Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 H ÚN var einn af fremstu myndhöggvurum landsins á 20. öld. Stóra mósaikmynd- in á Tollhúsinu í Reykjavík er eitt þekktasta verk henn- ar. Einnig glergluggarnir í Skálholts- og Kópavogs- kirkju. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, ber með reisn nafn þessarar merku listakonu. Sýningin sem nú stendur yfir er sú fimmta sem haldin hefur verið á verkum henn- ar frá því safnið var opnað 1994. Ótrúleg afköst á stuttri starfsævi Gerður var fædd árið 1928 í Norðfirði en flutti níu ára til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Hún lést árið 1975 af völdum krabba- meins, aðeins 47 ára að aldri. Að baki lá tæplega 30 ára farsæll myndlistarferill, á sjötta tug sýn- inga og drjúg frægð hér heima og erlendis. Auk þrívíðra verka; höggmynda, skúlptúra og lág- mynda, vann hún steinda glugga, mósaikverk, kirkjumuni og skartgripi. Hún hlaut alþjóðlega viðurkenningu fyrir eitt verka sinna og í hennar hlut komu flest þau samkeppnisverkefni sem hún sóttist eftir. Skömmu fyrir andlát sitt var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu. Verk hennar er víða að finna hérlendis sem erlendis, svo sem í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og Afríku. Þau prýða meðal annars kirkjur, kaffihús, skóla, fyrirtæki og stofnanir. Teningunum kastað Á gagnfræðaprófi hlaut Gerður hæstu ein- kunn í teikningu en áhugi hennar á að læra myndlist vaknaði þegar hún sá sýningu Hand- íða- og myndlistaskólans. Fram að því hafði hún ekki leitt hugann að því að hægt væri að ganga í skóla og læra myndlist. Teningunum var kastað og hún hóf nám við skólann árið 1945. Föður hennar, Helga Pálssyni, geðjaðist ekki betur en svo að þessum áformum dóttur sinnar að þau feðgin ræddust ekki við fram að jólum það árið. Þegar hann sá að henni var full alvara snerist honum hugur. Upp frá því studdi hann dóttur sína heils hugar og var henni ómetanlegur bak- hjarl á myndlistarferlinum, ásamt eiginkonu sinni Sigríði Erlendsdóttur en hún lést árið 1956. Vissi snemma hvað hún vildi Gerður komst fljótt að þeirri niðurstöðu að hún hafði meiri tilfinningu fyrir formi en litum. Það voru einkum höggmyndirnar sem vöktu að- dáun hennar. Á þessum árum var engin högg- myndadeild í Handíða- og myndlistakólanum. Til að bæta úr því fékk hún tilsögn í leirmótun og steinhöggi, hjó meðal annars sína fyrstu höggmynd í fjörunni í Laugarnesi undir hand- leiðslu Sigurjóns Ólafssonar. Að námi loknu fór hún að móta brjóstmyndir í „Svínastíunni“, sem kölluð var, en það var bakhús á lóð skólans. Gerður vissi snemma hvað hún vildi. Hugur hennar stefndi til framhaldsnáms í höggmynda- list erlendis. Nítján ára sigldi hún utan til að þreyta inntökupróf í listaskóla í Flórens. Á ferðalagi sínu út í hinn stóra heim vissi þessi saklausa, unga stúlka frá Íslandi ekki að hún ætti að skipta um lest á miðri leið, heldur sat bara áfram og varð viðskila við farangur sinn. Í viðtali sem birtist við hana í Tímanum 1974 seg- ist henni sjálfri svo frá: ,,Ég var vita mállaus og ferðalagið þangað suðureftir sýndi kannski bet- ur en nokkuð annað hvers konar glópur ég var.