Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 15 ob hafi verið drjúgur málari gerði sonurinn til muna betur, sem ekki var jafnaðarlega tilfellið er listgáfan erfðist. Dordrect er ekki stór borg né listasafnið mikilfenglegt, en hvort tveggja sannarlega heimsóknar virði, eins og svo margar smærri borgir Hollands. Í tilefni menningarnætur í Antwerpen fór ég með gestgjöfum mínum í dagsferð þang- að og dokuðum við í upphafi drjúga stund í viðamiklum höggmyndagarði í útjaðri borg- arinnar. Honum komið á laggirnar þegar Antwerpen var menningarborg Evrópu 1995 og virðist stöðugt verið að bæta við lista- verkum í hann. Að reika um garðinn er lík- ast kennslustund í höggmyndalist lungans úr síðustu öld. Þar næst var hverfi í æsku- stílnum skoðað, þ.e. Art Nouveau, sem að mestu hefur verið gert upp eftir að hafa drabbast niður. Það sama hefur víða gerst þar sem æskustíllinn festi rætur, m.a. um eitt nýuppgert hús á Vesturbrúargötu 34 í Kaupmannahöfn. Hinn lífræni æskustíll gengur þannig í nýja lífdaga, þó helst í því formi að bjarga byggingum frá blómaskeiði stílbragðanna, sem voru rökkuð niður af fræðingum á tíma strangflatalistarinnar og eftirkomendum. Hið lífræna er aftur komið upp á yfirborðið og hefur verið einna mest áberandi í verkum Franks Gehrys, sem er töframaður með hátæknina. Tölvan hefur þannig stuðlað að því að lyfta andstæðu sinni á stall og um leið gera fyrrum nær óframkvæmanlega hluti mögulega. Undar- legt að stefna öllum þessum listþyrsta múg til borgarnnar, loka þó bæði söfnum og kirkjum frá fimm til níu, en hafa svo allt op- ið til miðnættis. Vorum komin rétt fyrir níu að húsi Rubens, hvar nýopnuð var spenn- andi sýning, Meistarateikningar frá Hiero- nymus Bosch til Jan van Eyck, en þar var þá fyrir hundrað metra löng biðröð og streymdi fólk hvaðanæva að, svo hún lengd- ist með hverri sekúndu. Lagði ég þá til að við slepptum henni og færum í kirkjuna með Rubensmálverkunum, enda rýmið innan hennar vafalítið hundraðfalt, sem fékk góð- an hljómgrunn. Kirkjan var raunar einnig troðfull af fólki sem komið var í sama til- gangi, en listaverkin yfirleitt hátt uppi þannig að þau fóru ekki framhjá neinum, þótt það tæki tímann sinn að nálgast þau sum hver. Konunglega listasafnið í Brussel Ekki gat ég fengið gestgjafa mína ofan af því að aka mér til Brussel, sem var næsti áfangastaður minn, jafnvel ekki þótt helli- rigndi þegar að því kom. Ferðin í ausandi rigningunni nokkurt ævintýri, einkum fyrir útsýnið, helst hraðbrautir á alla vegu og varnargarða beggja vegna, mislæg gatna- mót, leiðbeininga- og kílómetraskilti og svo sjálf hrikaleg umferðina. Hins vegar sást lítið af sjálfri náttúrunni og búsmalanum í friðsælu umhverfi flatlendisins. Skildu þeir ekki við mig fyrr en ég var í góðum höndum á Ibis-hóteli beint fyrir framan Midi-járn- brautarstöðina, en þaðan fara hraðlestirnar til London. Öðrum megin við járnbrautarstöðina búa Tyrkir en hinum megin múslimar frá öðrum löndum að mér sýndist og húsin þar á kafla hrá og skuggaleg. Er ég uppgötvaði að morgni eins dagsins, að faðir minn hefði orðið 105 ára, tók ég mér frí frá almennum söfnum, en fór í þess stað í firnalangan göngutúr að víðfrægu húsi Victors Horta (1861–1947), á horni Rue Africaine og Rue Americaine. Sá var mik- ilvægasti fulltrúi æskustílsins í arkitektúr, prófessor við konunglega fagurlistaskólann 1912 og forstöðumaður 1927. Húsið, sem er einstakt, líkt og allt innvolsið, var í nið- urníðslu er því var bjargað en er nú safn sem margir sækja heim. Er ég var þar voru gestir frá Austurlöndum fjær