Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002 7
Himinninn var heiður en það var eins og
stjörnurnar væru of máttfarnar til þess að
skína. Allt var þungt, dautt, kyrrt.
Hann hafði áður átt við hugarangur að
stríða, fyrst þegar hann var fimmtán ára og
hestur hreppsnefndarmannsins fótbrotnaði
vegna kæruleysis hans. Já, hann tók allt
nærri sér – allt. Hann gat aldrei tjáð sig við
nokkurn mann um hvað amaði að honum,
það sem aðrir gátu slegið frá sér með gam-
ansemi hringaði sig innra með honum eins
og eitraður ormur. Hann var ekki kjaftfor
eins og margir sem hann vann með en það
var heldur ekki hægt að beygja hann og
buga eins og hægt var að gera við suma af
þeim. Kæmi einhver illa fram við hann var
hefndin ávallt ofarlega í huga hans. En fram
að þessu hafði hann ekki gert neitt illt. Einu
sinni hugðist hann kveikja í bænum og í ann-
að sinn ætlaði hann að liggja fyrir húsbónda
sínum og kála honum, það gekk þó ekki
lengra en svo að það voru hugsanir einar. Og
honum hafði fundist hann hafa vald til þess
að ákveða hvort hann léti slag standa eður
ei. En raunin var ekki sú núna. Þótt hann
yrði að þjást í víti sökum þess var engin
undankomuleið í þetta sinn; annaðhvort
hann sjálfur eða hún.
Hann varð leiður af því að standa og henti
sér í heyið. Ef hann gæti bara sofið!
Þvílík nótt, svo löng! Hann ferðaðist í hug-
anum gegnum líf sitt, allt sem hann ætti að
gera, allt sem myndi gerast og þegar hann
leit á klukkuna voru ekki nema fimm mín-
útur liðnar og hann hóf göngu hugsananna
að nýju. Að lokum var eins og hann hefði
legið í mauraþúfu, hann stundi af kvölum og
hann gat ekki losað sig við hugsanirnar. Þær
voru að kæfa hann.
Nei, það var ekki til neins að reyna að
liggja. Hann reis aftur á fætur upp við
hlöðuopið.
Hann var oft andvaka. Marga nótt hafði
hann eins og núna staðið og starað út í geim-
inn, aleinn með erfið heilabrot. Úr víðáttu
himinsins hafði svalur vindur strokið yfir
gagnaugu hans og andvari næturinnar hafði
vakið hann af vondum draumi.
Ekki núna.
Hann leit undrandi til himins, hann var
þröngur og grár eins og lokaður kassi.
Nú var það ekki frískt loft sem hann and-
aði að sér heldur molluleg hitasvækja sem
vakti með honum ógleði.
Sérkennileg nótt! Það var eins og ekkert
væri á lífi. Engin sjáanleg ský á himnum,
enginn fugl sem tísti og vindurinn bærðist ei.
Og innra með honum var eitthvað sem
hann gat ekki losað sig við, eitthvað sem
gerjaðist eins og ólögulegur sveppur sem
hægt væri að eyða í dag en myndi svo skjóta
upp kollinum enn stærri á morgun.
Hann hafði á tilfinningunni að eitthvað
gæti komið honum til hjálpar en hann vissi
líka að það myndi ekki gerast. Það var of
seint núna.
Var þá enga hjálp að fá?
Nei … það myndu allir hlæja eða gera
grín að honum.
Enginn gæti fundið lausnarorðið sem
þyrfti til þess að leysa þann hnút sem ver-
öldin öll var komin í þessa nótt.
Allir myndu láta hann fara án þessa orðs
sem hann kunni ekki sjálfur.
Hann var þurr í hálsinum og þjáðist í
dauðans angist en hann stóð kyrr sljór og
beygður eins og ekkert væri að gerast. Því
allt var til einskis.
Sérkennileg nótt! – Hann strauk hendinni
yfir hárið sem var klesst og blautt. Yrði
hann gráhærður á morgun? Yrði þessi nótt
brennimerki lífs hans?
Gætu menn séð að tuttugu eða þrjátíu ár
hefðu liðið hjá þessa nótt?
*
En morgunninn kom eins og ekkert hefði
gerst og þegar næturvökunni lauk var kom-
inn tími til að vinna. Hár hans var ekki grátt
– og andlitið var ekki gult – eins og hjá þeim
gamla heima – kraftar hans höfðu ekki dvín-
að og hann var hinn sami og í gær.
