Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Síða 13
Picasso- leirmunir og ætingar KERAMIK og ætingar eftir spænska listamanninn Pablo Picasso seldust á dögunum fyrir rúmlega 1,2 milljónir punda, eða ríflega 160 milljónir króna, á uppboði sem tileinkað var hinni gleymdu list Picassos. Á uppboðinu voru ríflega 200 munir, m.a. diskar, krúsir og vasar sem listamaðurinn hafði skreytt, sem og prentverk eftir hann. Flestir keramikmunanna voru búnir til af leirlistamönn- um í Suður-Frakklandi, en þar bjó Picasso á sjötugsaldri. Ker- amikverkin eru oft talin ómerk- ari en önnur verk listamannsins, þó þau hafi einnig verið lofuð fyrir það tilraunakenda og frjálslega yfirbragð sem þau einkennir. Hæst verð fékkst fyrir æt- inguna „Femme au Corsage à Fleurs“ frá 1958, en myndin seldist fyrir tæpar fimm millj- ónir króna. „Það var óvenjustór hópur áhugasamra kaupenda sem tók þátt í uppboðinu að þessu sinni, enda fór það fram úr okkar björtustu vonum og stað- festi hversu vinsæll Picasso er enn í dag,“ sagði einn starfs- manna Christie’s. La Bohème að hætti Luhrmans ÁSTRALSKI leikstjórinn Baz Luhrman, sem hvað þekktastur er fyrir kvikmyndina Moulin Rouge, áformar nú að setja upp ítalska uppfærslu óperunnar La Bohème á Broadway. Luhrman hyggst í engu breyta, stytta eða gera þetta verk Puccinis að- gengilegra fyrir bandaríska áhorfendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Luhrman setur óperuna á svið, því 1990 var hann fengin til að stýra verkinu í óperuhúsinu í Sydney í Ástralíu. Sú uppfærsla átti að eiga sér stað í París eftirstríðsáranna og þar sem Luhrman þótti allt ann- að en hefðbundinn leikstjóri af- pantaði fjöldi fastra stuðnings- manna óperunnar miða sína. Er á hólminn var komið fékk verkið hins vegar mjög góða dóma og sló öll aðsóknarmet. Með upp- færslunni á Broadway hyggst Luhrman ljúka afskiptum sínum af rómantískum sögum í bili og snúa sér þess í stað að kröftugri viðfangsefnum. ERLENT Baz Luhrman við Óskarsverð- launaafhendinguna sl. vor. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002 13 Ó HÆTT er að segja að Carnegie-sýningin þetta árið beri þess glögg merki að þanþol málverksins sem miðils í myndlist hef- ur enn aukist – er jafnvel meira en á sýningum síð- ustu tveggja ára. Sýning- in, sem nú verður opnuð í fyrsta sinn hér á landi samhliða hinni eiginlegu verðlaunaveitingu, hefur notið vaxandi athygli á undanförnum árum – ef til vill ekki síst vegna þess að hér er um að ræða stærstu peningaverðlaun sem völ er á fyrir mynd- list á Norðurlöndum. Lars Nittve er formaður dómnefndar Carn- egie-verðlaunanna, en hann hefur verið forstöðu- maður merkra safna, svo sem Louisiana-lista- safnsins í Danmörku, Tate Modern í London og nú síðast Moderna-safnsins í Stokkhólmi. Eiginleikar málverksins sem miðils Vegna þess hve málverkið á sér langa sögu og viðamikla hefð segir Nittve það engum vand- kvæðum bundið að víkka út hugmyndir fólks um eiginleika málverksins sem miðils. „Út frá heim- spekilegu sjónarhorni er líklega auðveldara að dæma málverk en verk sem tilheyra öðrum myndlistarmiðlum, jafnvel þótt hugtakið sem liggur að baki listum almennt sé stöðugt að víkka út. Um leið má auðvitað segja að mikið af þeirri list sem verið er að skapa nú til dags – jafnvel þótt engin ákveðin tegund geti lengur talist veigameiri en önnur – teygi sig yfir mæri ólíkra listgreina, og þar af leiðandi einnig inn á svið málverksins. Mað- ur finnur fyrir samsömun við mæri ólíkra greina þar sem fólk spyr sig hvar ein tegund listar taki við af annarri og verði þannig að einhverju öðru. Við sem sitjum í dómnefndinni gætum auðvitað sett okkur mörk þar sem við ákvæðum að verkin mættu einvörðungu vera búin til með málningu á tvívíða fleti, en um leið myndum við útiloka mjög áhugaverða umræðu um hvað málverkið er, hvaða þýðingu saga þess og uppgangur hefur haft sem þáttur í menningu okkar.