Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Side 15
uðurinn eftir íslenska appelsíninu hverfur eins og sjónhverfing þegar kynnirinn segir hátt og snjallt: Pétur Ísland Östlund. Ekki höfðum við áð- ur heyrt þessa millinafns snillingsins okkar getið, en kætumst við; þessu biðum við einmitt eftir. Foringi hópsins, Claes Crona er gamalreyndur djasspíanisti, og auk hans og íslenska trymbilsins leikur Hans Backenroth á bassa. Við þykjumst vel vita að Pétur Östlund sé jafnmikill Svíi og hann er Íslendingur – en þegar maður er í útlönd- um, er einhvern veginn svo miklu skemmtilegra að segja hann íslenskan – enda Svíarnir sjálfir augljóslega búnir að átta sig á því og farnir að hafa orð á því þegar þeir kynna hann. Það tekur nokkur lög að einbeita sér að því að hlusta á þetta eðaltríó sem tríó – því fyrst um sinn heyrir eyrað ekkert nema snilldartaktana hjá Pétri á trommu- settinu. Lagavalið er heldur ekkert að krefjast neinnar ofurathygli – en þó samt – þetta eru gamlir kunningjar af bestu gerð, djassstandardar sem allir þekkja. Tríó Claes Crona er með tvo unga klarinettuleikara á gestalistanum sínum; Putte Wickman og Ken Peplowski, báða stór- góða. Það er gerður góður rómur að leik þessa hóps – ég hef Svía grunaða um að vera mjög sólgna í tónlist af þessu tagi, og ekki spillir fag- mannleg spilamennska. Chileska söngkonan Claudia Acuña er lofuð fyrir eina kraftmestu og tignarlegustu söng- rödd okkar daga. Hún hóf feril sinn í þjóðlaga- og dægurtónlist í heimaborg sinni, höfuðborg- inni Santiago. Stóra goðið hennar var Frank Sinatra, og þegar hún flutti til New York var hún hvött af öðrum goðum, söngstjörnunum Ettu Jones og Betty Carter, að snúa sér að djasstónlist. Á þeim tíma vann Claudia Acuña enn fyrir sér með barnagæslu og uppvaski. En stórfengleg rödd hennar heillaði New York búa eins og landa hennar og í dag nýtur hún virð- ingar og velgengni. Hún heillar líka hitastokkna gestina á Skeppshólmi. Þessi rödd er engu lík og berst um svæðið eins og haförn á flugi; þétt og fyllt. Meðspilarar hennar, Jason Lindner, Steve Davis, Reid Anderson og Gene Jackson, gera lítið meira en að skapa leiksviðið fyrir fyrir magnaða söngröddina og þeirra hlutur í mús- íkinni hverfur í skuggann, þótt hann sé óaðfinn- anlegur; þeir vita augljóslega hver stjarnan er. Það er ljóst að margir á svæðinu eru búnir að bíða spenntir eftir genginu sem nú stígur á svið- ið; þetta eru þeir John Scofield gítarleikari, Joe Lovano saxófónleikari, Dave Holland bassaleik- ari og trymbillinn Al Foster. Þetta er enda heimsfrægt gengi og samanlagt hafa þeir fé- lagar leikið með stórstirnum á borð við Charlie Mingus, Herbie Hancock, Chick Corea og Þrumuhjörð Woody Hermans. Hér er líka tón- list sem æpir á eyrað, stemmningin á svæðinu er engu lík og fagnaðarlátum ætlar seint að linna. Þetta er djass og hann er eitthvað sem gestir á Skeppshólmi þetta kvöld kunna vel að meta. Nær að moka fjósið! Það er sagt um gítarleikarann Ale Möller að hann sé guðfaðir sænskrar þjóðlagatónlistar. Eitt er víst að athygli mín á þessum skemmti- lega tónlistarmanni vaknaði þegar ég eignaðist plötu þar sem hann spilar með frábæru söng- konunni og fiðlungnum Lenu Willemark. En Ale Möller er ólíkindatól þegar að tónlist kemur, og hann spilar ekki bara þjóðlög, heldur allt sem honum finnst áhugavert og skemmtilegt. Hér er hann mættur með aðra söngkonu, Louise Hoff- sten sem er fræg í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hún á sér fortíð bæði í blús og þjóðlaga- tónlist, og á prógrammi þeirra hér í kvöld er allt mögulegt; grúppa Möllers heitir einfaldlega Heimstónlistargrúppan, og í tónlistinni kennir margra grasa. