Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 11 Af hverju sé ég mig í spegli? SVAR: Endurkast ljóss frá fleti getur verið með tvennum hætti eftir eðli flatarins.Við speglun frá „gljáandi“ fleti mynda innfalls- geisli og speglaður geisli sama horn við flöt- inn og við getum rakið geislaleiðina til baka. Geisla sem nær auga okkar frá ákveðnum punkti á slíkum fleti má því rekja til baka til upphafs í hlut sem er fyrir framan spegilinn eins og við. Þessi hlutur er fyrirmynd mynd- arinnar sem við sjáum að því er virðist bak við flötinn. Ljósgeisli frá auga þínu sem lendir hornrétt á spegilflötinn speglast aftur í augað. Geislar frá auganu sem fara í aðra stefnu speglast ekki aftur í augað og þú sérð þá ekki. Geisli frá hökunni á þér lendir svo- lítið neðar á sléttum speglinum en sá frá auganu og speglast þaðan í auga þitt. Frá sérhverjum punkti á líkama þínum lendir einn geisli í auganu eftir speglun á spegilflet- inum. Stefna geislans þegar hann lendir á auganu er einkennandi fyrir þennan punkt. Þú skynjar því mynd af þér bak við speg- ilinn. Myndin virðist vera í sömu fjarlægð aftan við spegilinn og er milli þín og spegils. Við sjáum þannig fyrst og fremst mynd af fyrirmyndinni en verðum minna vör við spegilflötinn sjálfan. Eini munurinn á þessu tilfelli og því að þú sérð vinkonu þína fyrir framan þig er að spegillinn hefur breytt stefnu ljósgeislanna og þú sérð myndina því á óvæntum stað. Spegilmyndin hefur þó víxl- að á hugtökunum hægri og vinstri. Speglar hafa yfirleitt „gljáandi“ áferð. Þeir eru oftast gerðir með því að leggja málmhúð á sléttan glerflöt. Dreift endurkast verður á hinn bóg- inn frá flötum sem við getum kallað „matta“. Geislar sem ná augum okkar frá slíkum flöt- um koma úr ýmsum áttum að fletinum, og innihalda því ekki upplýsingar um form fyr- irmyndar eða ljósgjafa. Mattir fletir eru því almennt ekki flokkaðir sem speglar þó að þeir geti í sumum tilfellum endurvarpað geislum betur en gljáandi fletir, það er að segja að þeir drekka þá minna í sig af orku geislanna. Við skynjum litaáferð flata vegna ljóss sem verður fyrir dreifðu endurkasti frá þeim. Grænn flötur dreifir ljósi af „grænum“ öldulengdum vel en drekkur ljós á öðrum öldulengdum í sig. Hvítur flötur dreifir öllum öldulengdum jafnt og endurkastar mestum hluta ljóssins sem á hann fellur. Grár flötur endurkastar öldulengdum nokkuð jafnt en drekkur í sig stóran hluta ljósorkunnar sem á hann fellur. Þannig er oft aðeins stigs- munur á hvítu og gráu. Svartur flötur drekk- ur í sig ljósgeisla af öllum öldulengdum og endurkastar aðeins litlu. Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við HÍ. Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást? SVAR: Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með orðunum sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning getur verið af líf- fræðilegum toga eða kviknað af ákveðnum áreitum. Hún er yfirleitt ekki eitthvað sem fólk „finnur“ eins og hlut á vegi sínum, held- ur ræðst hún af mörgum atriðum eins og af hrifnæmi, hljómgrunni og gagnkvæmri svör- un. Foreldraástin og sömuleiðis áralöng tryggð, heilindi og umhyggja í parsambandi eru stundum tekin sem dæmi um sanna ást. Í báðum tilvikum er um að ræða