áberandi. Meginveigurinn í heimsókninni til Brussel var þó að skoða Konunglega listasafnið, en gamla og nýja safnið hafa verið sameinuð í eitt, þó í tveimur aðskildum byggingum með tengiálmu á milli, báðar deildirnar frábær- ar. Var von bráðar kominn þangað og tveim- ur dögum síðar til Brugge, menningarborg- ar Evrópu 2002. Segi nánar frá hvorutveggja, væntanlega einnig húsi Vict- ors Horta. George Segal: The Hustle, gifs, tré, plast og málmur, 1980. Nútímalistasafnið, Brussel. Albert Cyup: Farþegabáturinn, olía á striga, um 1650. Safn Elísabetar II í Buckinghamhöll. Morgunblaðið/Bragi Mauritushuis og turninn þar sem forsætisráðherra Hollands hefur aðsetur. Að mér var sagt sæti þar nú líkast til Pim Fortuyn, ef hann hefði ekki verið myrtur. Í húsi Victors Horta, Brussel. MYNDLIST Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Ljós- myndir Jóns Kaldals. Til 7.9. Gallerí Skuggi: Berglind Björnsdótt- ir og Holly Hughes. Til 8.9. Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir, Jó- hannes Jó- hannesson og Valgerður Hafstað. Til 8.9. Gerðuberg: Við – öðruvísi samtímaheim- ildir. Til 22.9. Hafnarborg: Jón Thor Gíslason. Til 9.9. Hús málaranna, Eiðistorgi: Einar Hákonarson. Til 1.9. i8, Klapparstíg 33: Helgi Þorgils Friðjónsson/Kristinn G. Harðarson. Til 12. okt. Undir stiganum: Arnfinn- ur Amazeen og Bryndís Erla Hjálm- arsdóttir. Til 6.9. Listasafn Akureyrar: Nútímalist frá arabaheiminum. Til 8.9. Listasafn ASÍ: Guðrún Hrönn Ragn- arsdóttir, Ásmundarsal. Gryfja: Kristveig Halldórsdóttir. Til 22.9. Listasafn Borgarness: Karl Kristján. Til 11.9. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga kl. 14–18, nema mánudaga. Listasafn Reykjavíkur –Ásmundar- safn: Listin meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: MHR-30 – afmælissýning Mynd- höggvarafélags Íslands. Til 6. okt. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals- staðir: Þrír arkitektar, Arno Led- erer, Jórunni Ragnarsdóttur og Mark Oei: Ljósmyndir og líkön af bygg- ingum. Til 27. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hin hreinu form. Til 1.9. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar- húsi: Blaðaljósmyndir. Til 1.9. Norræna húsið: Götulistaverk Kajols. Til 22.9. Clockwise – Ný norræn sam- tímalist. Til 20. okt. Norska húsið, Stykkishólmi: Lista- konur í Sneglu. Hafið. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Grasrót 2002. Til 29.9. Safnahús Borgarfjarðar, Borgar- nesi: Skógasýning, myndlist og hand- verk. Til 1.9. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Átta sýningar á alþýðulist. Til 15.9. Sjóminjasafn Íslands: Rebekka Gunnarsdóttir. Til 8.9. Skálholtsskóli: Benedikt Gunnarsson. Til 1. okt. Slunkaríki, Ísafirði: Þóroddur Bjarnason. Til 8.9. Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á verkum Halldórs Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Landafundir. Ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum. Vestur-íslenskar bókmenntir. Skák- einvígi aldarinnar. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Sunnudagur Hallgrímskirkja: Afmælistónleikar Mótettukórs Hall- grímskirkju. Kl. 20. Tónleikasalur FÍH, Rauðagerði 27: Klarínettuhá- tíð. Kl. 14. Þriðjudagur Norræna húsið: Gary West sekkjapípuleikari. Kl. 20. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Með vífið í lúkun- um, lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Sellófan, mið., fim., fös. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U Frá sýningunni í Geraðarsafni. Hörður Áskelsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.