Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 IÞað er forvitnilegt að skoða rannsóknarsögu ís-lenskra fornsagna í ljósi pólitískrar og samfélags- legrar þróunar. Jón Karl Helgason benti á það í bók sinni Hetjan og höfundurinn (1998) að á nítjándu öldinni og fram eftir síðustu öld hefðu sögurnar ver- ið túlkaðar sem sagnfræðilegar heimildir um lifandi hetjur og dáðir þeirra á tíundu öld og að sú túlkun hefði verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni. Þannig má til að mynda sjá að skáld nítjándu aldarinnar vís- uðu til hetjuímyndar fornsagnanna til að byggja undir hugmyndir sínar um sjálfstæði Íslands, hetjur sagnanna réðu málum sínum sjálfar enda þurftu þær ekki að lúta erlendu valdi. Hetjuímynd sagn- anna var þannig gildur rökstuðningur fyrir því að Íslendingar gætu staðið einir og óstuddir. IIÞegar þjóðin hafði öðlast sjálfstæði 1944 var þörfá „nýju pólitísku markmiði fyrir þjóðina til að sameinast um,“ eins og Jón Karl segir, „og íslenski skólinn var með lausnina á reiðum höndum. Hann færði gullöldina einfaldlega fram um þrjú hundruð ár eða svo, frá þjóðveldistímanum til þess tíma þeg- ar gullaldarbókmenntirnar voru skapaðar. Áhersl- an færðist frá hetjum til höfunda fornsagnanna; höfundur Njálu verður fyrirferðarmestur í umfjöll- un Íslendinga um söguna. Jafnframt er boðuð ný gullöld íslenskrar menningar á tuttugustu öld, þar sem skáld, fræðimenn og listamenn eiga að gegna lykilhlutverki.“ Íslendingar þurftu með öðrum orð- um að sýna fram á að þeir sem sjálfstæð þjóð ættu menningarlega innistæðu fyrir þessum titli og gerðu það með því að benda á að þeir ættu stórkostlegar heimsbókmenntir í fornsögunum sem skrifaðar voru af miklum nafngreindum höfundum, svo sem eins og Snorra Sturlusyni. IIISíðustu fjörutíu ár hafa fornsagnarannsóknirtekið nokkra stefnubreytingu sem einnig má finna samsvörun við í stjórnmálalegri þróun sam- tímans. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar gerðu fræðimennirnir Hermann Pálsson og Lars Lönnroth uppreisn gegn þjóðernisrómantíkinni sem einkennt hafði túlkun fornbókmenntanna og hug- myndir um uppruna þeirra og settu fram kenningar um að íslensk ritmenning væri sprottin úr jarðvegi kirkjunnar og evrópsks latínulærdóms. Hér hófst með öðrum orðum alþjóða- eða öllu heldur Evr- ópuvæðing íslenskra fornbókmennta og segja má að hún hafi verið ríkjandi í rannsóknum á þeim allt til þessa dags. Nefna mætti nýútkomið rit Guðrúnar Nordal um dróttkvæði í ljósi lærdómshefðarinnar (2001) og rannsóknir Torfa Tuliniusar á fornald- arsögum og Egils sögu frá svipuðu sjónarhorni. IVEins og kunnugt er hefur Evrópuvæðingin áttmisjöfnu fylgi að fagna í þjóðfélagsumræðunni á undanförnum árum. Og nú virðist Evrópuvæð- ingu fornbókmenntanna einnig andmælt. Gísli Sig- urðsson, sem verja mun doktorsrit sitt um túlkun Ís- lendinga sagna í ljósi munnlegrar hefðar við Heimspekideild Háskóla Íslands í dag, heldur því fram að mikill latínulærdómur og menningar- straumar frá meginlandinu dugi ekki til að gera grein fyrir tilurð Íslendinga sagna, þær séu „í meg- inatriðum óskýranlegt fyrirbæri nema þær hafi haft innlenda frásagnarhefð að baki.“ NEÐANMÁLS Ef þú værir orðinn miðaldra og byðist skyndilega tækifæri til að hafa líkamaskipti; fá annan ung- an og ferskan í stað þess sem orðinn er slappur og lúinn. Þetta er inntaks- punktur The Body, skáldsögu eftir breska rithöfund- inn Hanif Kureishi sem vænt- anleg er nú í haust. Að- alpersónan slær til og leggur upp í mikla ódysseifsferð líkamlegra nautna, en ekki líður á löngu þar til eft- irsjáin gerir vart við sig og ýmiss konar skuldbindingar sem hann hélt að væru úr sögunni gera vart við sig á nýjan leik. Alls kyns ógeðfelld öfl sækjast eftir líkama hans og hann missir smám saman fótanna í hinum nýja líkama og veit ekki hvert skal halda. Hanif Kureishi er einn hinna svonefndu innflytjendarithöf- unda sem sett hafa mark á breskt samfélag með skrifum