Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002
Í
MORGUN fékk ég fluguauglýsingu frá
Flugleiðum um „lucky fares“ til nokk-
urra Evrópuborga fyrir viðskiptavini
Flugleiða í Bretlandi og gildir tilboðið
fyrir tvo. Af gömlum vana renndi ég í
gegnum auglýsinguna í leit að kynferð-
islegri tilvísun, svona í anda þess að
hafa „tvær í takinu“ en það var tilboð
fyrir íslenska viðskiptavini til tveggja Evrópu-
borga. En nú brá svo við að í auglýsingunni var
fátt um neðanbeltisbrandara, þó að vissulega
sjáist til gamalla kunningja eins og djamm-
arans Sebastian (en í tilboði frá 7. ágúst 2002
hefur komið fram að hann er gefinn fyrir ljós-
kur og ferðast því til Reykjavíkur). Svo eyddi
ég flugunni.
Allur skilningur er misskilningur:
eða var það öfugt?
Þetta byrjaði allt með voðalegum misskiln-
ingi og kvenlegri fákunnáttu: eða kannski karl-
mannlegri ævintýraþrá? Þegar ég skráði mig í
netklúbb Flugleiða var ferðavonin svo gífurleg
að ég merkti við allt sem hægt var að merkja
við og það var ekki fyrr en auglýsingum á
frönsku, þýsku, hollensku og ensku fór að
rigna inn í flugnahólfið mitt, með þessum líka
fínu tilboðum um flug til Íslands, að ég áttaði
mig á að ég hafði merkt í gríð og erg við staði
sem ég ætlaði að fljúga frá en ekki til. Og áður
en ég hafði náð að afboða þessi freistandi – en
ómögulegu – áflog, tók ég eftir því að auglýs-
ingar þessar voru giska áhugaverðar fyrir
margar sakir.
Brjóstahaldarar ekki nauðsynlegir
Söfnunaráráttan fór þó ekki á flug fyrr en ég
fylgdi slóð sem gefin var upp í auglýsingu 3.
apríl 2001, en þar var áhugasömum ferðalöng-
um til Íslands bent á að kynna sér grein með
heitinu „Iceland’s beauties beckon“ sem birt
var í netútgáfu USA Today, 30.3. 2001
(www.usatoday.com). Um þessa grein hef ég
fjallað í tímaritinu Veru 2: 2002, en greinin
fjallar um hópferð bandarískra karlmanna á
fegurðarsamkeppnina Ungfrú Ísland.is. Grein-
arhöfundur leggur konurnar markvisst að
jöfnu við náttúruauðlindir Íslands, talar um
konurnar sem þekktustu náttúruundur lands-
ins, kinnbein þeirra gætu hoggið ís og líkam-
arnir svo náttúrulega stinnir og stæltir að
brjóstahaldarar eru spurning um val, ekki
þörf. Í samtölum við karlana verður ljóst að
þeir álíta íslenska náttúru ábyrga fyrir fegurð-
inni, engin sól til að hrukka húðina, ómengað
vatn og fiskmeti bera sameiginlega ábyrgð á
hinni óbeisluðu fegurð kvennanna, sem þó
reyndust ekki fylgja ‘náttúru’ sinni eins óhikað
og þeir höfðu vonað.
Í víking
Önnur ástæða fyrir hinni geislandi fegurð
kvennanna var góð ræktun: víkingarnir sem
námu hér land frá og með árinu 874 komu
nefnilega við á Bretlandseyjum og tíndu þar til
allan álitlegan kvenpening. Með þessu hófust
náttúrulegar kynbætur, því þrátt fyrir að fáum
sögum fari af útlitsfegurð karlanna þá hafa
kvengenin greinilega reynst vel – þó ekki í öll-
um tilfellum, því ekki stoppa allar íslenskar
konur umferð. Allt ber því að sama brunni, Ís-
land er landið sem varðveitir Náttúruna með
stórum staf, hvort sem það er í sögu, (kven)
þjóð eða landgæðum.
