Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 3
A
UGU heimsins beinast nú
að Jóhannesarborg í
Suður-Afríku þar sem
leiðtogar heimsins sitja á
rökstólum og ræða fram-
tíð jarðar og okkar sem
jörðina byggjum.
Fyrir réttum tíu árum
komu þjóðarleiðtogar saman til fundar í Ríó
de Janeiro til fyrstu umhverfisráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna.
Þá varð nokkur umræða í fjölmiðlum um
þátttöku Íslands í ráðstefnunni og þar með
alþjóðlegu samstarfi um umhverfismál.
Umræðan snerist hinsvegar ekki um um-
hverfismál. Hún snerist um það hverjir
færu á ráðstefnuna og hvað það væri dýrt !
Hvorki áttu þá kjarni máls né sannleikurinn
upp á pallborðið.
Árangur næst ekki í umhverfismálum eða
baráttunni gegn fátækt og sjúkdómum í
heiminum nema með samstarfi þjóðanna.
Þar hljótum við að leggja okkar af mörkum,
enda þótt það kosti nokkuð.
Meðan öfgasamtök á sviði umhverfismála
mjólka almenning og safna fúlgum fjár með
því að skrökva því að fólki að Japanir og
Norðmenn séu að drepa síðustu hvalina
gleymast mörg alvarleg umhverfis-
vandamál. Það er sérkennilegt í þessu sam-
bandi að þau samtök sem lengst ganga í
þessum efnum starfa yfirleitt í löndum sem
á sínum tíma gengu harðast fram í að
ganga af hvalastofnum dauðum. Dæmi um
slík lönd eru Ástralía, Bandaríkin og Bret-
land. Nefna má líka að í þessum löndum
hefur hvalkjöt aldrei verið notað til mann-
eldis heldur eingöngu í dýrafóður og til iðn-
aðar.
Hversu auðvelt er að afla fjár undir yfir-
skini hvalaverndar sést best á hringavit-
leysunni um háhyrninginn Keikó. Þar hefur
tugum, gott ef ekki hundruðum milljóna
verið kastað á glæ. Og auðvitað er eðlilegt
að spyrja sem svo: Hverju hafa þær fjár-
fúlgur skilað vísindunum? Hvað hafa marg-
ar ritgerðir verið skrifaðar um skepnuna
Keikó – eða hafa menn bara verið að leika
sér?
Auðvitað freistast maður til að spyrja
þeirrar ósvífnu og örugglega að sumra mati
óviðeigandi spurningar: Hvað hefði mátt
bjarga mörgum börnum í þróunarlöndunum
frá kvölum og hungurdauða með öllum
þeim dollurum sem runnið hafa til háhyrn-
ingsins í Vestmannaeyjum? En þetta er
auðvitað í hæsta máta ósanngjörn spurning
vegna þess að það er miklu auðveldara að
safna fé handa hval sem kann ekki lengur
að afla sér fæðu en handa sveltandi börn-
um.
Spurningin angrar mann samt.
Hvalir eru ekki í útrýmingarhættu. Það
vita þeir sem kynna sér málin. En það er
búið að manngera hvali, telja fólki trú um
að þeir hafi mannsvit og gott ef ekki betur.
Fólki er gefinn kostur á að ættleiða hvali og
borga fyrir það ærið fé, svo fáránlegt sem
það nú er . En eins og margsinnis hefur
verið bent á er þessi hvaladýrkun oft liður í
því að friða vonda samvisku á öðrum svið-
um umhverfismála. Það kostar ekkert að
vera á móti eðlilegri nýtingu hvalastofna og
það mælist vel fyrir hjá fólki sem matað
hefur verið á röngum upplýsingum. Hvern-
ig í ósköpunum er hægt að halda því fram
að hrefnan sé í útrýmingarhættu þegar
hrefnur í heimshöfunum eru taldar á bilinu
900 þúsund til ein milljón? Þetta er auðvitað
bull. Þegar öllu er á botninn hvolft stafar
hvölum mest hætta af mengun sjávar frá
landstöðvum í þeim ríkjum sem eru andvíg-
ust hvalveiðum.
Ört vaxandi hvalastofnar keppa við sjó-
menn um fiskinn í sjónum og þar með
fæðuöflun handa fólki. Það eitt er ærin rök-
semd fyrir því að óhætt væri að grisja suma
hvalastofna og nýta þá með sjálfbærum
hætti í heimi þar sem hungurvofan fylgir
milljónum manna til hvílu á hverju kveldi.
Víkjum að öðru – umhverfisvandamálum
sem hafa fallið í skuggann og menn eru
fyrst nú á síðustu árum að byrja að veita at-
hygli. Það er þegar aðfluttar dýrategundir
koma í nýtt umhverfi ýmist fyrir slysni eða
gáleysi og valda þá oft gífurlegum usla.
Þetta hefur verið kallað líffræðileg mengun.
Í tengslum við ráðstefnuna í Jóhannesar-
borg hafa fjölmiðlar víða um lönd vakið at-
hygli á þessu vandamáli, sem hingað til hef-
ur verið næsta lítill gaumur gefinn.
Fiskeldismenn í Bandaríkjunum fluttu
inn Asíukarpa frá Kína á áttunda áratugn-
um. Fiskinum var ætlað að hafa hemil á
sníkjudýrum af ýmsu tagi í fiskeldistjörnum
Afbrigði af þessari fiskitegund eins og
svartkarpi og silfurkarpi hafa sloppið úr
eldistjörnum. Þessir fiskar valda miklu tjóni
í nýju umhverfi. Þeir nærast mest á svifi,
en sumir éta allt sem að kjafti kemur. Þeir
geta orðið 30–50 kíló að þyngd. Þeir geta
meira segja farið um á þurru landi og éta
þyngd sína á degi hverjum og stundum gott
betur. Hvar sem þeir fara útrýma þeir öðr-
um tegundum og eitt helsta áhyggjuefni
Bandaríkjamanna og Kanadamanna um
þessar mundir er að þeir berist í vötnin
miklu á landamærum ríkjanna, en fátt virð-
ist geta stöðvað göngu þeirra þangað. Þá
segja menn að voðinn sé vís fyrir lífríki
þessara stærstu stöðuvatna á jörðinni.