sterk og djúp tilfinningatengsl sem verða til á löngum tíma. Ef hægt er að rækta sanna ást í raun- veruleikanum en hún er svo ekki end- urgoldin eða virt á gagnkvæman hátt koma yfirleitt í hana sprungur, hún dofnar eða glatast. Þá er ekki lengur um að ræða sanna ást því forsendurnar eru brostnar. Stundum getur djúpur kærleikur lifað án gagnkvæmni en þá getur það verið táknrænt eða líkara hugmynd en veruleika, eða þá að um er að ræða bjögun af einhverju tagi. Lauslæti í merkingunni að vera laus í rásinni tengist hins vegar fremur persónuleikagerð og bend- ir til þess að viðkomandi sé óáreiðanlegur og óstöðugur og eigi þar með erfitt með að sýna tryggð og heilindi. Þannig má segja að hinn lausláti búi ekki yfir sérlega góðum for- sendum til að rækta með sér eða njóta sannrar ástar, hvað þá að varðveita hana. Lauslæti tengist þannig líka hvatvísi eða skorti á sjálfsstjórn en þetta er eitt af ein- kennum heilkennisins jaðarpersónuleikarösk- unar (e. borderline personality disorder). Lauslæti getur líka verið tímabundið fyr- irbæri sem tengist þroskakreppum í lífi fólks. Til dæmis eru unglingar sem eru að átta sig á hvötum sínum og sjálfsímynd oft lausir í rásinni. Þeir hafa þá ekki nógu trausta stjórn á tilfinningum sínum heldur veita þeim óhefta útrás bæði í orðum og at- höfnum. Fullorðnir sem glíma við lífsskeiðaá- tök, til dæmis vegna miðaldrakreppu, eða hafa orðið fyrir skyndilegri röskun á högum, eins og til dæmis skilnaði, geta orðið tíma- bundið lausir í rásinni og farið að haga sér eins og þeir væru á lægra þroskastigi, eða sýnt það sem á fræðimáli er kallað aft- urhvarf. Í slíkum átökum getur margt glat- ast en með innsæi og úrvinnslu, sem meðal annars er hægt að ná með faglegri aðstoð, má oft endurbæta og styrkja sambönd svo þau verði sannari en fyrr. Ekki er hægt að fjalla um lauslæti og ást öðruvísi en að tengja það menningu og samfélagi. Í flestum samfélögum ríkja ákveðnar hugmyndir og gildi varðandi mannleg samskipti og náin tengsl. Á 21. öld ríkja líka almennt aðrar hugmyndir um trúnað, gildi varanleikans og um lauslæti en á fyrri öldum. Rannsóknum og klínískri reynslu ber saman um að framhjáhald virðist almennara en áður var, bæði meðal karla og kvenna. Nýir lífs- og starfshættir eiga sinn þátt í því að fólk lifir fjölbreytilegra lífi og verður stöðugt fyrir nýjum áreitum og áhrifum. Við þannig að- stæður reynir á stöðugleika og trúnað á ann- an hátt en áður. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ. AF HVERJU SÉ ÉG MIG Í SPEGLI? Hvernig bregður maður einhverjum í þátíð, af hverju stundaði Ídí Amín mannát og hver er saga sextugakerfis Babýloníumanna? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum. VÍSINDI „geómetrísk abstraksjón“ eða „konkret“. Snemma á ferlinum skipaði hún sér sess meðal fremstu myndhöggvara landsins. Marga Íslendinga hefur eflaust undrað hve hugrökk Gerður var að leggja ung að árum út á þá erfiðu braut sem höggmyndalistin er. Menn spáðu í framgang ferils hennar, ekki síst þegar fréttist að hún væri í læri hjá frægum meist- urum úti í löndum og hefði aflað sér mikillar viðurkenningar. Gerður sýndi sig og sannaði í list sinni, þótt ekki væri hún stórvaxin eða kraftaleg að sjá. Sú staðreynd