“ Hún stóðst inntökuprófið og vissi þá að vera hennar í Svínastíunni og puðið í fjörunni hafði ekki orðið til einskis. Eftir tveggja ára klassískt nám í höggmyndalist við listakademíuna í Flór- ens lá leiðin til Parísar, þar sem „hlutirnir voru að gerast“ í nútímalistinni, að hennar eigin sögn. Þar stundaði hún nám í tvö ár, seinna árið í einkaskóla rússneska myndhöggvarans Ossip Zadkine, sem var einn af fyrstu kúbistunum. Fyrstu skrefin á framabrautinni Gerður tók skjótum framförum á námsárum sínum erlendis. Þegar skólagöngunni lauk fékk hún sér vinnustofu í París og fór að ,,reyna að puða svona ein“, eins og hún kemst sjálf að orði í áðurnefndu viðtali við Tímann. Hún prófaði sig áfram með leir og tré en sneri sér síðan að málmvinnslu með logsuðutæki og önnur hand- verkfæri að vopni. Hún fór að taka þátt í sýn- ingum og hélt sýna fyrstu einkasýningu í París árið 1951. Þar sýndi hún abstraktverk unnin í leir og gifsmyndir. Á annarri einkasýningu sinni í París, tæpu ári síðar sýndi hún afrakstur járnsmíði sinnar, svartmálaða abstrakt járn- skúlptúra. Verkin þóttu minna bæði á húsagerð og vélar, gædd fínleika og þokka og báru ekki síst vitni um frábæra tilfinningu hennar fyrir rými. Fyrsta einkasýning Gerðar hér heima var haldin í Listamannaskálanum árið 1952. Þar sýndi hún löndum sínum afraksturinn af fjög- urra ára námi og starfi erlendis og skipaði sér í flokk fremstu listamanna landsins. Fyrstu sýningar Gerðar bera þess merki hve bráðþroska hún var í listsköpun sinni. ,,Hún var alla tíð kröfuhörð við sjálfa sig og nákvæm, allt varð að vera fullkomlega af hendi leyst, hvort sem var í einkalífinu eða listinni,“ hefur Elín Pálmadóttir, nánasta vinkona hennar, skrifað um hana. Alþjóðleg viðurkenning Árið 1953 hlaut Gerður viðurkenningu fyrir verkið „Óþekkti pólitíski fanginn“ sem hún sendi inn í samkeppni um minnismerki sem breska menningarstofnunin British Council hélt og hátt á fjórða þúsund listamenn frá 57 löndum tóku þátt í. Verk Gerðar var sýnt, með- al 140 úrvalsverka í Tate Gallery í London þar sem tugir þúsunda sýningargesta sáu það. Í einu bréfa sinna frá París lýsir Gerður verð- launaafhendingunni á gamansaman hátt. Það átti fyrst í stað ekki að hleypa henni inn þegar hún kom lítt prúðbúin í síðbuxunum sínum. Hún lýsir undrunarsvipnum á virðulegum emb- ættismönnunum þegar þeir áttuðu sig á því að hún væri heiðursgesturinn. „Ég var yngsta manneskjan þarna. Þeir ætluðu ekki að trúa því að þessi stelpa væri komin til að taka við verð- laununum,“ skrifar hún heim. Sjálfri var henni brugðið við svo virðulega athöfn til heiðurs sér. Þegar henni svo barst boðskort á sýninguna í Tate Gallery hafði hún ekki efni á að fara til London. Heilluð af leyndardómum glersins 1954 lærði Gerður að gera steinda glugga á glerverkstæði í París. Upp frá því fór hún að fella steina og gler inn í höggmyndir sínar. Gerður var frumkvöðull í glerlist á Íslandi. Á árunum 1955–56 vann hún glugga í Hallgrímskirkju í Saurbæ sem jafn- framt var fyrsti steindi glugginn sem alfarið var unninn af íslenskum listamanni í íslenska kirkju. Þekktustu gluggar Gerðar hér á landi eru í Skálholts- og Kópavogskirkju en ennfrem- ur prýða gluggar hennar Neskirkju, Ólafsvík- urkirkju og kirkjur í Þýskalandi. Óhrædd við nýjar aðferðir Járnsmíði Gerðar stefndi í átt að meiri fín- leika. Hún fór að vinna verk eingöngu úr járn- þráðum. Þau verk sýndi hún á fyrri hluta 6. ára- tugarins, bæði í París og hér heima. Víramyndir þessar þróuðust smám saman út í massameiri og flóknari verk, unnin undir áhrifum dulspeki sem Gerður hafði á þeim tíma mikinn áhuga á, auk þess sem hún stundaði júdó og hugþjálfun. Þessi verk sýndi hún í París 1958. Sama ár kynntist hún eiginmanni sínum, myndlistar- manninum Jean Leduc. Hjónaband