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með Ale Möller og stórkostlegt að sjá og heyra fyrsta sinn live tónlistarmann sem maður hefur lengi dáð. Hann er ekki bara snillingur á gít- arinn, heldur er hann meiri háttar útsetjari, þar sem öll smáatriði og núansar þjóna fyrst og fremst tónlistinni. Blús, djass, dægurlög, þjóð- lög; Louisa Hoffsten er stórkostleg. Hér er til- finningin boðorð númer eitt, og túlkun hennar á hverju viðfangsefni af öðru hreint stórbrotin. Í dag er ég lukkunnar pamfíll, því mér tekst að króa þau af eftir tónleikana til að spjalla um lífið og listina. Þær sterku og blæbrigðaríku tilfinn- ingar sem ég heyrði í rödd Louisu koma ekki á óvart þegar hún segir mér sögu sína. Hún var komin vel á veg með feril sinn, búin að leggja leið sína til Ameríku, þar sem hún söng blús, þegar hún veiktist af MS. Hún varð mjög veik, en nýtti krafta sína til að skrifa bók um þá reynslu, og hvernig það var að ætla sér að standa upp á ný og syngja fyrir heiminn. Það var ekki auðvelt. Ale Möller er sprellfjörugur og skemmtilegur náungi, og byrjar á því að sletta því á mig á fínni íslensku að mér væri nær að fara að moka fjósið! Jú, hann var eitt sinn í sveit á Íslandi, og þegar hann sat undir sátu og spilaði og söng, var þetta viðkvæðið: Hvað ertu að asn- ast þetta, þér væri nær að fara að moka fjósið! En guði sé lof fyrir að Ale Möller skuli ekki vera að moka fjós á Íslandi; það væri meiri háttar só- un á hæfileikum. Ég spyr hann hvernig það sé, hvort honum sé ekkert óviðkomandi í tónlist- inni. Nei, það virðist ekki vera. Hann er nefn- inlega staðfastur í þeirri skoðun sinni að tónlist sé ýmist áhugaverð eða leiðinleg, góð eða vond, og mest finnst honum gaman að vinna með góð- um tónlistarmönnum að nýjum verkefnum. Hann hefur snert á öllum tegundum tónlistar og er ekkert feiminn við að vinna með fólki úr „ann- ars konar“ tónlist. Þegar Finnar stofnuðu þjóð- lagadeild við Síbelíusarakademíuna sína var þeim í mun að fá til sín mestu snillinga þjóðlaga- tónlistarinnar. Þeir voru heppnir að ná í Ale Möller. Þar eyðir hann drjúgum tíma við kennslu og samspil, og kann því vel. Hann er ánægður með að geta liðsinnt ungu fólki og hvatt það til að vera frumlegt í listinni, þótt það byggi músík sína á þjóðlegum hefðum. En hann er líka sjálfur á fullu að spila, og hefur meir en nóg að gera, sífellt leitandi að nýjum og spenn- andi möguleikum. Mér virðist að á síðustu árum hafi götutónlistarmönnum í Stokkhólmi fjölgað til muna, og heyrir maður oftar en ekki þjóðlega tónlist úr ýmsum heimshornum. Ég spyr Ale Möller hvort þetta sé rétt hjá mér, og hann jánkar því. Þeir koma margir frá Austur-Evr- ópu, sérstaklega Rússlandi. Hann segir marga þessa tónlistarmenn greinilega hámenntaða og mjög færa. Hann rifjar upp þá daga þegar hann sjálfur spilaði fyrir hattinn sinn á götum Par- ísar, og eftir þá reynslu segist hann ævinlega gauka peningum að þeim sem spila á götum úti. Tríó Volga selur babúskur Við kveðjum Louisu Hoffsten og Ale Möller og kveðjum senn Skeppshólm líka. Richard Bona söngvari og hljóðfæraleikari frá Kamerún syngur rámri röddu sem fjarar út eftir því sem við mæðgur færumst nær miðborginni, þar sem við tökum strætó heim í Villa Bergshyddan. Það er komið kvöld og við göngum í rökkrinu eftir skemmtilegu götunum í Gamla Stan. Þar á horni hljómar allt annars konar tónlist. Klassík í útsetningum fyrir fiðlu, selló og gítar, og hljóð- færaleikararnir einstaklega góðir. Það hópast líka að, ferðamenn og farfuglar – allir stoppa – enginn má missa af Svaninum úr Karnivali dýr- anna, Vókalísu Rakhmaninovs, Söng bátsmann- anna á Volgu, Kalinku og þessum ljúfu smálög- um sem hljóma svo einkennilega í þessu umhverfi. Fyrir framan hópinn er gítarkassinn opinn, og við mæðgur förum að dæmi Ale Möll- ers og gefum þeim þá smáaura sem eru á lausu í vasanum. Þetta er auðvitað Tríó Volga; þau eru rússnesk, hámenntuð og fátæk. Til búdrýginda selja þau líka sjöl og babúskur, en einnig heima- gerðan geisladisk með leik sínum. Það er ennþá heitt úti og ilmur af brenndum möndlum í bakpokanum. Tónlist hvert sem farið er, djass, ópera, klassík, dægurlög og þjóðlög; mikið af góðri tónlist, lítið af vondri. Þetta var góð vika í borginni sem Birgir Jarl nefndi Stokkhólm í bréfi sínu fyrir réttum 750 árum. En hverjum var hann að skrifa? Morgunblaðið/Bergþóra Ale Möller, löngu hættur að moka fjós.Stórkostleg Lucia, Tua Åberg í hlutverki