“ Hvað er hægt að skilgreina sem málverk? Lars Nittve brosir og segist þó þurfa að við- urkenna að á hverju ári fari fram miklar umræð- ur meðal dómnefndarinnar um hvað sé hægt að skilgreina sem málverk og hvað ekki – og þetta ár hafi þær umræður verið sérstaklega líflegar. „Við ræddum um tengsl ákveðinna verka við málverk- ið og með hvaða hætti þau gætu hafa sprottið upp úr hefð þess. Ég get ekki einu sinni haldið því fram að við í dómnefndinni séum alltaf sammála um þessa hluti, menningarlegur bakgrunnur okk- ar er ólíkur og nálgunin því sömuleiðis, jafnvel þótt allir hafi góða innsýn í það sem er að gerast á alþjóðavettvangi. En segja má að við höfum ákveðið að reyna að teygja á hugtakinu málverk án þess þó að mörkin sem við drægjum virtust fá- ránleg. Okkar viðmið hefur einfaldlega verið það að málverk eða málaralist hafi legið að baki hugs- un listamannsins við sköpun þess verks sem við erum að skoða, jafnvel þótt verkið sé ekki tvívíður flötur með málningu á.“ Ögra fyrirframgefnum hugmyndum Nittve segir vinnuna í kringum Carnegie-sýn- inguna því mótast af öllum þáttum málverksins, sögu þess, hugmyndafræðilegum tengingum, nýrri sýn á hefðina, aðferðum sem varpa nýju ljósi á þá þekkingu sem fyrir var og svo fram- vegis. „Við megum aldrei gleyma því að það er ekki nóg að setja saman sýningu sem lítur fallega út. Allar sýningar verða að vera með þeim hætti að verkin sem þar eru til sýnis verði kveikja að umræðu um merkingu, hlutverk og eðli listarinn- ar. Við erum því ekki hrædd við að ögra fyrir- framgefnum hugmyndum um hvar mörkin á milli listgreina liggja.“ Merking, hlutverk og eðli listarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Lars Nittve við verk Lenu Cronqvist, en hún hlaut önnur verðlaun á þessari sýningu. Einn þekktasti safnstjóri Evrópu, Lars Nittve, for- stöðumaður Moderna- safnsins í Stokkhólmi, er kominn hingað til lands vegna Carnegie-sýning- arinnar sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR ræddi við hann um þanþol mál- verksins og skilgreiningar dómnefndar Carnegie- verðlaunanna. fbi@mbl.is Troels Wörsel, 1. verðlaun Þegar verðlaunahafana í ár ber á góma segir Lars Nittve þá koma úr ólíkum áttum en vera vel að viðurkenningunni komna. „Daninn Troels Wörsel, sem hlýtur fyrstu verðlaun, er listamað- ur sem tengir sköpun sína málverkinu með mik- illi væntumþykju. Ég minnist þess hvernig hann lýsti eitt sinn málaralistinni fyrir mér á áþekkan hátt og matargerðarlist,“ segir Nittve. „Þá átti hann við að hún fjallaði um unað og losta, ekki síður en hæfileikann til að blanda hlutum saman í réttum hlutföllum. Að auki er sterkur hug- myndafræðilegur grundvöllur að baki því sem hann er að fást við. Í þeim verkum sem hann sýn- ir hér afhjúpar hann bakhlið málverkanna og ákveðinn „subbuskap“ sem þar getur leynst um leið. Segja má að hann hafi rannsakað málverkið úr ákveðinni fjarlægð og nálgist það síðan aftur frá nýju sjónarhorni. Að þessu leytinu til er hann í rauninni að sýna málverk sem gera hlutverk málverksins sjálfs að efniviði sínum.