Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002 15
MYNDLIST
Gallerí Skuggi: Kimmo Schroderus og
Charlottu Mickelsson. Til 29. okt.
Gallerí Sævars Karls: Ólöf Björg
Björnsdóttir. Til 26.9.
Gerðarsafn: Sigtryggur Bjarni Baldurs-
son, Pétur Már Pétursson og Jónas
Bragi Jónassonar. Til 29.9.
Gerðuberg: Við – öðruvísi samtímaheim-
ildir. Til 22.9.
Hafnarborg: Eiríkur Smith. Til 7. okt.
Hús málaranna, Eiðistorgi: Rúna Gísla-
dóttir og Messíana Tómasdóttir. Til 22.9.
i8, Klapparstíg 33: Helgi Þorgils Frið-
jónsson/Kristinn G. Harðarson. Til 12.
okt.
Listasafn Akureyrar: Hollensk myndlist
frá 17. öld. Olga Bergmann. Til 27. okt.
Listasafn ASÍ: Guðrún Hrönn Ragnars-
dóttir og Kristveig Halldórsdóttir. Til
22.9.
Listasafn Borgarness: Sögusýning Rót-
arýklúbbs Borgarness. Til 2. okt.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga kl. 14–18, nema mánudaga.
Listasafn Íslands: Ljósmyndir úr safni
Moderna Museet. Til 3. nóv.
Listasafn Reykjanesbæjar: Einar Gari-
baldi Eiríksson. Til 20. okt.
Listasafn Rvíkur – Ásmundars: Listin
meðal fólksins. Til 31. des.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: MHR-30
– afmælissýning. Til 6. okt.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir:
Arne Jacobsen – Hönnun í hundrað ár.
Til 17. okt. Arkitektarnir Arno Lederer,
Jórunn Ragnarsdóttir og Mark Oei. Til
27. okt.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Sumarsýningin Hin hreinu form. Til
22.9.
Listasalurinn Man, Skólavörðustíg:
Haukur Dór. Til 17.9.
Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi:
Margrét og Guðbjörg Hákonardætur.
Til 29.9.
Listhús Ófeigs:
Eero Lintusaari og Harri Syrjanen. Til
25.9.
Norræna húsið:
Clockwise – Ný norræn samtímalist. Til
20. okt. Götulistaverk Kajols. Til 22.9.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B:
Grasrót 2002. Til 29.9.
Ráðhús Reykjavíkur:
Ulla Tarp Danielsen. Til 23.9.
Safnasafnið, Svalbarðsströnd:
Átta sýningar á alþýðulist. Til 15.9.
Skaftfell, menningarmiðstöð:
Farandsýningin Ferðafuða. Til 23.9.
Skálholtsskóli:
Benedikt Gunnarsson. Til 1. okt.
Straumur, Hafnarfirði:
Danny van Walsum og Elva Dögg Krist-
insdóttir. Til 29.9.
Þjóðarbókhlaða:
Yfirlitssýning á verkum Laxness. Til 31.
des.
Þjóðmenningarhúsið:
Landafundir. Ljósmyndir úr Fox-leið-
angrinum. Vestur-Íslenskar bókmennt-
ir. Skákeinvígi aldarinnar.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Sunnudagur
Hafnarborg: Contrasti. Kl. 20.
Hjallakirkja, Kópavogi: Kári Þormar,
organisti. Kl. 15.
Salurinn:
Djassbandið Japonijazz. Kl. 21.
Mánudagur
Bústaðakirkja:
Gospeltónleikar: Þóra Stefánsdóttir
söngur, Óskar Einarsson píanó. Gosp-
elkór Reykjavíkur. Kl. 20:30.
Hafnarborg:
Styrktartónleikar Kórs Flensborgar-
skóla. Kl. 20.
Þriðjudagur
Tónlistarskóli Garðabæjar:
Sigurgeir Agnarsson selló og Hannelott
Weigelt-Pross píanó. Kl. 20.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið:
Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Viktoría
og Georg, frums. lau. Sun., fös.
Borgarleikhúsið:
Kryddlegin hjörtu, lau. Með vífið í lúk-
unum, sun. Gesturinn, lau.
Iðnó: Beyglur með öllu, fös., fim.
Íslenska óperan:
Rakarinn í Sevilla, frums. fös.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Sellófon, lau., sun., mán., mið., fim., fös.
Loftkastalinn:
Fullkomið brúðkaup, fim.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
S
AGA ljósmyndarinnar frá upp-
hafi miðilsins og fram á síðustu
öld er viðfangsefni sýningar-
innar „Þrá augans“ sem opnuð
verður í Listasafni Íslands kl.