sínum en hann er af pakistönsku bergi brotinn og fæddur í Lund- únum. Kureishi hefur sent frá sér skáldsögur, smásögur, leik- rit og kvikmyndir sem unnið hafa til fjölda viðurkenninga. Fyrr á árinu sendi hann m.a. frá sér bókina Dreaming and Scheming: Reflections on Writ- ing and Politics sem er safn rit- gerða frá 15 ára tímabili. Þá kom út í apríl safn kvikmynda- handrita eftir Kureishi (Hanif Kureishi: Collected Screenplays) þar sem m.a. er að finna hand- ritin „Sammy and Rosie Get Laid“, „London Kills Me“ og „My Son the Fanatic“. Bíll sem étur fólk Nýjasta afurðin frá meistara spennusagnanna, Stephen King, heitir From a Buick 8 og eins og nafnið bendir til er „að- alpersónan“ Buick-bifreið ár- gerð 1954. Sagan segir frá því er óþekktur maður skilur eftir frá- bærlega vel útlít- andi eintak af þessum fornbíl og hverfur sjálf- ur sporlaust. Lögreglan tekur bílinn í sína vörslu og varðveitir hann til dagsins í dag og einungis örfá- um er trúað fyrir leyndarmáli bílsins. Þetta er nefnilega eng- inn venjulegur bíll heldur eins konar skepna, þar sem alls kyns furðuverur koma út úr honum, en það sem verra er, bíllinn étur fólk en er nægilega neyslu- grannur til að vekja ekki veru- lega eftirtekt. Aðeins einn mað- ur á tíu ára fresti eða svo. King er enginn nýgræðingur í því að skapa persónur úr gömlum bíl- um. Ein af þekktari sögum hans er Christine, sem gerð var eftir vinsæl kvikmynd. Sagan um Buickinn er sögð lipurlega samin og fyrir sanna King-aðdáendur er hún eins kon- ar heimild um þær hremmingar sem höfundurinn lenti sjálfur í er drukkinn ökumaður keyrði hann niður í Pennsylvaníu. Sag- an um Buickinn hefst einmitt á því að lögreglumaður í Penn- sylvaníu er keyrður niður og síð- an er það sonur hans sem smám saman kemst að því hvert er leyndarmál bílsins sem geymdur hefur verið á lögreglustöðinni í 20 ár. ERLENDAR BÆKUR Gamall andi í nýjum líkama Hanif Kureishi Stephen King Ó VÆNTUR glaðningur barst inn um bréfalúgur landsmanna á dögunum. Þar var á ferð auglýsinga- blað sem gefið var út af Rekstrarfélagi Kringl- unnar í tilefni 15 ára af- mælis verslunarmiðstöðv- ar allrar þjóðarinnar. Blaðið bar glæsilegri hönnun og vandaðri ljósmyndun gott vitni og greinilegt að þar voru fagmenn að verki. Smellin stafrófsauglýsing á miðopnunni er gott dæmi en hún sýndi á smekklegan og hugvitssamlegan hátt að í Kringlunni fæst allt frá a–ö. Hvort einhver nennti að kynna sér allan þann fróðleik sem í blaðinu var um t.d. viðhorfakannanir, fjármögn- unarleiðir, starfsfólk, útlit og stækkun húsnæð- isins er óvíst en myndirnar eru sannkallað augna- yndi. Glæsilegar umbúðir – en utan um ekki neitt … Markaðssetning aðstandenda Kringlunnar er einstaklega vel heppnuð. Þeim sem í upphafi stóð stuggur af peningaeyðslu og fækkun grænna svæða í höfuðborginni sem óhjákvæmilega fylgdu byggingarframkvæmdunum á sínum tíma hefur snúist hugur á undanförnum árum og nú þykir 80% landsmanna hreinlega vænt um Kringluna. Í fjölmiðlum og á flettiskiltum er Kringlan kynnt sem margbreytileg og lifandi; fjölskylduvæn og menningarleg „félagsmiðstöð“. Í nýjustu auglýs- ingaherferðinni, sem er snilldarlega uppbyggð, er höfðað til allra aldurshópa. Þar má t.d. sjá mynd- arlegan mann sem þarf ekki lengur á minnismið- um að halda því hann getur rekið öll erindi á ein- um stað, eldri konu með bros á vör, glaða unglinga sem ólga af kyntöfrum og ljóshært barn sem segir blátt áfram að Kringlan sé skemmti- legri. Yfir öllu saman hvílir einhvers konar sveita- legur heimsborgarabragur. Duldu skilaboðin hljóma á þá leið að maður þarf ekki að fara til út- landa til að upplifa heiminn; vörur, þjónusta og neytendur Kringlunnar eru í túnjaðrinum – og allt sem þarf. Kringlan skipar sérstakan sess í hjörtum þjóð- arinnar. Hún er sönnun þess að við erum engir eftirbátar annarra. Íslendingar eru komnir út úr saggafullum torfbæjunum og stíga beint út á marmaragólfið. Mahóníveggir, döðlupálmar