Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 N ÝLISTASAFNIÐ er sjálfs- eignarstofnun sem rekin er af myndlistarmönnum. Safnið var stofnað 1978 og var frá 1979 til húsa í sama húsnæðinu, á Vatnsstíg 3b, fram undir síðustu áramót. En nú er safnið flutt í nýtt húsnæði og í þann mund að hefja fulla starfsemi í tveimur nýjum sýningarsölum. Í nýrri stjórn sitja Ásmundur Ásmundsson, formaður, Gabrí- ela Friðriksdóttir, Ragnar Kjartansson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Anna Hallin en vara- menn eru Elsa D. Gísladóttir, Magnús Sigurð- arson og Helgi Hjaltalín, sem öll eru myndlist- armenn. Geir Svansson bókmenntafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri safnsins. Blaðamaður ræddi við þau Ásmund og Gabrí- elu um flutninga í nýtt húsnæði og stefnumörkun nýrrar stjórnar. Tengsl við útlönd Ný stjórn situr nú við stjórnvölinn í Nýló og ráðinn hefur verið nýr framkvæmdastjóri. Má vænta mikilla breyt- inga á starfseminni eða listrænnar stefnubreyt- ingar í kjölfarið? Hvernig skilgreinið þið til dæm- is safnið og markmið þess? Hefur orðið einhver breyting þar á frá fyrri tíð? „Listsamfélagið á Íslandi hefur eðlilega mikil áhrif á innri og ytri gerð safnsins. Sýningarað- staða hér á landi hefur löngum verið mun lakari en víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum. En með tilkomu einkarekinna sýningarsala og stærri safna hefur listsamfélagið gerbreyst og Nýlistasafnið hefur þróast samkvæmt þessum breytingum. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkr- um árum var safnið rekið sem sýningaraðstaða fyrir félagsmenn og salirnir leigðir út en nú er listamönnum boðið að sýna verk sín sér að kostn- aðarlausu. Það má líka teljast til breytinga að einkageir- inn tengist starfseminni meira en áður. Nýlista- safnið á t.d. í samstarfi við Menningarsjóð Ís- landsbanka. Undanfarið hafa staðið yfir sýningar úr safneign Nýlistasafnsins í útibúum bankans og frekari verkefni eru í undirbúningi. Þetta samstarf er mikilvægt fyrir safnið og við væntum mikils af því á næstu misserum. Þótt ýmsar jákvæðar breytingar hafi átt sér stað hefur Ísland samt dregist aftur úr í mynd- listinni. Landfræðilegri einangrun er þar sjálf- sagt um að kenna og svo vöntun á tengiliðum við hinn alþjóðlega listheim. Þetta ástand hefur orðið til þess að hlutverk Nýlistasafnsins sem tengilið- ur við sýningarstjóra, listamenn, gallerí og söfn erlendis hefur stækkað með hverju árinu og er það sameiginlegt álit allra nýju stjórnarmeðlim- anna að hlutverk safnsins sem tengiliður við list- heiminn sé afar mikilvægt og að því hlutverki beri að sinna af festu. Það þarf að leggja vinnu í að mynda sambönd, og ekki síður í að rækta þau. Það þekkja myndlistarmenn sem hafa numið er- lendis; tengslin sem þeir ná að mynda vilja rofna þegar heim er komið. Fjarlægðinni er auðvitað um að kenna en jafnframt skilningsleysi hérlend- is á mikilvægi þessara tengsla. Það er deginum ljósara að samræður og samgöngur við hinn stóra listheim eru myndlistinni alger nauðsyn, án þeirra einangrast hún og mannauðurinn fer for- görðum. Í stefnu nýju stjórnarinnar er því lögð rík áhersla á að bæta þessi samskipti með því að bjóða erlendum listamönnum að sýna í safninu. Safnið á líka að vera vettvangur fyrir heimsóknir sýningarstjóra og á að stuðla að því að koma á virkum samböndum við gallerí og söfn erlendis með það fyrir augum að kynna íslenska myndlist- armenn, tengja þá listheiminum og bjóða íslensk- um listáhugamönnum upp á alþjóðlegar sýning- ar.