14 í dag. Sýningin hefur áður
verið sett upp í listasöfnum í
Prag, Vilnius, Litháen og
Kaupmannahöfn, en hún er hingað komin frá
Moderna Museet í Stokkhólmi.
Verkin á sýningunni eru öll í eigu Moderna
Museet sem hefur m.a. sérhæft sig í söfnun
ljósmynda og er þar að finna verk eftir marga
helstu frumkvöðla í sögu ljósmyndarinnar.
Sýningin lýsir mikilvægustu þróunarskeiðum
ljósmyndarinnar frá um 1840 en á henni eru
rúmlega 200 frummyndir um 50 ljósmyndara.
Leif Wigh er deildarstjóri ljósmyndadeildar
Moderna Museet og er hann hingað kominn til
að verða við opnun sýningarinnar hér á landi.
Hann mun jafnframt flytja fyrirlestur um sýn-
inguna kl. 16 á opnunardag.
Blaðamaður slóst í för með Leif um sali
safnsins þar sem finna má frummyndir ljós-
mynda allt frá árinu 1845 til verka eftir ljós-
myndara á borð við J.M. Cameron, Alfred
Stieglitz, Man Ray, Henri Cartier-Bresson og
Imogen Cunningham.
Sýningin hefur verið sett upp í fjórum sölum
sem hver um sig fjallar um ólíkt tímabil í sögu
ljósmyndarinnar sem miðils. „Tímabilið sem
við tökum fyrir nær allt frá miðri 19. öld til
1985. Eftir það fór svo mikið að gerast í ljós-
mynduninni og yrði tímabilið fram til dagsins í
dag of viðamikið fyrir sýningu á borð við þessa.
Frumkvöðlarnir og
ný sjónarhorn
Í aðalsal safnsins sýnum við mjög gamlar
frummyndir ljósmynda. Þar ber fyrst að nefna
ljósmyndir eftir Skotana Robert Adamson og
David Octavius Hill, sá fyrrnefndi var efna-
fræðingur en sá síðarnefndi þekktur listmálari
og urðu þeir miklir frumkvöðlar í þróun ljós-
myndalistarinnar. Moderna Museet á frumein-
tök af ljósmyndum þeirra af Edinborg frá
fimmta áratugi 19. aldar, en þar er um að ræða
svokallaðar saltpappírsljósmyndir. Þessar
myndir eru sýndar ásamt negatívum, sem
teknar voru á pappír í þá daga, sem þrykkt var
eftir í mjög viðkvæmu ferli,“ segir Leif. Kyrra-
lífsmyndir ýmiss konar eru viðfangsefni frum-
kvöðla ljósmyndunarinnar. Í salnum eru
myndir eftir Juliu Margaret Cameron en hún
þróaði mjög ljóðrænan stíl í sínum portrett-
ljósmyndum sem sett hafa mark á söguna. Þá
er að finna nokkuð af ferða- og landslagsmynd-
um eftir ljósmyndara á borð við Charleton
Watkins sem ferðaðist um Kaliforníu og mynd-
aði á risglerplötur, en glerið hafð þá tekið við af
pappírnum við ljósnámið. „Í salnum er jafn-
framt að finna ljósmyndir sem Roger Fenton
tók á vettvangi Krímstríðsins og portrett-
myndir Frakkans Nadar af Charles Baudel-
aire, Söru Bernhardt og George Sand í París,“
bendir Leif á.
Í öðrum sal sýningarinnar eru verk frá
fyrstu áratugum tuttugstu aldar. „Í salnum
eru annars vegar verk sem dæmigerð voru fyr-
ir piktoríalisma fyrstu tveggja áratuga aldar-
innar. Undir hann heyrðu ljósmyndarar á borð
við Gertrude Käsbier, Heinrich Kühn og Alf-
red Stieglitz og hneigðust þeir til þess að líta
um öxl í sínum verkum og reyna að fanga and-
rúmsloft eldri ljósmyndaverka, þó að tæknin
væri farin að bjóða upp á aðra möguleika. Á
móti þessum myndum er síðan stillt verkum
eftir frumkvöðla nýju hlutlægninnar í Þýska-
landi. Þetta eru ljósmyndarar á borð við Albert
Renger-Patzsch, Werner Mantz og Piet
Zwart. Þessir ljósmyndarar nálguðust við-
fangsefni sína á allt annan hátt en gert hafði
verið, fóru inn í þau og mynduðu nálægt, litu á
óvenjuleg sjónarhorn, skoðuðu hluti í geometr-
ísku samhengi og drógu fram hluti úr hvers-
dagsumhverfinu. Þessari stefnu hefur verið
lýst sem lofgerð ljósmyndalistarinnar til véla
og hluta. Þetta var líka sá tími sem ólík svið at-
vinnulífs, s.s. auglýsingastofur og fyrirtæki,
voru að uppgötva ljósmyndalistina og hvernig
hægt væri að nýta þetta listform á ólíkan hátt,“
segir Leif.
