón Jón Engilberts og Tove Fugmann kynntust í teikninámi í iðnskóla Kaupmannahafnar. Faðir Tove, Fredrik Fugmann var þekktur og vel stæður byggingameistari í Kaupmanna- höfn. Móðir hennar var Amalie Fugmann og var Tove yngst sjö systkina. Af frásögnum Jóns og Tove má ráða, að hjá þeim hafi orðið ást við fyrstu sýn. „Ég varð strax bálskotinn í Tove. Kæmi fyrir að hún mætti ekki í skólanum var sá dagur glataður og svartur.“ „Hann svaraði afsakandi brosi mínu með alvörugefnu áhugaleysi, en í augum hans sá ég endurspeglast mín eigin viðbrögð – eitt andartak var eins og tíminn stöðvaðist og hugurinn hætti að starfa … Guð hvað þetta er fallegur maður … Þennan mann vil ég eiga.“ Listin varð þeim elskendunum mislöng. Tove söðlaði um og fór í húsmæðraskóla fyrir áeggjan Jóns, eftir að hann hafði dag einn kveðið upp úr um hæfileika hennar: „Tove mín, ég er hræddur um að þú verðir aldrei listmálari sem eitthvað kveður að.“ Tove kom til Íslands að kynnast fjölskyldu unnusta síns. Þetta var Alþingishátíðarsum- arið 1930 og vildi svo til að fundum Tove og Alexandrine drottningar bar saman við opnun málverkasýningar á Landakoti. Drottningin heilsaði Tove af alúð og tók hana svo undir arminn og sagði móðurlega: „Kæra fröken Fugmann, gerið þér yður grein fyrir hvað það þýðir að giftast fátækum listamanni og flytjast hingað í fásinnið? Þetta er allt annað en þér eruð vanar.“ „Ég elska þennan listamann svo mikið, yð- ar hátign, að ég myndi fara sæl með honum hvert á land sem væri,“ sagði Tove „Jæja, Fugmann litla,“ sagði drottningin brosandi og strauk henni hlýlega um vang- ann. „Það var gaman að heyra.“ Tove og Jón voru svo ýmist á Íslandi, Osló eða í Kaupmannahöfn, þar sem Tove eign- aðist tvíburana Amalíu og Birgittu. Fjölskyld- an kom til Íslands með Esjunni í þeirri frægu Petsamoferð og settist hér að. Fyrsta heimilið var með nokkuð öðrum blæ, en Tove átti að venjast í Kaupmanna- höfn. Rottuhlíð kölluðu þau húsið; sumarbú- stað í Kópavogi. Þar var rafmagn en ekkert vatn og urðu þau að notast við útikamar og sækja vatn í brunn skammt frá. Ekki lét Tove þessar aðstæður á sig fá. Hún var staðráðin í að helga sig hlutverki eiginkonu listamanns- ins og aðeins einu sinni virðist hún hafa verið slegin út af því lagi, en hjónabandið stóð þann storm af sér. Í gegnum frásögn Tove skín elska til eig- inmannsins og í gegnum hana tók hún heils- hugar land hans og landa sér að hjarta. Hún átti reyndar vont með að sætta sig við það snið, sem var á sumum Íslendingum og gleð- skap þeirra. En hún lét það ekki slá ryki í augu sín. „Mér líkaði vel við þá Íslendinga sem ég kynntist. Ég verð að viðurkenna að mér þótti stundum dálítið skorta á kurteisi sums staðar, en hjartahlýjan bætti það upp.“ Eftir strangan koffortabúskap flutti fjöl- skyldan í Englaborg; húsið sem þau Jón og Tove reistu á mótum Rauðarárstígs og Flóka- götu. Eldurinn sem kviknaði milli þeirra í teiknináminu forðum entist þeim Tove og Jóni ævina út. Hann dó 1972. Minningabók Tove Engilberts, sem kom út 1989 hét Eins manns kona. Jónína Michaelsdóttir, höfundur minninga- bókar Tove Engilberts, lýsir henni svo: „Ég hreifst mjög af þessari óvenjulegu konu, sem er allt í senn, yfirstéttarkona, alþýðukona og bóhem og virðist hafa fágæta hæfileika til að laga sig að ólíkum aðstæðum og fólki, án þess að hvika í nokkru frá eigin persónuleika.“ Í endurminningum sínum segir Tove Eng- ilberts m.a.: „Alltaf þegar við komum til Dan- merkur heimsækjum við Astrid, þessa vel gefnu og skemmtilegu systur mína … Astrid býr í mjög fallegu hverfi og lagði fast að mér að flytja til Danmerkur og kaupa mér hús í nágrenninu eftir að Jón dó. Það gat ég ekki. Ég sagði henni að Englaborg væri hálft mitt líf. Þar minnti hver hlutur á Jón og það sem við áttum saman og ég gæti hvergi annars staðar verið. Síst í öðru landi.“ Tove Engilberts lézt í Landspítalanum 1. október 1995. Útför hennar fór fram í kyrr- þey. Í minningargrein í Morgunblaðinu sagði Jóhannes Helgi m.a.: „Og Tove var svo sann- arlega eins manns kona, hún unni manni sín- um alla ævi sem væri hún síung ástfangin stúlka, og sú ást náði út yfir gröf og dauða. Hún var honum tungl langra nátta og sól um dimma daga. Og hún unni listum og öllu fögru á svo fölskvalausan hátt að ég þekki engin sambærileg dæmi.