sínu. Settlegt og fallegt í Töfraflautunni í Hallarleikhúsinu á Drottningarhólmi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 15 MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning opin mán. til lau. kl. 11-16. Til 25.8. Galleri@hlemmur.is: Elin Wikström gjörningalistamaður. Til 18.8. Gallerí Skuggi: Tinna Kvaran, Magn- ús Helgason, Þuríður Helga Krist- jánsdóttir, Ditta (Arnþrúður Dags- dóttir) og Steinþór Carl Karlsson. Til 17.8. Grafarvogskirkja: Björg Þorsteins- dóttir. Til 18.8. Hafnarborg: Sverrissalur: Samsýn- ing grafíklistamanna. Aðalsalur: Maria Elisabeth Prigge. Til 12.8. Hallgrímskirkja: Húbert Nói. Til 29.8. Hús málaranna, Eiðistorgi: Einar Hákonarson. Til 1.9. i8, Klapparstíg 33: Sabine Funke, Ragna Róbertsdóttir og Beate Ter- floth. Til 17.8. Undir stiganum: Birta Guðjónsdóttir. Til 10.8. Listasafn Akureyrar: Nútímalist frá arabaheiminum. Til 8.9. Listasafn ASÍ: Sigrún Ó. Einarsdótt- ir og Søren S. Larsen glerverk. Ólöf Einarsdóttir textílverk.Til 25.8. Listasafn Borgarness: Sigríður Val- dís Finnbogadóttir. Til 14.8. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga kl. 14-18, nema mánudaga. Listasafn Rvíkur - Ásmundarsafn: Listin meðal fólksins.Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Íslensk samtímalist. Til 11.8. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hin hreinu form. Til 1.9. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Kíkó Korriró. Til 7.8. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Blaða- ljósmyndir. Til 1.9. Mokkakaffi: Marý. Til 14.8. Norræna húsið: Siri Derkert. Til 11.8. Safnahús Borgarfjarðar: Skógasýn- ing, myndlist og handverk. Til 1.9. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Átta sýningar á alþýðulist. Til 15.9. Sjóminjasafn Íslands, Hafnarfirði: Smíðisgripir eftir íslenska hand- verksmenn. Til 12.8. Skaftfell, Seyðisfirði: Peter Frie og Georg Guðni. Til 10.8. Skálholtsskóli: Benedikt Gunnarsson. Til 1.9. Slunkaríki, Ísafirði: Samsýning sjö listamanna. Til 25.8. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Landnám og Vínlandsferðir. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Guðmundur Sig- urðsson organisti. Kl. 12. Reykholtskirkja, Borgarfirði: Mar- teinn H. Friðriksson organisti. Kl. 16. Reykjahlíðarkirkja, Mývatnssveit: Tríó Andrésar Þórs Gunnlaugssonar. Kl. 21. Skálholtskirkja: Sumartónleikar í Skálholti. Kl. 15, kl. 17 kl. 21. Sunnudagur Akureyrarkirkja: Susan Landale, orgel. Kl. 17. Hallgrímskirkja: Guðmundur Sig- urðsson organisti. Kl. 20. Skálholtskirkja: Sumartónleikar í Skálholti. Kl. 15. Mánudagur Skálholtskirkja: Sumartónleikar í Skálholti. Kl. 15. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzosópr- an. Kl. 20:30. Föstudagur Félagsheimilið Kirkjuhvoll, Kirkju- bæjarklaustri: Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri. Kl. 21. LEIKLIST Kaffileikhúsið: Ferðaleikhúsið Light Nights, lau., sun., fös. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U giftast og sjálfa sig á eftir var söngur hennar magnaður. Dúó þeirra tveggja voru líka frá- bær. Per Håkan Precht var í hlutverki Edg- ardos og söng það ákaflega vel. Það var ein- hver heillandi hrár grófleiki í uppsetningunni. Allt var svo taumlaust; – ástin, hatrið, hefndin, og jafnvel kynlífið. Þarna voru hlutirnir ekki bara gefnir til kynna undir rós, – heldur var ástardúett þeirra Edgardos og Luciu áþreifanlega hold- legur og erótískur. Blóðið var jafn taumlaust og rann í stríðum straumum þegar Lucia myrti eiginmann sinn. Þegar hún hóf að skaða sjálfa sig með hnífnum áður en hún stakk sig á hol, var manni satt að segja orðið um og ó; – þetta var ótrúlega áhrifamikið. Það var Michael Bartosch sem stjórnaði hljómsveitinni sem var frábær þótt fámenn væri og flautuleikur Magnusar Irving með Luciu þegar hún er við það að sturlast var áhrifamikill. Þetta var kraftmikil og kjarn- góð sýning þar sem til var tjaldað úrvals- söngvurum. Kasper Holen var höfundur þessarar bráðgóðu uppsetningar verksins. FIDECEN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.