Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 F RÁ því var greint í heimsfrétt- unum 19. ágúst sl. að spænski myndhöggvarinn Eduardo Chillida væri allur, 78 ára að aldri. Það gerist ekki oft að myndlistarmanna sé minnst á heimsvísu og þar sem ég þykist þess fullviss að hann sé ekki vel þekktur hér á landi, þrátt fyrir Spánarást landans, vil ég fara um hann og verk hans nokkrum orðum. Hver var hann þessi maður sem alla ævi reyndi að gera það sem hann vissi ekki hvernig átti að gera, eins og hann orðaði það sjálfur, en hefur um leið verið tal- inn einn af áhrifamestu myndhöggvurum seinnihluta tuttugustu aldarinnar og án efa sá mikilvægasti á Spáni? Hann var Baski og bjó nær alla sína tíð við sjávarsíðuna við San Sebastian á Norður- Spáni. Fæddur 1924 og var efnilegur mark- vörður í knattspyrnu á unglingsárum. Hóf síðan arkitektúrnám í Madríd, en sneri frá og hélt til Parísar 1948 þar sem hann kynnt- ist nútímalist, en hélt sig löngum á Louvre og stúderaði gríska höggmyndalist, sem hann taldi sig geta yfirfært á samtímann. Það gekk ekki og þremur árum síðar hélt hann á heimaslóðir og taldi skamman listferil sinn að baki. Hann var uppgefinn, en áttaði sig samt á því að ekki var til einskis unnið að tapa sjálfum sér í grískum skúlptúr: „Vegna þess að ég tilheyri landi dökkrar birtu. Atl- antshafið er dökkt, Miðjarðarhafið hins veg- ar ekki.“ Það voru andstæðurnar sem skiptu hann máli og hann fann „dökka birtu“ sína á járnsmíðaverkstæði í San Sebastian: „Ég fann strax að hér átti ég heima. Allt var svart! Þarna fann ég járnið.“ Endalokin fyr- irséðu urðu þannig að upphafi langs og far- sæls ferils Chillida. Fyrsta járnverkið gerði hann 1951 og strax þá, og raunar ætíð síðan, notaði hann og þróaði hefðbundið handverk smíðajárns- karla í Baskalandi. Í upphafi einkenndust verk Chillida af áhrifum frá abstrakt stúdí- um Kandinskys í málverkinu, en þó þykja frekar einkennandi tengsl hans við konst- rúktívisma og De Stijl-hreyfingarnar fyrr á öldinni, en er fram liðu tímar tóku önnur form og aðrar pælingar völdin. Módernískar hugmyndir um endurskilgreiningu listarinn- ar eru þó alltént sá sökkull sem allt hans starf hvílir á. Þrátt fyrir ástina á járninu vann hann skúlptúra úr margskonar öðrum efnum og lagði mikla áherslu á teikningu. Um efnisnotkunina, sérstaklega hvað járnið varðar, sagði hann m.a.: „Ég áttaði mig á því, að með þessum efnum gat ég formað tómið, ögrað tóminu og náð utan um sjón- deildarhringinn.“ Þetta var í raun við upphaf járnaldar skúlptúrsins, þrátt fyrir að Julio Gonzalez, landi Chillida, og Picasso hefðu gert járnverk um 1930. Járnið færði mönn- um frelsi sem þá hafði ekki dreymt um – það bar í sér algerlega nýjar víddir og losaði þá undan sögulegum fjötrum hefðbundinna efna. Chillida líkti þessu við óvissuferð sem hann yrði að fara og fljótt áttaði hann sig á eiginleikum járnsins og þeim samhljómi sem þetta sögulausa efni átti með hugmyndum hans um listaverkið sem afhjúpandi eða allt að því heimspekilegan hlut. Steypt, hamrað eða soðið varð það aflvaki nýrrar hugsunar sem stækkaði höggmyndalistina út í allt ann- að rými en áður þekktist. Meðferð hans á þessu oft á tíðum óþjála efni þykir með af- brigðum leikandi og létt. Það hangir á form- inu og að sjálfsögðu hugmyndinni um hvað hluturinn