Sumarið 1998 skrifaði ég kjallaragrein í DV,
þarsem ég velti því fyrir mér hvort ekki mætti
markaðssetja Ísland á markvissari hátt á þess-
um nótum. Pistilinn kallaði ég „Karl-eyju“ og
þar vitnaði ég til ummæla Dana sem eru orðnir
dauðleiðir á Íslendingum en þeim mun hrifnari
af Íslandi sjálfu. „Þetta þykir mjög karlmann-
legt,“ var mér sagt „allt þetta með snjósleða,
jökla, jeppa og svaðilfarir.“ Og þá laukst upp
fyrir mér að rómantíska klisjan um kvengerv-
ingu náttúrunnar er alls ekki liðin undir lok.
Erlendir karlmenn sjá eyjuna ekki einungis
sem uppsprettu fagurra kvenna, heldur líta á
landið allt sem kvenlegt, einskonar óspjallaða
náttúru sem þeir verða að sigrast á. Og ekki
spillir að óspjallaða náttúran býður upp á dá-
litlar hættur. Mér fannst þetta strax kjörið fyr-
ir íslenska ferðamannaþjónustu að gera útá og
benti á að nú ætti að auglýsa Ísland sem þema-
land fyrir karlmennsku. Hingað gætu karlar
komið og hlýtt kalli náttúrunnar, lagst út,
vandlega útbúnir stórdekkjuðum jeppum og
kraftmiklum snjósleðum og í krafti þessara
tækja, og hinnar kraftmiklu náttúru, upplifað
sig sem kraftakarla. Komið svo heim í hús,
temmilega lerkaðir og reynslunni ríkari, og
skellt sér beint út á lífið og drukkið íslenskt
Brennivín með stórkarlalegum aðförum. Vík-
ingaarfurinn er lykilatriði hér, því víkingurinn
er sjálf táknmynd karlmennskunnar.
Ekki hvarflaði að mér, í algleymi háðsádeil-
unnar, að ég myndi verða tekin á orðinu.
Náttúrulega svalt
Það er í sjálfu sér áhugavert hvað þessi hug-
mynd um Ísland sem ferðamannaparadís er að
verða sjálfsögð, því ekki hefði nokkrum dottið
til hugar að Ísland væri vænlegur áfangastað-
ur fyrir nokkrum árum. Dæmi um hvernig
ferðamannaminnið kemur víða fram er að
finna í bréfi frá í fyrra sem Edda: miðlun og út-
gáfa sendi völdum viðskiptavinum til að kynna
ritröðina Íslands þúsund ár. Bréfið hefst svo:
„Það kemur eflaust fyrir flesta sem ætla að
leggja land undir fót að hrista höfuðið yfir
hefðbundnum ferðamannastöðum, segja sem
svo að þeir ætli að forðast þá og halda sér utan
alfaraleiða. En komi menn síðan til þessara
staða, hafa þeir einatt til að bera þann kraft og
þá töfra sem skýra hversvegna svo margir vilja
líta þá eigin augum. Það sama má segja um sí-
gild bókmenntaverk.“
Ísland, sögueyjan sjálf, virðist stundum taka
á sig þetta form sígilds bókmenntaverks í hug-
um erlendra gesta sem koma hér í leit að vík-
ingum, hryssingslegri náttúru og skapheitum
ljóshærðum valkyrjum. Lítum á hvernig ferða-
mannaparadísin Ísland í dag lítur út sam-
kvæmt Flugleiðum, hverjir eru þessir hefð-
bundnu ferðamannastaðir sem bera slíkan
kraft og töfra að þá ber að líta eigin augum.