að listakonan bjó mestan hluta starfsævi sinnar erlendis og hélt aðeins þrjár einkasýningar hér á landi, hefur eflaust orðið til þess að hún varð ekki eins þekkt meðal Íslend- inga og raun bar vitni. Verk hennar höfðu mörg hver vakið mikla athygli en þegar hún lést kom í ljós að landar hennar vissu mest lítið um hana sjálfa. Persónan á bak við verkin Gerður kom mörgum fyrir sjónir sem metn- aðarfull og einræn listakona. Þeir sem komust í kynni við hana fundu hins vegar hve hlý hún var í viðmóti en hlédræg. El- ín Pálmadóttir, vinkona og ævisöguritari Gerð- ar, minnist hennar á þennan veg: ,,Þegar ég lít til baka til listakonunnar Gerðar Helgadóttur minnist ég litlu, fíngerðu konunnar með rauð- gyllta hárið og hæglátu, hlýju og hýru fram- komunnar, ungu stúlkunnar, sem allt í einu gat hlaupið í einhver grallarapúki, sem fann upp á einhverjum ærslum og framkvæmdi þau ósvik- ið eins og allt annað sem hún gerði. En að baki þessari ljúfu, heillandi framkomu bjó stálvilji og óbilandi kjarkur, svo að með ólíkindum var.“ Þrátt fyrir það var Gerður brothætt. Hjá henni kom fram þetta mikla næmi á smátt og stórt en ríkur þáttur í eðli hennar sjálfrar var við- kvæmni, djúpstæð óvissa og jafnvel vanmátt- arkennd. Einnig hárnákvæmni og reglusemi. Gerður átti fjölda vina og þar á meðal voru frægir listamenn. Myndlistin krafðist líka einveru. ,,Slík vinnu- brögð kröfðust óhjákvæmilega einveru, vinirnir urðu þá að víkja, sem hún saknaði þó svo að hafa ekki til að tala við, enda var hún í raun fé- lagslynd og naut þess að veita af rausn í góðum félagsskap,“ hefur Elín skrifað um Gerði. Í minningarbroti um Gerði lýsir Jón Óskar rithöfundur henni sem listakonunni sem gekk ein síns liðs framhjá kaffihúsunum þar sem aðr- ir listamenn sátu, en hún kom ekki inn. Það var ekki hennar stíll að trana sér fram eða halda sýningu á sjálfri sér. ,,Ef hún hefði ekki gengið framhjá, heldur komið inn, hefði hún þá staðið af sér storma lífs- baráttunnar, hefði hún þá getað náð svo langt í list sinni og afkastað því sem raun varð á?“ spyr Jón Óskar í grein sinni. Þeirri spurningu verður ekki svarað en enginn vafi leikur á því að Gerð- ur komst langt á eigin verðleikum á stuttri ævi. Blaðamaður Tímans kemst þannig að orði í lok áðurnefnds viðtals við Gerði: ,,Þegar hún skynjar undrun þína, að hún svona grönn og smávaxin geti gert þessar voldugu myndir, seg- ir hún brosandi: Ég er sterk.“ Það eru verk hennar einnig. Heimildir: Elín Pálmadóttir. Gerður; Ævisaga myndhöggvara. Listasafn Kópavogs Gerðarsafn. 1998 Guðbjörg Kristjánsdóttir (ritstjóri). Gerður Helgadóttir myndhöggvari. Listasafn Kópavogs Gerðarsafn 1995 Sýningarskrá á opnunarsýningu Gerðarsafns. Guðbjörg Kristjánsdóttir (umsjón). Listasafn Kópavogs Gerðar- safn 1994. Gerður á vinnustofu sinni. Höfundur er myndlistarnemi í Listaháskóla Íslands. Það er eins og hún hafi fundið á sér að engan tíma mætti missa. Hún gekk jafnvel svo nærri sér að einn veturinn kól hana á fingrum og tám í kaldri vinnu- stofu sinni í Flórens við upphaf ferilsins. Hún lagði nótt við dag og átti það til að vinna hvíldarlaust í nokkra sólarhringa, þá helst þegar ljúka þurfti verkum fyrir sýningar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.