“ Lena Cronqvist, 2. verðlaun Lena Cronqvist frá Svíþjóð fær önnur verð- laun fyrir verk sem sverja sig í ætt við það sem hún hefur verið að þróa um langa hríð í sinni vinnu. Nittve segir verk hennar „fjalla um mjög persónulega hluti, sem þó tengjast því sam- mannlega sem finna má í persónulegri reynslu. Að mínu mati hefur hún ekki dregið dul á það að verk hennar byggjast á reynslu hennar og harmi í hennar eigin lífi, allt frá barnsfæðingu – en hún þjáðist af þunglyndi eftir barnsburð, sambandi hennar við móður hennar og núna síðast fráfalli eiginmanns hennar og áhrifum þess á líf hennar. Í Svíþjóð þekkja flestir vel til persónulegs líf hennar af því það hefur alltaf verið svo ríkur hluti af myndlist hennar, en um leið er vert að veita formlegum einkennum verka hennar at- hygli því þau eru mjög sterk.“ Hann segir það athyglisvert hversu sterkt verk hennar höfða til fólks sem alla jafna sækir ekki myndlistarsýn- ingar. „Hún er einn fárra málara sem ná tökum á fólki sem ekki lætur sig list miklu varða, ein- mitt vegna þess að verk hennar hafa sammann- lega vísum í þeirra eigin líf – þeir eru snortnir.“ Tal R, 3. verðlaun Tal R er frá Danmörku, eins og Wörsel, en Lars Nittve segir málverkið lifa góðu lífi meðal ungra listamanna þar í landi. „Danmörk á auð- vitað langa hefð að baki hvað málverkinu við- kemur og Tal R er einn þeirra ungu listamanna sem tekist hefur að finna málverkinu nýjan far- veg. Í verkum hans má glögglega sjá það frelsi sem getur falist í málverkinu, því þótt það sé ekki auðvelt að hreyfa sig innan flatar málverks- ins hefur það samt sem áður þann kost að í hvert sinn sem hafist er handa við nýtt verk markar það algjörlega nýtt upphaf – maður stendur bara frammi fyrir striganum og litunum. Ef listamanninum tekst að forðast allt það sem er gefið og fyrirsjáanlegt í verkinu, og hefja vinnu sína við miðilinn frá grunni, er hægt að komast mjög langt. Að mínu mati hefur Tal R einmitt tekist þetta og það er sönnun um að málverkið getur átt erindi við samtímann. Það má geta þess að í fyrsta sinn sem Carnegie-verðlaunin voru veitt fékk hann þann styrk sem alltaf er veittur ungum myndlistarmanni, og nú kemur hann aftur til sögunnar sem fullþroska listamað- ur og verðlaunahafi,“ segir Nittve og hlær. „Okkur sem að þessu stendur þykir það auðvitað afar ánægjulegt, það ber vott um að þróun sé að eiga sér stað og vinna okkar skili sér. Skilaboðin eru um leið þau að listamenn á Norðurlöndum geta auðveldlega tekið þátt í þessari keppni oft- ar en einu sinni, enginn er útilokaður.“ Carnegie-styrkurinn Styrkurinn sem hér er vísað til fellur að þessu sinni í skaut David Svensson frá Svíþjóð. „Verk hans eru augljóslega þess eðlis að þau reyna mjög á þanþol málverksins,“ útskýrir Nittve. „Samt eru þau vel innan þess ramma sem ég skilgreini sem málverk, að undanskildu rauða herberginu, sem líta má á sem ögrun við mörk málverksins. Þar er málverkið þvívítt og upplýst – nema auðvitað við lítum á herbergið sjálft sem málverk, þannig að áhorfandanum sé gert kleift að ganga beint inn í sjálft málverkið. Af öllum verkum hans má ráða að málverkið skiptir hann miklu máli, hann er heillaður af því og þeim möguleikum sem í því felast, þótt hann máli ekki málverk í hefðbundnum skilningi. Verk hans eiga samt sem áður rætur sínar að rekja til mál- aralistar og eru um leið rannsókn á möguleikum hennar.“ Verðlauna- hafarnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.