Þrátt fyrir að náttúran sé ávallt nálæg þá vill
svo til að íslenskt næturlíf er mest áberandi í
fluguauglýsingunum og líkt og kvenleg fegurð
er náttúruafurð birtist næturlífið sem einskon-
ar náttúruafl. 10. maí 2001: „Búmm! út að
skemmta sér á götum Reykjavíkur, skjótast á
milli partía og bara, bjórs og pylsu með öllu.“
Breski dansklúbburinn Cream, Sigur Rós og
Rammstein auka enn á fjölbreytnina, „og
hey… við erum með miða!!!“ Þrípunktar skapa
eftirvæntingu og upphrópunarmerki æsing, og
eru þess stílbrögð ofnotuð til að leggja áherslu
á afslappað tungutak. „Eins og við töluðum um
í síðustu auglýsingu þá byrjar nóttin aldrei al-
mennilega á Íslandi á sumrin; dagurinn fjarar
út í átta tíma dularfull ljósaskipti, bara til að
byrja upp á nýtt. Svo þú ferð inn á bar í kvöld-
sólinni seint á laugardagskvöldi, skokkar yfir á
einhvern klúbb undir sláandi bleikum og app-
elsínugulum himni um miðnættið, bara til að
koma út í glampandi sólina um morguninn…“
Tilboðið er kallað „Reykjavík rokkar“ og
innifalið í því er Jónsmessunótt í Bláa lóninu.
Það er greinilega nokkuð sem ekki má missa af
því ekki aðeins er boðið upp á að dýfa sér í hið
einstaka náttúruundur sem lónið er (orðið ein-
stakt kemur fyrir þrisvar í sjö línum), heldur
færðu líka að njóta lifandi tónlistar, léttrar
hreyfingar, miðnæturgönguferðar, spennandi
matseðils og afslappandi nudds. Og svo er bál.
Ekki veitir af hitanum, því í ljós kemur að Ís-
lendingar trúa á heilunaráhrif Jónsmessu-
daggar og sumir velta sér um naktir í henni
meðan aðrir bera hana á sig og lofa henni að
þorna náttúrulega á húðinni. Í tilefni þessa
mun Bláa lónið útbúa sérstakt svæði þarsem
gestir geta notið krafta Jónsmessudaggarinn-
ar. Auglýsingin endar svo á stórkostlegu
freudísku mismæli, en þar er sagt að hver mat-
seðill verði sérsniðin þjónustustúlka („tailor
maid“ en ekki „made“) eftir því hvaða tími
dagsins er. Svipuð auglýsing birtist á ný fyrir
Jónsmessu 2002, og hefst á orðunum að „þar-
sem við njótum lengsta dags ársins hér á norð-
lægum slóðum virðast sumir nota hann sem af-
sökun til að gera óvenjulega hluti“, eins og til
dæmis „að velta sér nakinn upp úr morgun-
dögginni“.
Það verður að segjast að textahöfundar
Flugleiða eru hreint ótrúlega lúnknir við að
tengja náttúru landsins við næturlíf og gefa
svo öllu saman kynferðislega undirtóna (þótt
það virðist ekki allaf vera viljandi). 3. maí 2001
er vitnað í fræg ummæli Damons Albarn sem
segir um Íslendinga: „Þeir fara út á miðnætti,
drekka alla nóttina, dansa eins og óðir og svo…
þetta er frábært!“ Býstu við að Reykjavík sé
gamalt, friðsælt fiskiþorp, sem hniprar sig í
rökkrinu við heimskautsbaug? „Ef svo er –
reyndu aftur!! Nú þegar sólin skín alla nóttina
er hún björt og kraftmikil allan sólarhringinn
og Íslendingarnir bara geta ekki verið kyrr-
ir…“ Og 5. september: „Getur þú nefnt land,
einungis í þriggja tíma fjarlægð frá Bretlandi
þarsem þú getur lifað dögum saman á adr-
enalíni? Þar sem þú getur prófað flúðasigingu,
ekið snjósleða á jökli, veitt fisk neðansjávar,
siglt á jökullóni, farið á hestbak, spilað golf á
miðnætti og notið stórkostlegs næturlífs?“ Í
þessari auglýsingu er síðan vitnað í veftímarit-
ið Icelandculture.com (styrkt af Flugleiðum)
en þar fá ferðamenn að kynnast annarri hlið á
Íslandi að sögn textahöfundar. Því „það er ekki
allt bara jöklar, fossar og náttúra. Búa Íslend-
ingar í snjóhúsum og eru allar íslenskar stelp-
ur 1.80, ljóshærðar og bláeygðar? Finndu út
allt um tískuna á Íslandi og hvað er að gerast í
listum, tónlist, hönnun og síðast en ekki síst
hinu alræmda næturlífi.“ Til þessarar vefsíðu
er víða vísað í auglýsingunum, en 3. apríl 2002
er bent á að á vefsíðunni fari fram það sem
kallað var „ljóta rökræðan“, en hún fór að því
er virðist af stað í kjölfar greinarinnar um
Ungfrú Ísland.is þarsem áhugasamir ræddu
einmitt þessar víkinglegu kynbætur íslensku
kvennanna, og hversu fallegar þær væru í sam-
anburði við nágrannaþjóðirnar, Skota og
Breta. Í ágúst 2002 er tilboðshafa vísað á Ice-
landculture.com til að skoða frakkar myndir af
fyrrverandi söngkonu gusgus, Hafdísi Huld.
