Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 7 mikið upp á pallborðið um þessar mundir í umróti samtímalistarinnar, sérstaklega mód- ernistar af „gamla“ skólanum, er ljóst að hugmyndir þeirra um listaverkið og virkni þess hafa haft mikil áhrif á myndlist síðustu áratuga, sérstaklega í borgarlandslaginu. Slíkir myndhöggvarar eiga í mörgum til- fellum rætur í arkitektúr og eru oft á tíðum menntaðir sem slíkir og Chillida var vissu- lega einn þeirra. Þegar verst lætur má segja að þeir gangi eins og sjóræningjar um um- hverfið eða borgarlandslagið og ræni allri at- hygli og merkingu af svæðunum sem þeir leggja undir sig og um slíkt eru til mörg dæmi. Þeir skapa sterka miðju í kringum verkin og þau eru sem mónólítar í umhverf- inu. Einhverra hluta vegna, og þá sennilega vegna rýmisvirkninnar og augljóss húman- insma listamannsins, eru verk Chillida ekki þessu marki brennd. Skilningur hans á umhverfinu og þeim stöðum sem verkin standa á (eða skapa) er svo náttúrulegur að undrum sætir þegar best tekst til. Skúlptúrar hans mynda þannig hugmyndalega og formræna einingu með því sem umlykur þá og það er ekki svo lítið. Annað atriði í því sambandi gæti verið að í þeim kristallast alltaf einhver náttúra eða orka sem er líkt og sprottin úr formlausu tóminu og verkið einfaldlega afhjúpaði. Hver veit, en það er þá í það minnsta skáldlegt element og ekki náttúrulaust og hugsanlega er þar kominn enn einn þátturinn í aðdrátt- arafli þeirra. Almennri hylli náði Chillida með opinber- um verkum sínum og þau standa nú víða um heim í helstu borgum austan hafs og vestan. Frægust þessara verka eru sennilega í Berl- ín og San Sebastian. Berlínarverkið (2000) sem stendur fyrir framan skrifstofur kansl- arans er táknmynd sameiningar þýsku ríkjanna og er 6 metra hátt og vegur um 90 tonn. Þar telja menn sig geta lesið út úr verkinu tvær hendur sem flétta fingrum í flókinni miðju þess. Þetta er eitt af síðustu verkum Chillida, en hann hafði þá þegar kennt sér þess krankleika sem síðar lagði hann að velli. San Sebastian-verkið hins veg- ar er afar vel heppnað umhverfisverk í villtri náttúrunni og er greypt í klettótta ströndina rétt við vinnustofu listamannsins. „Vind- kambar“ (1972–1977) heitir það verk og Spánverjum þótti svo mikið til koma að þeir slógu það á einhverja smámynt pesetans (sambærilegt við þorskinn, rauðmagann og loðnuna hér!). Þó svo myntin hafi horfið fyrir evrunni lifir þetta verk góðu lífi meðal þjóð- arinnar og til marks um táknrænt gildi þess má geta þess að friðelskandi Baskar nota það alla jafna sem miðpunkt fyrir mótmæli sín gegn ofbeldi í Baskalandi. Það má kallast kaldhæðnislegt í þessu samhengi að geta sér þess til, að það að greiða vindinum sé hug- læg mynd þess að leita hins ómögulega! Í þessu ágæta verki þykir hvað renna saman við annað á mótum lofts, láðs og lagar – að ógleymdum sjóndeildarhringnum sem er stór hluti heildarmyndarinnar. Hér er ekki ráðrúm til að telja allar þær viðurkenningar sem Chillida hlaut um dag- ana. Hann var heiðursprófessor í fjölda lista- akademía og mörg af helstu söfnum heims sýndu verk hans á stórum yfirlitssýningum. Árið 2000 lét hann gamlan draum rætast og opnaði safn og skúlptúrgarð í eigin nafni á sveitabýli í Hernani, Museum