Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Side 4
B ORG á Mýrum er einn af þekktum sögustöðum þjóðar- innar. Þar er líklegt að kirkja hafi risið í árdaga kristni í landinu fyrir réttum 1.000 ár- um. Þar er enn prestssetur og yfir nafninu hvílir reisn sögunnar í huga þeirra sem láta sig slíkt skipta. Þrátt fyrir þetta hefur Borg ekki gegnt lykilhlutverki í kirkjusögu okkar. Í því tilliti felst gildi staðarins frekar í að hann er gott dæmi um þá fjölmörgu kirkjustaði sem fylgt hafa þjóðinni frá fornu fari fram á þennan dag og endurspegla breytilegt samband kirkjunnar og hins ver- aldlega samfélags í aldanna rás. Hér verður brugðið upp nokkrum svipmyndum úr þess- ari 1.000 ára sögu sem ef til vill hvetja til umhugsunar um gildi sögufrægra prests- setra og kirkjustaða allt í kringum landið sem senn kunna að víkja og falla í gleymsku vegna byggðaþróunar, hagræðingar og breytinga á skiptingu landsins í prestaköll og sóknir sem kunna að vera á næsta leiti. Upphaf kirkju á Borg Borg á sögufrægð sína ekki síst því að þakka að jörðin var þungamiðja í landnámi Skalla-Gríms Kveldúlfssonar, fæðingarstað- ur og höfuðból Egils sonar hans, og því mik- ilvægur þáttur í sögusviði Egils sögu. Síðar skipti það miklu fyrir viðgang staðarins að hann var vel í sveit settur þar sem byggðir Borgarfjarðar tengdust Mýrum. Þá var staðurinn vel settur með tilliti til sam- gangna á sjó. Af þessum sökum hélt hann stöðu sinni sem höfðingjasetur þótt ekki væri það í fremstu röð. Það skýrir síðan hversu fljótt kirkja reis á Borg. Kristnin var í árdaga ein af þeim stoðum sem höfð- ingjastéttin í landinu notaði til að styrkja stöðu sína og halda völdum eftir að land- námi lauk og föst skipan komst á íslenska samfélagið. Upphaf kirkju á Borg er hulið mistri hins óþekkta. Fyrir 1200 er aðeins að finna óbeinar vísbendingar um kirkjubyggingu þar.1 Einkum felast þær í því að þekkt eru nöfn presta á staðnum en líklegt er að á þessum tíma hafi presta vart verið að finna annars staðar en á kirkjustöðum. Í þessu greinir Borg sig frá ýmsum öðrum kirkjustöðum í héraðinu en um kirkjur í Stafholti, Húsafelli og Reykholti eru til öruggar heimildir frá því fyrir 1200. Sama máli gegnir um Mela í Melasveit, (Innra-)Hólm á Akranesi og Staðarhraun á Mýrum.2 það er því langt frá því öruggt að Borg sé meðal elstu kirkjustaða landsins. Sagnir eru þó til um upphaf kirkju þar og er þær að finna í Egils sögu og Laxdæla sögu.3 Í lok Eglu segir svo af upphafi Borgarkirkju: „Þorsteinn Egilsson tók skírn, þá er kristni kom á Ísland, ok lét kirkju gera at Borg; hann var maðr trúfastr ok vel siðaðr; hann varð maðr gamall ok sóttdauðr, ok var jarðaðr á Borg at þeirri kirkju, er hann lét gera.“4 Óneitanlega einkennir nokkur helgiblær þessa sögu og þá mannlýsingu sem þar er brugðið upp af þriðju kynslóð Borgar-manna, syni víkingsins og skáldsins Egils Skalla-Grímssonar. Þá má sjá í sögunni þá staðalmynd af fyrstu kynslóð kristinna höfðingja hér á landi er miðaldahöfundar hylltust til að draga upp í ritum sínum. Þeir voru trúfastir, vel siðaðir og urðu sóttdauðir. Hins vegar gætir ekki þess sögulega raunsæis í lýsingunni að það hafi tekið tíma fyrir hinn nýja sið að setja mark sitt á hugsun og hætti manna á jaðri hins kristna heims og sveigja þá til kristilegs hugarfars og lífernis. Í Laxdæla sögu tengjast sagnir af kirkju á Borg falli aðalsöguhetjunnar, Kjartans Ólafssonar. Frásagnir Laxdælu af ævi Kjartans eftir trúskiptin og einkum dauða hans eru að sönnu með miklum helgisagnablæ. Til dæmis segir að Kjartan hafi fyrstur manna hér á landi „fastað þurrt“ (það er aðeins etið jurtafæðu og fisk) á langaföstu fyrir páska. Þóttu