Það er því nokkuð ljóst að ævintýralandið Ís-
land, með sínum svaðilförum og ólifnaði, hent-
ar fyrst og fremst karlmönnum, því varla eru
það meira en 15% kvenna sem hafa áhuga á því
að taka þátt í umræðu um það hvort allar ís-
lenskar konur séu afkomendur ambátta, séu
1.80 og ljóshærðar, eða því að skoða frakkar
myndir af Hafdísi Huld. Staðgengill ferða-
langsins, Sebastian, bendir einnig til að mark-
hópurinn sé karlkyns.
10. október 2001: Nýr pakki frá Flugleiðum í
kjölfar auglýsinganna í neðanjarðarlestar-
stöðvum London (hinar frægu „Dirty Week-
end“-auglýsingar), „þemað er byggt á íslenskri
útgáfu af gömlum frökkum póstkortum frá
ensku sjávarsíðunni“. Nokkrar ferðir eru í
pakkanum: „Dansaðu brjálæðislega“ er fyrir
þá sem vilja stunda næturlífið, „Dirty Week-
end“ ef þú vilt sulla í drullunni í Bláa lóninu og
„Útreiðartúr á asna“ er einnig í boði fyrir þá
sem vilja öðlast þá einstöku súrrelísku ánægju
að ríða um hraunbreiður, en ýmist er íslenski
hesturinn kallaður asni, „pony“ (smáhestur),
eða víkingahestur. Að lokum er boðið uppá ís-
lenskan mat eins og hann gerist bestur, en
þetta matarþema á eftir að birtast aftur í aug-
lýsingum frá janúar og febrúar 2002 um þorra-
blót, sem álitin eru mjög skuggaleg, enda leika
hrútseistu þar lykilhlutverk. 19. janúar 2002 er
NÁTTÚRULEGA SVALT
ÍSLENSK NÁTTÚRA, NÆTURLÍF
OG NAUTNIR Í BOÐI FLUGLEIÐA
E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R
„Ísland í dag eins og það birtist í fluguauglýsingum
Flugleiða er exótískt ævintýraland sem býður sam-
tímis upp á æsandi og villta og umfram allt hreina
náttúru (snjósleða- og jeppaferðir), æst næturlíf
(drykkja og lausgirt samskipti) og linnulaust nautnalíf
(í Bláa lóninu og óhóflegum matarveislum). Landið er
byggt sérviskulegri og siðspilltri þjóð sem trúir á hé-
giljur (veltir sér nakin uppúr Jónsmessudögg) og
stundar skefjalausan ólifnað. Er þetta landið þitt?“
Morgunblaðið/RAX
„Náttúran er í auknum mæli færð í táknrænan búning, sem náttúruauðlind, sem tákn fyrir þjóð, sem tákn fyrir hreinleika.“ Í Kringilsárrana.