Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 5
bókum og möguleikum ritaðra texta umfram
hinar munnlegu sögur. Sérstaklega virðist
hægt að halda því fram þegar um svona háðsá-
deilukenndan texta er að ræða, þar sem er snú-
ið upp á hefðina, að þeir sem svo riti séu með-
vitað að vísa í þekkingu áheyrenda á einum
tilteknum texta, Eglu í því dæmi sem þú nefnir,
hvort sem menn hafa þekkt hana sem bóksögu
eða sem munnlega sögu eftir bókinni. Um hitt
eru einnig mjög mörg dæmi að sagt er frá svip-
uðum aðstæðum í ólíkum sögum án þess að það
sé tengt sömu persónum, örnefnum eða at-
burðum – og án þess að um nokkra skopstæl-
ingu sé að ræða. Þar hafa menn verið furðu
fljótir að álykta um rittengsl en horfa þá alveg
framhjá því að það er eitt megineinkenni
munnlegrar frásagnarhefðar að vinna með
fastmótaðar frásagnareiningar og hugmyndir
um hvað sé frásagnarvert yfirleitt. Því er það í
rauninni til marks um sterka munnlega hefð að
baki sögunum að við skulum hafa svo mörg
sambærileg atriði í þeim.“
Hvar lýkur sannfræðinni og hvar byrj-
ar skáldskapurinn?
En hvað bera munnmælin með sér inn í sög-
urnar?
„Menn hafa haft mjög óljósa hugmynd um
hvað fælist í því að gera ráð fyrir munnlegri
hefð á bak við sögurnar. Í hinum hefðbundnu
fræðum eða hinum svokallaða íslenska skóla er
oft litið svo á að það sem út af stendur í rann-
sóknunum sé talið til munnmælahefðarinnar.
Þetta eru oft þekkingarmolar eða einhver brot
úr sögunum sem ekki komast fyrir í rittengsl-
anetinu. En sú þekking sem við höfum á munn-
legri geymd er að ákveðið fólk þjálfar sig til
þessarar listar og veltir þannig áfram þekking-
arhefðinni sem í henni felst. Það er ekki bara
verið að fara með sögur til skemmtunar heldur
er verið að varðveita þekkingarbanka sam-
félaga. Hlutverk Íslendinga sagnanna var
meðal annars að kenna fólki samfélagslega
hegðun. Þær miðla mikilli þekkingu um lög-
fræði og opinber samskipti, til dæmis hvernig á
að reka mál. Með því að hafa þetta í huga má fá
betri skilning á munnlegu hefðinni. En það er
langt í land með að þekkingin sem orðið hefur
til á þessu fyrirbæri í þjóðfræði og mannfræði
hafi skilað sér inn í rannsóknir sagnfræðinga
og bókmenntafræðinga.“
Skipta munnmælin til að mynda einhverju
máli hvað varðar sannfræði sagnanna?
„Í öllum okkar réttmætu efasemdum um
sannleiksgildi fornsagna sitjum við uppi með
það vandamál að í meginatriðum hafa sögurnar
rétt fyrir sér. Þær hafa rétt fyrir sér um það
hvaðan fólk kom, það er að segja Noregi og
Bretlandseyjum, og að það settist að hér upp
úr 870 og nam landið tiltölulega hratt og
byggði upp samfélag sem var skipulagt. Þær
hafa líka rétt fyrir sér um að það fluttist fólk
frá Vesturlandi til Grænlands í lok tíundu aldar
og þaðan sigldi fólk alla leið til meginlands
Norður-Ameríku um árið þúsund. Þessi al-
menna útlína sögunnar er alveg sú sama og
fornleifafræðin gefur okkur. En það má spyrja
hvar sannfræði sagnanna ljúki og skáldskap-
urinn tekur við.
Þessar upplýsingar um sögu þjóðarinnar
gátu sagnaritarar hvergi fengið nema úr
munnlegri sagnahefð. Fólk mundi þessa þjóð-
flutninga og hvenær þeir urðu nokkur hundruð
árum síðar. En spurningin er hvað annað getur
verið rétt í sögunum. Og er hægt að ganga úr
skugga um það með einhverjum hætti?