það svo mikil undur að fólk kom um langan veg til að sjá mann sem „lifði svo lengi matlaus“.5 Föstur komust þó ekki á hérlendis fyrr en löngu eftir daga Kjartans. Þegar Kjartan hafði andast „í knjám Bolla“ fóstbróður síns og banamanns var lík hans flutt í (Sælingsdals-)Tungu.6 Ólafur faðir hans tók við líkinu, flutti heim að Hjarðarholti og lét tjalda yfir en mikil vandkvæði voru á að búa trúmanninum Kjartani verðuga útför „því at þá var engi kirkja gör í Dölum,“ eins og segir í sögunni.7 Þegar Kjartan hafði staðið uppi í viku lét Þorsteinn Egilsson, móðurbróðir hans, er kvaddur hafði verið til eftirmála eftir hann, flytja líkið að Borg þar sem hann hafði reist kirkju skömmu áður og lét grafa frænda sinn þar. „ … þá var kirkja nývígð ok í hvítaváðum,“ segir í sögunni.8 Vísa hvítavoðirnar hér til þeirra hvítu klæða sem nýskírðir menn klæddust og voru hliðstæða skírnarkjóla nú á dögum. Er hér átt við að kirkjan hafi enn verið búin þeim skrúða (tjöldum) er hún var prýdd við vígslu sína. Hætt er við að hér sé um tilgátu og túlkun höfundarins að ræða þar sem kirkjuvígslur voru varla tilkomumiklar á þessum tíma og hafa ef til vill ekki átt sér stað fyrr en löngu eftir að kirkjur voru reistar. Í miðaldaritum er gert ráð fyrir að Kjartan hafi verið veginn árið 1003. Ætti kirkja að hafa risið á Borg skömmu áður (e.t.v. 1002). Mjög gætir skiptra skoðana um heimildargildi Íslendingasagna. Þótt almennt sé efast um gildi sagnanna sem heimilda um menn, málefni og stóratburði telja margir að treysta megi lýsingum þeirra á menningarástandi, samfélagsaðstæðum og hversdagsatburðum. Þær eru því taldar geta þjónað sem vitnisburður um þær aðstæður og „stemningu“ sem ríkti á sögutíma sagnanna enda urðu varla miklar breytingar fram að ritunartíma þeirra í þeim efnum. Af þessum sökum má telja líklegt að Laxdæla dragi upp raunsanna mynd af þeim vanda sem við var að etja meðan kirkjur og klerkar voru ekki á hverju strái í landinu en útfararsiðir þeirra sem mest höfðu mótast af hinum nýja sið voru teknir að lagast að kristnum trúarháttum. Þá vísar frásagan til lögbundins réttar er kirkjubyggjendur nutu á meðan á fyrsta byggingarskeiði kirkna stóð. Þeim var heimilt að áskilja sjálfum sér rétt til að hljóta fyrstir manna leg við kirkjur sínar eða veita þau forréttindi nánum ættingja sínum. Hér er Þorsteinn Egilsson sagður hafa veitt Kjartani frænda sínum þessi gæði. Þessir þættir sögunnar búa því yfir trúverðugleika þótt það sanni hvorki að Þorsteinn hafi reist fyrstu kirkjubyggingu á Borg né skeri úr því hvenær sú kirkja hefur verið fullgerð.9 Fyrir utan þessar sagnir má færa óbein rök fyrir því að kirkja hafi risið á Borg fyrir 1200 og ef til vill strax um 1000. Vitað er að í kjölfar kristnitöku hófust fjölmargir jarðeigendur handa við að reisa kirkjur við heimili sín. Fyrst gerðist þetta að líkindum á höfuðbólum en síðar á stöðugt fleiri býlum. Hér réð einkaframtak ferðinni þar sem kirkjustofnun var enn ekki komin á í landinu. Miðstjórnarvald í kirkjunni var líka lengi framan af veikt jafnvel þótt íslenskur biskup væri vígður um miðja 11. öld. Víða risu því kirkjur á flestum bæjum í heilum byggðum eða byggðahverfum. Þessar fyrstu kirkjubyggingar landsins voru vissulega ekki hugsaðar sem guðsþjónustuhús formlegs safnaðar og því síður sem sóknarkirkjur. Þeim hefur miklu frekar verið ætlað að þjóna sem helgistaðir eins heimilis, graftarkirkjur heimafólks og stöðutákn sem sýndu að jarðeigandinn væri fulltrúi hins nýja tíma. Löngu síðar varð uppstokkun í þessu fínofna neti guðshúsa. Sum fengu stöðu kirkjulegra miðstöðva sem staðir, prestssetur og sóknarkirkjur, önnur héldu óformlegri stöðu