En hugsanirnar voru dauðar, allt líf var
dautt, það var aðeins eitt: gjörningurinn. Það
sem varð að gerast. Hann sjálfur eða hún.
Það kom út á eitt núna.
Hann vildi tala við hana fyrst. Það var
kannski hægt að bjarga þessu við en hann
hélt þó ekki.
Þegar kvöldaði sat hann enn á troginu í
skógarjaðrinum. Hann beið þolinmóður þar
til hann sá hana koma og það var ekki fyrr
en hún var komin nálægt honum sem hann
reis á fætur.
– Almáttugur! … Mér brá svo, æpti hún
upp yfir sig.
– Þú ert nú líklega ekki hrædd við mig, þú
ert hrædd við það sem þú ferð til. Þú
skammast þín!
– Fyrir hvað ætti ég að skammast mín?
– Ég þarf að segja þér nokkuð, sagði hann,
án þess að svara nokkuð spurningu hennar,
sestu við verðum að tala saman. Hann benti
henni á trogið þar sem hann hafði setið.
Hún svaraði ekki.
– Þú hefur nú verið með mér svo mörg
kvöld að þú ert nú líklega ekki bangin við að
setjast, sagði hann hásum rómi.
Það var eitthvað í andlitinu sem vakti ótta
hennar en hún hlýddi.
– Ég sest hér, sagði hún og tyllti sér á
stein.
Hann fékk sér sæti aftur á troginu.
– Þig skortir ekki kærasta um þessar
mundir, byrjaði hann eftir nokkra þögn.
– Ég held það skipti nú engu máli hvað
mig skortir eða hvað ég hef, svaraði hún með
tilgerðarlegum þóttasvip.
– Nú? En það skiptir mig máli.
Ekkert svar.
Máninn hvarf bak við skógarþykknið
þannig að myrkrið var algert.
Hann sat og horfði á hana. Hún leit út
eins og kaupstaðarbarn, fölleit og uppábúin.
Og meðan hann virti hana fyrir sér drógust
andlitsvöðvar hans saman og úr svipnum
mátti lesa eins konar ógnandi sársauka. Hún
hörfaði undan þessu starandi augnaráði.
– Ég hef nú líklega ekki ráðið mig í lífstíð-
arstarf hjá þér. Hún reyndi að hrista af sér
óttann – ég hef fullt leyfi til að gera það sem
mér sýnist.
– Já, þú hefur það, sagði hann.
– En þú hefðir getað komið í Höghultet á
laugardagskvöldið eins og ég bað þig, hélt
hann áfram eftir nokkra þögn.
– Nei. Vegna þess að þessu er lokið núna,
sagði hún og horfði í augu hans.
Hann lyfti upp hendinni og strauk með
handarbakinu yfir höku og munn. Það leið
nokkur stund þar til hann svaraði:
– En þú vissir að þetta var alvara, sagði
hann þá.
– Það er ekki alltaf til gagns það sem mað-
ur veit!
– Nei, það er ekki alltaf til gagns. Hann
barði krepptum hnefa í trogið.
– Og nú vil ég fara, sagði hún og reyndi að
rísa á fætur.
– Nei, þú verður kyrr, sagði hann og stjak-
aði við henni þannig að hún settist niður.
– Ég botna ekkert í því hvað er með þig í
kvöld, sagði hún óörugg.
– Það sem er með mig er að nú er komið
að því að það verður annaðhvort eða okkar á
milli.
– Það getur aðeins farið á einn veg. Ég er
ekki lengur með þér.
– En þú getur verið með honum, hann
benti í átt að aðalbyggingunni, þú getur ver-
ið með Per Ols Henrik og þú getur verið
með öðrum.
– Þú lýgur!
– Er það, geri ég það?
Hún reyndi aftur að rísa á fætur en hann
þeytti henni til baka þannig að hún varð að
beita höndunum fyrir sig til þess að detta
ekki.
– Jesús minn, hvað er eiginlega að þér!
hrópaði hún hálfkæfðum rómi. Hún var nú
orðin svo hrædd að hún skalf.
Skuggi karlmanns leið framhjá aðalbygg-
ingunni og hvarf inn í lágvaxinn skóginn
handan garðsins.
Þau sáu hann bæði.
– Hvað ímyndar þú þér að herramaður
eins og hann vilji stelpu eins og þig? En ég
vil giftast þér, ég!
– Takk – það verður að bíða.
