Pressan - 30.09.1988, Side 14

Pressan - 30.09.1988, Side 14
14 Föstudagur 30. september 1988 Viltu auka SKRIFSTOFUNÁM í Tölvuskóla íslands er hnitmiöaö nám í skrifstofu-, viðskipta- og tölvugreinum. 250 stunda nám kostar aðeins kr. 79.000- Einn nemandi um hverja tölvu. Bjóóum einnig upp á fjölda annara tölvunámskeiða. HÖFÐABAKKA 9 O 671466 O 671482 Á Bflbeltin ^ hafabjargað Elton verður geimfari Söngvarinn Elton John hefur pantað far með geimflaug fyrir 2,5 milljónir íslenskra króna. Þegar er byrjað að taka við pönt- unum frá almenningi, sem vill komast út í geim, en ferðirnar hefjast þó ekki fyrr en á næsta áratug. Tvöhundruö manns frá fjórtán þjóðlöndum hafa þegar lagt inn pöntun, þrátt fyrir hinn gífurlega kostnað. Þetta verður kannski næsta æðið meöal uþpanna. Rétt skal vera rétt Móðir Elísabetar Bretadrottn- ingar er komin til ára sinna. Nánar tiltekið er hún 88 ára og lætur auðvitað á sjá með aldrin- um eins og aðrir. En drottningar- móðirin tekur ekki í mál að myndir af henni séu „falsaðar" með því að slétt sé úr hrukkun- um á andliti hennar. Þegar hún var fimmtug harðbannaði hún hirðljósmyndaranum að gera sllkar kúnstir, en þær munu annars algengar hjá fína og/eða ríka fólkinu. Það er a.m.k. margt myndað með afskaplega tillits- sömum linsum. (Við nefnum engin nöfn og þá síst af öllu Joan Collins.) Ný sending af finnskum kutdafatnaði a dömur og herra Jí 5^ 3t= ÚTILÍFf Sími 82922 Meryl Streep í staí Mðdonnu Mikill slagur hefur staðið vestanhafs um hlutverk Evitu Peron í kvikmyndinni, sem á að gera eftir söngleik Andrews Lloyd Webber. Á tímabili var það talið nokkuð öruggt að Ma- donna hreppti hnossið, enda mun hún hafa róiö að þvi öllum árum. En nýjustu fregnir herma að hin heppna verði engin önnur en Meryl Streep. GÚÐAR RtTTlR FYRIR UNGT FERÐAFÓLK Flugieiðir hafa' tekið upp sérstaka nýjung í fargjöldum fyrir ungt fólk á aldrinum 12 til 21 árs í innanlandsflugi. Þessi unglingafargjöld gilda allt árið og þeim fylgja engar kvaðir um lágmarksdvöl en hámarksdvöl er eitt ár. Farmiðarnir eru „stand by“ þannig að ekki er hægt að bóka sætið fyrirfram og farþegarnir eru háðir því að pláss sé í vélinni hverju sinni. En það sem mestu máli skiptir: Þeir sem kaupa unglingafargjöld fá 55% afslátt af ársfargjaldi. FLUGLEIÐIR ^ - w Söluskrifstofur, ferðaskrifstofur og umboðsmenn um land allt.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.