Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002
Í
SLENDINGAR eru í mörgu samstiga
útlandinu, jafnt góðu og slæmu, en
eiga þó enn langt í land með að með-
taka gildi sjónlista til upptendrunar
sálarinnar. Menn verða þó alls staðar
varir við vægi þeirra í hinum stærri
borgum Evrópu, að ekki sé talað um
Bandaríkin og fleiri heimshluta, þar
sem fólk er almennt betur upplýst um þessa
hluti. Hins vegar fer eðlilega öllu minna fyr-
ir þeirri virkt á sólarströndum sem eyj-
arskeggjar stíma á. En standist þær fullyrð-
ingar vísindamanna, að heilsa mannsins
stjórnist mikið til af ræktun og vellíðan sál-
arinnar, skal síður byrgja fyrir andlega sól-
skinið. Þá heilbrigðu geisla sem þrengja sér
inn í sálarkirnuna og valda engum skaða,
þótt of mikið megi af öllu gera.
Maðurinn kom til safnanna
Jafnaðarlega undarleg tilfinning, kominn
utan frá Íslandi, að ganga um sali listasafna,
þar sem maður verður stöðugt að taka tillit
til annarra og áhugasamra gesta, jafnframt
bíða eftir að þeir þokist áfram til að komast
sjálfur í návígi við myndverkin, eða sýning-
argripina á fornminja- og þjóðháttasöfnum.
Þar fyrir utan þarf hinn almenni gestur á
stundum að bíða í fleiri klukkutíma eða
jafnvel kaupa sig inn með nokkurra daga
fyrirvara, þá er fólkinu hleypt inn í smáhóp-
um í troðfulla salina þar sem hver sem bet-
ur getur teygir álkuna yfir öxlina á hinum.
Mikil aðsókn á einstakar stórsýningar er
ekki nýtt fyrirbæri, öllu frekar fjöldi þeirra
og umfang. Kímið að þeirri þróun grein-
anlegt á sjötta áratugnum, en umskiptin
urðu í upphafi hátækninnar og má líkja við
sprengingu. Hér stóðu engir fræðingar eða
leiðbeinandi bendiprik að baki, heldur kallar
kaldur og geldur tölvuheimurinn ásamt
náttúruvá á ný og lífræn gildi í mannheimi.
Orða má það svo, að maðurinn hafi komið til
safnanna, en ekki söfnin til mannsins, sem
er besta mál eins og það telst giftudrýgra
að maðurinn komi til vinnunnar en vinnan
til mannsins. Auðvitað hafa söfnin orðið að
bregðast við vaxandi aðsókn, ný söfn risið
upp eins og gorkúlur og þau yfirleitt bjart-
ari og manneskjulegri hinum gömlu, þó ber
enn fullmikið á því að arkitektarnir séu að
reisa sjálfum sér minnisvarða á kostnað ný-
tigildisins. Fyrir áratug eða svo sagði
þekktur og víðförull listamaður í París við
mig, er þessi þróun barst í tal, einkum varð-
andi Þýskaland, að hann áliti uppbygg-
inguna komna að endimörkum sínum og hún
myndi hægja mjög á sér. En síðan hafa risið
stór og mikil söfn og ótal menningarmið-
stöðvar komist í gagnið um alla álfuna, ekki
síst í landi Þýðverja, engin lát á þróuninni
nema síður sé, nægir að vísa til Berlínar.
Lítum við nær okkur er verið að reisa fram-
tíðarborg í Malmö og í Helsingjaeyri er nýr-
isin menningarmiðstöð við norðurhöfnina,
Dunkers Kulturhus, sem gjörbreytt hefur
ásýnd hennar. Hannað hefur Daninn Kim
Utzon, sonur mannsins sem er höfundur óp-
eruhússins í Sydney, og hlotið mikið lof fyr-
ir.