Chillida-Leku, og tilkynnt hefur verið að stofnaður verði styrktarsjóður myndhöggvara í nafni lista- mannsins. Fyrir nokkrum árum fékk Chillida þá ágætu hugmynd að hola innan fjall á einni af Kanaríeyjunum, Tindaya-fjall á Fuentevent- ura. Þetta prójekt er í fullkomnu samræmi við hugmyndir listamannsins um notkun á rými sem mótunarefni, en hefur ekki gengið andskotalaust að framkvæma og nú er ljóst að hann sér ekki þetta risaverk verða að veruleika. Hugmyndin var að hola innan fjallið í líkingu við fyrri verk hans þar sem tómið sem myndaðist kæmi í stað efnismass- ans áður og náttúruöflin fengju að njóta sín. Göng og ljósop hingað og þangað og risa- kjarni, 50 x 50 x 50 metrar, í miðjunni. Þrátt fyrir að stjórnvöld á eyjunum hafi samþykkt verkið árið 1998 er óljóst hvort af því verður. Þar koma til mótmæli umhverfissamtaka sem óttast skemmdir á fjallinu, ótti mann- fræðinga við að þarna kunni að glatast minj- ar frá forsögulegum tíma, óvissa um verk- fræðilega þætti í framkvæmdinni og jafnvel spillingarmál milli pólitíkusa og námu- vinnslufyrirtækis á svæðinu. Þar leggst allt á eitt og til að enda þetta einhvern veginn má segja að þrátt fyrir að Chillida hafi haldið því fram að hann væri alla tíð að reyna að gera það sem hann vissi ekki hvernig ætti að gera, en gerði það samt, sé ljóst að aðrir viti hvernig á að koma í veg fyrir að það verði gert. Um sjóndeildarhringinn sagði hann: „Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort sjón- deildarhringurinn … Er sjóndeildarhringur- inn ekki hugsanlega heimkynni okkar allra? Staðreyndir og tilvitnanir eru úr ýmsum bókum og úr greinum á Netinu. Höfundur er myndlistarmaður. Draumsteðji frá árinu 1962. Reuters Eduardo Chillida Hér skín sólin glatt í áttir allar áfram streymir Hvítá rétt við hlað upphóf Guð sitt vegljós Árnes- vallar valdi Skálholt höfuð-kirkjustað. Fyrsti biskup kirkju vorrar valinn var þar Ísleifur Gissurarson. Einna bestur uppfræðara talinn, æskan lærði kærleik, trú og von. Eins og rósin – lífið á Guðs-letrið lærifeðgum hirðisstarf ákvað. Gissur sinni þjóð gaf biskupssetrið, glæst hans starf og farsælt reyndist það. Hér um landið fór hinn kristni siður hann bar ávöxt líkt og sáð var til. Vopnaburður nú var lagður niður nú kom tíund fátækum í vil. Hugann grípur lotning djúp og lofgerð langt – en fjær, þar Hvíta-Krists sér stað. Kristin trú er leidd í sinni langferð liðu aldir hér til sanns um það. Jesú fylgdu vel á Guðdóms-vegi. Veldu Guðs orð: Þar er hann í dag – með sitt guðspjall: Trú þú – óttast eigi. Oss áður stað bjó hinst við sólarlag. Ljóð þetta var lesið upp á Skálholtshátíð 21. júlí 2002 af vígslubiskupnum í Skálholti, sr. Sigurði Sigurðarsyni, og var ort í tilefni hátíðarinnar. PÉTUR SIGURGEIRSSON VIÐ LAG: ,,DAG Í SENN“ Höfundur er fyrrverandi biskup Íslands. SKÁLHOLT Holdið er torvelt að temja og tvöfalt púl andann að hemja: hann æðir um storð en á naumast orð þegar afmæliskveðju skal semja! Limran er leikur að orðum sem leiðindi setur í skorðum, en þessi er ort til að orðfæra hvort vort líf sé jafn ljósnæmt og forðum. SIGURÐUR A. MAGNÚSSON Á SEXTUGSAFMÆLINU 12TA ÁGÚST SÍÐASTLIÐINN Höfundur er rithöfundur. LIMRUR HANDA ÞORSTEINI GYLFASYNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.