og glerþök undirstrika enn frekar hversu velmeg- andi, nýrík og hamingjusöm þjóðin er. Kringlan er veröld í veröldinni, þar er líf og fjör alla daga vikunnar og undrunarefni að á kvöldin er þar ekkert um að vera – aðeins nýbúar að skúra. Eftir langa og stranga vinnuviku fer fjölskyldan saman í Kringluna og eyðir þar sunnudeginum við tryllt innkaup og skyndibita í frauðbökkum. Svo árang- ursríkar eru auglýsingarnar að Kringlukastið, jólaverslunin og páskaþemað eru fyrir löngu orð- in jafn sjálfsagður hluti af heimilislífi fólks og ætt- ingjaheimsóknir og ísbíltúrar fyrrum. Aðalsmerki Kringlunnar hefur ávallt verið gæði og glæsileiki og sú er ímynd hennar í fjöl- miðlum. Segja má að helsti keppinauturinn, Smáralindin, komist ekki með tærnar þar sem Kringlan hefur hælana. Í Kringlunni eru dýru merkjavörurnar: Boss, Sand, Diesel og Karen Millen en í Smáralindinni hokra Dressman og Zara. Laugavegurinn er í andarslitrunum, það eina sem heyrist þaðan er nöldur vegna þrengsla, bílastæðaskorts og stöðumælasekta. Í eina tíð sóttu smáborgararnir og landsbyggðarfólkið Kringluna en menningarvitarnir fóru á Lauga- veginn. Nú þyrpumst við öll í Kringluna – þar sem þjóðarhjartað slær. ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR Duldu skilaboðin hljóma á þá leið að maður þarf ekki að fara til útlanda til að upplifa heim- inn; vörur, þjónusta og neyt- endur Kringlunnar eru í tún- jaðrinum – og allt sem þarf. FJÖLMIÐLAR S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R MÁLIÐ er þó ekki svo einfalt. Ég get ekki einskorðað áhuga minn á þessari ljósmynd við tilfinningu, óljósa kennd sem bærist innra með sjálfum mér: kannski draum um að einhver muni nefna nafn mitt í sömu andrá og Grön- dals (húsið við Vesturgötu 16, þar sem Benedikt bjó síðustu æviár sín, stendur enn; það þarfnast viðhalds og safn- varðar). Og ég get heldur ekki afsak- að mig með bókmenntalegum áhuga á „snilli og póetískum krafti“ skáldsins sem skrifaði Dægradvöl og Hugfró. En hvers vegna þarf ég að minnast á sjálfan mig í hverri setningu? Og fyrst ég get ekki útilokað sjálfan mig, afneit- að mér með allri þeirri nautn sem því fylgir (engin hamingja tekur þeirri fram, sögðu þau gömlu), af hverju skrifa ég þá ekki um myndina af Gröndal þar sem hann hallar sér fram á teiknipúltið aldraður maður í húsinu við Vesturgötu og les í bók? Það er mynd sem sannarlega ávarpar mig á meðan þessi veldur mér heilabrotum! Veggurinn hlaðinn bókum (útilokað að lesa á kilina) og hárbrúskurinn álíka óraunverulegur og hornið á enni Þór- bergs á frægri blýantsteikningu. Og dagsbirtan flæðir inn um gluggann andspænis honum: dagsbirtan sem ekki hefur verið frá honum tekin og tengist í mínum huga dauða skáldsins (síðasta málsgrein Dægradvalar: „Eft- ir að ég hafði búið nokkur ár í húsinu nr. 16 í Vesturgötu, þá keypti ég garð- inn þar fyrir framan, svo ekki yrði byggt fyrir mig, og öll dagsbirta burtu tekin.“) Eiríkur Guðmundsson Kistan www.visir.is/kistan Ímyndin skiptir öllu máli Ferill Önnu Kournikovu sýnir svo ekki verður um villst að íþróttamenn eru að komast á sömu skör og popp- og kvikmyndastjörnur. Ímyndin er það sem máli skiptir, en ekki endilega raunveruleg geta. Þannig má fullyrða að David Beckham sé frægasti og dá- ðasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir, en því fer víðs fjarri að hann sé sá besti. Hann er hins vegar mjög „kúl gæi“ og ekki þarf að koma á óvart að hann sækir einkum vin- sældir sínar til þess hóps sem áður tignaði eiginkonu hans, Victoriu „Posh“, úr Spice Girls. Anna Kourni- kova á sér þó vafalítið nokkuð frá- brugðinn aðdáendahóp, enda ímynd hennar alseld æskufegurðinni og tær- um kynþokka. Hún er þó einnig hluti af „þotuliðinu“ enda fyrirsæta í hjá- verkum og núorðið í slagtogi með smjörbarkanum Enrique Iglesias. Deiglan www.deiglan.com Morgunblaðið/Kristinn Pottur brotinn. GRÖNDAL Á MYND

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.