Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. ÁGÚST 2002 inu sem umlykur mann, en það er undirstaða spaklegs samleiks við staðinn. Þú ert ná- kvæmlega á þeim stað sem þú ert á og hvergi annars staðar; líkamshiti þinn, hiti vatns- ins og loftsins rennur einmitt saman í þér, fyrir tilstilli munúðar og hrífandi skynjunar á mismun. Hér er því leið til að leggja hvergið undir sig án þess að breyta eigindum þess. Og það er lykillinn – að vera hvergi, að koma aftur til hvergisins, að staldra við og jafnvel þrá hvergið, en leyfa hverginu að vera það sjálft.** * Á myndinni að ofan sést Mórudalur, Barðaströnd, Vestfjörðum, 1991. **„Itself is all the like it has –“ (Það sjálft er það eina sem líkist því) úr ljóði nr. 826 frá 1864, eftir Emily Dickinson. Þetta er fjórtándi hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir ljósmynd, 1991, fyrir hönnun og texta, 2002, Roni Horn. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi. HJÖRTU HVERGISINS: Í næstu köflum langar mig til að staldra við hin mörgu hjörtu hvergisins sem dreifð eru um Ísland.* Það mun marka upphaf; verða lítil samantekt á þessum óvenjulegu og nauðsynlegu stöðum. Útilaugar og heitir pottar gefa hvergjum eyjunnar einstakt aðdráttarafl vegna tengsla sinna við heitt vatn. Ef til vill er það ekki einungis nálægð þeirra við uppsprettu hita sem greinir reynsluna af þeim svo rækilega frá allri annarri, heldur sú staðreynd að sá hiti er ekki af því tagi að manni falli allur ketill í eld. (Hann er samt ekki tengdur skjóli eða öðrum þægindum eða aðstöðu sem náttúran hefur upp á að bjóða.) Þess vegna er stund í heitum pottum og ákveðnum laugum sem maður rekst á líkleg til að vera laus við nágranna og mannlega athafnasemi yfirhöfuð. Hún er einnig líkleg til að vera þrungin hinu stórbrotna og því sem er síður aðgengilegt. Veigamikill þáttur nautnarinnar, athafnarinnar og umbúnaðar þessara smáu en upprunalegu gleðigjafa felst í því að hreiðra um sig í landslagi fjarlægra staða. Þar gefst möguleiki á náinni upplifun, eða jafnvel einveru úti á víðavangi. Náinni upplifun og einveru sem ekki hefur orðið til fyrir tilstilli stefnumótunar eða félagslegra tengsla, heldur vegna óvenjulegs samruna hins afskekkta, nánast ósnortins náttúrulegs um- hverfis og þeirrar athafnar að vera í heitu vatni úti undir beru lofti, og á almannafæri. Það er þessi staðreynd sem gefur þeim einstaka eiginleika og gerir þau tilefni sem þeir bjóða upp á svo fáguð. Reynslan af ylnum í þessum laugum og pottum veltur að miklu leyti á hitastig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.