“ Í formála að bókinni Steinar og sterkir litir, sem kom út 1965 með svipmyndum sextán myndlistarmanna eftir ýmsa höfunda, segir Björn Th. Björnsson m.a.: „Það er eðli listamanns að vera sjálfhverf- ur. Náman sem hann brýtur er innra með honum, og í þeim göngum dvelst lengstum at- hygli hans. Oft birtist þetta í barnslegri, stundum sjúklegri sjálfselsku. Þá verður það hlutskipti eiginkonunnar að vera aðdáandi og skilningsríkt públíkum, oft þó án þess að skilja, tröllheimskur almenningur, rangsnúin stjórnvöld og samúðarfull hjúkrunarkona, allt í senn. Standist hún þá þolraun, eru mér stundum áhöld um, hvort þeirra ætti skilið hærra diplóm, hún í lífskúnstinni eða hann í sinni. Að minnsta kosti er það öldungis víst, að enginn á dýrara fóstur í íslenzkri list, eða heimslistinni þar fyrir, en listamannskonan.“ Astrid og Þorvaldur Systir Tove, Astrid Fugmann, hafði lengi haft hug á að læra að mála. Hún bað Jón Engilberts að taka sig í tíma, en hann gat það ekki, þar sem hann og Tove voru á leið til Ís- lands. Jón sagðist aftur á móti þekkja annan Ís- lending, sem væri nýkominn frá París og væri mjög góður málari. Astrid þáði að Jón kynnti hana fyrir þessum Íslendingi og var skömmu síðar komin í tíma hjá Þorvaldi Skúlasyni. Í samtali við Matthías Johannessen segir Þorvaldur Skúlason, að hann hafi verið á heimleið frá Róm sumarið 1933, en kom við í Kaupmannahöfn „og strandaði þar kvöldið áð- ur en ég ætlaði heim með gamla Gullfossi.“ „Kvenmaður?“ spyr Matthías. „Nei, ekki alveg,“ svarar Þorvaldur. „Ég hitti Sigurjón Ólafsson og okkur kom saman um að mér lægi ekkert á heim. Svo var ég í Höfn í 4 eða 5 ár …“ Astrid var listrænn hljóðfæraleikari að upplagi og tannsmiður að mennt. Þau Þor- valdur felldu hugi saman og urðu hjón, en sambúð þeirra varð ekki löng. Um Astrid og Þorvald segir Jón Engilberts í sínum minningum stutt og laggott. „Þau áttu álíka vel saman og ljónynja og geithaf- ur.“ Kona hans fjallar meira um systur sína og mág í minningum sínum. Hún segir Þorvald hafa viljað giftast Astrid og borið sig upp við Jón, sem taldi ráðahag þeirra óráð, Astrid væri leiftrandi skemmtilegur persónuleiki, en með erfitt skap og væri „í raun miklu fremur sköpuð til að vera listamaður en listamanns- kona.“ „Hjónaband milli ykkar Astrid yrði Strindbergs helvíti,“ sagði Jón. Faðir Astrid setti sig líka upp á móti hjóna- bandi þeirra og því giftust þau ekki fyrr en að honum látnum; í janúar 1938. Ætlan þeirra var að setjast að í París. Þegar Matthías Johannessen spyr Þorvald, hvort hann hafi farið heim til Íslands frá Kaupmannahöfn, svarar hann: „Nei, fór til Ítalíu og síðan til Parísar. Þá var ég giftur.“ „Ástin?“ spyr Matthías. „Já, eitthvað svoleiðis, en við skulum ekki tala um hana …“ Þorvaldur lýsir svo dvöl þeirra í París og segir þá m.a.: „Dóttir mín fæddist á sömu mínútu og Hitler réðst inn í Pólland. Hún er 20 ára og býr með móður sinni í Höfn. Við ætluðum að flýja úr borginni, en komumst ekki vegna þess að blessað barnið var nýfætt. Vinir okkar sögðu að við skyldum fara til To- urs, þar yrði ekkert barizt og nokkru síðar héldum við þangað. Þar vorum við allan vet- urinn 1939–1940. Þar var fullkomið helvíti. Stjórnin fluttist þangað eftir innrásina og það endaði með því að borgin var eins og flakandi sár eftir sprengiregnið.“ Og líka: „Á nóttunni var myrkur í Tours og við notuðum tækifærið til að skipta um bleyj- ur á barninu, þegar eldblossarnir frá loft- varnabyssunum lýstu upp herbergið.“ Stríðið hrakti þau frá Tours og áttu þau þar fótum fjör að launa um borð í skip í Bord- eaux. „Vorið 1940 var barizt af grimmd um borgina og þá flýðum við með barnið í vagn- inum og ekkert annað. Flugvélarnar gerðu loftárásir á fólkið á þjóðveginum og oft skall hurð nærri hælum, en einhver hélt vernd- arhendi yfir okkur.“ Frá Bordeaux komust þau til Englands MANNSINS Myndin er fengin úr bókinni Sigurjón Ólafsson – ævi og list. Tove og Sigurjón Ólafsson í Nýhöfn í júlí 1943. Morgunblaðið/Árni Sæberg Maður og kona: stytta í Tjarnagarðinum eftir Tove Ólafsson. 

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.