Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 9 verði ennþá betra Nýlistasafn í nýja sýningar- rýminu. Margir sakna auðvitað möguleikanna í gamla safninu en þegar þessu er gefinn nánari gaumur þá var gamla húsnæðið í raun of stórt í sniðum og nýttist ekki sem skyldi. Nýja húsnæð- ið er einfaldara og býður upp á einbeittari starf- semi. Þótt tilfærslan sé ekki mikil er safnið sýni- legra og betur tengt við götuna. Við höfum þegar orðið vör við það að fólk lítur frekar inn fyrir for- vitni sakir en áður þegar safnið var í bakhúsi, svona pínu „öndergránd“. Nú gefst tækifæri á að móta húsnæðið nákvæmlega eftir þeirri starf- semi sem þar fer fram og er unnið að því í þessum töluðum orðum ásamt arkitektum að hanna sal- ina samkvæmt listarinnar kúnstum og ekki síst að gera þá þannig úr garði að aðstaðan standist þær kröfur sem gerðar eru um svona starfsemi. Góð myndlist er auðvitað það sem mestu skiptir og núverandi stjórn leggur áherslu á metnaðar- fullar sýningar og áhugaverðar uppákomur.“ Yngsta kynslóðin er róttæk og jarðbundin í senn Sýningin sem hefst í dag, Grasrót, gefur til kynna að safnið tengi sig við eða vilji leggja rækt við grasrótina. Eða hvað? Það er kannski und- arlega spurt en hvar liggur grasrótin í íslenskri myndlist nú? Og fyrir hvað stendur grasrótin í dag? Er hún róttæk? Eða er hún jarðbundin? Er hún ef til vill upprifin yfir einhverju sérstöku? Sumir segja að það gerist aldrei neitt. Aðrir segja að allt geri sig? Er grasrótin kannski rótlaus? „Nýlistasafnið varð til af nauðsyn og er nauð- synlegur vettvangur myndlistar á Íslandi. Það er sú stofnun sem sinnir yngstu kynslóð listamanna hvað best og leggur sig fram um að fylgjast grannt með og þjóna ungum listamönnum. Gras- rótarnafnið virðist hafa fest við ákveðinn hóp manna í myndlistarsamfélaginu á Íslandi, enda margir ungir í anda hér allt til dauðadags, en orð- ið þýðir í raun það sem sprettur upp á yfirborðið. Það er forvitnilegt að skoða það sem ungu lista- mennirnir, sem nú spretta upp af rótinni, hafa upp á að bjóða á þessari sýningu; það ætti að gefa vísbendingu um hvert stefnir. Yngsta kynslóðin er róttæk og jarðbundin í senn. Hún er óhrædd við að koma fram á sínum eigin forsendum, blandar saman straumum og stefnum þannig að forhertir varðmenn hefðarinnar finna sig hvergi í henni. Hún virðist óeigingjarnari en oft áður og á auðvelt með samvinnu; fer inn á hvaða svið sem henni hentar, virðir ýmist gamla miðla eða van- virðir. Grasrótin nú er hugrökk og víðsýn og leggur sig fram um að nýta allan þann mýgrút af möguleikum sem fyrir hendi eru. Þeir sem segja að „ekkert sé að gerast“ eru sérstaklega vel- komnir á sýninguna; þar gefst tækifæri til þess að endurskoða málið innan um fersk verk yngstu kynslóðarinnar. Þarna á margt eftir að gera sig. Ef til vill eru þarna einhverjir af ætt rótleysingja en flestir eru þó sammála um að frumleikinn sé af foreldrum fæddur þó svo að birtingarmynd hans geti oft verið afar óljós.“ Margt í bígerð Hvað er á döfinni? „Dagskráin framundan er afar fjölbreytt: Næsti viðburður í Nýlistasafninu á eftir Grasrót- inni er sýning þeirra Magnúsar Pálssonar, Wolf- gangs Muellers og Erics Andersens sem þeir kalla „Flökt“ en gæti allt eins heitið „Grasrót 2002“ því þessir þrír kappar eru síungir og koma ævinlega á óvart. Á eftir þeim sýna Ransú og Giovanni Garcia-Fenech. Auk sýninga verða svo styttri uppákomur af ýmsu tagi, tónleikar, fyr- irlestrar, kynningarkvöld og gjörningar. Í nóv- emberbyrjun verða t.d. tónleikar/uppákomur með breskum listamönnum sem kenna sig við Artificial Paradises. Í nóvember verður einnig dagskrá tileinkuð Degi Sigurðarsyni. Margt ann- að er bígerð og sumt sem á eftir að koma á óvart.