þeirra stóð í um níu ár. Á síðari hluta 6. áratugarins urðu umskipti í list Gerðar þegar hún fór að vinna bronsverk. Hún vann beint í efnið og verkin tóku sífelldum breytingum í vinnuferlinu. Þau voru frjálslegri og opnari en fyrri verk hennar úr járni, formin óregluleg og lífræn. Á síðari hluta 7. áratugarins varð efnisval Gerðar fjölbreyttara. Hún fór að vinna verk úr gifsi og leir, eftir að hafa nær eingöngu unnið með málma. Grundvallaratriði hefðbundinnar höggmyndalistar, massi, rúmtak og lína urðu á ný viðfangsefni hennar. Gerður hafði sérstakt dálæti á fornri, egypskri list. Eftir Egyptalandsför hennar árið 1966 hófst nýr kafli á listferlinum. Hún ákvað að láta höggmyndalistina hafa forgang enda leit hún alla tíð á sig sem myndhöggvara fyrst og fremst. Í voldugum lágmyndum úr gifsi eða steinsteypu gætir egypskra áhrifa. Verkið Mót frá 1969 er tilkomumest þessara verka, gætt óbifanlegum styrk og dulúð. Skartgripir Gerðar urðu sýningargripir Ís- lendinga á heimssýningunni Expo 1967 í Kan- ada. Á árunum 1969 og 70 var Gerður mjög af- kastamikil. Hún vann mótuð verk úr gifsi og leir þar sem hreyfingin er henni hugleikin eins og svo oft áður. Þessi verk eru formfögur og sterk, ólík léttum og loftkenndum málmverkum hennar. Samhliða þessum verkum vann hún bronsverk, lokuð og hringlaga þar sem hreyf- ingin spilar stórt hlutverk. Árið 1970 hélt Gerð- ur glæsilega einkasýningu í Þýskalandi á af- rakstri þessarar vinnu. Næstu árin vann Gerður að mósaikverkum, þar á meðal var stóra mósaikmyndin sem prýð- ir Tollhúsið í Reykjavík. Verkin vann hún með aðstoð listiðnaðarmanna og vina á Oidtmanns- verkstæðinu í Þýskalandi þar sem mörg hennar verk voru unnin. Skartgripir hennar urðu sýningargripir Ís- lendinga á heimssýningunni Expo 67 í Kanada. Síðustu árin var Gerður á þeytingi um Evr- ópu að sinna verkum eftir pöntunum, með teikningar og þung karton í farteskinu sem hún skildi aldrei við sig. Hún náði ekki að ljúka öll- um þeim fjölda verkefna sem biðu hennar þeg- ar hún lést, þrátt fyrir að hún sinnti listinni af fremsta megni fram á síðasta dag. Vann í kappi við tímann Gerður bjó mestan hluta starfsævi sinnar í Frakklandi. List hennar var í stöðugri framþró- un. Hún lagði hart að sér og vann í kappi við tímann. Þrátt fyrir erfiðleika á lífsleiðinni varð aldrei lát á vinnu hennar. Það er eins og hún hafi fundið á sér að engan tíma mætti missa. Hún gekk jafnvel svo nærri sér að einn vet- urinn kól hana á fingrum og tám í kaldri vinnu- stofu sinni í Flórens við upphaf ferilsins. Hún lagði nótt við dag og átti það til að vinna hvíld- arlaust í nokkra sólarhringa, þá helst þegar ljúka þurfti verkum fyrir sýningar. Efnalítil lagði hún út á listabrautina og aldrei varð hún fjáð af list sinni þrátt fyrir að hún væri farin að selja verk á fyrstu einkasýningum sínum. Einn af fremstu myndhöggvurum landsins á 20. öld Gerður varð fyrsti íslenski myndhöggvarinn til að svara kalli hinnar nýju óhlutbundnu myndlistar á 6. áratugnum sem einnig kallaðist Morgunblaðið/Þorkell FÍNLEIKI OG STYRKUR UM GERÐI HELGADÓTTUR Þessa dagana stendur yfir sýning á glerlist eftir Gerði Helgadóttur í Gerðarsafni sem nefnt er eftir henni. Í þessari grein er fjallað um ævi og list Gerðar sem var einn af fremstu myndhöggvurum landsins á síðustu öld. E F T I R K R I S T Í N U H E L G U K Á R A D Ó T T U R Mósaíkmyndin á Tollhúsinu í Reykjavík, 1972–73.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.