Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 1

Pressan - 30.09.1988, Blaðsíða 1
5. tbl. 1. árg. 30. sept. 1988. Verð kr. 100. Mistök við meðferð þurrmjólkur á fœðingardeild Landspítalans Þrjú börn sýktust alvarlega á vökudeild Landspítalans cí síðasta ári vegna þess að þurrmjólkurblanda var ekki meðhöndluð á réttan hátt. Sjaldgœf og hœttu/eg baktería fannst íþurrmjólkurdufti og vegna mistaka fékk bakterían að fjölga sér í pelunum. Landlœknirfékk málið í hendur og sendi heilbrigðisráðherra álitsgerð embœttisins þar sem segir að ekki hafi verið farið eftir settum reglum við meðferð þurr- mjólkurinnar. Ráðherra fékk ríkislögmanni má/ið, sem leggur til að ríkið greiði foreldrum barnanna bœtur vegna þess varanlega skaða sem þau hlutu. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra hafa viðurkennt bótaskyldu ríkis- sjóðs. Landlœknir hefur varað sjúkrahús við hœttum af meðferð þurrmjólkur og Landspítalinn hefur nú stöðvað alla notkun þurrmjólkurdufts og flytur þess í stað inn dauðhreins- aða mjólk handa nýburum. Að sögn sérfrœðinga stafar engin hœtta af notkun þurr- mjólkur í heimahúsum. „Þetta er einstakt dœmi sem á ekki að geta endurtekið sig, “ segir landlœknir. I G ulltékki með mynd eykur öryggi þitt, öryggi viðtakanda og öryggi bankans þíns. Það fer ekki milli mála hver þú ert. Sérprentun án aukakostnaðarl BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS *— Hi wBm

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.