Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002 Þ AÐ var Svetlana Alpers sem fyrst gerði skýran greinarmun á þeirri myndlist barokktímans á 17. öldinni sem átti rætur sínar á Ítalíu annars vegar og í Hol- landi hins vegar. Á meðan ítalski barokkskólinn var upp- tekinn við að þjóna hugmyndum gagnsiðbótar kaþólsku kirkjunnar – í barátt- unni við mótmælendur – með því að magna upp trúarlega hrifningu og innlifun, voru hol- lensku kalvínistarnir uppteknir við að lýsa yf- irborði heimsins og kortleggja það í þágu hreinnar sjónrænnar þekkingar. Í stað þess að birta okkur mikilfenglegar og ofhlaðnar trúarlegar sýnir inn í handanheiminn leit- uðust hollensku málararnir við að kanna hið hverfula yfirborð hlutanna eins og það birtist auganu og sýna okkur hið stundlega og hverf- ula í náttúrunni og samfélaginu, hvort sem það var tilkomumikil sigling skýjanna yfir haffletinum, áferðin og ljósbrotið á pelli og purpura borgarastéttarinnar, stundleg svip- brigði lifandi andlitsmyndar eða atvik úr mannlífinu þar sem samfélagið birtist okkur í svipmynd eins og lifandi leikmynd sem fryst er í andrá hins tilviljunarkennda augnabliks sem augað og höndin hafa höndlað með galdri listarinnar. Þessi áhugi Hollendinga á sjónskyninu og hinu efnislega yfirborði hlutanna endurspegl- ar jafnframt nýjar hugmyndir og uppgötvanir 17. aldarinnar á sviði eðlisfræði og heimspeki. Þetta á ekki síst við um ljósfræði Keplers, en hann komst að þeirri niðurstöðu um aldamót- in 1600 að sjónskynið ætti uppruna sinn í „mynd“ (pictura) hinna sýnilegu fyrirbæra er myndaðist á hvolfi á íhvolfum fleti sjónhimn- unnar í botni augans. Þessi „mynd“ var að mati Keplers vélræn og óháð vilja áhorfand- ans. Kepler taldi að hlutirnir máluðu mynd sína á sjónhimnu augans með litgeislum sín- um og hélt fram máltækinu ut pictura, ita vi- sio, sem merkir nánast að það að sjá sé það sama og að „myndgera“ hlutina eða mála þá. Kepler varð fyrstur manna til þess að nota orðið pictura í umræðunni um myndina sem myndast jafnt á sjónhimnunni sem í botni þess myrkraklefa sem kallaður er Camera obscura og gegndi mikilvægu hlutverki í sjón- rænum rannsóknum hollenskra myndlistar- manna og eðlisfræðinga á 17. öldinni, ekki síst í verkum málarans Jans Vermeer. Spurningin um hina vélrænu afmyndun hlutveruleikans á sjónhimnu augans og yf- irfærslu hennar á tvívíðan myndflötinn vekur óneitanlega aðra spurningu um hina hugsandi vitund sem meðtekur myndina og endurgerir hana í huga sínum. Hvert er þá hlutverk hug- verunnar í skilningi og túlkun hins skynjaða yfirborðs og hugsanlegu endurvarpi þess á léreft eða myndflöt? Þessi spurning verður ekki síst áleitin þegar við virðum fyrir okkur andlitsmálverkið, einkum sjálfsmyndina, þar sem málarinn horfir á sjálfan sig sem viðfang í spegli og endurvarpar því í mynd þeirrar sjálfsveru er horfir á móti úr málverkinu til höfundar myndarinnar og áhorfanda í senn. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að þótt augað sé móttökutæki og myrkraherbergi samkvæmt ljósfræðinni, þá erum við vön að horfa í augu manna eins og þau sýni útgeislun persónunnar. Okkur er tamt að tala í þessu sambandi um áhorf, rétt eins og um væri að ræða frákast frá auganu en ekki móttöku. Þótt augað sé móttökutæki og skynfæri þá er það um leið þær dyr sjálfsvitundarinnar sem maðurinn opnar gagnvart umheiminum. Við sýnum okkur sjálf um leið og við sjáum. Þær þversagnakenndu aðstæður sem þann- ig geta myndast andspænis sjálfsmyndinni hafa kannski hvergi verið betur krufnar en í málverki Velazquez af hirðmeyjunum (Las Meninas, 1656). Í snilldarlegri greiningu sinni á þeirri mynd bendir Michel Foucault á að Velazquez hafi með þessu verki afhjúpað vanda alls endurvarps sannleikans á tvívíðan myndflöt, því viðfang og inntak myndarinnar verði ekki sýnd nema í ósýnileik sínum. Vel- azquez hefur í verki þessu málað sjálfan sig HIÐ HVERFULA YFI Rembrandt Harmensz van Rijn (1606–1669). Engillinn yfirgefur fjölskyldu Tóbíasar, 1641. Pappír, æting, koparstunga, 10,7 x 15,9 sm (II/IV). Merkt: „Rembrandt f. 1641“. Cornelis Dusart (1660–1704). Krá í húsagarði, ódagsett. Olía Isaak van Nickelen (?–1703). Inni í Bavo-kirkjunni í Haarlem, ódagsett. Olía á striga. E F T I R Ó L A F G Í S L A S O N Í dag kl. 15 verður sýningin Rembrandt og samtíð- armenn hans; hollensk myndlist frá 17. öld opnuð í Listasafninu á Akureyri og er þetta í fyrsta sinn sem sýning frá gullöld hollenskrar myndlistar kemur hingað til lands. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Lettneska heimslistasafninu í Ríga. Í þessari grein er fjallað um verk hollensku meistar- anna og áhuga þeirra á sjónskyninu og hinu efnislega yfirborði hlutanna sem endurspeglar jafnframt nýjar hugmyndir og uppgötvanir 17. aldarinnar á sviði eðlisfræði og heimspeki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.