Pressan - 30.09.1988, Page 25

Pressan - 30.09.1988, Page 25
Föstudagur 30. september 1988 25 PRESSUMYND: MAGNÚS REYNIR llDUR EKKI SÁ DAGUR AÐ ÉG FÁI EKKISKÆTING Ætlunin var sú að tala við frægasta strætóbílstjórann um strætóbílaakstur. Það varð ekki minni hasar þegar Magnús Skarphéðinsson var rekinn frá Strætisvögnum Reykjavíkur en þegar átti að reka séra Gunnar Björns- son úr Fríkirkjunni. En nú er Magnús kominn aftur undir stýrið á strætó, nú í Kópavoginum, og við vitum ekki betur en hann keyri þar við góðan orðstír. Áður en varði vorum við farnir að tala um hluti sem koma strætó ekki hætishót við — sveitarstjórnarmál, skattheimtu, frjálshyggju, lífsgæðakapphlaup, músagildrur, fram- haldslíf, hvali og sögulega ákeyrslu sem Magnús varð fyrir í marsmánuði. En við byrjum þó alltént á strætó... „Um árið þegar ég var rekinn með söng og hljóðfæraslætti frá Strætisvögnum Reykjavíkur var það með því fororði að ég væri svo ónothæfur starfsmaður að ég yrði að hætta tafarlaust. Ég var álitinn svo hættulegur að ég fékk ekki einu sinni að vinna út uppsagnarfrest- inn. Sumarið eftir fór ég svo að keyra strætó hjá Kópavogsbæ og er búinn að vera þar í þrjú sumur. Það hefur gengið áfalláíaust. Raunar eru þau ófá þakkarávörpin sem ég hef fengið.“ — Þii þóttir býsna litríkur strætóbílstjóri í Reykjavík, ertu ekki sá skrautlegasti í Kópavogi? EGILL HELGASON „Það hugsa ég. Annars sést það viða hvílíkur reginmunur er á sveit- arfélögunum hér sunnan og norðan við lækinn. Aldraðir fá ókeypis í strætó í Kópavogi, en þurfa að greiða farið í Reykjavík. Aldraðir fá ókeypis í sundlaugar í Kópavogi, en ekki í Reykjavík. Það eru 2.000 Reykvíkingar sem bíða eftir elli- heimilisplássi, en enginn í Kópa- vogi. 1.800 krakkar bíða eftir dag- heimilisplássi í Reykjavtk, en eng- inn í Kópavogi. Það er í raun for- kostuiegt að svona stór sveitarfélög hlið við hlið geti verið þetta ólík í grundvallaratriðum. Göturnar eru allar í klessu i Kópavogi. Þær eru holóttar og undirlagið meira og minna ónýtt. Það er ekkert gaman að keyra þær. í Reykjavik vantar ekki að þar er stifmalbikað og gangstéttir steyptar. En félagsmálin eru öll í ólestri. Það vantar ljósa- •staura i Kópavogi og mörg skipu- lagsmál sitja á hakanum, en á fé- lagsmálunum er fádæma vel og mannlega haldið.“ — Ætlarðu þá ekki bara að flytja í Kópavoginn? „Ég hef oft velt því fyrir mér. Af prinsíppástæðum ætti ég eiginlega að flytja lögheimili mitt í Kópavog- inn og borga útsvarið mitt þar. Mér finnst satt að segja að allt hugsandi fólk ætti að flytja lögheimili sitt í Kópavog, sérstaklega fólk sem á einhvern pening. Og sérilagi ættu öll fyrirtæki sem hafa einhverja hugsjón að vera skrásett I Kópavogi og greiða aðstöðugjöld þar. Maður á að verðlauna sveitarfélög fyrir að fara vel með fólkið sitt. — Hefurðu nokkuð verið að keyra Ikarus-vagna þarna í Kópa- voginum? „Nei, ég hef ekki gert það. Ég réð mig upp á býti að ég þyrfti ekki að keyra slik ökutæki. Það eru hálf- gerðir hörmungarbílar, enda eru menn orðnir nokkuð sammála um það. Jú, þeir eru hreinlega ónýtir.“ MEDLIMUR í FJÖRUTÍU 0G EITTHVAD FÉLÖGUM — Hvað liefurðu verið að gera á veturna, þegar þú ert ekki að keyra strætó? „Ég gf í háskólanum. Þegar ég var rekinn frá Strætó dreif ég mig í háskólann og er hálfnaður í sagn- fræðinámi. Námið mætti svosem ganga hraðar, en það er eiginlega full vinna hjá mér að hafa skoðanir á þorskveiðum og hvalveiðum ís- lendinga." — Hvernig hefurðu tíma, ertu ekki meðlimur í fimmtíu félögum? „Ja, ég er meðlimur í fjörutíu og eitthvað félögum. En ég hef aldrei sótt fundi í flestum þeirra og kem sennilega aldrei þar inn fyrir dyr. Þetta eru ýmis félög sem mér finnst sjálfsagt að styðja, til dæmis Styrktarfélag vangefinna, Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra, Sjálfs- björg og Krabbameinsfélagið. Mér finnst að sem flestir íslendingar ættu að vera í góðum félögum á borð við þessi, þó ekki væri nema til að greiða"félagsgjöldin, sem er líka það eina sem ég legg af mörkum. 1 Þótt ekki væru nema tíu prósent þjóðarinnar í þessum félögum myndu þau án efa geta unnið ótrú- leg þrekvirki á hverju ári.“ — Er þetta ekki dýrt spaug að ► Magnús Skarphéðinsson keyrir strætó og reynir að ná sambandi við önnur tilverustig.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.