Þessar spurningar leiddu mig út í rannsókn-
ir á sannleikanum í Vínlands sögunum. Þar
höfum við sögur sem segja frá ferðum um árið
þúsund frá Grænlandi til landanna suður og
vestur af Grænlandi. Við höfum síðan fornleif-
ar sem fundust í L’Anse aux Meadows á Ný-
fundnalandi um 1960 sem sýna að fólk héðan að
norðan var á þessu svæði um árið þúsund og
staðfesta þannig frásagnir Vínlands sagnanna.
Það getum við ekki skýrt með öðrum hætti en
að fólk hafi munað eftir þessum ferðum. Þetta
eru því augljóslega ekki skáldaðar eða tilbúnar
sögur eins og sögur um ferðir til paradísar eða
á ódáinsvelli sem við teljum ekki áreiðanlegar –
eða að minnsta kosti er ólíklegt að nokkur hafi
verið til frásagnar um slíkar ferðir. En í Vín-
lands sögunum er greinilega sannleikskjarni
sem við verðum að horfast í augu við. Og af því
getum við hugsanlega dregið þá ályktun að
sögurnar séu afsprengi þeirrar hefðar að varð-
veita þekkingu um sjóleiðir og fjarlæg lönd
meðal fólks sem stundaði sjóferðir og átti allt
undir því hvernig átti að fara frá einum stað til
annars. Og þessi þekking hefur ekki verið
varðveitt með öðrum hætti en í munnmælum.
Með þetta í huga getum við nálgast Vínlands
sögurnar með öðrum hætti en hingað til hefur
verið gert. Við lesum sögurnar þá ekki sem
heimildir um atburði og ekki sem heimildir um
bókmenntahefð á borð við ferðasögur sem séu
innblásnar af hugmyndum miðaldamanna um
gnægtalönd og paradís, eins og bókmennta-
fræðingum hættir stundum til, heldur sem
heimildir um munnlega hefð sem varðveitti
raunverulega þekkingu um það hvernig lífið
var á Vínlandi um árið þúsund.
Lengst af töldu fræðimenn að sögurnar
tvær, Grænlendinga saga og Eiríks saga, væru
tengdar þannig að önnur hefði stuðst við hina
en nú hefur Ólafur Halldórsson sýnt fram á að
það er ekki fótur fyrir rittengslum sagnanna,
það vanti orðalagslíkindin. Og þá stöndum við
uppi með tvær sögur sem segja frá sambæri-
legum atburðum og vinna báðar með sagna-
hefð um þá. Við höfum enga aðferð til að segja
að önnur þeirra sé áreiðanlegri heldur en hin.
Þær eru annað hvort jafn áreiðanlegar eða jafn
óáreiðanlegar. Í ritgerðinni skoða ég hvernig
sögurnar lýsa löndunum sem um ræðir. Aug-
ljóslega er vitund á milli sagnanna um sögu-
sviðið og með því að lesa þær saman má smám-
saman búa til tiltölulega heildstæða lýsingu á
því hvaða leið Vínlandsfarar fóru. Og niður-
staðan er að það sé eðlilegt að gera ráð fyrir því
að þetta fólk hafi haft bækistöð á norðurtanga
Nýfundnalands og hafi siglt þaðan um sunn-
anverðan St. Lawrence flóa, Prince Edward
Island og að Miramichi Laxveiðiánni, og um
síðir náð að sigla alveg suður fyrir Nova Scotia,
eins og Páll Bergþórsson hefur haldið fram, og
niður að ströndum Nýja-Englands. Með þessu
er vissulega verið að teygja heimildagildi sagn-
anna ansi mikið en aðferðin skilar engu að síð-
ur nokkuð heilsteyptri mynd sem erfitt er að
draga upp með öðrum hætti.“
Bókmenntasagan miðast
öll við ritað mál
Fræðimenn hafa verið mjög uppteknir af því
að leita að uppruna sagna og hugmynda sem
koma fyrir í þeim. Og þá hafa þeir iðulega verið
að leita að upprunanum í þeim ritaða texta sem
fyrir liggur en kannski litið fram hjá hinni
munnlegu geymd. Ertu að slá á þessa tilhneig-
ingu með þessu riti?