– Og ef þú hefur lent í einhverju þá skal
ég samt giftast þér, hvíslaði hann æstur.
Hinn gæti verið það nálægt að hann heyrði
orðin ef þau voru sögð of hátt.
– Og eignast tengdaföður sem setið hefur
inni! Flott ætt það.
Ef hann hefði viljað berja hana núna gæti
hún bara hrópað á hjálp. En hann sýndi
enga slíka takta. Hann kipptist aðeins til
eins og hann sjálfur hefði verið sleginn.
– Pabbi var fullur og vitlaus, þú veist það,
svaraði hann næstum því feimnislega. Við
erum með svo ólgandi blóð. Afhausum, sé
gert eitthvað á okkar hlut. Þetta – með föður
minn – hefur verið mér nógu erfitt þótt þú
þurfir ekki að vera að minna á það.
– Það er ekki hægt að hvítþvo sig af slíku?
– Það er mikið sem er ekki hægt að
hvítþvo sig af eftir að maður hefur lent í því.
– Bænadagatextana fáum við fjórum sinn-
um á ári og það er meira en svo að það nægi.
Nú reis hún á fætur að nýju og hann lét
hana standa en greip fast um úlnliði hennar.
– Þú hefðir ekki þurft að byrja ef þú hefðir
ekki viljað mig! Nú verður það að vera eins
og það var.
Hún reyndi árangurslaust að losa sig úr
greip hans.
– Og ef þú getur það ekki, hélt hann
ákveðinn áfram, vertu mér þá góð aðeins í
kvöld eins og áður. Mér verður svo órótt inn-
anbrjósts þegar ég hugsa um það hvernig
við tvö höfum haft það saman …
Hversu oft ég hef setið hér við göngu-
brúna og beðið þín … Ef þú hefðir betlað
hjartað úr brjóstinu á mér hefði ég sagt já,
taktu það.
– Ég læt mér nægja minna.
– Þú ættir ekki að nota þennan tón. Þú
veist ekki hvað býr innra með mér.
– Það er kannski ekki þess virði að vita
það.
Hann var risinn á fætur. Hann starði á
hana en augu hennar viku undan stingandi
augnaráði hans.
Honum fannst að hún ætti að skynja að
hann vildi fremur fara burt og deyja en gera
henni mein, ef hún bara vildi tala blíðlega til
hans með einu orði. Honum fannst eins og
hún yrði að skilja það. Þess vegna stóð hann
og horfði á hana. Það er sama hvað hann
segði, svar hennar yrði alltaf háð.
– Þú ert eina manneskjan sem mér hefur
þótt vænt um, sagði hann bara, og við
sjáumst kannski aldrei framar.
– Ertu að reyna að telja mér trú um að þú
ætlir að hengja þig? sagði hún háðslega og
hló áhyggjulaust. Hún vissi jú alveg að hér
væri aðeins um vindhögg að ræða.
– Það – eða kannski eitthvað annað. Rödd
hans var orðin hás og ógreinileg.
– Þá vil ég gefa þér gott ráð, sagði hún og
litaðist um gegnum runnana eftir einhverj-
um sem gæti hjálpað henni. Finndu þér reipi
sem borið getur ungnaut og komdu því
þannig fyrir að það séu ekki neinir hnútar á
því. Það er svo létt gert að hengja sig en lifa
þó.
– Þú ert ekki manneskja – djöfull!
Hann heyrði óp gegnum gárugjálfur
vatnsins eftir dauft hljóð höggsins, hann hélt
áfram að höggva og höggva, hann óttaðist að
hlátrasköllin færu aftur að óma það yrði
hlegið að þeim sem lifðu þó.
En það varð þögn, undarleg þögn. Það var
enginn sem hló lengur.
Einhver kom á harðahlaupum þannig að
greinar brotnuðu og hann sá eitthvað sem lá
á jörðunni.
Þeir stóðu tveir og störðu á hann. Kenn-
arinn og einn af vinnumönnunum, nú þekkti
hann þá. Hann náði aftur áttum.
– Farið með mig til lénsmanns, sagði hann
og henti hnífnum frá sér um leið og andlit
hans afmyndaðist af ógleði, en engin iðrun
mun fylgja þessu verki.
Morgunblaðið/Þorkell
Þröstur Leo Gunnarsson og Guðrún S. Gísladóttir í hlutverkum Georgs Brandesar og Viktoríu Benedictsson í leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar.
Elísabet Brekkan þýddi.