“ Morgunblaðið/Arnaldur Gabríela Friðriksdóttir og Ásmundur Ásmundsson í nýju húsnæði Nýlistasafnsins. throstur@mbl.is kringum tengsl verkanna á sýningunni og áhorf- enda þeirra. „Verkið nefnist Fræðsla og er myndbandsverk, og býr Gunnhildur það til á fyrsta sýningardeginum. Þar fer hún um sýn- inguna og útskýrir verkin fyrir áhorfendum. Þannig skírskotar hún til þess hvernig leiðsögu- maðurinn leggur ávallt einhvers konar huglægt og hlutlægt mat á verkin, líkt og áhorfandinn gerir reyndar sjálfur. Hér fjallar hún líka um mikilvægan hluta af sýningunni sem heild, það er nálgun sýningargesta við verkin og þá túlkun sem fer fram í þeirra vitund andspænis þeirri „opinberu“ túlkun sem leiðsögumaðurinn leggur fram. Gunnhildur hefur sjálf starfað við það að veita leiðsögn um sýningar í Listasafni Reykja- víkur. Síðan verður Gunnhildur með fasta leið- sögn meðan á sýningu stendur, á laugardögum klukkan 15.“ Dorothée bendir á að einhvers kon- ar samspil verks og áhorfanda sé innbyggt í fjöl- mörg verkanna á sýningunni. Verk Sirru sé tilbúið ljón í raunstærð og -þyngd, þar sem áhorfendum sé gefið færi á að standa frammi fyrir þeirri menningarlegu og tungumálslegu táknmynd sem ljónið er og spegla sig í henni. „Myndbandsverk Margétar sem er við inngang annars sýningarsalarins vísar til þess að lista- maðurinn ber virðingu fyrir því að áhorfandinn skoði verk hans og velti þeim fyrir sér. Hann hneigir sig og þakkar fyrir,“ segir Dorothée. Hugarheimur listamannsins Gefin hefur verið út sýningarskrá í margmiðl- unarformi í tengslum við Grasrót 2002. Þar er að finna upplýsingar um myndlistarmennina og verk þeirra, og er leitast við að gefa innsýn í hugar- og hugmyndaheim þeirra með ljósmynd- um, myndbandsbútum og viðtölum. Dorothée segist hafa lagt mikla áherslu á þennan þátt á sýningunni. „Mér fannst mikilvægt að vanda til sýningarskrárinnar, en til þess að prenta virki- lega flotta sýningarskrá þarf mikið fé. Ég hafði séð talsvert af tölvutæku kynningarefni í starfi mínu í i8 og fannst það áhugaverð leið. Tölvu- diskur býður upp á mikla möguleika til að bregða upp lifandi mynd af viðkomandi lista- manni og því sem hann er að hugsa og gera, þeim heimi sem hann lifir og hrærist í. Mér fannst það áhugaverð hugmynd að draga upp slíka mynd af þeim ungu myndlistarmönnum sem sýna á Grasrótarsýningunni. Hver og einn hefur sínar hugmyndir um lífið og mótast list- sköpunin af því. Með því að gefa fólki færi á að kynnast þessum heimi öðlast það dýpri skilning á myndlistinni,“ segir Dorothée. Við gerð margmiðlunardisksins nutu aðstend- endur sýningarinnar styrkja frá menningar- borgarsjóði og menntamálaráðuneytinu auk lið- sinnis Aco-Tæknivals. Að sögn Dorothée gerði þessi stuðningur það mögulegt að vanda til mjög diskins. „Ragnheiður Gestsdóttir kvikmynda- gerðarmaður tók það að sér að vinna efnið á diskinn en hönnun og tölvuvinnslu annaðist Ólafur Breiðfjörð. Þau hafa alfarið séð um verk- efnið og er útkoman mjög ríkuleg viðbót við sýn- inguna,“ segir Dorothée að lokum. Grasrót 2002 verður opnuð laugardaginn 31. ágúst kl. 17, í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3. Sýn- ingin stendur til 29. september og er aðgangur ókeypis. GA Í GRASRÓTINNI Morgunblaðið/Arnaldur rg Magnadóttir og Magnús Logi Kristinsson. Nýlistasafnið í nýjum húsa- kynnum á Vatnsstíg 3. Mynd af veggspjaldi. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.