sinni og kölluðust síðar bænhús enn önnur hurfu með öllu en hafa sum hver skilið eftir sig örnefni eða sagnir sem varðveist hafa um þær. Aðstæður á svæðinu umhverfis Borg varpa ljósi á þessa þróun. Fyrir 1600 voru kirkjur að Hofsstöðum, Ferjubakka, Lambastöðum, Langárfossi og Álftárósi en bænhús á Ölvaldsstöðum og Álftárbakka og ef til vill á Brennistöðum og í Einarsnesi.10 Smám saman viku þessi guðshús fyrir Borgarkirkju einni. Borg á Sturlungaöld Borg komst inn í atburðarás Sturlungaaldar á þann hátt að árið 1197 þegar Snorri Sturluson var 19 vetra andaðist fóstri hans, Jón Loftsson í Odda. Brugðu Sæmundur fósturbróðir Snorra og Þórður bróðir hans þá á það ráð að biðja Herdísar dóttur Bersa prests Vermundarsonar hins auðga frá Borg honum til handa.11 Fimm árum síðar andaðist Bersi. Tók Snorri þá arf eftir hann og „réðst til bús til Borgar ok bjó þar nökkra vetr“.12 Skömmu síðar eignaðist hann hálft Lundarmannagoðorð á móti Þórði Böðvarssyni móðurbróður sínum í Görðum á Akranesi og fetaði sig eftir það hratt upp metorðastiga höfðingjaveldisins. Munaði þar miklu um að hann samdi við Magnús Pálsson prests Sölvasonar í Reykholti um að hann léti sér eftir staðinn gegn því að hann framfærði Magnús og konu hans en kæmi „sonum þeira til þroska, þess er auðit yrði“ en Magnúsi hafði mjög eyðst fé.13 Allmörgum árum og einu hjónabandi síðar (um 1230) bað Jón murti sonur Snorra af fyrra hjónabandi föður sinn að leggja „fé til kvánarmundar honum“ en hann vildi þá biðja Helgu Sæmundardóttur Jónssonar í Odda sér til handa. Fór hann fram á forræði yfir Stafholti í þessu sambandi. Snorri vildi hins vegar að hann fengi „Borgarland ok þar með annat fé móður sinnar, en dró undan sitt fé.“14 Jón var þó veginn áður en til þessa kom. Snorri hélt því áfram að ráðstafa Borg og veturinn 1236–1237 bjó Ólafur Þórðarson hvítaskáld þar og hafði flutt sig þangað frá Hvammi í Dölum að ráði Snorra.15 Af þessu má sjá að Borg var aldrei annað en upphafið að og varaskeifa undir veldi Snorra en skipti ekki sköpum fyrir síðari viðgang þess. Kirkjuleg staða Borgar á miðöldum Líkt og ýmsir kirkjustaðir Borgarfjarðar hafa forskot fram yfir Borg hvað traustar sagnir um upphaf og ef til vill raunverulegan aldur varðar má segja að Borg hafi orðið undir í samkeppni við þá. Þannig urðu til dæmis bæði Stafholt og Reykholt öflugri kirkjumiðstöðvar en Borg þegar til lengdar lét. Af þeim sökum meðal annars þótti Snorra Sturlusyni aðgengilegra að láta Jóni murta jörðina eftir er hann sóttist eftir Stafholti. Til þess að í sundur dró með Borg og hinum kirkjustöðunum kunna að liggja margar orsakir, hagrænar, félagslegar, pólitískar og jafnvel trúarlegar. Lega og landsgæði jarðanna skipta hér miklu, eigendasaga þeirra og félagsleg staða þeirra sem með eignirnar fóru sömuleiðis. Miklu skiptir þó að í Reykholti og Stafholti voru stofnaðir svokallaðir staðir í kirkjuréttarlegri merkingu.16 Tryggja varð að öllum kirkjum sem héldu velli eftir fyrsta kirkjubyggingarskeiðið yrði haldið svo við að þær væru í messufæru ástandi og sóknarfólk gæti fengið þar alla þá þjónustu er það var í þörf fyrir. Kirkjum BORG Á MÝRUM – KIRKJUSTAÐUR Í 1.000 ÁR E F T I R H J A LTA H U G A S O N „Hér verður brugðið upp nokkrum svipmyndum úr þessari 1.000 ára sögu sem ef til vill hvetja til umhugsunar um gildi sögufrægra prestssetra og kirkjustaða allt í kringum landið sem senn kunna að víkja og falla í gleymsku vegna byggðaþróunar, hagræðingar og breytinga á skiptingu landsins í prestaköll og sóknir sem kunna að vera á næsta leiti.“ 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 2002

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.