Pressan - 30.09.1988, Síða 16

Pressan - 30.09.1988, Síða 16
16 Föstudagur 30. september 1988 Getur maður treyst því að girnilegu myndirnar utan á matarumbúðum sýni raunverulega það sem leynist í kössunum? \ ________________________________^ 4COg<? Dct lettchldcen Udát tikaítfétyg tijf faffxsfáfjfa, Kötturinn i sekknum microwave microondes M e M yndir utan á mat- vælaumbúðum eru oft verulega lokkandi. Annað væri líka óeðlilegt. Fram- leiðendurnir vilja auðvitað selja vöruna, svo það skiptir miklu máli að neyt- endum finnist hún girni- leg í hillum eða frysti- kistum matvöruverslana. En stundum reynist raun- verulegt innihald umbúð- anna alls ekki líkjast glansmyndinni utan á þeim — og maður verður fyrir vonbrigðum. Pizza, sem var ekki með færri en tuttugu sveppum á mynd- inni, skartar einungis fjór- um sveppum í raunveru- leikanum. Einn vesæll og trénaður aspargusstöngull leyndist ( súpu, sem virtist bókstaflega troðfull af aspargus. Og ostakakan er bara með örfáum berjum en ekki heilli glás, eins og á myndinni. Margir kannast eflaust við þessa reynslu, þó auð- vitað sé þetta ekki algild regla. Það er raunar oft íslensk framleiðsla, sem kemur þægilega á óvart þegar maturinn er tekinn úr kassanum. Ástæðan er sú, að myndirnar á umbúðunum eru gjarnan afskaplega óspennandi og maður býst því ekki við neinu stórkostlegu. eir í útlöndum kunna vel til verka, þegar umbúðahönnun er annars vegar. Þar eru viðhafðar alls kyns aðferðir við myndatökur, sem hafa þann tilgang að framkalla munnvatn hjá hungruðum viðskiptavinum matvöru- verslana. Mikið er t.d. um að myndefnið sé smurt með olíu til að það glansi fagurlega. Einnig eru notuð sérstök kastljós við gerð auglýsingamynda, sérstakar myndavélar og sérstakar linsur — allt til þess að gera útkomuna sem glæstasta. í auglýsingamyndum er klaki í glösum oft hreint enginn klaki, heldur plast- teningar. Og þegar freist- andi dropahúð er utan á glösum er ekki endilega víst að þau séu nýkomin út úr ísskáp eða vökvinn í þeim sé jafnískaldur og lítur út fyrir. Þessu frost- hrímaða útliti er nefnilega hægt að ná fram með því að úða glösin með glýseróli. 1 að skondnasta I þessum málum tengist þó myndatökum á ís. Eins og skiljanlegt er verður oft mikill hiti í myndverum vegna hinna nauðsynlegu Ijóskastara. Við þær aðstæður er erfitt að taka myndir af ís. Þess vegna grípa menn oft til þess ráðs að nota kartöflu- stöppu í staðinn. Hún hefur reynst Ijómandi góður ís-tvífari. En einnig sérhæfa sum myndver sig f því að Ijósmynda is og aðrar vörur, sem bráðna. Þau halda þá t.d. hita- stiginu í nákvæmlega núll gráðum og geta boðið upp á þjónustu, sem önnur stúdíó geta ekki innt af höndum. PRESSAN gerði fyrir skemmstu litilsháttar könnun á innihaldi nokk- urra matvælaumbúða með tilliti til þess hvernig það kæmi heim og saman við Ijósmyndina utan á. Afraksturinn gefur að líta hér á síðunni og látum við lesendum sjálfum eftir að dæma um það hvort vöru- tegundirnar gefa tilefni til ánægju eða vonbrigða. EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYNDIR: magnús reynir

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.