„Sú hugmynd hefur verið ríkjandi að eitt-
hvað hafi orðið til þegar það var skrifað. Bók-
menntasagan miðast til dæmis öll við hið ritaða
mál. Hugmyndir virðast þannig hafa sprottið
upp í miklu magni eftir að ritheimildir koma til
sögunnar. Það má hins vegar gera ráð fyrir að
mikið af þessum hugmyndum hafi verið til í
munnlegri geymd. Þetta á kannski sérstaklega
við um mælskubrögð sem við eigum skráð á
tímum Rómverja en sú munnlega mælskulist
sem Rómverjar fjalla um og nýta sér er list-
grein sem er háþróuð í öðrum munnlegum
samfélögum. Það er til dæmis mjög sláandi
munur á Snorra Eddu sem fæst við list drótt-
kvæðanna og málskrúðsfræðinni sem Ólafur
Þórðarson hvítaskáld, bróðursonur Snorra,
tekur saman nokkru síðar. Snorri er að safna
saman meðvitaðri umhugsun um dróttkvæðin
á bók. Hann er að orða hugsun sem á sér langa
sögu á munnlegu stigi. Hann hefur kynnst lat-
ínuhugmyndum en hefur þó ekki tileinkað sér
þær að því marki að þeirra sjáist stað í verki
hans. Rit frænda hans er hins vegar gegnsýrt
af latínulærdómi sem hann reynir að íslenska.
Til þess að skýra einstök mælskubrögð notar
hann dæmi úr dróttkvæðum og er þannig að
hverfa frá hinu hefðbundna tungutaki um
dróttkvæða list og nota í staðinn tungutak lat-
ínulærdómsins. Þetta er ágætt dæmi um að
fræðileg umhugsun er til áður en hún er fest á
blað með formlegum hætti. Dróttkvæðaskáld
voru með öðrum orðum að nota mælskubrögð
sem tilheyrðu einnig hinni lærðu hefð.
Með sama hætti má benda á að fólk þekkti
stjörnuhimininn og gat gert öðrum grein fyrir
því hvað væri hvað á honum en það notaði ekki
endilega latnesk hugtök til þess og þá stjörnu-
fræði sem barst með kennslubókum miðalda.
Eðlilegast er að gera ráð fyrir því að hér eins
og í öðrum menningarsamfélögum hafi fólk
notað sína goðafræði til þess að tala um him-
ininn. Við vitum að þannig var klassíska goða-
fræðin notuð. Það er hins vegar lítið varðveitt
af þessari þekkingu þótt það eimi eftir af henni
hér og þar. Goðsögurnar eru komnar til okkar
meira sem hjálpartæki við skáldskapariðkun
hjá Snorra. En þetta er annað dæmi um fræði-
lega umhugsun sem hefur vikið og nánast horf-
ið.“
Möguleikar hins nýja
miðils uppgötvaðir
Frásagnarfræðin kennir okkur að texti sé
form hugsunar. Og það mætti gera ráð fyrir að
hann væri form annars konar hugsunar en
munnmæli. Og raunar hélt kanadíski fræði-
maðurinn Marshall McLuhan því fram að svo
væri. Hann hélt því fram að með tilkomu rit-
máls hefði sjónnám þekkingar orðið ríkjandi og
með því hefði hin línulega og röklega hugsun
nútímans orðið til. Segja sögurnar okkur eitt-
hvað um þetta?
„Í þessu sambandi verður að hafa í huga að
rittæknin leggur ákaflega mikið til í því hvern-
ig við getum safnað saman hugmyndum okkar
og sett þær fram. Á því sviði eru áhrif bóklær-
dómsins sterkust. Það er ekki hægt að hugsa
sér þau verk sem við höfum öðruvísi en menn
hafi lært ákveðna tækni af bókmenningu. Og
það gerir okkar fornsögur að vissu leyti bók-
menntalega betri en írsku fornsögurnar að
þær eru skrifaðar seinna þegar þessi framsetn-
ingartækni er orðin þróaðri. Menn höfðu náð
betri tökum á því að setja fram munnlegar sög-
ur á bókmenntalegu formi. Írsku fornsögurnar
eru nær því að vera sundurlausar munnlegar
sögur fengnar héðan og þaðan og mynda
smámsaman eina heild.