á að gera eða afhjúpa í sjálfum sér. Hann var vissulega maður efnisins, stærð- arinnar og þyngdarinnar og oft fá slíkir menn á sig viðeigandi nöfn og allajafna var Chillida kallaður „Járnkallinn“. Hann þykir þó ekki síður póetískur í umfjöllunarefnum sínum og nálgun við andans efni, ef svo má segja. Rými, efni, massi og tóm eru hugtök sem lengi hafa loðað við skúlptúrumræðu og svo- sem ekki að ástæðulausu. Meðferð lista- manna á þessum þáttum er hins vegar æði mismunandi og í raun má segja að útlegg- ingar þeirra eða skilningur á hugtökunum kristallist í verkunum, eins og nærri má geta. Hjá Chillida er þetta með skemmti- legra móti, þar sem oftast er fjallað um það sem ekki er fýsískt á staðnum eða í verk- unum sjálfum, heldur líður líkt og klukkna- hljómur í kringum þau. Það er ekki lítið og oft á tíðum einkennast skrif um hann af ákveðinni undrun og lotningu fyrir því ósegj- anlega sem falið er í verkunum. Og hvað er nú það? Jú, jafn einkennilega og það hljómar er það rýmisnotkunin og merkingarþrungið tómið sem fylgir þessum efnismiklu skúlp- túrum sem mönnum er einskonar ráðgáta. Þau eru eins og völundarhús tómsins. Massamikil verk, oft á tíðum flóknir stál- hnútar eða steypuklumpar, eru ekki aðeins efnið sjálft, heldur svo miklu, miklu meira. Efnisafmörkunin er eins og upphaf eða út- gangspunktur í mun stærra samhengi. Þetta einkenni varð þýska heimspekingn- um Martin Heidegger tilefni greinarskrifa sem hann gaf út á bók og tileinkaði Chillida. Bókin sú, sem hefur lengi fylgt undirrit- uðum, heitir Listin og rýmið og fjallar á einkar ljóðrænan og skemmtilegan hátt um þessa eiginleika í verkum hans. Heidegger kemst að því að höggmyndir geti efnisgert tómið og að tómarúmið lýsi engri vöntun eða skorti, heldur sé það sköpun líkt og mótun efnisins sjálfs. Tómið gegnir hlutverki og getur þannig staðið sem merkingarþrungið svæði – annað sjálf listaverksins, en þó það sama, skilji ég þetta rétt. Höggmyndin legg- ur því ekki undir sig svæði eða staði, heldur má frekar segja að hún skapi þá og gefi þeim merkingu og afmarki sig því ekki frá þeim. Hið innra og ytra verður eitt. Chillida til- einkaði Heidegger verk árið 1994 og stendur það í Frankfurt am Main; „Kveðja til Heid- eggers“. Skáldjöfurinn Octavio Paz hefur á sama hátt bent á að þrátt fyrir að verk Chil- lida fjalli öðru jöfnu um náttúruöflin, séu óð- ur til ljóssins og hafsins og vindsins, „segja þau öll það sama: rými“. Rýmið, hið tóma rými, er þannig aðalumfjöllunarefni Chillida og sjálfur kallaði hann sig „arkitekt tómsins“ og það er í raun það, þetta óáþreifanlega, sem formar efnið og gefur því líf. Um þetta snúast verk hans. Þrátt fyrir að mónumentalistar eigi ekki STÁLHNÚTAR Í RÝMINU E F T I R K R I S T I N E . H R A F N S S O N Spænski myndhöggvarinn Eduardo Chillida lést 19. ágúst síðastliðinn. Hver var hann þessi maður sem alla ævi reyndi að gera það sem hann vissi ekki hvernig átti að gera, eins og hann orðaði það sjálfur, en hefur um leið verið talinn einn af áhrifamestu myndhöggvurum seinnihluta tuttugustu aldarinnar og án efa sá mikilvægasti á Spáni? Vindkambar heitir þetta verk frá 1972–1977 og er það staðsett við ströndina í heimaborg listamannsins, San Sebastian. NOKKUR ORÐ UM CHILLIDA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.