Önnur tegund sem veldur miklu tjóni er
svonefndur sebrakræklingur, sem á upp-
hafleg heimkynni á Balkanskaga og í Pól-
landi. Þessi skelfiskur er talinn hafa borist
til vesturheims með kjölfestuvatni skipa og
hefur breiðst ört út. Hann fjölgar sér ört,
getur lifað dögum saman á þurru og veldur
tjóni með því að stífla rör í vatnsveitum og
vatnsorkuverum. Tjón af völdum sebra-
skelfisks í Kanada er talið nema um einum
milljarði kanadískra dollara frá árinu 1989.
Margar tegundir gróðurs og skordýra
mætti nefna hér til sögu sem gera usla á
nýjum slóðum. Starrinn, sem við Íslending-
ar þekkjum vel, var fluttur til vesturheims
af vel meinandi mönnum sem vildu flytja öll
dýr sem nefnd eru til sögunnar í leikritum
Shakespeares til Ameríku. Starrinn er frek-
ur, fjölgar sér ört, leggur undir sig varp-
svæði annarra fugla og hrekur þá af hreiðr-
um. Tilkoma nýrra tegunda, ásamt tapi
búsvæða og mannlegum umsvifum er meg-
inorsök þess að tegundum er útrýmt eða
ástæða þykir til að setja þær á válista.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Kanada
og OECD notar hver Kanadamaður 124,8
milljónir lítra af vatni um ævina, ferðast
tæpa 700 þúsund kílómetra í vélknúnum
ökutækjum (17 sinnum umhverfis jörðina),
notar 613 þúsund rúmfet af jarðgasi, 1,1
milljón kílóa af kolum, 576 þúsund lítra af
jarðolíu. Hendir rúmlega 38 tonnum af
sorpi og framleiðir 1,3 milljónir kílóa af
gróðurhúsalofttegundum. Séu þessar tölur
margfaldaðar með íbúafjölda jarðar, sem er
um sex milljarðar, og allir hefðu sömu
neysluvenjur mundi mannkyn þurfa tvær
plánetur eins og jörðina til viðbótar til að
sjá sér farborða. Það er svo umhugsunar-
efni, en alls enginn heimsendaspádómur, að
á næstu 50 árum er gert ráð fyrir að jarð-
arbúum fjölgi um þrjá milljarða. 90% þeirr-
ar fjölgunar munu eiga sér stað í borgum.
Síðan getum við velt fyrir okkur hvort ekki
sé ástæða til að staldra við og íhuga hvort
við séum á réttri leið.
HORFT TIL
SUÐURS
RABB
eidur@shaw.ca
E I Ð U R G U Ð N A S O N
FORSÍÐUMYNDIN
er af skúlptúr eftir Kristin E. Hrafnsson. Verkið nefnist Staður fyrir mikið út-
sýni og lítið ímyndunarafl (tileinkað KG). Gert 2001. Áletrunin á stólnum
segir: Héðan og hingað og þangað. Ljósmynd: Ívar Brynjólfsson.
Munnleg hefð
býr að baki Íslendinga sögum, að mati Gísla
Sigurðssonar sem í dag ver doktorsritgerð
sína við Háskóla Íslands en hún fjallar um
túlkun Íslendinga sagna í ljósi munnlegrar
hefðar. Þröstur Helgason ræðir við Gísla
sem heldur því meðal annars fram að kenn-
ingar um upphaf og höfunda sagnanna geti
að stórum hluta ekki staðist vegna þess að
ekki hafi verið tekið tillit til munnlegu hefð-
arinnar.
Eduardo Chillida
lést fyrr í mánuðinum en hann var einn af
fremstu myndhöggvurum samtímans og
einn af áhrifamestu listamönnum Spánar.
Kristinn E. Hrafnsson fjallar um ævi hans
og verk í grein sem hann kallar Stálhnútar í
rýminu.
Gerður Helgadóttir
var fyrsti íslenski myndhöggvarinn til að
svara kalli hinnar nýju óhlutbundnu mynd-
listar á sjötta áratugnum. Kristín Helga
Káradóttir fjallar um feril Gerðar og þróun
listar hennar.
Nýlistasafnið
stendur á nokkrum tímamótum um þessar
mundir en það hefur fengið nýja stjórn auk
þess að vera flutt í nýtt húsnæði í framhús-
inu á Vatnsstíg 3 þar sem það hefur verið til
húsa í bakhúsinu um fjölda ára. Þröstur
Helgason ræddi við nýja stjórn um framtíð-
ina og Heiða Jóhannsdóttir ræddi við að-
standendur sýningarinnar Grasrótar sem
verður opnuð í safninu í dag.
ÚR HÁVAMÁLUM
Meðalsnotur
skyli manna hver,
æva til snotur sé.
Þeim er fyrða
fegurst að lifa
er vel margt vitu.
Meðalsnotur
skyli manna hver,
æva til snotur sé,
því að snoturs manns hjarta
verður sjaldan glatt
ef sá er alsnotur er á.
Meðalsnotur
skyli manna hver,
æva til snotur sé.
Örlög sín
viti engi fyrir,
þeim er sorglausastur sefi.
Orðið Hávamál merkir orð Óðins en Óðinn er æðstur og vitrastur goða.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
3 4 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R
EFNI