En það er eitt að hafa náð tökum á þessari
tækni og hitt er að hafa eitthvað að segja. Í að-
dáun sinni á lærdómnum sem sést meðal ann-
ars í því hvernig menn settu saman sögur mega
menn ekki gleyma því að innihald þeirra sagna
sem hér voru skrifaðar er mjög frumlegt og
ólíkt því sem annars staðar var þótt í sögunum
megi vitanlega finna erlendar hugmyndir. Og
þetta frumlega innihald gerir sögurnar jafn
áhugaverðar og raun ber vitni.
Menn nýttu sér sem sagt hina erlendu tækni
til að koma innlendu efni á framfæri. Það er
mjög vinsælt að gera ráð fyrir að Snorri hafi
verið sérstaklega lærður maður á latneska vísu
en þegar rýnt er í hans verk, sem við gerum ráð
fyrir að séu Eddan, Heimskringla og jafnvel
Egils saga, kemur í ljós að hann vinnur ekki
eins og venjulegur lærdómshöfundur. Hann
vísar ekki í latínurit og hann veltir ekki upp
þeim hugmyndum sem latínuhöfundar gera.
Hann skrifar sína goðafræði án þess að vera
með þau hugmyndalegu innskot sem til dæmis
má finna hjá Saxa málspaka. Snorri var lög-
sögumaður og geymdi lögin í höfðinu á sér þótt
bókin hafi verið farin að skipta miklu á þeim
tíma. Og hann var þjálfaður í munnlegum
skáldskap. Hann var í raun hinn dæmigerði
valdamaður og höfðingi í munnlegu samfélagi
sem réð við orðið, var mælskur. Og hann nær
síðan að setja það efni sem hann hefur numið í
munnlegri geymd fram með hinni nýju frá-
sagnartækni. Hann sameinar þetta tvennt.
Hann uppgötvar möguleika hins nýja miðils,
ritmálsins.“
Menn eru lengi að uppgötva hvað þeir
geta gert nýtt
Svo aftur sé vitnað í McLuhan þá sagði hann
að inntak nýrra miðla væri alltaf gömul þekk-
ing eða öllu heldur eldri miðill. Og það stendur
heima samkvæmt þínum niðurstöðum. Inntak
Íslendinga sagnanna, eins og þær varðveittust
í handritunum, er munnlega hefðin. Á sama
hátt var inntak prentsins í fyrstu ritaðar heim-
ildir miðalda en ekki hin nýja þekking end-
urreisnarinnar.
„Það hefur verið skrifað gríðarlega mikið um
þá menningarþróun sem tengist ritmálinu í
bland við rannsóknir á munnlegum samfélög-
um víða um heim. Þau fræði liggja að verulegu
leyti til grundvallar þessu riti mínu þar sem ég
reyni að yfirfæra hina almennu þekkingu á þær
aðstæður sem við þekkjum hér á landi. Eitt af
því sem liggur fyrir er einmitt það sem þú nefn-
ir um hvað menn hafa verið lengi að uppgötva
hvað þeir geta gert nýtt. Robert Kellogg hefur
til dæmis bent á að menn héldu áfram að skrifa
hefðbundna texta löngu eftir að þeir voru orðn-
ir meðvitaðir höfundar. Það er í raun ekki fyrr
en með Dante að höfundar fóru að átta sig á því
að þeir væru höfundar sem skapa eitthvað nýtt
af eigin ímyndunarafli og þekkingu. Þetta má
meira að segja sjá hjá Jóni Thoroddsen sem
skrifar skáldsögur sínar eins og baðstofuróm-
ana. Það er langt skref frá hefðbundinni munn-
legri sagnaskemmtun til þess að höfundar taki
völdin í textanum og geri eitthvað nýtt.“
Morgunblaðið/Kristinn
„Niðurstaða mín var sú að við vissum einungis með vissu að sögurnar eru varðveittar í tilteknum handritum, sem við getum dagsett nokkuð ná-
kvæmlega, og við vitum um hvað þessar sögur eru vegna þess að við getum lesið þær,“ segir Gísli Sigðursson.
throstur@mbl.is