“ Býður upp á einbeittari starfsemi Má ef til vill lesa einhverja táknræna merkingu í flutning safnsins úr bakhúsinu á Vatnsstíg í framhúsið? Eru auknir möguleikar fólgnir í nýja húsnæðinu? „Nýju fólki fylgja alltaf nýjar hugmyndir, og í þessu tilviki einnig nýtt húsnæði. Núverandi stjórn er bjartsýn á framtíðina og vinnur af kappi að því að skipuleggja starfsemina þannig að úr ÍSLAND HEFUR DREGIST AFTUR ÚR Í MYNDLISTINNI Segja má að það séu tímamót hjá Nýlistasafninu en ný stjórn hefur nú sest þar að völdum og safnið er flutt í nýtt húsnæði, úr bakhúsinu við Vatnsstíg 3 í framhúsið á sama stað. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við Ásmund Ásmundsson, formann stjórn- arinnar, og Gabríelu Friðriksdóttur stjórnarmann um nýjar áherslur, en safnið mun einbeita sér meir að því að tengja íslenska myndlist við útlönd en hingað til. T ÓLF ungir myndlistarmenn úr ýms- um áttum eiga verk á sýningunni Grasrót 2002 sem opnuð verður í Nýlistasafninu í dag. Grasrótar- sýningar hafa nú verið haldnar þrjú ár í röð í safninu en þær eru sérstaklega ætlaðar ungum mynd- listarmönnum til að kynna verk sín og gefa þar með nasasjón af hugmyndum upp- rennandi kynslóðar í íslenskum myndlistar- heimi. Sýningarstjóri Grasrótar 2002 er Dorothée Kirch, en hún útskrifaðist úr skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur einbeitt sér að sýningarstjórn að námi loknu fremur en sköpun myndlistar í eiginlegri merkingu. „Ég ákvað að leggja það fyrir mig að vinna að skipu- lagningu og stjórn myndlistarsýninga þegar ég var á lokaárinu í Listaháskólanum og vann ég m.a. lokaverkefni tengt því. Þar stjórnaði ég nokkurs konar sýningu þeirra sem stóðu að sýn- ingarvettvangnum Gula húsinu á sínum tíma. Hugmyndin var sú að fanga þá orku og þann anda sem einkenndi hópinn en færa hann yfir á annan vettvang. Ég hef ákveðið að nýta námið sem ég á að baki í myndlist á þennan hátt,“ segir Dorothée, en hún hóf að námi loknu störf hjá i8 galleríi við Klapparstíg. Aðspurð hvernig sýn- ingarstjórnarverkefnið Grasrót 2002 kom upp í hendur hennar segir Dorothée að aðilar í stjórn Nýlistasafnins hafi m.a. séð útskriftarverkefni hennar og vitað hvað hún var að fara. „Ósk Vil- hjálmsdóttir, sem þá var í stjórn Nýlistasafns- ins, bauð mér að taka þetta verkefni að mér en þau vildu gjarnan leyfa ungum sýningarstjóra að spreyta sig á því að sjá um skipulagningu sýn- ingarinnar.“ Dorothée er á því að mikilvægt sé að nálgast sýningarverkefni á borð við þetta af opnum huga, en láta um leið ákveðna innsýn ráða valinu á þeim sem á endanum skapa sýninguna. „Mér fannst mikilvægt að valið á sýnendum einskorð- aðist ekki við það umhverfi sem ég þekki og aug- lýsti því eftir þátttakendum. Fólk sendi þannig inn umsóknir með upplýs- ingum um sig og valdi ég saman hópinn út frá því. Með því að skoða það sem hver og einn hafði verið að gera valdi ég smám saman hóp sem mér fannst mynda ákveðna heild, en afmarkaðist þó ekki af tiltekinni stefnu eða vinnuaðferð. Ég hafði þó ákveðna þætti að leiðarljósi og má segja að allir þessir myndlistarmenn hafi verið að vinna á mjög persónulegum nótum, og höfða verk þeirra fremur tilfinningalega eða skynrænt til áhorfandans en á skýran hugmyndalegan og pólitískan hátt. Ég heillast af myndlist sem mað- ur stendur frammi fyrir og hugsar: „Vá!