Samverkun ljósmyndunar
og málverksins
Á efri hæð listasafnsins er að finna verk ljós-
myndara sem tengdir voru framúrstefnuhóp-
um í París á þriðja áratugnum. Meðal þeirra
var Man Ray sem uppgötvaði ásamt Berenice
Abbott aldamótaljósmyndarann Eugene Atg-
et. „Á sýningunni er fræg ljósmynd eftir Atget
er sýnir fólk fylgjast með sólmyrkva í París.
Þessi mynd og fleiri eftir Abbott hafði áhrif á
það sem ljósmyndararnir voru að gera sem
söfnuðust saman á vinnustofu Man Ray,“
bendir Leif á. Í salnum eru einnig verk eftir
ljósmyndarana Bill Brandt, Henri Cart-
ier-Bresson, Helen Levitt og Ralph Gibson.
„Sýningin er nefnd eftir frægri ljósmynd
Brands sem þar er að finna, þ.e., „Þrá augans“.
Titilinn vísar til tjáningu ljósmyndarans ann-
ars vegar og ástríðu ljósmyndasafnarans hins
vegar. Safneign Moderna Museet er byggð á
tveimur einkasöfnum sem sænska ríkið eign-
aðist árið 1964 og ’65, annars vegar tvítakasafn
Helmuts Gernsheims og ljósmyndasögusafn
Helmers Bäckströms. Það má ekki gleyma
ástríðu safnarans og innsýn þeirra kynslóða
sem varðveita og skilgreina verk ljósmyndar-
anna sjálfra, þegar vísað er til sögu ljósmynd-
arinnar. Berenice Abbott, aðstoðarmaður Man
Ray, vann t.d. mikilvægt starf við að kaupa og
safna saman verkum og filmum Mans Rays að
honum látnum,“ segir Leif.
Í salnum á efstu hæð Listasafns Íslands eru
verk eftir bandarísku módernistana, Paul
Strand, Ansel Adams, Edward Weston, Imo-
gen Cunningham, Harry Callahan og Arnold
Newman. „Þessir ljósmyndarar höfðu mikil
áhrif á síðari kynslóðir, ekki síst Imogen
Cunningham og Ralph Gibson sem er yngsti
ljósmyndarinn á sýningunni. Í þessum sal má
einnig sjá hvernig það sem var að gerast í mál-
verkinu í Evrópu hafði áhrif á þessa ljósmynd-
ara. Þeir notuðust við geómetrísk mótvíf sem
sótt voru til málverksins. Þannig má á sýning-
unni lesa í það samband sem ríkt hefur milli
ljósmyndunar og nútímalista á 19. og 20. öld,
ekki síður en áhrif og samspils ólíkra ljós-
myndara innan sögunnar,“ segir Leif Wigh að
lokum.
Viðamikil fræðsludagskrá verður tengd sýn-
ingunni „Þrá augans“ þar sem sérfræðingar á
sviði ljósmyndunar halda fyrirlestra og veita
leiðsögn, þ.e. Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri
hjá Listasafni Íslands, Einar Falur Ingólfsson,
myndstjóri Morgunblaðsins, og Hanna Guð-
laug Guðmundsdóttir, listfræðingur og safn-
vörður hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Í
fræðsludagskránni verða sýndar heimildar-
myndir um ljósmyndarana Annie Leibovitz,
Paul Strand, Edward Steichen, Gordon Parks,
Per Folkver, Helmut Newton og W. Eugene
Smith. Þá verður starfrækt vinnustofa barna í
tengslum við sýninguna. Nánari upplýsingar
um fræðsludagskrána er að finna á vefsíðu
Listasafns Íslands.
Þrá augans nefnist sýning um sögu ljósmyndarinnar sem opnuð verður í Listasafni
Íslands í dag, en þar er að finna ljósmyndir eftir marga af áhrifamestu ljósmynd-
urum sögunnar. Sýningin er hingað komin frá Moderna Museet í Stokkhólmi og
ræddi HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR við Leif Wigh deildarstjóra.
Pelikanahöfuð, 1925. Ljósmynd eftir Albert Renger-Patzsch. Myndin er dæmi um þær nýju nálg-
anir við viðfangsefnið sem komu fram hjá frumkvöðlum „nýju hlutlægninnar“ í ljósmyndun.
Rayograph, 1923/70. Ljósmynd eftir Man
Ray, einn af áhrifamestu súrrealistunum.
ÁSTRÍÐA LJÓS-
MYNDARANS
Fjalladís, 1866. Ljósmynd í ljóðrænum stíl
Juliu Margaret Cameron (1815–1879).
heida@mbl.is