Ættarböndin í
hollenzkri myndlist
Ætlun skrifara var að fara fyrr af stað og
hratt yfir nýtt sem gamalt. Í Kaupmanna-
höfn halda menn um þessar mundir upp á
100 ára afmæli Carlsberg-sjóðsins, sem gert
hefur slík kraftaverk í Danmörku að erfitt
væri að ímynda sér hvernig staða vísinda og
lista væri í landinu án hans. Í Listahöll
Hamborgar stendur enn yfir viðamikil sýn-
ing á verkum austurríska málarans Oscars
Kokoschka, til 29. september, en nýlokið
sýningu á mögnuðum teikningum heima-
mannsins Horst Janssens, og í Kassel er
Dokumenta á fullu. En ósveigjanleiki Flug-
leiða um bókhaldsreglur seinkaði för svo
strika varð þennan þátt út, menn sem skrif-
að hafa í 36 ár um menningarviðburði ytra
og ferðast ótal sinnum með vélum félagsins
ekki rétthærri en Pétur og Páll þegar hend-
anleg mistök eiga sér stað. Kannski hin al-
menna og viðtekna þrjóska í mörlandanum
og vanmat á markaðsgildi listmenningar sé
einmitt skýringin á því hve við erum hér
langt á eftir nema á yfirborðinu og í þykj-
ustunni sbr. nær galtóma sali mikilsverðra
listviðburða á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrsti áfangastaðurinn var þannig Amst-
erdam, þar sem ég endurnýjaði kynnin af
Borgar- og Ríkislistasafninu. Hið síðar-
nefnda bauð upp á yfirlitssýningu á verkum
málarans Alberts (Gerritz) Cyup (Dordrect
1620 – Dordrecht 1691). Hann er sláandi
dæmi um ættarbönd í hollenzkri myndlist,
og telst mikilvægastur Cyupanna, afi hans
glerlistamaður en Jacob faðir hans málari,
einnig Benjamín hálfbróðir föðurins. Var
undir áhrifum Jans van Goyens, svo og
Caravaggios hvað meðferð ljóssins snerti,
einn hinna svonefndu Caravaggista kenndra
við Utrecht. Náttúrulífsmyndir Alberts með
því yndislegasta í hollenzkri myndlist og
vinsældir hans og samtímamanna aukast
nokkurn veginn í jöfnu hlutfalli við eyðingu
náttúrunnar, myndirnar opinberun fyrir nú-
tímamanninn. Var jafnt málari, teiknari sem
grafíklistamaður og svo öruggur í línuteikn-
ingunni að til fádæma má telja, en þrátt fyr-
ir að vera hámenntaður í sinni grein yfirgaf
hann aldrei heimaslóðir sínar og ferðaðist
aldrei lengra en til Nijmegen, sem er ekki
miklu lengri leið en frá Sandi í Aðaldal til
Akureyrar! Bíður að afgreiða list hans í sér-
stakri grein, sem ekki ætti að liggja mikið á
því verk hans eru sýnileg á öllum mikils-
háttar söfnum í heiminum, en sýningunni
lýkur nú um mánaðamótin. Rotterdam var
næsti áfangastaður, þar var fátt að gerast á
stundinni, en drjúga athygli mína vakti, að
þrátt fyrir stór orð á menningarborgarári
situr allt við sama um stækkun Boymans
van Beuningen-listasafnsins víðfræga, sem
ekki er svipur hjá sjón í núverandi ástandi.
Fréttnæmt fyrir landann, að ekki varð úr að
listaverk eftir Sigurð Guðmundsson risi upp
á torginu í nágrenni hins nýbyggða og
glæsilega bókasafns, þar sem ekki gekk
saman um greiðslur fyrir það. Dettur mér
helst í hug að hér eigi timburmenn eftir
menningarborgarárið hlut að máli. Í staðinn
var áttræðum staðarlistamanni, sem um
áratuga skeið teiknaði daglega skopmyndir í
NRC Handelsblad undir nafninu Bommel,
falið að gera verkið, sem fellur að mörgu
leyti vel að umhverfinu, sérstaklega neðri
hlutinn. Mun Oliver B. Bommel eins og
hann heitir fullu nafni hafa fengið hálfa þá
upphæð sem Sigurður vildi fá fyrir sitt
verk, og rétt að fylgi sögunni að hugmynd
hans hafi verið hin athyglisverðasta. Er svo
er komið eru heil 40% íbúa borgarinnar
nýbúar, sem á sinn þátt í að fólk læsir úti-
dyrunum með aðskiljanlegustu tegundum af
lásum er það gengur til náða.
Kennslustund
í höggmyndalist
Væn var dagsferð til Otterloo á vit hins
nafnkennda Kröller Müller-listasafns sem
Henry van der Velde, hugmyndafræðingur
æskustílsins, hannaði, en þangað hef ég
lengi verið á leiðinni, stórkostlegt safn sem
vikið verður frekar að. Sömuleiðis önnur til
Delft, Delfshaven, Hoek van Holland
(hornsins á Hollandi) og den Haag þar sem
Mauritushuis-safnið fræga var heimsótt og
stór útihöggmyndasýning skoðuð. Í Haag
standa yfir gríðarlegar byggingarfram-
kvæmdir í miðborginni, sem leiða hugann
um sumt til Potsdamer Platz í Berlín, og
verður ekki af Hollendingum skafið að þeir
eiga góða arkitekta. Uppgötvaði að í tilefni
sýningar verka Alberts Cyup á Ríkislista-
safninu var einnig sýning á verkum Jacobs
föður hans í listasafninu í Dordrecht, ekki
ýkja langt frá Rotterdam, og ég þangað.
Myndefni feðganna mjög áþekk og þótt Jac-
HOLLAND
OG BELGÍA
Þá loks lagt er af stað út í heim er alltaf jafn stutt í stór-
viðburði í listum og um hásumarið má sjá mislita
hjörð ferðalanga á öllum aldri stíma á söfn og listsýn-
ingar. Sennilega hefur BRAGI ÁSGEIRSSON sjaldan
orðið betur var við það en lungann úr ágústmánuði.
Morgunblaðið/Bragi
Hoek van Holland, hornið á Hollandi. Endalaus straumur gámaskipa frá öllum
heimshornum fer um það, til og frá Rotterdam, alla 365 daga ársins.
Rogier van der Weyden: Pínslir hinna ríku í helvíti, teikning. Frá sýningunni í Rubenshúsi, Antwerpen.