Pressan - 30.09.1988, Page 8

Pressan - 30.09.1988, Page 8
8. Föstudagur 30. september 1988 .......— PRESSAN VIKUBLAD Á FÖSTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. — Alþýðublaðið Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn skrifstofur: Ármúla 38, sfmi: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 100 kr. eintakið. Hörmulegur atburður á Landspítala Nútímafólk er orðið ýmsu vant hvað varðar fréttir af harm- leikjum, bæði innan lands og utan. Það líður vart sá mánuð- ur að við heyrum ekki um eitthvert stórslysið eða aðrar hörnt- ungar og það venst aldrei — sem betur fer. En sumar fréttir snerta mann sárar en aðrar. Það er til dæmis alltaf jafnsárt að fregna af því, þegar börn skaddast á einhvern hátt, hvort sem það er andlega eða líkamlega og hvort sem þau eru nær okkur eða fjær. í þessu tölublaði Pressunnar segjum við frá því alvarlega atviki að þrjú börn sýktust af sjaldgæfri bakteríu í þurrmjólk á fæðingardeild Landspítalans. Allt bendir til þess að mjólkurblandan hafi ekki vcrið með- höndluð samkvæmt leiðbeiningum framleiðandans og það liafi orsakað sýkinguna. Þetta er mikil sorgarsaga, sem hlýtur að snerta strengi i brjóstum okkar allra. Það er þó mikilvægt og þakkarvert að mál þetta upplýstist áður en meiri skaði hlaust af og nú hafa veriðgerðar ráðstafanir til að fyrirbyggja að fleiri börn geti sýkst af sömu orsökum. Þurrmjólk er ekki lengur notuð á Landspítalanum, heldur einungis dauðhreins- uð og tilbúin mjólk I litlum einingum. Það er hins vegar nauðsynlegt að hafa í huga að nýburarnir þrír, sem veiktust hér á íslandi, eru einungis örlítið brotabrot af öllum þeim milljónum barna, sem nærst hafa á þurrmjólk og dafnað ljómandi vel. Og ekkert bendir til að um mörg slík tilvik hafi verið að ræða. Ekki er því um neinn faraldur að ræða — eða líkur á faraldri — og ofsahræðsla við mjólkur- duft frá viðurkenndum framleiðendum er þess vegna gjör- samlega ástæðulaus. Dapur dagur fyrir jafnréttissinna Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum á íslandi. Það eina, sem kom verulega á óvart við myndun hennar, var ráðherra- listi Alþýðubandalagsins. Jafnréttissinnar gerðu eflaust flestir ráð fyrir því að kona yrði meðal ráðherra þessa flokks, sem hvað harðast hefur deilt á Kvennalistann. Allaballar hafa jú frá upphafi sagt kvennaframboð algjörlega óþörf og hamrað á því að í þeirra flokki hefðu konur nákvæmlega sömu möguleika og karlar. Þar væri það hið eina sanna jafn- rétti, sem gilti. En hvað gerist, þegar flokkurinn fær tækifæri til að koma konu í ráðherrastól? Flokkur, sem hefur þá reglu að leiðar- ljósi að konur skuli ekki vera undir fjörutíu prósentum í ábyrgðarstöðum. Hann setur stól undir þrjá karla og gengur þar með framhjá fjölhæfum og frambærilegum konum, sem hefðu eflaust staðið sig með ágætum í ráðherraembættum! Slíkt hlýtur að vera ófyrirgefanlegt í róttækum, jafnréttis- sinnuðum flokki og gæti átt eftir að draga dilk á eftir sér, ef allaballakonur eru ekki dauðar úr öllum æðum. Það verður líka erfitt fyrir þingmenn flokksins að hlaupa upp í ræðustól á sama hátt og áður og lýsa velþóknun sinni á málflutningi Kvennalistaþingmanna, taka þar undir hvert orð og tárast jafnvel af eldmóði. Þeir eru búnir að missa niður um sig buxurnar og standa nú berstrípaðir, því það er ekkert skjól í þeim rökum að kona hafi ekki komist að sökum þess að ráð- herrastólarnir voru „bara“ þrír. Kvenmaður hefði nefnilega „bara“ þurft einn stól! Fæðing málefnasamnings m U| H Tr v i\ Albert: „En Denni, gerðu það, leyfðu mér að vera með, ég þarf ekkert utanríkisráðuneyti og skítt með forseta sameinaðs þings — barci smásendiherrastöðu í París — eða svoleiðis!!??“ hin presscm „Það er Ijóst að við búum við vanda hérlendis sem kallast stjórnvöld.“ — Gunnar Helgi Hálfdánarson I Morgunblaðinu. Alusuisse óttast ekki nýju stjórnina. — Fyrirsögn I Morgunblaðinu. „Island á alla mína samúð.“ — Þjálfari Sovétmanna I Morg- unblaðinu. Hagkaup segir upp öllu „poka- fólkinu". — Fyrirsögn í Morgunblaöinu.' Svartnættið sem hvilir yfir is- lenskum handknattleik er ógn- vekjandi. — Sigmundur Ó. Steinarsson I Morgunblaðinu. „Móðir mín sagði mér að ég ætti að verða samgönguráðherra þvi vegirnir úti á landi væru svo vondir.“ — Steingrimur J. Sigfússon samgönguráðherra I Þjóðviljan- um. Danir sluppu með sigur. — Fyrirsögn I Þjððviljanum af sigri Dana á Islendingum I knatt- spyrnu. „Mér líst mjög vel á Svavar." — Birgir ísleifur Gunnarsson, fráfarandi menntamálaráðherra, í Tlmanum um eftirmann sinn. „Ég kemst að þeirri niðurstöðu að enn séu dreifðar byggðir þessa lands góður vettvangur mannlegs og menningarlegs lifs.“ — Kristinn G. Jóhannsson í Timanum. Fljótlega sáust tölurnar, 2:6, á Ijósatövlunni, sem blikkaði siðan eins og um flugeldasýn- ingu væri ao ræða. — íþróttafréttir Morgunblaðsins um leik (slands og Sovétmanna á Ólympiuleikunum í Seoul. „Þegar ég sé að nemendur mínir eru farnir að blána við cefingarnar þá veit ég strax hvað er að. “ — MargrétÓlafsdóttirleikfimi- kennari í DV. „Við Borgarar erum svona eins og falleg hjákona." -* Albert Guðmundsson I Tím- anum. „Þetta er viðkvæmt mál. Ég er úr Hafnarfirði." — Siguröur Þórðarson vararík- isendurskoöandi í Þjóðviljanum um frammistöðu handboltaliðs- ins í Seoul. „Ég var á þeirri skoðun að börn á Selfossi væru sérstaklega vel upp alin...“ — Regina Thorarensen í DV.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.