“, án þess þó að geta orðað það skýrt hvað er svona stórkostlegt við það.“ Farið lengra með myndbandslistina Sýningin Grasrót 2002 hefur verið sett upp í tveimur sýningarsölum á annarri og þriðju hæð í nýju húsnæði Nýlistasafnsins á Vatnsstíg 3 en safnið verður nú opnað á ný eftir endurbætur og stækkun á sýningarrýminu í sumar. Myndlistarmennirnir tólf sem þar sýna eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Guðni Gunnarsson, Gunnhildur Hauksdóttir, Halla Kristín Einars- dóttir, Helgi Þórsson, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Margrét O. Leopolds- dóttir, Markús Þór Andrésson, Páll Banine, Ragnar Kjartansson og Sirra Sigrún Sigurðar- dóttir. „Þetta eru allt ungir myndlistarmenn sem hafa lokið námi í Listaháskóla Íslands eða er- lendum listaháskólum. Mér fannst það mjög mikilvægt að fá ekki aðeins fólk úr Reykjavík- ursenunni, heldur einnig einhverja sem eru að vinna úti. Þetta eru líka myndlistarmenn úr fjöl- tæknideild, málaradeild og textíldeild og vinna þau öll í mjög fjölbreyttum miðlum. En þrátt fyrir að sýningarstefnan hafi verið opin og allir haft frjálsar hendur með efnistök virðist hér hafa orðið til sýning sem hefur ákveðin einkenni. T.d. vinna flestir á einhvern hátt með mynd- bandslist, en þó í mjög víðu samhengi. “ Dorothée segir athyglisvert, þegar litið er myndbandslistar almennt, hversu frjó og mis- munandi notkun á henni birtist í verkum lista- mannanna á Grasrótarsýningunni. „Mynd- bandslist hefur verið mjög áberandi á síðustu áratugum og eru margir farnir að tala um að hún sé orðin „þreytt“, hún sé ópersónuleg og end- urtekningasöm. Mér finnst ekki hægt að líta á myndbandslistina á þennan hátt, því hér er fyrst og fremst um að ræða miðil eða aðferð sem lista- menn geta auðvitað nýtt sér á óteljandi vegu, og er ekki síst mikilvæg þegar miðla á hreyfingu. Allir þeir sem nota vídeólist á sýningunni hafa byggt sína persónulegu umgjörð í kringum sjálft myndbandið, og fara þannig lengra með þennan miðil. En almennt einkennist vinna þessara myndlistarmanna af ótrúlegum krafti og vilja til að framkvæma hlutina,“ segir Dorothée. Verkið og sýningargesturinn Sem dæmi um hin fjölbreytilegu verk sem er að finna á Grasrótarsýningunni nefnir Dorothée verk Gunnhildar Hauksdóttur sem skapað er í HIÐ PERSÓNULEG Sýningin Grasrót 2002 er þriðja sýningin á vegum Nýlistasafnsins sem ber þetta heiti. Með þessu árlega verkefni vill safnið minna á það hlutverk sem Nýlistasafnið var stofnað um, að hlúa að og veita grasrótinni í íslenskri myndlist athygli. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR ræddi við sýningarstjórann Dorothée Kirch um grasrótina í ár. Nokkrir sýnenda: (f.v.) Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Páll Banine, Ingibjör

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.